Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 24. nóvember 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉUG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.),________ SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. KaldastrBslok ískutjga óvissu Kalda stríðinu milli austurs og vesturs, sem hófst við lok síðustu heimsstyrjaldar, er lokið. Formleg endalok þess voru bundin með undirskrift leiðtoga 22 ríkja Atl- antshafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsins um fækkun hefð- bundinna vopna í Evrópu í París síðastliðinn mánudag. Að þessari sögulegu undirskrift CEF-sáttmál- ans lokinni hófst leiðtogafundur 34 aðildarríkja RÖSE, Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu. Eftir að CEF-sáttmálinn var undirritað- ur hafa sérfræðingar á sviði hern- aðarmála látið þær skoðanir í ljósi að útilokað sé fyrir Atlantshafs- eða Varsjárbandalagið að koma hinu á óvart með skyndiárás. For- maður sendinefndar Ungverja hef- ur einnig látið hafa eftir sér að Varsjárbandalagið muni heyra sögunni til sem hernaðarbandalag fyrir mitt næsta ár. Engum blöðum er um það að fletta að atburðirnir í Austur- Evrópu eru forsenda þess að sam- komulag um formleg endalok kalda stríðsins hefur verið undirrit- að. Með falli kommúnismans hrundu einræðiskerfi samfélaga í austurálfunni. Samskipti þeirra við Sovétríkin eru einnig gerbreytt. En staða Austur-Evrópu er þrátt fyrir það ákaflega óljós. Francois Mitt- errand, Frakklandsforseti, sá ástæðu til að minna á í ræðu er hann hélt í tilefni undirskriftar CEF-sáttmálans, að enn væri langt frá því að álfan væri sameinuð. „Al- ræðisstjórnir hafa fallið enlýðræðið sem risið hefur upp á rústum þeirra stendur víða völtum fótum," sagði Mitterrand. Austur-Evrópa stendur á tíma- mótum. Sigurvíman er varð til við brotthvarf harðstjóranna er runnin af fólki og kaldur raunveruleikinn blasir nú við. Efnahagur fyrrum kommúnistaríkja er í rúst. Fram- leiðslutæki eru úrelt. Nauðþurftir af skornum skammti. Ófremdar- ástand er í mengunarmálum. Og síðast en ekki síst er lýðræðishefð takmörkuð og markaðskerfi til að leysa miðstýringuna af hólmi ekki til. Mikil óvissa ríkir um framvindu mála í Sovétríkjunum. Gorbatsjov Sovétleiðtogi sagði á RÖSE að herská þjóðernishyggja og hugs- unarlaus aðskilnaðarstefna gætu auðveldlega orsakað átök og fjand- skap og minnti á að heilu svæðin gætu tekið á sig sömu mynd og Líbanon. Gorbatsjov berst við að halda hinni víðlendu ríkjasam- steypu Sovétríkjanna saman. Borgarastyrjöld í Sovétríkjunum gæti annaðhvort leitt til algjörs hruns þeirra eða að fimbulvetur kommúnismans legðist yfir á ný. Ef Sovétríkin liðast í sundur án hernaðarátaka myndi skapast mik- ið óvissuástand og stjórnmálaþró- un og ríkjaskipan verða að fara eft- ir langri þróunarbraut áður en festa yrði í stjórnarfari. Efnahags- vandi Sotvétríkjanna er gífurlegur og á vafalítið sinn þátt í að minni hernaðarógn stafar þaðan en áður. En efnahagsvandinn skapar aftur á móti ógn og óvissu heima fyrir sem engin leið er að segja fyrir um á hvern hátt endar. Deilurnar fyrir botni Persaflóa og framganga Saddams Husseins íraksforseta í Kúvæt skapa ekki síður mikla óvissu í alþjóðamálum. Framhald og niðurlag Persaflóa- deilunnar geta haft mikil áhrif á framvindu sátta og samlyndis jarð- arbúa á næstu árum. Verði áfram- haldandi ófriður í Austurlöndum nær getur farið svo að nýjar línur skapist milli áhrifasvæða. Hugsan- legt er að Vesturlönd, Austur- Evrópa og ef til vill Sovétríkin muni standa saman gegn hinum íslamska heimi eða einhverjum hluta hans. Mikill efnahagslegur uppgangur á sér stað í Austur-Asíu þar sem Japan fer í broddi fylkingar. Áhrif þess heimshluta fara vaxandi í krafti auðlegðar. í framtíðinni geta vaknað spurningar um hvar í hóp þau ríki kunni að skipa sér í sam- félagi þjóðanna. Endalok kalda stríðsins verða því í skugga