Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 24. nóvember 1990 poppsíðon Islandica - Rammíslensk: Ramm íslensk er rétta orðið David Lee Roth vinnur að nýrri plötu þessa dagana. est söngvara Europe hafa þeir félagar hljóðritað fjórtán lög sem til greina koma á plötuna og hugsanlegt sé að einhver fleiri bætist við, hins vegar er ekki ákveðið enn hvað lög fara á plöt- una af þessum fjórtán. Þá er ekki heldur búið að ákveða nafn á hana en Break Free og Mind in the Gutter munu vera líklegustu titl- arnir. Ekki er gert ráð fyrir að platan komi út fyrr en í maí á næsta ári en þangað til mun Poþpsíðan flytja frekari fregnir af plötunni þegar þær berast. íslensk plötuútgáfa Nú þegar jólahátíðin er farin að nálgast fer íslensk plötuútgáfa á fullt skrið og hellast hreinlega yfir landann nýir titlar þannig að erfitt reynist að henda reiður á öllu saman. En svo einhverjar plötur séu nefndar þá má fyrst geta plötunnar hans Bubba Morthens Sögur af landi, þeir félagar Jón Ólafsson og Stefán Hjörieifsson eru mættir á ný sem Possibilles og heitir nýja platan þeirra Töfra- maðurinn frá Riga. Til fróðleiks fyr- ir lesendur Poppsíðunnar má geta þess að sá sem þennan titil ber er Míkhaíl Tal fyrrum heims- meistari í skák. Rikshaw kemur sömuleiðis með nýja plötu eftir nokkurt hlé og kallast hún Angels and Devils og loks má minna á plötur með Gildrunni, Sverri Stormsker og Pandoru frá Kefla- vík. Umsjónarmaður Poppsíð- unnar mun á næstu vikum reyna að gera einhverjum af þessum þlötum skil og birtist fyrsta umfjöllunin einmitt hér á síðunni í dag. Reyndar er rétt að taka fram að plata Islandica er ekki alveg ný af nálinni en er samt sem áður verðugur fulltrúi í jólapakka landsmanna og til vina erlendis. Islandica, þjóðleg ytra sem innra. Vísnavinum og er því samspil þeirra mjög heilsteypt. Söngurinn er að mestu í hönd- um þeirra Guðmundar og Inga Gunnars en þau Gísli og Herdís Ijá raddir sínar í þremur lögum, Herdís í tveimur en Gísli í einu. Þá syngur ung stúlka Bryndís Sveinbjarnardóttur Móðir mín í kví kví og er söngur hennar mjög fallegur sem lofar góðu fyrir fram- tíðina. Að lokum ber að geta þess, sem segja má að setji punktinn yfir i-ið, en það er umslag plöt- unnar sem er einstaklega vand- að með íslenska fánanum skreyttum með landslagsmynd- um í grunninum. Það er því hægt að mæla óhikað með plötu Islandica Rammíslensk við þá sem hyggjast gefa tónlistargjöf í ár til vina og ættingja jafnt heima og erlendis. Sigbjörn Gunnarsson, Akureyri, gefur kost á sér í 1. sæti. Ég hvet all^, sem ekki eru bundnir í öðrum stjórnmálaflokkum og verða orðnir 18 ára í maí 1991 til að taka þátt í prófkjörinu. Skrifstofa í Hafnarstræti 94, 2. hæð. Símar 24027 og 21700. Heimasími 22234. 0 u \A/rvti a/r &&0 4/1 Hitt og þetta New Order/John Denver Ekki alls fyrir löngu stefndi þjóð- lagasöngvarinn frægi John Den- ver Manchesterpoppsveitinni New Order fyrir rétt og sakaði hana um lagastuld. Snerist ákæran um lagið Run sem Denver taldi að væri hreinlega önnur útgáfa af hans eigin lagi Leaving on a Jet Plane í lélegum dulbún- ingi. Hefur nú fallið dómur í mál- inu Denver í vil og munu honum og útgáfufyrirtæki hans verða greiddar skaðabætur m.a. í formi hagnaðar sem varð af Run laginu og Hew Order hafði áður notið góðs af. Michael Jackson Gulldrengurinn Michael Jackson skrifaði nú fyrir skömmu undir nýjan samning við CBS útgáfufyr- irtækið til næstu þriggja ára. Væri það í sjálfu sér ekki svo mjög í frásögur færandi nema fyrir það GUMMIVINNSLAN HF. • RÉTTARHVAMM11 ■ S. 96-26776 HJÓLBARÐAR Erum með mikið úrval af dekkjum fyrir allar gerðir ökutækja. Veitum alhliða hjól barðáþjónustu. RAF- GEYMAR Mælum gamla rafgeyma. Seljum nýja rafgeyma á kynningarverði í nóvember. ísetning á staðnum að talið er að Jackson fái hvorki