Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 30.12.1988, Blaðsíða 7
30. desember 1988 - DAGUR - 7 Ekki var hlaupið að því að fá lciguhúsnæði á Akureyri á árinu. Fjölskylda flutti í ágústbyrjun inn í niðurnítt iðnaðarhúsnæði, „ekkert eldhús, engin hreinlætisaðstaða,“ þannig hljómaði lýsing Dags á húsnæðinu. Mynd: tlv Agúst 3. Nokkur ölvun var um verslun- armannahelgina að vanda og á Melgerðismelum lagði lögreglan hald á 600-1000 flöskur af áfengi. Þess má reyndar geta að ÁTVR á Akureyri seldi áfengi fyrir 9 milljónir króna á tveimur dögum. 5. Fjölskylda flytur inn í niður- nítt iðnaðarhúsnæði á Akureyri. Ekkert eldhús, engin hreinlætis- aðstaða. Þannig er ástandinu á leigumarkaðinum lýst. 10. Húsnæðisstofnun ríkisins bárust umsóknir um byggingu 472ja kaupleiguíbúða á árinu 1989. Þar af voru 46 íbúðir á Norðurlandi eystra og 51 á Norðurlandi vestra. Loðnubátar eru að þreifa fyrir sér á miðunum en árangurinn er lítill. Átján löggiltum húsum var heimiluð slátrun, en alls sóttu 45 aðilar um sláturleyfi. Framkvæmdir eru að hefjast við Múlagöngin. 12. Golfleikari á Jaðri fékk golf- kúlu í höfuðið og þar með kúlu á höfuðið, en sem betur fer ekki önnur meiðsl. Markaðssókn Álafoss hf. er ekki bundin við Sovétríkin því forráðamenn fyrirtækisins reikna með roksölu til Japans á næsta ári. 16. Dagur greinir ítarlega frá afmælisviku Siglufjarðarkaup- staðar 13.-20. ágúst, en þann 20. maí átti staðurinn 70 ára kaup- staðarafmæli og 170 ár voru liðin frá því Siglufjörður varð löggiltur verslunarstaður. 17. Miklar deilur hafa verið um vatnsból Raufarhafnar og fram kemur að það er enn óvarið. Inn í þetta spunnust deilur landeig- enda og sveitarstjórnar um girð- ingu. Síðar kom fram gallað sýni eftir rannsókn á vatninu, þ.e. vatnið uppfyllti ekki sett skilyrði og fundust í því kólígerlar. Á stjórnarfundi KEA var sam- þykkt að fela Val Arnþórssyni að ráða Magnús Gauta Magnússon sem aðstoðarkaupfélagsstjóra frá 1. septemberog að hann tæki síð- an við starfi kaupfélagsstjóra um áramótin. 18. Verkmenntaskólinn yfirfull- ur, segir Baldvin Bjarnason, sett- ur skólameistari. Vísa þurfti 30- 40 umsóknum frá. 19. Önnur frétt frá Verkmennta- skólanum skýrir frá því að 22 milljónir króna hafi týnst. Hér var um að ræða aukafjárveitingu til uppbyggingar skólans sem ekki hafði komið í leitirnar. Mjólkurstöð Kaupfélags Lang- nesinga á Þórshöfn fékk fjögurra ára starfsleyfi með ýmsum skilyrðum, en mikið hafði verið kvartað yfir vondri mjólk úr stöð- inni. 20. í lok júlí höfðu 22 hjón gengið í hjónaband í Akureyrarkirkju. Aðeins 7 pör höfðu gengið í það heilaga fyrstu 6 mánuðina en mikill kippur kom í júlí og þá voru gefin saman 15 hjón. 23. Borhola við Skógalón í Öxarfiröi gaf 130 tonn/klst. af 85 gráðu heitu sjálfrennandi vatni. Það nægir til þess að hita 1000 hús. 24. Framhjáhald við Hlíðar- braut, er fyrirsögn á baksíðu Dags. Segjum við ekki nánar frá því. 25. Þennan dag voru menn nokkuð yfirlýsingaglaðir. „Pen- ingarnir munu finnast," segir Árni Gunnarsson alþingismaður um týndu milljónirnar og VMA. „Þjóðin hefur ekki efni á neinum leikaraskap núna,“ drynur í Þor- steini Pálssyni forsætisráðherra og segist hann vilja reyna niður- færsluleiðina. 