Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 24. nóvember 1990 - DAGUR - 11 fyrir þessari íþróttagrein. Maður var því smástund að venjast þvf að litið var upp til manns í fleiri en einum skilningi.“ í háskóla fór Pétur '11 og þá til þjálfarans sem var hér heima með þjálfaranámskeiðið. Hann fékk þó bréf frá fjölda annarra skóla, en fór samt í Washington- háskóla. Þar fór hann inn á heima- vist, en þriðja árið var hann í íbúð. Hann var alltaf á fullum skólastyrk og þannig að skóla- gjöld, bækur, heimavist og dálít- inn matarpening borgaði skólinn. A sumrin reddaði skólinn honum vinnu, en samt var hann mikið arinn Buðmundsson studdur fjárhagslega af fjölskyld- unni hér heima. Háskólaárin „Ég var mjög duglegur fyrsta árið að skrifa heim, en svo fór það minnkandi. Samt vissu þau alltaf hvað var að gerast og yfirleitt fréttu þau allt, þó að ég segði þeim ekki frá því. Fyrstu árin kom ég oftast heim á vorin til að spila með unglingalandsliðinu og eins þegar ég var kominn upp í karlalandsliðið.“ - Hvernig var í háskólanum? „Það átti eiginlega ekki við mig að vera í þessum skóla. Nemend- ur voru um 40 þúsund og að vera á heimavist í svona stórum skóla var hálfruglingslegt. Á hverri vist var grísk regla og ég gekk í slíka fyrir tilmæli vina minna, en það átti aldrei við mig og eftir tvö ár sleit ég mig frá því. Eg gat heldur aldrei gert það upp við mig hvað ég ætti að læra, svo það var mikið til körfuboltinn sem hélt mér þarna. Eftir þrjú ár sauð síðan upp úr í körfunni, þar sem mér fannst ekki rétt haldið á málun- um í þjálfuninni og skólinn reyndi þá ekkert til að halda í mann. Það sem ég sé mest eftir núna að hafa ekki náð að klára námið.“ Að sögn Péturs voru fyrstu tvö árin í háskólanum svipuð sein- ustu tveimur í menntaskóla hér- lendis. Eftir þau ætlaði hann síð- an í viðskiptafræði, en þriðja árið prófaði hann fjölmiðlafræði þar sem hann sá ekki fram á að ná viðskiptafræðinni vegna tíma- skorts út af körfunni. Allt orðið heiðarlegra - Er það satt sem heyrist að það dugi mönnum að vera góðir í íþróttum til að standast próf í bandarískum háskólum? „Það var lengi vel þannig og svindlað það mikið í sumum skól- um að sums staðar var hægð að komast áfram með minna en C í meðaleinkunn. Þeir sem komu úr fátækrahverfunum réðu samt ekki allir við það og þegar þeir voru kannski að skora 40 stig í leik, þá var oft hliðrað til. Þetta er samt liðin tíð og ég kynntist þessu aldrei í Washington- háskóla. Nú er allt orðið mikið heiðarlegra en það var og krökk- unum úr fátækrahverfunum hjálpað meira til að standa sig í skólunum.“ Ævintýri í Argentínu Vorið ’80 kom Pétur heim til íslands og var ákveðinn í að reyna að komast á samning í Evr- ópu. Það gekk ekki upp, en þá fékk hann upphringingu frá Argentínu, frá leikmanni sem hafði spilað á íslandi og fékk að vita að þar gæti hann fengið samning ef hann vildi. Pétur ákvað að slá til og dreif sig til Suður-Ameríku. Þar var hann til jóla, út keppnistímabilið. „Þegar maður fór til Banda- ríkjanna fór maður í lúxusinn, en í Árgentínu var herstjórn við völd og tungumál sem ég kunni ekkert í. Það var dálítið erfitt fyrst, en fljótt náði ég tökum á málinu. Þarna þurfti ég að venja mig á ýmislegt sem ég hafði ekki rekist á áður í sambandi við körfu- bolta. Ég spilaði fyrir liðið sem átti stærsta knattspyrnuleikvang- inn, River Plate, og körfubolta- völlurinn var undir stúkunni. Við vorum þrír útlendingarnir í liðinu og skiptumst á að vera með, því aðeins máttu tveir erlendir vera í .ingarnir mig um að ganga til liðs við sig og ég sló til. Áf þeim vetri hafði ég mjög gott, lyfti mikið og æfði sér með hinum ameríska þjálfara ÍR. Um vorið mætti ég aftur til