Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 18

Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 24. nóvember 1990 t-----------------------------------> Sýning á tölvubúnaði á Hótel KEA í dag kl. 10-18 og laugardag kl. 10-16. Sýndar verða Hyundai tölvur og bókhalds- og upplýsingakerfið. Bústjóri/Ps - raunverulegt stjórntæki. w Endurskoðun b8kw»!l Akureyrí h.f. Heilsugæslustöð á Húsavík Boðinn er út lokafrágangur heilsugæslustöðvar á Húsavík, þ.á.m. málun inni, frágangur gólfa og raflagna, innréttingar, hreinlætistæki og frágangur lóðar. Verkið er boðið út í einu lagi. Gólfflatarmál hússins er um 1477 ferm. Tilboð óskast í verkið bæði miðað við verklok 31. maí 1991 og miðað við verklok 31. október 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgar- túni 7, Reykjavík, til og með fimmtudegi 29.11. gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni 7, þriðjudaginn 4. desember n.k. kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7 SIMI 26844 sögubrot Frá Akureyri til Ameríku með kímmgáfu í farteskinu - stiklað á stóru í lífi Káins 130 árum eftir fæðingu hans Kristján Níels Jónsson var fríður sýnum og hinn glæsilegasti ásýndum, mikill á velli, sviphreinn, djarfmannlegur og gáfu- legur. Hann var hvers manns hugljúfi og hrókur alls fagnað- ar, jafnt í heimahúsum sem á mannamótum, fyndinn, frjáls- lyndur og víðsýnn. Hvar sem hann fór og hverju sem hann klæddist, bar hann yfír sér meðfædda reisn og höfðingsbrag. Og höfðingi var hann einnig að því leyti, að hann sóaði gjöf- um listar sinnar rausnarlega, þó aldrei yrði hann talinn meðal höfuðskálda eða þjóðskálda, sem svo eru nefnd. etta er ekki amaleg mann- lýsing en margur kann að spyrja í forundran: Hver var hann, þessi Kristján Níels Jónsson? Pví er til að svara að hann var betur þekktur sem K.N. eða einfaldlega Káinn. Þá rennur eflaust upp ljós fyrir flestum enda var Káinn eitt ástsælasta gaman- skáld þjóðarinnar og um langt skeið voru vísur hans á hvers manns vörum. Káinn var fæddur á Akureyri fyrir 130 árum, nánar tiltekið 7. apríl 1860. Sögubrotið er helgað þessu gamansama skáldi sem ætíð hafði skopvísur á taktein- um, jafnt í meðbyr sem and- streymi. Bernskuheimilið flutt að Strandgötu 25 Hér verður aðeins stiklað á stóru í lífi Káins og litlu bætt við mann- lýsinguna hér að ofan sem Tómas Guðmundsson ritaði í formála að Vísnabók Káins. Nokkrar vísur verða rifjaðar upp til að gefa mynd af skáldinu sem settist að í Vesturheimi og bar þar beinin, en fyrst skulum við fara á bernsku- slóðirnar. Kristján Níels Jónsson fæddist í Aðalstræti 76 en á þeirri lóð hafði faðir hans, Jón Jónsson járnsmiður, reist fyrsta húsið skömmu fyrir 1860. í þessu húsi ólst hann upp og bjó fyrstu 14 æviárin en móðir hans, Pórdís Kristjánsdóttir, dó árið 1874. Þá fluttist Káinn til móðurbróður síns, Davíðs bónda á Jódísar- stöðum, og dvaldi þar næstu fjög- ur árin uns hann fluttist vestur 18 ára gamall. Því miður eiga Akureyringar ekkert Káins-hús til að varðveita minningu alþýðuskáldsins inn- fædda. Örlög hússins að Aðal- stræti 76 urðu þau að fyrst var