26. Rannsóknarlögreglan á Akureyri komst á snoðir um hasssendingu, öllu starfsfólki Hraðfrystihúss Magnúsar Gama- líelssonar var sagt upp störfum og forseti íslands heimsækir Húnaþing. Jafnframt þvertaka heildsalar fyrir verðhækkanir og Svartir síðsumardagar í Ólafsfirði: Gífiirlegt tjón á húsum og lóðum vetna viö. Þann dag flugu forsætisráð- herra, Þorsteinn Pálsson, Matt- hías Á. Mathiesen, samgöngu- ráðherra, og Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggða- stofnunar, norður í Ólafsfjörð til að kynna sér ástandið. I rnáli þeirra kom frant að allt yrði gert til þess að aðstoða Ólafsfirðinga við uppbyggingu bæjarins, enda stæði sveitarfélagið ekki undir slíku tjóni. Þá komu fulltrúar Viðlaga- tryggingar norður til að meta ástandið. Það kemur í hlut hennar að bæta tjón á húsurn og lóðunt. Um 60 tiíkynningar bár- ust unt tjón á eignum, 56 vegna tjóns á húsum og lóðunt en 4 vegna tjóns á bifreiöum. Sant- kvæmt bráðabirgðamati Viðlaga- tryggingar á bótaskyldu tjóni nam það á bilinu 20-30 milljónir króna. Þá nam kostnaður vegna viðgerða á veginum í Ólafs- fjarðarmúla og öðrum vegum í nágrenni bæjarins rúmum 4 milljónum króna. óþh í kjölfar gífurlegrar úrkomu á Norðurlandi helgina 26.-28. ágúst fór gegnsósa fjallshlíðin fyrir ofan (5lafsfjarðarbæ í orðs- ins fyllstu merkingu af stað. Sunnudaginn 28. ágúst dundu ösköpin yfir, Tvær stórar aur- skriður féllu á bæinn, hin fyrri kl. 15.30 en hin síðari kl. 18.45. Gífurlegar skemmdir urðu á mörgum húsagörðum og aurinn færði bifreiðar úr stað og inn í garða. Þá féll stór grjótskriða á Mútaveginn og hreif með sér bíl Konráðs Sigurðssonar. Áður en fyrri skriðan féll hafði flætt inn í kjallara fjölmargra húsa í bænum. almannavarnanefnd Ólafsfjarðar kom saman til fundar um það mál og einmitt þegar hún sat á fundi féll fyrri stóra skriðan á bæinn. Tvær stórar aurskriður féllu á Ólafsfjarðarbæ í lok ágústmánaðar. Skriðurnar ollu gífurlegu tjóni. Bótaskylt tjón, samkvæmt inati Viðlagatryggingar nam á bilinu 20-30 milljónir króna. Mynd: tlv Það var því skjótt brugðist við. íbúar um 70 húsa á brekk- unni voru fluttir úr húsum sín- urn vegna ótta við frekari nátt- úruhamfarir. Margir þeirra höfðust við í Gagnfræðaskólan- um. Dagana eftir skriðuföllin unnu allir þeir sem vettlingi gátu valdið í Ólafsfirði við hreinsun bæjarins. Síðar komu hjálparhendur úr nágranna- byggðarlögum. Ótrúlegt vatns- veður gerði mönnum þó erfitt fyrir. Ekki þótti ráðlegt að fara upp í fjallið fyrst í stað til að skoða aðstæöur ef það kynni að koma fleiri skriöum af stað. Almannavarnanefnd aflýsti hættuástandi í Ólafsfirði fimmtu- daginn 1. september. Þá var loksins tekið aö rofa til og gróð- urskemmdirnar blöstu hvar- sirkusauglýsingar eru límdar upp án leyfis á Akureyri. Loks kaupa flugklúbbar á Akureyri Útgarð, skála Menntaskólans. 