óvissu um framtíðina. ÞI ri til umhugsunar Húsbyggingar - þjóðaríþrótt íslendinga Grétar Kristjónsson, stofnandi Samtaka gjaldþrota einstakl- inga, skrifaði dæmisögu úr daglega lífinu í Morgunblaðið nýverið. í greininni rakti hann sögu stutts hjónabands. Hann lýsti tilhugalífi ungs manns og konu. Þau kynntust í skóla og héldu síðan saman út í lífsbaráttuna, ástfangin, vonglöð og konan ólétt. Þau voru metnaðargjörn eins og ungu fólki á níunda tug tuttugustu aldar „ber“ að vera og vildu ekki gerast eftirbátar annarra, vina eða félaga sem einnig voru að koma sér fyrir í lífinu. Og að koma sér fyrir var að ráðast í húsbygg- ingu að hætti þeirra sem voru í sömu sporum einum til tveim- ur áratugum fyrr. Ungi maðurinn í sögu Grétars var sonur sjómanns, sem eytt hafði ævinni til að afla og kosta drenginn í skóla. Ungi maðurinn bar sig sífellt saman við „besta vin“ sinn, skólafélaga sem fluttur var í raðhús í „góðu“ hverfi. Hann skildi ekki eða vildi ekki veita því athygli að hans stakk- ur væri neitt öðruvísi skorinn en vinar síns. Hann minntist þess að faðir sinn hefði verið ein af hetjum hafsins, sem aldrei var heima en haldnar voru lofræður um á sjómannadaginn. En það dugði ekki til þegar húsbygging í stíl skólabróðurins úr Verslunarskólanum var annars vegar og ævintýrið endaði í andhverfu sinni. Brostnum vonum, upplausn heimilis, basli, basli. Óðaverðbólga - afskræmt peningakerfi Dæmisagan sem stofnandi Samtaka gjaldþrota einstaklinga sagði í Morgunblaðinu er langt frá því að vera einstök. Margt fólk, sem hefur verið ungt og ástfangið og fundist veröldin brosa við sér á undanförnum árum, varð vonsvikið og „gamalt“ í einu vettvangi. Það hefur í mörgum tilfellum orðið að móta allar sínar framtíðarvonir á nýjan leik. Mörgu þessu fólki er þó á vissan hátt vorkunn. Það horfði á hýbýli foreldra sinna, eldri systkina og ýmissa vina og vandamanna, er urðu til á árunum milli 1965 og 1980. Stór steinbákn utan um nokk- ur hundruð fermetra, sem neikvæðir vextir og óðaverðbólga greiddu að miklu leyti. Margir þessara kastala voru hrein gjöf ef miðað er við á hvern hátt verðskuldbindingar rýrnuðu og urðu næstum að engu á áttunda áratugnum. Eigendur stein- báknanna sniðu sér því á vissan hátt stakk eftir vexti. Bygging slíkra óarðbærra verðmæta varð möguleg meðan afskræmt peningakerfi óðaverðbólgunnar sá um að þurrka verðskuld- bindingar út á skömmum tíma. Fáir vilja til fyrri veruleika Með Ólafslögum, sem meðal annars fólu í sér vísitölutrygg- ingu fjárskuldbindinga, var spornað gegn þeirri þróun að menn gætu tekið fé að láni án þess að þurfa að greiða það til baka. Eftir myndun ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar 1984 var síðan ráðist að rótum verðbólgutrésins með þeim árangri sem blasir við nú þegar nýr áratugur er að renna upp. Verðbólga er horfin og breytingar á verðlagi innan þeirra marka að tímabært er að hætta framreikningi fjárskuldbind- inga eftir reiknitölu frá mánuði til mánaðar. Ég hygg að fáir vilji snúa aftur til fyrri veruleika hvað verðbólgu varðar. Ég held einnig að fólk kæri sig ekki um að verðþensla greiði nið- ur fjárfestingar því að á sama tíma étur hún allan sparnað. Fólk er almennt farið að átta sig á þeim staðreyndum. En þessu sama fólki gengur verr að sætta sig við að sá vöxtur sem það verður að sníða stakk sinn eftir hvað húsbyggingar varðar, er minni en fyrir tuttugu árum. Því verða mörg atvik líkt og það sem Grétar lýsti í grein sinni í Morgunblaðinu. Fyrirtæki og ríkið þjást af meinsemd húsbygginga Ungt fólk með framtíðarvonir eru ekki einu aðilarnir í þjóð- félaginu sem gengur erfiðlega að sætta sig við minni hýbýli, minni steinsteypu en verðbólguhugsunarhátturinn hafði gert að vana. Atvinnulífið er illa þjáð af meinsemd húsbygginga. Mörg dæmi eru um miklar offjárfestingar fyrirtækja og atvinnurekenda í húskössum. í steinsteypunni er