Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. desember 1989 - DAGUR - 7 Kvikmyndasíðan Jón Hjaltason Dnuirmilictjíui hennar Jane I'onda Jane Fonda er ekki aðeins síung, íþróttakennari og leikkona, hún er einnig kvikmyndaframleið- andi. Hvernig sem menn kjósa að líta á það þá er hún í forystusveit kvenna í Hollywood, auðug, aðlaðandi, frábær leikkona og með bein í nefinu. Nýjasta kvikmynd Fonda byggir á skáldsögu eftir Ambrose Bierce, en hann var samtíma- maður Mark Twains, þó ekki nándar nærri jafn frægur. Þetta er ástarævintýri sem látið er ger- ast í Mexíkó í einni af fjölda- mörgum byltingum sem Mexíkanar hafa upplifað. Jane Fonda leikur sjálf aðalhlutverk- ið, miðaldra kennslukonu og pip- arjómfrú, Harriet Winslow. Gregory Peck er í hlutverki hins aldna rithöfundar er snýr baki við öllu í leit að einhverju sem skiptir máli. í honum endurspeglast tómhyggja Bierce sjálfs. Peck er gamli bleikskinninn, Old Gringo, eins og myndin heitir á frummál- inu. Aðalsjarmör Old Gringo er þó ekki Gregory Peck heldur Puerto Ricani að nafni Jimmy Smiths. Leitaði víða „Mig vantaði ahrifamikinn mann í þetta hlutverk, kynæsandi og tilfinningaríkan, en þójafnframt trúverðugan leiðtoga. Eg leitaði eftir slíkum karlmanni á Spáni, í Mexíkó, Argentínu, Puerto Rico og Bandaríkjunum. Á því augna- bliki þegar Jimmy steig inn á skrifstofuna mína vissi ég að hann var rétti maðurinn." Þannig lýsir Jane Fonda leit sinni að mexíkanska elskhugan- um sínum í Old Gríngo og við- tökur myndarinnar í Bandaríkj- unum og víðar sýna að konan í henni er næm á karlmenn. Það er skemmst frá því að segja að hinn 33 ára Jimmy Smiths hefur slegið í gegn í hinni einkar fallegu og hugljúfu mynd um gamla bleik- skinnann. Enda þótt við íslendingar þekkjum hvorki haus né sporð á Smiths þá er hann ekki alveg ókunnur sjónvarpsáhorfendum í Bandaríkjunum og Evrópu. Hann hefur þegar öðlast nokkrar vinsældir fyrir hlutverk sitt í sjón- varpsþáttunum um málafærslu- manninn Sifuentes. Við sjálft lá þó fyrir nokkrum árum að Smiths myndi gerast daglegur gestur á skjánum hjá okkur hér uppi á Fróni þegar hann var valinn til að leika á móti Don Johnson í Miamy-þáttunum. En af ein- hverjum ástæðum þótti framleið- endunum rétt að drepa Smiths strax í fyrsta þætti til að greiða götu Philips Michael Thomas er uppfrá því gerðist hægri hönd Sonny Crocketts lögreglumanns. Smiths lét ekki hugfallast við þetta, hann átti leiklistarnám að baki og var sannfærður um að hann ætti eftir að ná langt í Hollywood. Ári eftir vonbrigðin með Miami-lögguþáttinn fékk hann hlutverk Sifuentes sem gef- ið hefur honum brauð að bíta í. Nú vonar Smiths að Old Gríngo muni opna honum greiða leið inn í heim kvikmyndanna, og eftir undirtektunum sem sú mynd fær virðist hann hafa ástæðu til bjart- sýni. Smiths býr nú í Beverly Hills með dansaranum Wöndu De Jesus. Að baki sér á hann mis- heppnað hjónaband, sem bar ávöxt í tveimur börnum, stúlku sem nú er 13 ára og dreng sem er 6 ára. Jimmy Smiths. Líklega eiga þeir sem sjá Old Gríngo eftir að fallast á það með mér að þessi Ijósmynd er nokkuð langt frá því að vera sanngjörn í garð draumaelskhuga Jane Fonda. Hægindastólar ODINSET: Leðurstóll m skammeli og stillanlegu baki. Litir: Svart, brúnt, hvítt og grátt. Verð kr. 26.460,- stgr. EINNIG STÓRKOSTLEGT ÚRVAL ANNARRA STÓLA MED EÐA ÁN SKAMMELS œri vprubœr'í 1 HUSGAGNAVERSLUN TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI SfMI (96)21410 HAUSTHAPPDRÆTTI KRABBAMEINSFÉLAGSINS VINNiNGAR 3 Subaru Legacy Station 4WD. SAMEIGINLEGUR VINNINGUR • Öflugri krabbameinsvarnir! STUÐNINGUR YKKAR ER OKKAR VOPN 4 Hálf milljón upp í bifreið að eigin vali. 33 Ferð með Samvinnuferðum-Landsýn eða vörur frá Japis eða Húsasmiðjunni fyrir 100 þús. kr. 60 Vörurfrá Heimilistækjum eða IKEAeða Útilífi fyrir 50 þús. kr. é t. Krabbameinsfélagið 'c& V?' -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.