30. Forsíða Dags þennan þriðju- dag er helguð náttúruhamförum í Ólafsfirði. Þar féllu tvær aur- skriður á byggðina á sunnudag og ollu miklu tjóni. Grjótskriða hreif með sér bíl, en fólkið slapp ómeitt. Garðar og kjallarar húsa fylltust af aur. Á Skagaströnd valt kranabíll í höfnina en ökumaður bjargaði unnustu sinni, sem var í bílnum, úr sjónum. 31. I Ólafsfirði leggja björgunar- menn nótt við dag, sérstaklega við hreinsun garða. Vegurinn fyr- ir Ólafsfjarðarmúla stórskemmd- ist og töluvert tjón varð hjá Ós- laxi. Frá Útgerðarfélagi Akureyringa berast þær fréttir að 14 sóttu um stöðu framkvæmdastjóra og ósk- uðu 7 nafnleyndar. SS. September „Stjórnvöld virðast stefna mark- visst að því að sigla búvörusamn- ingnum í strand." Þessi orð lét Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, falla í setningarræðu aðalfundar Stétt- arsambandsins sem frarn fór í Menntaskólanum á Akureyri dagana 31. ágúst til 2. september. í máli fundarmanna kom fram hörð gagnrýni á stjórnvöld fyrir að standa ekki við ákvæði búvörusamnings um greiðslur til framleiðenda. Auk Hauks Halldórssonar (sem að vonum er alvörugefinn á mynd Dags) prýðir brosmildur Magnús Gauti Gautason forsíðu Dags 1. september. Magnús Gauti hafði sannarlega ástæðu til því að þann dag hóf hann störf sem aðstoðarkaupfélagsstjóri KEA. „Kýr strýkur frá slátrun" segir í fyrirsögn á baksíðu Dags 1. september. Þar er vísað til þess að svarfdælsk kýr strauk undan hólkinum í Sláturhúsi KEA á Dalvík. Mö, mö tryllti út um víð- an völl en svo fór þó að iokum að stjóri Útgerðarfélags Dalvíkinga, Valdimar Bragason, náði að skjóta hana á færi. 6. Þann dag er frétt um að byssu- glaðir menn á trillum og hraðbát- um hafi stundað þann ljóta leik undan bænum Syðri-Bakka í Arnarneshreppi að fæla upp gæs, lýsa á hana með ljóskösturum og drita síðan niður í stórum stíl. Haft er eftir Daníel Behrend, bónda á Syðri-Bakka, að þarna hafi líklega verið um að ræða menn sem alltaf töpuðu einvígum við jólasteikina þegar þeir stæðu andspænis henni á jafnréttis- grundvelli. 7. Frá jólasteik í steypuskemmd- ir. Grunur leikur á steypu- skemmdum í nýrri brú yfir Krossa- staðaá í Hörgárdal, sem steypt var upp á liðnu sumri. Teknir voru borkjarnar úr brúnni og sendir til greiningar á Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins. 8. Frá hörgdælskri brú til hörg- dælskra sveppa. Á baksíðu er getið um fund Sigurðar Þórisson- ar á risasveppum í Hörgárdal. Þessar „skepnur“ munu vera stærstu sveppir sem fundist hafa hér á landi. Á sömu baksíðu er sagt l'rá Sólveigu Þórarinsdóttur, 14 ára stelpu frá Akureyri, sem var valin úr stórurn hópi jafn- aldra sinna til þess að taka þátt í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.