Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 9
30. désember 1988 - DAGUR - 9 1. Skagstrendingur hf. kannar kaup á tveimur bátum frá Grinda- vík og á sama tíma standa yfir viðræður um kaup á tveimur togurum frá Keflavík til Sauðár- króks. Sem kunnugt er olli þetta mál miklu fjaðrafoki víða. 3. Á forsíðu er greint frá því, að hlutur greiðslukorta í veltu versl- ana á Akureyri sé um 40%, en á baksíðu segir Birkir Skarphéð- insson formaður Kaupmanna- samtaka Norðurlands að inn- kaupaferðir til útlanda séu tómt rugl og engar skemmtiferðir. Ástæða þessarar yfirlýsingar voru skipulagðar Glasgowferðir frá Akureyri. 4. Sigurður G. Ringsted ráðinn forstjóri í dag, segir í fyrirsögn á forsíðu en á baksíðu segir að fjórða hvert ungmenni hafi verið farþegi hjá ölvuðunt ökumanni. Kemur það fram í könnun sem JC Akureyri gekkst fyrir. 8. Öllu starfsfólki vélsmiðjunnar Atla á Akureyri var sagt upp störfum, alls um 20 manns, en áður hafði 130-150 málmiðnað- armönnum verið sagt upp yfir- vinnu hjá ýmsum fyrirtækjum á Akureyri. Þá ályktar aðalfundur Landssambands hestamannafé- laga að þeir harmi úrsögn ey- firsku hestamannafélaganna úr sambandinu og telji það stórtjón. 9. Sæblik hf. á Kópaskeri hefur verið lýst gjaldþrota og er talið að skuldir fyrirtækisins séu umfram eignir. Einnig er skýrt frá því að Presthólahreppur sé í ábyrgðum fyrir Sæblik og muni tapa á annan tug milljóna. 10. Kvótinn hjá ÚA er á þrotum og Vilhelm Þorsteinsson segir það einsdæmi í sögu félagsins. 11. Sættum okkur ekki við þessa niðurstöðu, segir bæjarstjórinn í Ólafsfirði en ríkissjóður hefur krafið bæjarfélagið um 9,4 millj- ónir króna í endurgreiðslu vegna staðgreiðsluskatta sem voru of- reiknaðir. Akureyrarbær fékk hins vegar ávísun upp á 43 millj- ónir króna og segir bæjarstjóri þar að upphæðin sé í samræmi við það sent þeir hafi átt von á. 15. Á baksíðu er spurt hvort sjúklingar séu svangir og vísað til ummæla sem féllu á ráðstefnu hjúkrunarfræðinga á Akureyri. Er fullyrt að sjúklingar á sjúkra- húsum séu vannærðir þar sem þeir hafi margfalda næringarþörf miðað við heilbrigt ástand. Deil- ur vegna kvikmyndarinnar „í skugga hrafnsins" halda áfrant og nú fullyrðir framkvæmdastjóri Borgarbíós að lélegt hljóð í myndinni sé um að kenna fúski í framleiðslu. 16. Enn er fjallað um hugsanleg togarakaup til Sauðárkróks og spurt hvort Eldey muni kaupa hlut SÍS í HK. Varaformaður stjórnar ÚS segir að ef svo verði, séu skipaskiptin úr sögunni. Þá er skýrt frá því að Dyno A/S hafi keypt 50% hlut í Plasteinangrun hf. 19. Norðlendingar eru að vonunt stoltir í dag, enda fegursta kona heims frá Vopnafirði. Hlaut hún þennan titil kvöldið áður í Royal Albert Hall í Lundúnum. 22. Á Akureyri hefur verið Furðulegur fiskur kom í vörpu Drangeyjar SK-1 þegar skipið var að veiðum í Rósagarðinum svokallaða. Fiskibækur í Héraðsskjalasafni Skagafjarðar megnuðu ekki að skera úr um hvaða skepna væri þarna á fcrðinni. Hölluðust menn að því að um væri að ræða einshvers konar rottufisk. Á myndinni heldur Sigurður Kárason, bátsmaður á Drangeyju, á fiskinum. Mynd: -bjb „Þeir eru eins og engisprettu- plága,“ segir hann. 21. Laxveiði í ám á Norðurlandi jókst um 21% frá sumrinu 1987. Veiðifræðingar búist við veiði- toppi á Norðurlandi eystra og Austfjörðum á komandi sumri. Frá laxveiði að bátsstuldi. Eig- endur Þóris Guðmundssonar GK 116 struku með bát sinn frá skipa- smíðastöðinni Mánavör á Skaga- strönd í skjóli myrkurs aðfara- nótt 21. október. Ekki fylgir sög- unni hvort þeir losnuðu með þessu móti endanlega frá skuldunum. 