Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 12

Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 3Ó. desember 1988 Tottenham hefur ávallt verið eitt af stóru liðunurn á Englandi og þess er krafist af félaginu að það sé í fremstu röð. Totten- ham varð Englandsmeistari árin 1951 og 1961. 2. deildarmeist- ari 1920 og 1950, Evrópu- meistari bikarhafa 1963, UEFA- meistari 1972 og 1984. Deilda- bikarmeistari 1971 og 1973 auk þess sem liðið hefur sex sinn- um sigrað í FA Charity Shield. En það er í FA-bikarnum sem Tottenham hefur oftast sigrað, alls 7 sinnum, 1901, 1921, 1961, 1962, 1967, 1981 og 1982. Það voru margir sem bjuggust við miklu af liðinu á þessu leiktímabili, en strax á fyrsta degi deildakeppninnar varð félagið fyrir áfalli, er völlur félagsins var dæmdur óleikhæf- ur af lögreglunni og því var leik liðsins gegn Coventry frestað á síðustu stundu. Tvö stig voru dæmd af liðinu fyrir vikið, en því hefur þó verið breytt síðan, liðið fékk stigin aftur, en greiddi sekt í staðinn. Síðan fylgdi röð slæmra úrslita sem varð þess valdandi að liðið sat í neðstu sætum deildarinnar lengi fram- an af. Þrátt fyrir að leikmenn léku oftast góða knattspyrnu varð slök vörn og markvarsla þess valdandi að erfiðlega gekk" að hala inn stig. Venables hélt þó ró sinni, vissi að fyrr eða síðar hlaut gæfan að snúast liðinu í hag og það hefur nú gerst. Meiðsli enska bakvarðarins Gary Stevens urðu til þess að 19 ára unglingur, Gay Butters fékk tækifæri með liðinu og hann hefur gerbreytt varnarleik liðs- Kynning ct ensku li&unijm ins til hins betra sem hefur að undanförnu þotið upp stigatöfl- una í 1. deild. Þau eru ekki mörg 1. deildarliðin sem geta státað af betri einstaklingum en Tottenham, en vandamálið hef- ur verið að samstilla þessa snjöllu einstaklinga. Markvörð- urinn Bobby Mimms hefur verið mjög umdeildur, en nú hefur hann fengið samkeppni um stöðuna frá Erik Thorstvedt. Vörnin sem var eins og gata- sigti framan af er nú önnur og betri eftir komu Butters. Gary Mabbutt og Terry Fenwick eru báðir enskir landsliðsmenn og þeir Mitchell Thomas og Chris Fairclough hafa sótt sig að undanförnu. Chris Hughton landsliðsbakvörður írlands hefur ekki getað leikið vegna meiðsla og Brian Statham bakvörður komst í enska landsliðið 21 árs og yngri þó að honum hafi ekki tekist að halda stöðu sinni í Tottenham liðinu. Miðjumaðurinn Paul Gasco- igne er einn sá sterkasti í ensku knattspyrnunni, Vinny Samways mjög efnilegur og var nú nýlega valinn í 21 árs landslið Englands, þá er Paul Allen traustur leikmaður á miðjunni hjá liðinu. Ekki er skortur á snjöllum sóknarmönnum hjá félaginu, Chris Waddle landsliðsútherji Englands hefur að undanförnu leikið mjög vel. Paul Stewart miðherjinn hefur nú fundið skotskóna, en hann missti af fyrstu leikjum liðsins vegna leik- banns og Paul Walsh er eld- snöggur og leikinn sóknarmað- ur. Þrátt fyrir uppgang liðsins að undanförnu þarf mikla bjartsýni til að ætla því einhvern hlut í baráttunni um Englandsmeist- aratitilinn í vor og Southampton batt enda á vonir Tottenham um deildabikarinn í 4. umferð. Það er því ekki ólíklegt að helsta von Tottenham um sigurlaun að þessu sinni liggi í FA-bikarnum, en þar hefur félagið keppni í janúar. Þ.L.A. Aftasta röð f.v.: David Howells, Chris Fairclough, Bobby Mimms, Chris Waddle, Peter Guthrie, Mitchell Thomas, Phi.l Gray. Miðröð: Mark Stimson, John Moncur, Paul Moran, Paul Gascoigne, Paul Stewart, Brian Statham. Fremsta röð: Gary Stevens, Paul Walsh, Terry Fenwick, Gary Mabbutt, Paul Allen, Vinny Samways, John Polston. Framkvœmdasljórinn Terry Venables var í sólbaði á Flórida sl. vetur er honum var boðin framkvæmdastjórastað- an hjá Tottenham. David Pleat hafði verið látinn hætta hjá félaginu sem var framkvæmda- stjóralaust í mánuð þar til Vena- bles skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning þann 23. nóvember. Hann tók boð Tott- enham fram yfir önnur boð frá félögum í Evrópu. Hann hafði áður verið í þrjú ár við stjórnvöl- inn hjá Barcelona á Spáni og keypt þangað Steve Archibald, Gary Lineker og Mark Hughes. Hann gerði Barcelona að meist- urum á Spáni og liðið tapaði úrslitaleik í Evrópukeppninni gegn Steaua Bucharest á víta- spyrnukeppni. Venables var snjall leikmaður og lék með Chelsea þar sem hann varð deildabikarmeistari áður en Tottenham keypti hann á Kaup og sölur Tottenham hefur sjaldan skort fjármagn til mannakaupa og ekki hikað við að eyða stórum fjárfúlgum til að styrkja lið sitt. Þegar Terry Venables hóf að byggja upp lið sitt fyrir ári fékk hann til ráðstöfunar £1,5 millj- ónir sem fékkst frá Rangers er Richard Gough var seldur þangað. Enski landsliðs- miðvörðurinn Terry Fenwick var fyrst keyptur frá Q.P.R. fyr- ir £550.000 og í kjölfar hans komu Paul Walsh miðherji Liverpool £500.000 og Bobby Mimms markvörður frá Ever- ton fyrir £375.000. Þá greiddi Venables £100.000 fyrir Peter Guthrie markvörð frá utan- deildaliðinu Weymouth. í sum- ar keypti Tottenham síðan tvo unga og efnilega leikmenn, þá Paul Stewart sóknarmann frá Man. City fyrir £1,7 milljónir og miðvallarspilarann Paul Gasco- igne frá Newcastle fyrir 2 millj- ónir punda, en hann hefur síð- an komist í enska landsliðið. En Venables seldi einnig leik- menn í sumar og tókst þannig að vega nokkuð upp eyðsluna. Clive Allen fór til Bordeaux í Hlíöarendastrákurinn Guöni Bergs- son lék sinn fyrsta leik með aðalliði Tottenham á annan dag jóla. Vera hans hjá félaginu mun örugglega tryggja aðdáendum þess hér stöð- ugt fréttastreymi. Frakklandi fyrir 1 milljón punda, Nico Cleasen til Ant- werp £500.000, Steve Hodge til Nottingham For. £575.000, Neil Ruddock til Millwall £300.000, Johnny Metgod til Feyenoord £185.000 og mark- vörðurinn Tony Parks fór til Brentford fyrir £60.000. Bak- vörðurinn Danny Thomas sem leikið hafði með landsliði Eng- lands varð að hætta vegna meiðsla og frjálsa sölu fengu þeir Ossie Ardiles til Q.P.R., John Chiedozie til Derby og Tim O’Shea til Leyton Orient. En Venables lét ekki þar við sitja og nú nýlega keypti hann tvo leikmenn, norska landsliðs- markvörðinn Erik Thorstvedt frá Gothenburg fyrir £400.000, en hann hefur að baki 47 landsleiki fyrir Noreg og Guðna Bergsson íslenska landsliðsmanninn frá Val sem hann greiddi £350.000 fyrir. Þá hafði hann samið við Luton um sölu á bakverðinum Mitchell Thomas fyrir £325.000, en sú sala gekk til baka þar sem Thomas vildi ekki fara frá félaginu. Þ.L.A. £80.000 1966, en með þeim varð hann FA-bikarmeistari 1967. Síðan lá leið hans þrem árum síðar til Q.P.R. og loks til Crystal Palace þar sem hann gerðist síðar þjálfari og loks framkvæmdastjóri 1976. Hann lék með landsliði Englands í öll- um aldursflokkum og raunar einnig í áhugamannalandsliði þeirra. Sem framkvæmdastjóri kom hann Crystal Palace upp í 1. deild og það sama gerði hann fyrir Q.P.R., en hann tók við stjórnvelinum þar þegar hann hætti hjá Palace. Q.P.R. lék til úrslita um FA-bikarinn undir hans stjórn 1982, en tap- aði í endurteknum úrslitaleik gegn Tottenham. Síðan lá leið hans eins og fyrr segir til Spán- ar árið 1984 þar sem hann gekk undir nafninu El Tel. Aðstoðar- maður hans hjá Tottenham er Allan Harris, en þeir hafa lengi starfað saman og voru hlið við hlið bæði hjá Q.P.R. og Barce- lona. Venables er talinn einn besti þjálfarinn á Englandi, en það er ekki öllum framkvæmda- stjórunum þar sú gáfa gefin og oft hefur nafn hans verið nefnt sem líklegur framkvæmdastjóri enska landsliðsins. Þ.L.A. Paul Gascoigne var valinn efnilegasti leikmaðurinn í enska boltanum á síð- asta keppnistímabili. Hann var keyptur frá Newcastle fyrir 165 milljónir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.