Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 24. nóvember 1990 cormína Júlíus Gestsson, bæklunarskurðlæknir: „Á skólaárunum togaðist á í mér hvað ég væri að gera og hvað ég ætti að verða“ Eftirtektarvert er, þegar blaðað er í Carmínu frá árinu 1966, hversu teikningarnar af nemendunum eru góðar. Þar var að verki Finnur Birgisson, sem í dag starfar sem arkitekt á Akureyri. Meðal þeirra nemenda sem útskrifuðust frá Menntaskólanum á Akureyri á fyrstu dögum sumars árið 1966 var Júlíus Gestsson, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Teikning Finns af Júlíusi er stórgóð, en Finnur teiknar Júlíus sitjandi á „Beininu“, sem margur nemandi MA hef- ur kynnst. „I þá daga voru nemendur, sem eitthvað brutu af sér, kallaðir fyrir skólameistara og sátu á „Beininu“ meðan lesið var yfir þeim. Trúlega hef ég setið nokkuð oft á þessum stað og þannig er teikn- ingin ti!komin,“ sagði Júlíus og glotti. Oft um nætur út hann sótti, Evudætur margar fann. Allri vætu unna þótti, alla kæti metur hann. Þannig orti Ragnar Ingi Aðal- steinsson frá Vaðbrekku um Júlíus í Carmínu, sem gefur til kynna að Júlíus hafi verið nokk- uð fjörugur á skólaárunum og jafnframt skrifar Ragnar í Carm- ínutextanum. „Hér norður frá var Júlíus stilltur hálfan vetur, en síðan hristi hann af sér slenið og hefur síðan lent í þvílíkum ævin- týrum, að elstu frásagnarglaðar konur muna ekki slíkt. Júlíus er maður glaðvær og fjörugur, all ballsækinn. Hann er manna traustastur vinum sínum. Allræðinn, ef talað er um fisk- veiðar og sjómennsku, en af öðr- um hliðum tilverunnar er hann afskiptalítill. Námsmaður er hann ágætur, en hefur sjaldan átt fyrir öllum skólabókunum og því ekki notið sín sem skyldi. í fram- tíðinni mun Júlíus leggja stund á fiskifræði." Gefum nú Júlíusi orðið. Sjórinn og skólinn toguðust á sitt á hvað „Ég er fæddur í Garðinum að Nýlendu. Foreldrar mínir eru Pálína Þorleifsdóttir og Gestur Einarsson, skipstjóri, en hann er nú látinn. Ég ólst upp í Garðin- um og gekk þar í urtglingaskóla. Þegar honum lauk vildi ég leita frekari menntunar og fór til Akureyrar í landspróf og tók próf frá Gagnfræðaskólanum. Einhvern veginn hafði ég hrifist af Akureyri. Bróðir minn hafði útskrifast frá MA og þangað stefndi hugurinn. Að afloknu landsprófi fór ég í MA þá 16 ára. Trúlega hefði ég þurft að hafa sterkari bein til að fara svo snemma að heiman. Margt glapti, sem oft vill verða. Fljót- lega lenti ég upp á kant við Þór- arin Björnsson, skólameistara. Eitt leiddi af öðru. Eini heili bekkurinn sem ég var reglulegur nemandi í var þriðji bekkur, ann- ars var ég að mestu utanskóla. í þriðja bekk bjó ég á Heimavist- inni, eftir það úti í bæ. Það hent- aði betur. Að vera utanskóla var ýmist að mínum ráðum eða Þór- arins, skólameistara. Ég var ekki alltaf sammála aðferðum Þórar- ins, þó svo að ég bæri í aðra röndina mikla virðingu fyrir hon- um sem skólamanni og læriföður. Þórarinn tók sig og tilveruna heldur hátíðlega. Þau brot sem ég fékk að kenna á þættu ekki stórvægileg í dag. Á skólaárun- um togaðist á í mér, hvað ég væri að gera og hvað ég ætti að verða. Ég kom úr