Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 24. nóvember 1990 Herrakvöld KA: Steikarpanna á 95 þúsund krónur! Herrakvöld KA var haldið í KA-heimilinu sl. laugardags- kvöld. Uppákomur þessar eru orðnar árviss viðburður hjá KA-mönnum, þetta var 5. herrakvöld félagsins og var stemmningin góð að vanda. Veislustjóri að þessu sinni var Björn Björnsson, skólastjóri á Sauðárkróki, en aðalræðu- maður kvöldsins var Halldór Blöndal, alþingismaður. Tilgangurinn með þessum kvöldum mun vera tvenns konar, að sameina menn í hinum sanna KA-anda og afla um leið peninga fyrir KA-heimilið. Hvort tveggja heppnaðist með ágætum. 72 félagar mættu til leiks og áttu saman skemmtilegt kvöld. Menn nutu góðs af glæsilegum veiting- um á meðan kveðskapur og glens af ýmsu tagi flaug um salinn. Skemmtikraftarnir Sveinn Ævar Stefánsson og Arnar Pétursson tróðu upp að máltíð lokinni við góðar undirtektir og síðan stjórn- aði Halldór Rafnsson hinu fræga bögglauppboði. Bauð hann upp sex kassa sem enginn vissi hvað höfðu að geyma og verður ekki annað sagt en að viðbrögð veislu- gesta hafi verið með besta móti. Sem dæmi um það má nefna að síðasti pakkinn seldist þrisvar og þegar hann var opnaður kom í ljós panna sem þá var orðin 95 þúsund króna virði. Eftir uppboðið tók við meiri kveðskapur og gamanmál en um miðnætti var veislunni slitið og menn héldu á vit annarra ævin- týra. JHB Tveir góðir, Eiður Eiðsson og Siguróli Sigurðsson. > % H - - „Nei strákar mínir, ég vil fá meira en þetta.“ Halldór Rafnsson stýrir böggla- uppboðinu vinsæla. Skemmtikraftarnir Sveinn Ævar Stefánsson og Arnar Pétursson. Halldór Blöndal var aðalræðumaður kvöldsins og stóð sig vel enda vanur maður. Lengst til hægri er Halldór Rafnsson, sem hafði veg og vanda af undirbúningi kvöldsins, þá veislustjórinn, Björn Björnsson. Lengst til hægri er Sigmundur Þórisson, formaður KA. Viðar Þorsteinsson fór á kostum sem „varaveislustjóri.“ Skondnar athugasemdir hans vöktu hvað eftir annað mikla kátínu í salnum. Við hlið hans situr Sigbjörn Gunnarsson. Myndir: jhb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.