Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 19

Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 19
 30. desember 1988 - DAGUR - 19 Innanhússmót í knattspyrnu: KA liðin tókust á í úrslitum Það var hart barist í innanhúsmóti í knattspyrnu sem heldið var á Akureyri í fyrradag. Mynd: tlv Jónas kjörinn íþrótta- maður Húsavíkur A-Iið KA sigraði á afmælis- móti KA í innanhússknatt- spyrnu sem haldið var í fyrra- dag. Átta lið af Norðurlandi tóku þátt í mótinu og þar af voru tvö lið frá KA. Þessi tvö lið kepptu til úrslita. Keppt var í tveimur riðlum og voru úrslit í A-riðli sem hér segir: Tindastóll-KA a 1:9 Þór-UMFS 2:1 UMFS-KA a 0:8 Þór-Tindastóll 4:2 Tindastóll-UMFS 6:8 KA a-Þór 6:4 í B-riðli urðu úrslit þannig: KA b-Reynir 5:2 Magni-Leiftur 1:1 Leiftur-Reynir 4:4 Magni-KA b 1:1 KA b-Leiftur 3:1 Reynir-Magni 1:1 Lið KA urðu efst í riðlunum og spiluðu til úrslita. Leiknum lauk með sigri a-liðsins, 6:4. Þór og Magni léku um þriðja sæti og sigruðu Þórsarar, 3:2. Um fimmta sætið léku Dalvíkingar og Leiftursmenn. Ólafsfirðingar unnu leikinn 3:2. Um sjöunda sætið léku Tindastóll og Reynir og tókst Reynismönnum að sigra leikinn 3:4. í sigurliði KA voru þeir Þor- valdur Örlygsson, Ormarr Örlygsson, Friðfinnur Hermanns- son, Bjarni Jónsson, Haukur Bragason, Gauti Laxdal og Birgir Arnarsson. JÓH Jónas Óskarsson sundkappi var kjörinn íþróttamaður Húsavíkur 1988 og Róbert Ragnar Skarphéðinsson, 14 ára íþróttamaöur var kjörinn Völsungur ársins á fjölsóttri skemmtun sem íþróttafélagið Völsungur hélt í íþróttahöll- inni sl. miðvikudagskvöld. Það voru foreldrar Jónasar, Alda Guðmundsdóttir og Óskar Guðmundsson sem tóku við bikarnum fyrir hans hönd en Jón- as var í Reykjavík að fagna nýfæddum syni. Þrír Völsungar voru heiðraðir með silfurmerki félagsins: Guðrún Ingólfsdóttir, Sigríður Helgadóttir og Védís Bjarnadóttir. Nánar verður sagt frá skemmtuninni í Degi eftir helgina. IM AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTHNA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1975-1. fl. 10.01.89-10.01.90 kr. 12.767,42 1975-2. fl. 25.01.89-25.01.90 kr. 9.638,07 1976-1. fl. 10.03.89-10.03.90 kr. 9.180,52 1976-2. fl. 25.01.89-25.01.90 kr. 7.052,84 1977-1. fl. 25.03.89-25.03.90 kr. 6.582,64 1978-1. fl. 25.03.89-25.03.90 kr. 4.463,13 1979-1. fl. 25.02.89-25.02.90 kr. 2.951,12 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1981 -1. fl. 25.01.89-25.01.90 kr. 1.304,01 1985-1. fl.A 10.01.89-10.01.90 kr. 296,95 1986-1. fl. A 3 ár 10.01.89-10.07.89 kr. 204,67 1986-1. fl. D 10.01.89 kr. 177,71 1987-1. fl.A2ár 10.01.89-10.07.89 kr. 165,16 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Sérstök athygli skal vakin á gjalddaga 1. flokks D. 1986, sem er 10. janúarn.k. Reykjavík, desember 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS Tryggvabraut. Oskuin efltír að ráða verkafólk tíl starfa strax. Upplýsingar gefur starfsmanna- stjóri I síma 21900. (222). IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS SKINNAIÐNAÐUR Atvinna • Atvinna Vélstjóra vantar á 55 tonna línubát sem gerður er út frá Hrísey. Upplýsingar í síma 25097 (Gunnar) eða 96-61712 (Birgir). ' Siglufjörður Dagur óskar eftir umboðsmanni á Sigiufirði frá og með 1. janúar 1989. Upplýsingar gefur Hafdís Freyja Rögnvaldsdóttir í síma 24222 á skrifstofutíma. Heimasími 25165. Húsvörður Félag aldraðra á Akureyri vill ráða húsvörð frá áramótum. Upplýsingar næstu kvöld í síma 23856. Vantar blaðbera í eftirtalin hverfi frá 1. janúar 1989. 1. Kotárgerði - Stekkjargerði. 2. Brekkugötu - Klapparstíg - Hólabraut - Laxagötu. 3. Fjólugötu - Lundargötu - Geislagötu - Glerárgötu - Efri hluta Gránufélagsgötu. 4. Stapasíðu - Tungusíðu. 5. Arnarsíðu - Núpasíðu - Kjalarsíðu - Keilusíðu - Vestursíðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.