Bandaríkjanna, sterkur og með meiri leikreynslu, en Portland tók mig ekki inn, heldur seldi mig til Detroit. Þar komst ég ekki í liðið og reyndi aftur að fara til Evrópu, en það mistókst og ég endaði hér heima við að þjálfa og spila með ÍR-ingunum. Éftir það tímabil fór ég enn eina ferðina út til Bandaríkjanna með það að markmiði að komast inn í NBA. Ekki tókst það frekar en fyrri í öðrum leik ’88-’89 og gekkst undir tvo uppskurði það árið. Eftir það náði ég mér aldrei nógu vel á strik aftur til að geta spilað og var látinn fara frá liðinu. Svo var ég bara í að koma löppinni í form aftur og hafði ekki fundið mér neinn samastað þegar þeir höfðu samband við mig frá Sauð- árkróki. Mér leist vel á boð þeirra og þegar áhuganum fyrir körfunni á Króknum og hvað þeir hefðu hugsað sér að gera var lýst fyrir mér, ákvað ég að slá til. “ Islenskum körfu- bolta farið fram - Þú ert orðinn 32 ára gamall, er langaði alltaf til að gera og það auðnaðist mér árið áður en hann dó og þótti mjög merkilegt. Þeg- ar ég stóð við hliðina á honum virkaði ég bara lítill, en hann var allur miklu stærri og breiðari. Að heyra Jóhann tala um hvernig hann hafði þurft að lifa lífinu var sorglegt. Ég tel mig því heppinn að hafa fæðst á þeim tíma sem ég gerði og geta nýtt mér stærðina og er að mestu leyti sáttur við það sem ég hef gengið í gegnum. Stærðinni fylgja auðvitað bæði kostir og ókostir og margt hefði maður getað gert öðruvísi, en í leiðinni lært af reynslunni. Aðal- vandræðin hafa alltaf verið fólgin í að komast inn í og ferðast í að eldast og róast , K i viötali viö Skúla Bjöm Gunnarsson liðinu í einu. Keppnistímabilið var búið í lok október, en þá hóf- ust sýningarleikir sem voru mjög skemmtilegir. Við spiluðum úti Um allt, á alls konar gólfi og oft utandyra. Margir leikirnir byrj- uðu ekki fyrr en eftir miðnætti þegar aðeins var farið að kólna, en alltaf mætti fjöldi áhorfenda." - Varðstu var við valdaríki' herstjórnarinnar? „Já, óneitanlega. Allar opin- berar byggingar voru vaktaðar af vörðum með vélbyssur og Argent- ínumenn höfðu þann sið á nótt- unni að aka í mesta lagi með stöðuljósin. Síðan þegar þeir komu að gatnamótum blikkuðu þeir eða flautuðu og svo bara far- ið í gegn, engar umferðarreglur virtar. Ef þú varst úti að labba síðla kvölds sástu bara bílana líða framhjá og aðalbíllinn hjá stjórninni var Ford Falcon eins og hann var framleiddur í kring- um ’60. í þeim gastu séð menn með alvæpni ef þú gáðir vel. Það voru einu sinni tveir strákar, í sama liði og ég, stöðv- aðir. Þeir voru með tvær stelpur á rúntinum og það átti að koma þeim fyrir kattarnef, án þess þeir væru sekir um nokkurn skapaðan hlut.“ NBA-balliö byrjar Um áramótin ’80-’81 kom Pétur heim og lék út keppnistímabilið með gömlu félögunum í Val. Valsmenn urðu þetta árið bikar- meistarar eftir úrslitaleik við Njarðvíkinga. Vorið ’81 var haft samband við Pétur frá NBA-liði sem mundi eftir honum frá háskólaárum hans. Maðurinn sem talaði við hann spurði hvort hann hefði áhuga á að vera með í valinu svokallaða og ef svo væri að láta þá engan annan vita, en þá myndu þeir taka hann í einhverj- um seinni umferðanna. Pétur segist hafa orðið uppfullur af áhuga við að heyra að einhver myndi eftir honum og það fyrsta sem hann gerði var að hringja í umboðsaðila í Bandaríkjunum sem útvegaði honum umboðs- mann. Þar var honum sagt að láta fleiri lið vita af sér því að annars myndi liðið sem hafði samband við hann fyrst bara bíða og kaupa hann fyrir slikk í seinni umferð- um valsins. „Þegar þriðja umferð var liðin gerði Portland mér tilboð og ég var ánægður með það. Við gerð- um eins árs samning og þetta var hæsti punkturinn í mínu körfu- boltalífi fram til þessa. Þegar