Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 24. nóvember 1990 Stærsti núlifandi íslendingurinn spilar körfubolta og er þennan veturinn staddur á Sauðárkróki, eftir að vera búinn að flakka um heiminn vegna boltans. Hann er búinn að vera atvinnumaður í tíu ár, en Ieikur nú með liði Tindastóls í úrvalsdeildinni íslensku. E.t.v. eru þetta ellimörk á kappanum, þótt ekki sé það að sjá í leikjum Stólanna. Maðurinn heitir Pétur Karl Guð- mundsson, er 32 ára gamall og 2,18 metrar á hæð. Hann er búinn að vera kvæntur bandarískri snót í tvö ár og auðvitað kynntust þau á körfuboltaleik. Þegar Dag bar að garði var konan ekki enn komin en hún hafði verið sett í að ganga frá öllum þeirra málum í Banda- ríkjunum. Ekki var því möguleiki á neinu fjölskyldu- viðtali, enda meiri ástæða til að ræða um líf kappans í réttu samhengi, þ.e.a.s. um körfuboltaævina. Óð grindina í Færeyjum Pétur er fæddur í Reykjavík þann 30. október árið 1958. For- eldrar hans eru þau Guðmundur Guðmundsson og Petrea Guð- mundsson. Móðir hans er fær- eysk, en faðir hans úr Dölunum og á sínum yngri árum óð hann grindina í Færeyjum annað sumarið en hjálpaði til við hey- skapinn í Dölunum hitt sumarið. Pétur er uppalinn í „Framara- hverfi“, Háaleitishverfinu, en þegar hann var átta ára gamall byrjaði hann að stunda íþróttir og þá var það handboltinn sem varð fyrir valinu og Pétur lék með Val, því að bekkjarfélagarn- ir voru í Val. - Þar sem þú ert Færeyingur að hálfu og dvaldir þar sumar- langt í æsku, talarðu þá reiprenn- andi færeysku? „Ég hafði gott vald á henni meðan ég fékk að beita henni og var í Færeyjum á sumrin, en nú eru mörg ár síðan ég kom þangað síðast og búinn að missa allt nið- ur nema það litla sem ég nota þegar ég tala við mömmu í gamni.“ Á öllum bekkjarmyndum allan grunnskólaferilinn var Pétur höfðinu hærri en aðrir. Pað kom sér vel í handboltanum og þar sem hann var ekki renglulegur og hafði smáþyngd þá var hann stór- skytta liðsins. Tólf ára gamall varð Pétur fyrir því slysi að detta af hestbaki í Dölunum og hand- leggsbrotna. Brotið greri ekki rétt saman og hann segist aldrei hafa orðið jafnskotharður í hand- boltanum eftir það. Körfuboltinn varð nú fyrir valinu, þar sem ekki þurfti eins sterkan kasthandlegg í hann. Þrettán ára gamall var hann orðinn 1,95 metrar á hæð og gekk því auðveldlega inn í yngri flokka ValS og lék ætíð eins mikið upp fyrir sig í flokkum og mátti. Pétur tók ástfóstri við körfuboltann og hefur stundað hann.síðan. Hann segist ekki síst þakka Sigurði Má Helgasyni, sem þjálfaði alla yngri flokka Vals í körfu og er 2,09 metrar, fyrir að draga sig á æfingar. Stór og stilltur - Hvað með æsku þína að öðru leyti, varstu stór og stilltur? „Ég held ég hafi alltaf verið stilltur og góður strákur. Ósköp venjulegur krakki fyrir utan það að vera mikið stærri en hinir. Ég á þrjár yngri systur og var mjög stríðinn við þær þegar ég þurfti ekki að vera að passa þær.“ - Varðstu ekki strax yfirburða- maður í körfunni, maður með þína hæð? „Pað má segja það og skoraði mikið út á hæðina. Ég lærði samt góð undirstöðuatriði af Sigurði sem þjálfaði okkur og var þar að auki hávaxinn. Hann kunni mik- ið fyrir sér sem sóknarleikmaður, - Pétur ( e.t.v. meira en margir aðrir, og það hjálpaði mér mikið. Ég spil- aði tvö ár í fjórða flokki og svo fór ég í þriðja og var þá farinn að æfa með öllum eldri aldursflokk- um, þar sem þeir höfðu lítið af hávöxnum mönnum til að spila á móti.“ Pétur var yngsti maðurinn í unglingalandsliðinu árið 1975 þegar það var sett á laggirnar að nýju fyrir Norðurlandamótið það árið. Á því var Pétur stærstur leikmanna, 16 ára gamall og 2,12 metrar á hæð. Þar öðlaðist hann sína fyrstu alþjóðlegu reynslu. Endanlega út úr handboltanum „Þetta hefði getað orðið mjög gott lið, það voru bara allir á síð- asta ári í unglingalandsliði, en í þessu Norðurlandamóti lentum við á móti mjög sterkum þjóðum. Við urðum alltaf betri óg betri með hverjum leik og áhuginn hjá mér óx mikið. Sumarið ’74 var ég enn aðeins að dútla með Val í handboltanum, en var dreginn út úr því endanlega til að .æfa og vera með Valsliðinu í köffu í Partileikup í Svíþjóð. Þegar við komum til baka úr því voru þjálf- arabúðir hér, þar sem þjálfararn- ir notuðu bæði unglinga- og karla- landsliðið. Amerískur þjálfari var að kenna á þessu náinskeiði og hann bauðst til að hjálpa: mér við að komast til Bandaríkjanna í skóla. Á þeim tíma hélt hann mig nógu gamlan til að fara í háskóla, en síðar kom í ljós að ég hefði miklu meira upp úr því að fara fyrst í „high school" í tvö ár.“ „Enn einn risinn í Iiðiö“ Haustið ’75 hófst ævintýrið hjá Pétri. Hann hélt út til Bandaríkj- anna og settist í næstelsta bekk í „high school“ í Seattle. En voru þetta ekki mikil viðbrigði fyrir Islendinginn? „Það voru það óneitanlega. Mér var komið fyrir hjá fjöl- skyldu og það skemmtilega við það, var að á því heimili var knattspyrna aðaláhugamálið og það var mjög gaman fyrir mig, þar sem ég hefði t.d. ekki getað tekið þátt í áhugamáli þeirra ef það hefði verið amerískur fót- bolti. Ég féll því ágætlega inn í fjölskylduna, en annars var ég feiminn og oft einn og ekki vanur því að neitt veður væri gert út af því þótt maður væri í körfubolta. Þarna úti var ég svo allt í einu kominn í sviðsljósið. í blöðunum komu fyrirsagnir eins og: „Enn einn risinn í liðið“. Mér gekk vel að falla inn í hóp- inn í skólanum og ég lifði á að vera í körfu, því eftir að körfu- boltatímabilið byrjaði, þá snerist allt í kringum hana og okkur gekk vel. Þetta var eiginlega alveg nýtt fyrir mig, þar sem hér heima var enginn á opinber áhugi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.