það flutt og síðan rifið. Árið 1875 keypti Kr. Sigurðsson, Vært, hús- ið og flutti það á ísilögðum Poll- inum út á Öddeyri og reisti það aftur á lóðinni Strandgötu 25. Var það ýmist kallað Værtshúsið eða Baujan. Húsið var rifið 1914 er Sigvalda Þorsteinssyni var leyft að byggja steinhús á lóðinni og árið 1931 byggði Sigvaldi eina hæð ofan á húsið. Þetta er húsið sem gjarnan er nefnt Alaska og Akureyringar kannast vel við. Vann sveitastörf og sóttist ekki eftir auði Káinn fór snauður að heiman og sóttist hvorki eftir auði né mannvirðingu fyrir vestan. Hann dó ókvæntur og barnlaus 25. októ- ber 1936 og var grafinn að Eyford- kirkju í grennd við Montain. Þar hafa landar hans reist honum veg- legan minnisvarða. Hinn ástkæri mögur Akureyr- ar, bóndinn og hagyrðingurinn sjálfmenntaði fékk þannig ekki ósk sína uppfyllta að bera beinin „heima í Eyjafirði“ eins og segir í þekktri vísu hans. Hitt er svo annað mál að nafnið Eyford er ekki svo ólíkt Eyjafirði, a.m.k. ekki á prenti. Hæddist mest að sjálfum sér Heimildum ber saman um að Káinn hafi frá unga aldri verið gamansamur og orðheppinn eins og glöggt má sjá í vfsum hans. Sagt er að hann hafi aldrei átt óvini, aðeins vini, og þótt hann hafi líka samið skammarvísur voru þær aldrei svæsnar eins og t.d. hjá Bólu-Hjálmari heldur sveipaðar góðlátlegu glensi. En skyldi þessi kunna mannlýsing eiga við einhvern samferðarmann hans?: Þú er sveitar svívirðing, sótugi eldhús-raftur. Aftan og framan, allt í kring ekkert nema - kjaftur. Það er allt eins h'klegt að Káinn hafi verið að gera grín að sjálíum sér eins og í næstu vísu. Þá hafði hann látið raka af sér yfirvararskeggið og vildu stúlk- urnar fá að vita hvenær hann ætl- Bókasafn Félagsmálastofnunarinnar, pósthólf 9168, 109 Reykjavík Já takk. Ég óska að fá sendar í póstkröfu eftirtaldar baekur skv. sórtilboðinu: □ Islensk sjálfstæðis- og utanríkismál nnnn nn rouu,uu 2240,00 Nafn: □ Lýðræðisleg félagsstörf, 2. útgága CUUUÁAJ 1600,00 Heimili: □ Evrópumarkaðshyggjan 1000,00 800,00 Póststöð: □ Allar3bækurnar 5600,00 4350,00 Kennitala: E vrópu markaöshy ggjan: Hagsmunir og valkostir Islands. Höfundur rekur þróun Evrópumark- aðshyggjunnartilfríverslunarkenningar Adams Smith. Af henni hafi sprottið jafn ólíkar stofnanir og Gatt, Oeec/ Oeqd, Eb, Efta og síðast huamyndin um Efnahagssvæöi 18 Evrópuríkja, Ees. Gerö er grein fyrir einkennum og markmiöum þessara stofnana, yfirþióölegu eðli Eb og fullveldisafsali aðiidarríkjanna. Gerð er úttekt ágildandi pfnahags,- og utanríkisviðskiptakerfi Islands. í lokakafla skoðar höfundur aðra og betri valkosti fy rir Island en Ees og Eb. Þetta er traust og aögengilep heimild um mikilvægasta milliríkjamal okkar í dag. Yfirgripsmikið efni er sett fram á lipru máli og svo skýran h£tt, að allir megi skilja. Fjöldi mynda og skýringa- teikninga. Kilja í storu broti, 118 bls. Verökr. 