plássi þar sem ekki var sérlega algengt að fólk færi í langskólanám. Sennilega eru það bein áhrif frá ömmu gömlu að ég fór til náms. Af átta barnabörn- um hennar, sem voru búsett í Garðinum, urðu sex stúdentar. Það er nokkuð há tala miðað við það sem þá var suður með sjó. Amma var mjög hrifin af langa- langafa sínum, Jóni eldpresti, og Júlíus Gestsson. lagði mikla áherslu á menntun. Ég átti tiltölulega gott með að læra og því lá menntabrautin beint við. Hins vegar var pabbi sjómaður og sjórinn hafði sitt aðdráttarafl, sem ég fann fyrir í ríkum mæli. Sjórinn og skólinn toguðust á sitt á hvað. Því fór ég í læknisfræði „Ég var fimmtán ára þegar ég fór fyrst til sjós, þá á síld. Oll sumur eftir það er ég á sjó milli þess sem ég er í skólanum á Akureyri. Stúdent varð ég 1966 úr stærð- fræðideild. Það var stór dagur, þegar hvíti kollurinn var settur upp. Að stúdentsprófinu loknu fór ég beint á síld. Fékk pláss á einu besta síldarskipinu og við vorum í toppbaráttunni þetta sumarið. Útgerðarmaðurinn átti síldarplan og við þurftum aldrei að bíða löndunar og hluturinn varð óhemju góður. Á þessum árum var ég ákveð- inn í að læra fiskifræði. Ég munstraði mig af í desember og hélt suður. Mitt fyrsta verk var að fara á bresku ræðismannsskrif- stofuna til að sækja um skólavist í Bretlandi í fiskifræði. Ég var nokkrum dögum of seinn með umsóknina, þannig að ekkert varð af för til Bretlands. Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, hafði hlotið menntun í þessum sama skóla sem ég horfði á. Ég fór til hans að leita ráða. Hann treysti sér ekki til að koma mér fram hjá kerfinu. Því fór ég aftur á sjóinn og var sjómaður um veturinn og sumarið eftir, fram á haust. Þá höfðu mál skipast á þann veg að ég var ákveðinn í að fara í Háskóla íslands. Ég var ekki alveg ákveðinn hvaða fag ég skyldi taka fyrir. Tvennt kom til greina, verkfræði eða læknis- fræði. Mér fannst sem ég þyrfti að fara í erfitt nám, annars myndi ég slá slöku við námið eins og í MA forðum. Til að fá inngöngu í verkfræðideildina hefði ég þurft að taka upp nokkrar stærðfræði- greinar, þó svo að stúdentsprófið hafi verið þokkalegt. Því fór ég í læknisfræði og námið gekk vel í alla staði. Læknisfræðináminu lauk ég 1974. Næsta ár vann ég á íslandi, sem kandidat, og hélt síðan til Svíþjóðar til sérnáms. Árið 1982 kom ég heim til ís- lands. Ég fór beint til Akureyrar, þar sem ég var ráðinn til Fjórð- ungssjúkrahússins, sem sérfræð- ingur í bæklunarskurðlækning- um. Já, þessi ár frá því að ég kom til Akureyrar 16 ára gamall og kynntist hvalbeininu í MA og þar til nú sem læknir við FSA hafa verið lærdómsrík. í dag bý ég ásamt fjölskyldu minni hér í gamla skólabænum. Við hjónin eigum þrjú börn og tvö eru í MA og örugglega eru þau betri og rólegri nemendur en ég var í gamla daga. Fjórða barnið, sonur, sem ég eignaðist áður en ég gekk í hjónaband verður stúd- ent í vor í Reykjavík. Já, menntun er nauðsyn. Sem betur fer getum við íslendingar veitt börnum okkar góða mennt- un sem er það besta vegarnesti sem hægt er að gefa ungu fólki.“ ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.