Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 13
 Laugardagur 24. nóvember 1990 - DAGUR - 13 Þríréttað á hversdagsborðið Gestur matarkróksins að þessu sinni er Jóhanna Sig- urðardóttir, íþróttakennari við Hrafnagilsskóla, en hún tók áskorun samkennara síns Ragnheiðar Gunn- björnsdóttur frá 10. nóv- ember. Matarkrókurinn er því áfram í hinum nýja hreppi Eyjafjarðarsveit en mun á nœstunni flytja sig til Akureyrar því Jóhanna skorar á Þórdísi Jónsdóttur, kennara við Verkmennta- skólann á Akureyri. Jóhanna býður lesendum Dags fyrst upp á ofnbakaðan fiskrétt og hér verður lýst mat- reiðslu hans í örbylgjuofni. Síð- an býður hún upp á ananaspie í eftirrétt og í þriðja lagi eina köku í tilefni jólanna eins og hún orðaði það. Ofnbakaður fiskréttur 600 g fiskflök 1 dl. kókosmjöl 1 bolli hrísgrjón (eða makka- rónur) 1 bolli ananaskurl 'ó rauð lítil paprika Vi grœn lítil paprika '/2 laukur í smærri kantinum 1 til 2 skinkusneiðar 1 tsk. sinnep 1 dl. rjómi (má nota majones eða sýrðan rjóma) 'A tsk. salt (herbamare er best) '/2 tsk. engifer örlítið hvítlauksduft '/2 tsk. karrí 90 g rifinn ostur. Mjólk og kókosmjöl er hitað saman í ofninum á stillingu 9 (miðað við örbylgjuofn) í 10 mínútur en þá lækkað í stillingu 4 og hitað í 4 til 5 mínútur. Meðan á suðunni stendur er fiskurinn skorinn í teninga. Paprikan, skinkan og laukurinn eru einnig skorin niður. Krydd- inu er hrært saman við rjóm- ann, sinnepið og ananaskurlið. Að síðustu er sigtuð og kæld kókosmjólkin sett út í. Hrís- grjónin eru kæld niður í renn- andi vatni eða látin standa við stofuhita eftir suðuna. Þau eru sett í botn eldfasts móts. Fiskur- inn, paprikan, skinkan, laukur- inn og hræran sett yfir. Að lok- um er ostinum stráð yfir. Síðan er bakað á stillingu 9 í örbylgju- ofni í 10 til 12 mínútur. Réttur- inn er betri ef meira magn af rjóma er notað. Á sama hátt má breyta hlutfalli kryddsins eftir óskum hvers og eins. Ananaspie 1 bolli sykur 1 bolli hveiti 1 tsk. matarsódi 1 egg '/2 tsk. salt V2 dós ananaskurl (en nota má aðra niðursoðna ávexti). Hráefninu er öllu hrært saman og bakað í eldföstu móti við 200 gráður í miðjum ofni í 20 til 25 mínútur. Borið fram heitt með ís eða rjóma. Ef bakað er í örbylgju- ofni þá er ofninn stilltur á still- ingu 6 og bakað í 10 til 12 mínútur. Örlitlum púðursykri er stráð yfir til að bakan verði ekki of ljós að ofan. Ein góð í tilefni jólanna 100 g smjörlíki 125 g sykur 1 egg 75 g hveiti 1 tsk möndludropar 3 matsk. sjóðandi vatn 1 msk. matarlitur (grœnn eða rauður, rauður hefur reynst sterkari). Bakist í vel smurðu og hveiti- stráðu formi við 150 til 175 gráður í 30 til 40 mínútur. (Fylgist vel með bakstrinum). Kakan er síðan hjúpuð súkku- laðiglassúr. í hann er notað: 150 g flórsykur (5 til 6 msk.), 1 msk. brætt smjör, 3 til 4 msk. heitt kaffi, 4 tsk. kakó. Jóhanna vonar að réttirnir smakkist vel. Hún segist vera mikið fyrir að matbúa úr því hráefni sem fyrir hendi sé í eld- húsinu á hverjum tíma og miði ýmsar uppskriftir að nokkru leyti við það. Jóhönnu og litlu dóttur hennar eru færðar bestu þakkir fyrir komuna á blaðið og fyrir mjög áhugaverðar upp- skriftir. þi vísnaþáttur Nú birti ég nokkrar heima- gerðar vísur. Ófgar: Fyrrum margur bóndinn bjó bjartsýnn hress og glaður, byggði hús og braut sinn mó, bar sig eins og maður. Nú er þjóðin fínna fólk, feitt er kjötið grafið. Opnir kranar kúamjólk kýla út í hafið. Nú er bændum voðinn vís. Vinnugarpar slitnir eins og það sem úti frýs eru fyrirlitnir. Trúarbrögð: Flestir þræða farinn veg fátækir í anda þar með báðir, þú og ég og þykjast réttir standa. Aðrir hljóta höfuðbað haldnir ofsatrúnni, hleypa út á illfært vað undra nærri brúnni. Ekið um hestamannahérað á köldu vori: Frostið þjáir fylin smá. Flötin grá og köruð. Eins og má á merum sjá munu stráin spöruð. Svo tók að hlýna: Norðragátt sem þuldi þrátt þrýtur mátt og sefur. Y1 í sátt við sólarátt sunnanáttin