28. „Eru sauðaþjófar á afréttum Mývetninga?" er baksíðufyrir- sögn þennan dag. Hún vísar til grunsemda manna um að gegn- umskotnar me,me-hauskúpur, sem fundust sl. sumar, séu verk sauðaþjófa. „Það heíur enginn verið staðinn að verki og við vit- um ekki hverjir eru þarna á ferð- inni en það virðast vera alveg þaulkunnugir menn,“ eru orð Mývetnings um þetta dularfulla mál. Vopnfirðingar fjölmenntu á flugvöllinn þegar Linda Pétursdóttir fegursta kona heims kom heim í jólafrí. Mynd: tlv Norska fyrirtækið Dyno A/S keypti síðla árs helminginn í Plasteinangrun hf. á Akurcyri. laugardaginn 3. desember. Aðstandendur stöðvarinnar segja dagskrá hennar vera mjög frá- brugðna dagskrá hinna stöðv- anna. Einkunnarorð Ólundar eru „Ólund - hvort sem þú ferð í sund, eða á l'und." 6. Samherjamenn gerðu það gott á árinu 1987. Það ár höfðu sjó- menn á skipum fyrirtækisins næsthæstu meðallaun fyrir ársverkið eða rúmar 3,5 milljónir króna. Sjómenn á Guðbjörgu ÍS voru hins vegar á toppnum með 3,8 milljónir. 7. Niðurstöður könnunar Verð- lagsstofnunar á verði og gæðum nautahakks, sem kunngerðar voru 6. desember vöktu mikl'a athygli. Fram kom að nokkur fyrirtæki höfðu blandað svína- kjöti í nautahakkið. Þá leiddi athugun RALA einnig í ljós að nautahakk var sums staðar bland- að kindahakki. Tvö fyrirtæki sent urðu uppvís að því voru Kjör- markaður KEA og kjötvinnsla Dúdda. Verslunarstjóri Kjör- markaðar KEA þvertók fyrir þetta og lét þessi orð falla við blaðamann Dags: „...það er frá- leitt að halda því frain að við séurn vísvitandi að blanda þess- um tveimur kjöttegundum saman." 8. Tilraunabruggun á þýska „Innkaupaferðir til Glasgow eru tómt rugl og engar skemintiferðir," segir forinaður Kaupniannasamtakanna á Akureyri. Þangað lögðu nokkur hundruð Akureyringa leið sína í nóvember og keyptu bjór úr bíl við heimkomuna. Nóvember handtekinn kynferðisafbrota- maður sem leitaði á 4ra-6 ára stúlkur í Þorpinu. Nefnd sem fjallað hefur um sjávarútvegs- fræðibraut við Háskólann á Akureyri leggur til að kennsla hefjist næsta haust. 23. Hofsóshreppur á í miklum fjárhagserfiðleikum og hefur lagt inn beiðni um aðstoð til félags- málaráðuneytisins. Þá er skýrt frá þeirri tísku að læra flugvirkj- un, en ásókn í námið er mun meiri en vinnumarkaðurinn getur tekið við. 24. Hugsanlegt er að umtalsvert magn af íslensku fjallalambi verði selst til Sovétríkjanna, en þarlendir viðskiptafulltrúar hafa látið í ljós áhuga á slíkum kaup- um. Þá hefur verið felldur dómur gegtt KÞ en bændur fengu greiðslur fyrir sauðfjárafurðir ekki á réttum tíma. 26. Stærsti vinningur í Lottói frá upphafi skiptist milli tveggja aðila á Norðurlandi og fékk hvor um sig 7,1 milljón króna. Það munar unt minna enda sagði ann- ar þeirra, að sér liði eins og ríkis- stjórri sem leyst hefur efnahags- vandann til frambúðar. VG Desember 1. Blátt furðufyrirbæri sást á lofti að kvöldi 29. nóvember. Haft er eftir Magnúsi Jónssyni veður- fræðingi að allt bendi til að þarna sé um að ræða loftstein. 3. Ný útvarpsstöð, sem ber nafn- ið Ólund, fór í loftið á Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.