meira né minna en litla þrjá millj- arða íslenskra króna fyrir samn- inginn. Hefur þetta reyndar ekki verið staðfest endanlega en ef satt reynist þá er þetta einn hæsti samningur sem nokkurn tímann hefur verið gerður við tónlistar- mann. Djasstrommuleikari allur Einn af frægari trommuleikurum djassins Art Blakey lést í síðasta mánuði sjötíu og eins árs að aldri. Varð hann héimsfrægur með hljómsveit sinni The Jazz Messingers sem hann stofnaði árið 1947 auk spilamennsku með mörgum af þekktustu nöfnum djassins. Var banamein hans krabbamein í lungum. DavidLee Roth Fyrrum söngvari Van Halen hjartaknúsarinn David Lee Roth er nú loks búinn að Ijúka vinnu sinni við nýja plötu eftir þó nokkurt basl. Nefnist platan A little ain’t enough og er hún þriðja sóló- breiðskífa Roth en auk þeirra hef- ur hann sent frá sér eina EP plötu með gömlum slögurum á borð við Just a Gigolo. Upptöku- stjórn var í höndum Bob Rock og er áætlað að platan komi út í byrjun nýársins. Quireboys Breska rokkhljómsveitin Quire- boys sem nýtur mikilla vinsælda hér á landi eftir komu sína hing- að með Whitesnake í haust er nú á næstunni að senda frá sér tón- leikaplötu undir nafninu Official live Bootleg. Er um að ræða upp- tökur frá tónleikum Quireboys víðsvegar um heiminn en þó ekki frá tónleikunum hér á landi að því er best fæst vitað. Europe Svíarnir í rokksveitinni léttu Europe eru þessa dagana að Ijúka vinnu við sína fimmtu breið- skífu í Los Angeles undir hand- leiðslu upptökustjórans Beau Hill. Eins og margir muna eflaust þá sló Europe rækilega í gegn hér- lendis sem erlendis með plötunni The final countdown og náði titil- lagið toppsætum vinsældalista víðast hvar. Að sögn Joey Temp- Lög: Krummavísur, Maístjarnan, Þaö á að gefa börnum brauð, Olafur Lilju- rós, Lllja, Afmælisdagur (í Skóla- vörðuholtið hótt), sjera Magnús/Ó mín flaskan frlða, Vera mátt góður, Trölla- þvaður, Á Sprengisandi, Rimur og kvæðalög, Sofðu unga ástin mín, Kall sat undir kletti, Móðir mfn I kví kvi, Krummi krúnkar úti, i'sland (farsælda frón), Lofsöngur (Ó, guð vors lands). Líkt og hinar fágætu bókmenntir okkar íslendinga þá hefur varð- veist gegnum aldirnar mikið af tónlist sem við í daglegu tali nefnum þjóðlög eða alþýðulög. Með því að afar og ömmur, feður og mæður, hafa sungið fyr- ir börn sín og sagt þeim sögur, hefur tekist að varðveita þessa dýrmætu arfleifð allt til þessa dags. Nú á tímum tækni og endalausra möguleika til dægra- styttingar hefur þessi arfleifð aldrei verið dýrmætari en um leið aldrei verið í eins mikilli hættu á að glatast. Sem betur fer er til fólk sem gerir sér grein fyrir þessu og eru þau fjögur sem skipa Islandica ásamt aðstoð- armönnum sínum þar framarlega í flokki. En þau fjögur, Gísli Helgason, Herdís Hallvarðsdótt- ir, Guðmundur Benediktsson og Ingi Gunnar Jóhannsson, láta sér ekki aðeins nægja að halda okkur íslendingum við efnið held- ur hafa þau einnig verið dugleg að kynna tónlistina fyrir útlend- ingum með góðum árangri. Rammíslenska er ekki hægt að dæma út frá tónlistarlegu sjónarmiði því að sem slík er hún sígild. Að vísu er eitt frumsamið lag á piötunni, Tröllaþvaður eftir Herdísi, en það fellur einkar vel að heildarmynd hennar og er hið áheyrilegasta. Það er því út frá flutningi og meðferð tónlistarinn- ar sem platan hlýtur að dæmast og ekki er hægt að segja annað en að mjög vel hafi tekist til. Það vandaverk að færa hina öldnu tónlist í nútímabúning þar sem henta þótti hefur tekist vel og all- ar aðrar útsendingar í einfaldara formi eru mjög vel unnar og þá er hljómurinn með þeim betri sem umsjónarmaður hefur heyrt á íslenskri plötu. Um flutninginn er hægt að segja nokkuð það sama. Þau fjögur hafa starfað lengi saman bæöi í Islandica og Prófkjör Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.