1000,00. fslensk sjálfstæöis- og utanríkismál. Yfirgripsmikið grundvallarrit þar sem í fyrsta sinn er brugðiö upp heildarsýn yfir sjálfstæðis-, fullveldis- og utan- ríkismál þjóðríkisins, konungsríkisins og lýðveldisins. „Þjóðveldið" er þjóð- félagsfræðilega skilgreint sem þjoöríki með stjórnskipulagi nöfðingjaveldis, er þróaðist niður í klíkuveldi og tortímdi sjálfu sér vegna höfðingjadeilna og ógætilegra milíiríkjasamskipta. Megin- hluti bókarinnar er um utanríkis- og öryggisstefnu lýðveldisins og 8 hlutlæg stefnumótandi atriði, sem smáríki getur ekki sniðgengið. Varar höfundur við hliðstæðum hættum Sturlunga^ldar, sem nú steðja að fullveldi okkar. I um- sögn „Þjóðlífs" segir: „Hér er á ferðinni bók, sem á erindi til allra þeirra, sem líta vilja þróun íslandssögunnar frá nýj- um sjónarhóli." Yfir 70 myndir og upp- drættir, 336 bls. í stóru broti og vönduöu bandi. Verð kr. 2800,00. Lýöræöisleg félagsstörf, 2. útgáfa. Heilsteypt og yfirgripsmikil handbókfyrir alla þá, sem taka vilja ábyrgan þátt í félagsstarfi og ná árangri í fundarstörf- umog mælsku. Bókinfjallaráhlutlaus- an, hagnýtan og fræðilegan hátt um alla þætti félags- og fundarstarfa, fundi og fundarstjórn, félags- og forystustörf, mælsku, rökræður, lyðræðisskipulagiö og samhengi félagslífsins. Margar froðlegar teikningar af hentugu fyrir- komulagi í fundarsal smærri og stærri funda. í bókinni eru verkefni og dagskrár til þjálfunar á 10 málfundum. Hentug bók fyrir málfundarstarfsemi allra félaga, flokka og skóla, byggð á ís- lenskum aöstæðum. 304 bís. í fallegu bandi. Verð kr. 2000,00. I BÓKASAFN FÉLAGSMÁLASTOFNUNARINNAR Pósthólf 9168-109 Reykjavík - Sími 75352 Káinn mun hafa byrjað ungur að setja saman vísur en illt er að finna þær f Vfsnabók hans. Efnið í henni er sennilega allt samið í hinni stóru Ameríku sem Káinn fluttist til er hann var átján ára unglingur. Hann átti heimá á sléttum Norður-Ameríku í meira en hálfa öld. Fyrstu árin dvaldist hann í Winnipeg en lengst átti hann heima í Pembínahéraði í Norður-Dakóta. Þar vann hann öll algeng sveitastörf og stritaði fyrir mat sínum með líkamlegum styrk, ekki andlegum hæfileikum og skáldskap: Hönd en ekki heila held ég meti fremur, ýmsir um það deila, engum saman kemur. Allt er eins og stendur afþeim skinnið brunnið. Þessar hörðu hendur hafa fyrir mér unnið. aði að láta það vaxa aftur. Káinn svaraði: Ég rækta mitt skegg í tæka tíð, því tennurnar vantar að framan; það kemur sér illa íkulda og hríð, efkjafturinn nær ekki saman. Slíkum vísum kastaði hann fram við ýmis tækifæri, samferð- armönnum sínum til óblandinnar ánægju. Hann kunni líka þá list að hæðast að sjálfum sér, sem er óneitanlega betur fallið til vin- sælda en að hæðast að öðrum. Mikið af drykkjuvísum Sú staðreynd að Káinn kvæntist aldrei og hitt að hann yrkir mikið um áfengi gæti gefið einhverjum nútímamanninum tilefni til vafa- samra ályktana. Nú er víst í tísku að glugga í fornar sögur og finna höggstað á hetjum vorum og kunnum skáldsagnapersónum. Ekki verður farið út í slíka „sölu- AKUREYRARB/tR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 26. nóvember 1990, kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir, Sigurður J. Sigurðsson og Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir, til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.