Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 17

Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 17
30. desember 1988 - DAGUR - 17 Mirniing T Hallfreð Sigtryggsson Fæddur 24. júní 1900 - Dáinn 22. desember 1988 Aldinn heiðursmaður, Hallfreð Sigtryggsson, hefur kvatt þennan heim. Hann lést eftir stutta legu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, 88 ára að aldri, og hafði þá kennt veikinda um hríð. Fráfall manns á þessum aldri kemur ekki á óvart en þó finna þeir sem þekktu Halla Tryggva, eins og hann var alla tíð nefndur, að skarð er fyrir skildi. Hallfreð fæddist þann 24. júní á Grund í Höfðahverfi, Grýtu- bakkahreppi, aldamótaárið 1900. Foreldrar hans voru hjónin Sigrún Sigurðardóttir og Sigtryggur Helgason. Börn þeirra hjóna voru fjögur en aðeins það yngsta, Hallfreð, átti eftir að lifa langa ævi. Eldri systkini hans, Alfreð og Þorbjörg, dóu á þrítugsaldri og Þórir, bróðir hans, á barns- aldri. Halli fluttist barn að aldri til Akureyrar. Þar gekk hann í Barnaskóla Akureyrar og fékk þá undirstöðumenntun sem algeng var í þá daga. Hann starf- aði við flest algeng verk á ungl- ingsárum en hafði sérstakt yndi af öllum íþróttum, ekki síst knattspyrnu, skautahlaupi og sundi. Halli var einn þeirra sem grófu fyrir fystu sundlauginni á Akureyri og vann einnig, - í sjálfboðavinnu, við að leggja vatnsleiðslu að lauginni. í þá daga var ekki siður að taka pen- inga fyrir öll viðvik, sérstaklega ef þar voru málefni sem horfðu til almannaheilla. Sjórinn var sá starfsvettvangur sem margir kusu sér á fyrstu ára- tugum aldarinnar, enda ekki um eins margt að velja þá og síðar varð. Halli fór á síld á sumrin og margar sögur kunni hann af sjónum. Er það álit þess sem þetta skrifar að sjórinn hafi átt vel við Halla að mörgu leyti. Á eldri árum las hann og safnaði bókum um íslenska sjómenn og sjósókn, ekki síst bókum sem gefnar hafa verið út af Slysa- varnafélagi íslands og fjalla um sögu íslenskra sjóslysa. Ekki er hægt að minnast Halla án þess að geta um gamla slipp- inn á Akureyri, en þar vann hann í mörg ár, m.a. sem hjálmkafari. Á millistríðsárunum slasaðist hann alvarlega á fæti og gekk haltur eftir það. Ekki varð fötlun hans þó til að hindra hann í vinnu og gekk hann óbugaður að hverju starfi sem fyrr. Halli hlýtur að vera öllum sem þekktu hann minnisstæður maður. Hann var léttur í lund og vinsæll til allra starfa, enda eftir- sóttur verkmaður. Þrátt fyrir fötl- un sína vann hann til 75 ára aldurs, síðustu áratugina hjá Sláturhúsi KEA. Halli vann auk þess mikið fyrir ýmsa aðra aðila, t.d. við að mála húsþök fyrir menn á Akureyri og ýmis önnur verk sem kröfðust vandvirkni og góðrar þekkingar á vinnu- brögðum. Hef ég oft heyrt menn minnast þess að Halli Tryggva hafi verið einstaklega hjálpsamur og greiðvikinn varðandi slíka hluti þegar til hans var leitað. Oft hefur mér verið hugsað til þess hversu margt mátti af Halla læra. Hann lét mótlæti ekki buga sig en var oftast kátur í lund. Þannig vildi hann einnig að aðrir væru, bölsýni var honum ekki að skapi. Mátti oft sjá hann í sam- ræðum við menn á förnum vegi fyrir utan heimilið að Gránufélags- götu 28. Halli var 28. stofnfélagi íþróttafélagsins Þórs á Akureyri, en félagið var stofnað 6. júní 1915. Árið 1965, á 50 ára afmæli félagsins, var hann gerður að heiðursfélaga. Hann unni félaginu ætíð og fylgdist með öllu því markverðasta sem þar gerðist. Árið 1981 vígði hann t.d. hinn nýja grasvöll félagsins í Glerár- hverfi við hátíðlega athöfn. Halli hafði á orði að hann hlakkaði til að vera viðstaddu'r vígslu félags- heimilis Þórs sem nú er í byggingu en honum entist ekki aldur til þess. Sýnir þetta traust hans og hug til félagsins betur en margt annað. Fáir Akureyringar munu hafa haldið jafn miklu trausti við sundiðkun