gefur. Samkvæmt fjölmiðlafrétt: Grimmdin finnur stund og stað, stirðna lík í högum meðan frelsið fellt er að frumskógarins lögum. Torfi Guðlaugsson, þekktur borgari á Akureyri, sendi þætt- inum vísur og er ósvikinn glettnissvipur á sumum. í göngugötunni: Pú átt enga þér líka þokkafulla stæbíka, lostafulla lærhfka leit ég aldrei þ ’ftfka. Tískan: Tískan leiki ástar ól ýmsum greiddi færi, en nú er allt á kafi í kjól kálfar, hné og læri. Tvö heilræði: Er sólin blessuð svíður haus og svitinn bakið vætir, brjóstahaldara- og brókarlaus best er að þú mætir. En efkólna aftur fer ekki er þess að dylja, í brjóstahaldi og brók er þér best sem mest að hylja. Hér skipta vísur Torfa um svip. Far vel vinur: Ferðalanga bresta bönd, brátt er gangi lokið. Leiðin stranga harðri hönd hefir vanga strokið. Lífið þó að lítinn arð legði hjúi sínu, verður fyrir skildi skarð á skapadægri þínu. Ferðamenn, heita næstu vísur og eru heimagerðar: Sóðarnir á sokk og brók settu eðjulitinn, hinir fremur kusu krók, keldan var svo skitin. Ókuþórar okkar dags óspart slysum valda skjótast fram og leita lags, lögum hlýðnir gjalda. Upp úr síðustu aldamótum var glímuíþróttin mjög í heiðri höfð meðal ungra manna. Var haldið glímumót á Akureyri. Þangað héldu nokkrir Þingeyingar og þóttu hafa erindi lítið, enda þreyttir af göngu. Fullyrt var að Indr- iði á Fjalli hefði ort þetta um förina: Það má segja um þessa menn að þeir eru ekki latir. Tölta dægrin tvenn og þrenn til að liggja flatir. Guðrún Hallsdóttir, amma Ólínu Jónsdóttur skáldkonu, kvað þessa vísu þegar séra Einar Jónsson flutti frá Mikla- bæ að Hofi í Vopnafirði: Ýtum fjær, á austurfrón Einar færist mætur. Eftir mæran messuþjón Miklibærinn grætur. Jóhann á Mælifellsá heyrði háværa konu segja frá. Vísa varð til: Allt það sem ég öðrum vík ei skal haft í minni. Mína gaf ég fornu flík fósturdóttur minni. Ágætur maður rétti að mér næstu vísur, en vissi ekki höfundana: Hagmæltur flakk- ari skaut þessu að manni sem stóð að verki í smiðju sinni: Þú ert að smíða þundur skíða, þig munu prýða verkin slyng, en ég er að skríða vesæll víða vafinn kvíða og mótlæting. Ung stúlka hafnaði mörgum biðlum, en tók loks einum sem var rangeygður: Margir höfðu miðað á markið það, en geigað hjá, en þegar Nilli skaut á ská skotið hitti og Bogga lá. Hljómlist: Hljóðfæranna sætur sónn sjatnaði ekki í viku þegar gamall grammófónn giftist harmoniku. Ást: Elskar mikið auðargná ei mun hvikull reynast sá. í hverri viku henni hjá harmoniku spilar á. Einhvern tíma hafði séra Hallgrímur Pétursson þetta að segja um tóbakið: Tóbakið hreint, fægjörla greint, gjörir höfuðið létta, skerpir vel sýn, svefnbót fín, sannprófað hefég þetta. Þegar tryggingarnar komu til sögu, kvað Steingrímur Bald- vinsson: Fyrrum bóndans byrði var bamamergð og fjárstofn kortur. Nú eru ærnar ómagar en aftur á móti er bamaskortur. Steingrímur orti margt fleira til gamans: Þótt stálgrind traustast steypu bindi og styrkurinn hafi alltaf völd. Veikbyggð fegurð eykur yndi umfram rökin þurr og köld. Þá koma heimagerðar vísur, ortar í galsa fyrir mörgum, mörgum árum: Horfi ég á Önnu enn. Yls að hjarta kenni. Ég er eins og aðrir menn ástfanginn af henni. Þegar við mér bylgjublá brúnaljósin skína snertir ung og ylrík þrá ástarkirtla mína. Leyf mér halla höfði að heitu brjósti þínu svo ég megi heyra hvað hjartað segir mínu. Þessar heimagerðu vísur eru áratugum yngri. Haustið 1989: Falla lauf og fölna strá fyrir haustsins anda. Fegurð rúin fjöllin grá fyrír ofan standa. Heilræði gamlingjans. Ef þú hefur einhvern grætt axarskaftið verður bætt ef þú getur sótt um sætt, síðan þinnar tungu gætt. Eðvald Halldórsson kvað þessar vísur: Degi lýkur, glitrar grund, gulli flíkar særinn. Tregi víkur, styttir stund stökuríkur blærínn. Lúinn sest við liðinn dag - Ijós í vestri skína. Sé nú best við sólarlag suma bresti mína.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.