árið var liðið vildu þeir halda réttin- um á mér, en senda mig til Ítalíu og láta mig spila þar. Síðan átti ég að koma til baka og ganga inn í liðið með meiri leikreynslu. Dæmið á Ítalíu gekk ekki upp og ég kom heim til að bíða á meðan þeir fyndu annað lið. Þá báðu ÍR- | daginn og ég lenti til Englands þar sem ég spilaði ’84-’85. Lokatilraunin tókst Árið eftir ákvað ég að gefa NBA eina tilraun til viðbótar og spilaði með liði í undirbúningsdeild fyrir NBA. Ég fékk lítið að spila og bað um að vera seldur til annars liðs, Kansas City. Þar gekk mér mun betur og við spiluðum okkar síðasta leik klukkan níu að morgni St. Patreksdags. Á þann leik mætti aðstoðarþjálfari Lakers, vegna þess að einn þeirra stóru manna hafði meiðst illa á hné. Ég stóð mig nógu vel í leikn- um til að fá boð um að koma og reyna mig í tíu daga og eftir fyrstu tíu dagana fékk ég annað tíu daga boð, en eftir það urðu þeir að bjóða mér samning eða senda mig burt. Samning fékk ég út árið og í fyrsta leik mínum með Lakers gerði ég 14 stig og átti níu fráköst og það var á móti San Antonio Spurs. f öllum leikj- um mínum á móti þeim gekk mér vel og vafalaust var það ein ástæðan fyrir því að ári seinna þegar ég var á sjúkralista eftir bakuppskurð báðu Spurs um mig í skiptum fyrir annan leikmann sem Lakers vildu fá. Það varð úr að við fórum tveir til Spurs í skiptum fyrir einn. Ég spilaði heilt ár 87’-’88, en meiddist síðan ekki farið að styttast í körfubolta- ferlinum hjá þér? „Jú, það gefur augaleið, en ég held að maður eigi að geta tollað í þessu þar til maður verður 35-36 ára. Nokkur ár eru því eftir ennþá og eftir það er alltaf hægt að fara að þjálfa. Ég hafði mjög gaman af því fyrir tveimur árum þegar ég var með körfubolta- skóla í Reykjavík og á Suður- nesjum og hef hugsað mér að koma því af stað aftur. Áhuginn virðist vera að vaxa aftur hér á landi og gaman að sjá framfarirnar sem orðið hafa í körfuboltanum. Það virðist sitja eftir í ungu strákunum það sem þeir sáu hjá Könunum sem komu hingað fyrst og þeir hafa lært margt gott af þeim innan vallar, en e.t.v. ýmislegt miður gott utan vallar líka. Mér finnst körfuboltanum hafa farið mikið frant hérlendis, en það verður að halda fast um hann með þjálfun. Sumarbúðir og slíkt er nauðsynlegt, því að það má ekki hætta alveg í körfunni yfir sumarið.“ Heppinn að geta nýtt mér stærðina - Segja má að þú sért arftaki Jóhanns Svarfdælings. Hittir þú hann einhvern tímann? „Já, það var eitt af því sem mig bílum. Þegar ég er t.d. að keyra fyrir fólk og bíllinn er beinskipt- ur, þarf ég alltaf að opna bílstjóra- hurðina þegar ég fer með fótinn á kúplinguna til að skipta. Stund- um verð ég einnig að nota topp- lúguna til að koma hausnum fyrir, það er að segja þegar hún er fyrir hendi.“ Titilinn á Krókinn - Hver eru framtíðaráform Pét- urs Guðmundssonar? „Titilinn á Krókinn. Lengra nær planið ekki og það er það sem maður leggur alla áherslu á núna.“ Eftir allt sitt flakk segist Pétur kunna best við sig á íslandi, en bestu ár sín hafi verið í Banda- ríkjunum hvað skemmtilegheit varðar. Hann er orðinn flakkari í eðli sínu og að eigin sögn er það vegna þess að í atvinnumennsku í körfubolta verða menn að elta boltann út um allar jarðir. En er þá ekki furðulegt að dvelja á Sauðárkróki eftir allt stórborga- flakkið? „Að vera hérna á Króknum sýnir það e.t.v. að maður er far- inn að eldast og róast. Ég er sennilega farinn að sætta mig við það að vera meira á sama staðn- um og það er aldrei að vita nema maður dvelji hér heima á íslandi í ellinni.“ „Eg á nokkur ár eftir í körfunni og svo get ég farið að þjálfa," segir Pétur Guðmundsson. Myndir: SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.