eins og Halli. Hann fór reglulega í sund og þótti mið- ur ef hann komst ekki af ein- hverjum ástæðum. Þegar hann varð áttræður gáfu sundfélagarn- ir honum minjagrip af því tilefni sem ég veit að honum þótti mjög vænt um. Heimili Halla og konu hans, Önnu Stefánsdóttur, var þekkt fyrir gestrisni og hlýleika. Mörg- um veittu þau húsaskjól um lengri og skemmri tíma og veit ég að þakklæti ríkir í garð þeirra hjóna úr mörgum áttum. Er margra ógleymanlegra samveru- stunda að minnast, ekki síst frá jólum og áramótum liðinna ára. Hallfreð og Anna eignuðust þrjú börn, dæturnar Sigrúnu og Guðnýju, og einn son, Þorstein Marinó, tengdaföður þess sem þetta ritar. Það var Halla og Önnu mikið áfall að inissa son sinn aðeins fimmtugan að aldri, fyrir réttum fiinm árum. Gekk sá missir mjög nærri gamla mannin- um. Eg vil að lokum kveðja Halla hinstu kveðju, eftirlifandi konu hans, dætrum og öðrum aðstand- endum votta ég samúð. Egiil H. Bragason. Gleymið ekki að gefa smáfuglunum. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS í 1. FL. B1985 Hinn 10. janúar 1989 er áttundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 8 verður frá og með 10. janúar n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini kr. 373,80 Vaxtamiði með 10.000,- kr. skírteini kr. 747,60 Vaxtamiði með 100.000 kr. skírteini kr. 7.476,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1988 til 10. janúar 1989 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 2279 hinn 1. janúar 1989. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga Innlausn vaxtamiða nr. 8 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1989. Reykjavík, 30. desember 1988 SEÐLAB ANKIÍSLANDS Fagnaður á gamlaárskvöld G.A.-félagar ætla að halda fagnað að Jaðri á gamlaárskvöld, sem hefst um miðnættið. Hljómsveit Finns Eydal, Helena, Alli, Árni Ketill og Siggi skemmta. - Allir velkomnir! - Hattar og knöll á staðnum! Kveðjum gamla árið með „stæl" og fögnum nýju! Ath.: - Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði - - Vinningur: Farseðill - Akureyri - London - Akureyri - - Verð kr. 1.000,- Með nýárskveðju, G.A.-félagar. ........ X Viðskiptavinir athugið! Vegna vörutalningar verður verslunin lokuð á gamlársdag og 2. og 3. janúar 1989. Óskum vidskiptavinum gleðilegs nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. • • Auglýsendur athugið! Fyrsta blað á nýju ári kemur út þriðjud. 3. janúar. Skilafrestur auglýsinga í það blað er til kl. 11.00 mánud. 2. janúar, nema um stærri auglýsingar sé að ræða, en þær þurfa að berast fyrir kl. 16.00 föstud. 30. desember. auglýsingadeild, sími 24222. V________________________________________/ VINNINGSNÚMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins — -..... Dregið 24. desember 1988...... AUDI80: 34324 MITSUBISHILANCER1500 GLX: 9456 24972 88354 VÖRUR AÐ EIGIN VALI FYRIR 100.000 KR.: 3350 11613 47651 105447 170551 7357 11841 49787 110492 172046 8632 45037 72399 112079 173542 8696 45712 88681 159035 175799 VÖRUR AÐ EIGIN VALI FYRIR 50.000 KR.: 582 17163 33968 59044 86699 97586 118057 133461 159406 614 18951 35562 61510 86971 102209 118961 135872 164014 661 19421 36043 62611 87112 103516 120138 138594 164777 5801 20652 37131 65969 87851 107148 124131 146225 170357 5898 25010 37758 65975 92584 107430 124594 147770 177356 6918 26179 38267 71392 93520 107765 126207 151039 177384 9283 26553 46225 73869 93629 110897 126286 152758 183966 11086 32746 56800 75950 95675 111841 126380 157716 184620 11490 33073 58932 85240 96194 114950 129103 158679 Handhafar vinningsmiöa framvisi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins aö Skógarhlfö 8, simi 621414. Krabbameinsfélagið þakkar landsmönnum veittan stuöning. Krabbameinsfélagið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.