Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 24. nóvember 1990 VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000 Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda: Rækjuvmnslan rekin með yfír 20% tapi Gert er ráð fyrir að framleiðslu- verðmæti skelflettrar, frystrar rækju verði um 4 milljarðar króna á þessu ári. Rekstrar- afkoma þessarar vinnslugrein- ar hefur versnað gífurlega síð- ustu mánuði. Útreikningar Þjóðhagsstofnunar gera ráð fyrir að tap á rækjuvinnslunni sé nú 18,2%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Félagi rækju- og hörpudisk- framleiðenda. Þessi niðurstaða sýnir meðal- afkomu allrar rækjuvinnslu í landinu, en nú er nær eingöngu unnin innfjarðarrækja sem er mun smærri en úthafsrækjan og fyrir hana fæst mun lægra verð. Afkoman í nóvember er því enn verri en fram kemur í útreikning- um Þjóðhagsstofnunar því þeir eru byggðir á skilyrðum í októ- ber. Tapið í núverandi vinnslu er áætlað yfir 20%. í tilkynningu félagsins er getið um ástæður fyrir þessar slæmu afkomu, s.s. lækkun á markaðs- verði um 15% í erlendri mynt frá því í vor og enn meiri á smá- rækju. Þá hefur greiðslum úr Verðjöfnunarsjóði verið hætt þar sem innstæður rækjumanna hafa gengið til þurrðar í sjóðnum. Þessar greiðslur námu um 11% af tekjum að meðaltali.á síðasta ári. Einnig kemur fram að hráefn- isverð hafi einungis verið lækkað um 5% í september sem er í engu samræmi við lækkun á markaðs- verði og greiðslur úr Verðjöfnun- arsjóði. SS Alþýðuflokkurinn: Opið prófkjör á Norður- landi eystra um helgina í dag og á morgun verður opið prófkjör Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra um skipan efstu sæta á lista flokksins fyrir komandi alþing- iskosningar. Sex kandidatar takast á um skipan efstu sæt- anna. Eins og kunnugt er gaf Árni Gunnarsson, alþingismaður krata á Norðurlandi eystra, það út á kjördæmisþingi nú á haust- dögum að hann myndi ekki verða aftur í kjöri. Arni hefur nú ákveðið að gefa kost á sér í efsta sæti lista Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi. Af sexmenningunum stefna fimm á efsta sætið. Þeir eru Hreinn Pálsson, bæjarlögmaður á Akureyri, Sigbjörn Gunnars- son, kaupmaður Akureyri, Pálmi Ólason, skólastjóri Þórshöfn, Aðalsteinn Hallsson, fulltrúi Reykjavík og Arnór Benónýs- son, leikari Reykjavík. Sjötti kandidatinn, Sigurður Arnórs- son, stefnir á annað sæti fram- boðslistans. Ráðgert er að kosningu ljúki kl. 18 annað kvöld. Talning atkvæða hefst á Akureyri strax að kjörfundi loknum og má ætla að úrslit liggi fyrir seint annað kvöld. óþh Kvennalistinn: Efnir til funda á Norðurlandi eystra Kvennalistinn í Norðurlands- kjördæmi eystra hefur ákveðið að efna til almennra funda vítt og breitt um kjördæmið á næstu dögum. Boðað verður til fundanna með spurningunni: „Viltu hafa áhrif á framboðsmál Kvennalist- ans? Ef svo er, mættu þá á fund.“ Ætlunin er að kynna markmið og stefnu Kvennalistans og fá fram óskir jafnt sem gagnrýni fundar- gesta. Fyrsti fundurinn var í Hrísey í gærkvöld en sunnudaginn 25. nóvember er ætlunin að fara til Ólafsfjarðar og Dalvíkur ef veð- ur leyfir. Þriðjudagskvöldið 27. nóvember verður fundur á Akur- eyri og síðari hluta vikunnar í dreifbýli Eyjafjarðar. Nánar aug- lýst síðar. Uppstillingarnefnd stefnir að því að birta fyrir jól niðurstöður fyrri skoðanakönnunarinnar um skipan lista fyrir næstu alþingis- kosningar. Kosning um 3 efstu sætin fer fram í janúar og verður listinn birtur fljótlega upp úr því. (Fréttatilkynning) Sögubrot í helgarblaði Sögubrot er endurlífgaður þáttur í helgarblaði Dags sem verður á dagskrá einu sinni í mánuði í vetur. Þar segir frá norðlenskum skáldum og rithöfundum svo og ýmsum liðnum atburðum sem í flestum tilvikum tengjast Norðurlandi. Sögubrotið fékk ínjög góðar viðtökur á sínum tíma og er það von okkar að þjóðlegur fróðleikur eigi ekki síður erindi við lesendur nú. SS I I ( ( í -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.