bundið fjár- magn sem annars mætti nýta til að efla og bæta rekstur. í steinsteypunni er bundið fé sem annars væri unnt að nota til nýsköpunar í framleiðsluháttum þjóðarinnar. Og alltof oft er fé bundið í fasteignum sem hreinlega er fengið að láni hjá bankastofnunum eða kaupleigufyrirtækjum og verður að greiða fulla vexti af auk þess að greiða það til baka án þess það skili nánast nokkrum arði. Islenska ríkið hefur einnig ánetjast þessari þjóðaríþrótt íslandinga, að byggja eða kaupa hús. Ríkissjóður hefur keypt hverja húseignina af annarri undir einhverja starfsemi. Sumir þessir steypukassar hafa síð- an staðið auðir um lengri eða skemmri tíma vegna þess sama ög hrjáði ungu hjónin og ástföngnu í sögunni hans Grétars. Því er ekki við einn að sakast. Lofsöngurinn um stöðugleik- ann í efnahagslífinu dugir ekki til ef fólkið lærir ekki að lifa í samræmi við hann. Húsbyggingar - þjóðaríþrótt íslendinga Hvað veldur því að húsbyggingar eru þjóðaríþrótt íslend- inga? Er það feginleikinn yfir því að hafa loksins komist í mannsæmandi skjól eftir aldadvöl í hreysum allsleysisins? Er það samkeppnin í kunningjaþjóðféaginu, sem hefur ekki enn fundið sér annan farveg þrátt fyrir augljóst óhagræði af offjárfestingum í húsnæði? Eru miklar húsbyggingar nauðsyn- Eftir Þórð Ingimarsson. legar vegna almennrar atvinnustarfsemi? Eða er eitthvað í fjármálakerfi þjóðarinnar sem krefst þess að steinsteypu 'sé hlaðið upp? Trúlega eiga allir þessir þættir nokkurn hlut að rnáli. Að sjálfsögðu var feginleikinn mikill er við eignuðumst sement og mótatimbur og gátum losnað úr fúahjöllum og moldarkofum fortíðarinnar. Þjóðin naut þess og smám saman tók sá feginleiki á sig mynd samkeppni og þjóðfélagsstöðu. Þrátt fyrir aukinn fjölbreytileika hefur mörgu fólki ekki tekist að leiða keppnisanda sinn eða samkeppnisþörf inn á aðrar brautir. Margir hafa einnig atvinnu af húsbyggingum. Á næst- unni verður beinlínis að taka menntakerfið til endurskoðunar með það fyrir augum að mennta fleiri einstaklinga til að tak- ast á við sköpun og framleiðslu raunverulegra verðmæta. Þar á ég við útflutningsverðmæti því við tökum ekki steinkumb- alda, fasta á íslandsskeri, og seljum þegar skórinn kreppir að og við viljum bæta lífskjörin. Fjármálakerfi þjóðarinnar bygg- ist einnig að miklu leyti á steinsteypu. Veðbönd í húsnæði eru grundvöllur fjármálaviðskipta. Að sjálfsögðu mun veð í eign- um ætíð verða notað til tryggingar í lánsviðskiptum með pen- inga. En fjármálakerfið verður einnig að finna sér fleiri verð- mæti og fjármagnseigendur að taka aukna áhættu ef við eig- um að nýta hugvit og þekkingu til að skapa framleiðsluverð- mæti og vinna markaðsvild á erlendri grund. Fyrirtæki verða að eiga þess kost að þróa starfsemi sína, finna sér lífvænlegan framleiðslufarveg án þess að þurfa að fjárfesta fyrst í dýrri steinsteypu til að eignast aðgang að lánsfé. Að fínna nýjan stíl - nýja þjóðaríþrótt Ljóst er að ekkert af þessum eiginleikum og þáttum íslensks veruleika breytist í einu vetfangi. En að mörgu er hægt að vinna ef vilji er fyrir hendi. Samkeppni fólks um stílbrigði einkalífsins eru oft af tilfinningalegum toga og þarf nýjan tíð- aranda til að breytingar verði. Þó er ljóst að hrakfarir margra á undanförnum árum munu opna augu æskumanna fyrir fleiri verðmætum en húsnæði. Það er því til umhugsunar hvort þjóðin verður ekki að finna sér nýjan stíl. Leita nýrra verð- mæta og lífsgilda. Það er til umhugsunar hvort ekki verður að finna aðra þjóðaríþrótt í stað þeirrar sem við nú búum við og er að byggja hús. Ef litið er til þeirra framtíðarverkefna sem virðast blasa við með breyttu viðskiptaumhverfi á meginland- inu ætti ekki að verða verkefnaskortur í framtíðinni. Við verðum að beina áhuga, kröftum og hæfni til framleiðslu á útflutningsverðmætum í stað óhagkvæmra steypukassa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.