Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. nóvember 1990 - DAGUR - 9 wJU|XVUlLU.Uli‘l»'>" lilUndi ..GIJLO mkíhui: >Wl) i ‘-^YTOSTi FONDUE-OSTm lesendahornið Hagvöxtur og humbilibú Óánægð með vöruúrvaJið - eftir að Hagkaup hætti að skipta við Bautabúrið Hagvöxtur og humbilibú eru orð sem í huga almennings hafa afskaplega svipaða merkingu. Það er að segja enga. Því eru orðin kjörin fyrir þá menn sem ekki vilja láta skilja sig. Hvað er annað hægt að gera en trúa dómsdagspredikaranum sem spáir hrynjandi hagvexti næstu árin? (Líklega heitir það hag- vaxtarrýrnunarauki á máli hag- fræðinnar.) Til að koma í veg fyr- ir hagvaxtarrýrnunarauka er eina leiðin að innleiða hráan kapítal- isma. Annars verðum við fátæk- asta land í Evrópu árð 2000. Sumir hagfræðingar hafa borið þennan boðskap fyrir okkur landslýðinn. En gleymum því ekki að hagfræðingur er sér- fræðingur og sérfræðingur er maður sem veit mikið um lítið. Ágætt! Seljum landið fyrir herra Hagvöxt. Innleiðuin þræla- hald fyrir herra Hagvöxt. Hver þráir ekki að vera frjálsborinn þræll svo herra Hagvöxtur nái að blómstra. Frelsi er annað gott orð sem þægilegt er að grípa til. Sérstak- lega ef halda þarf skrautlegar innihaldslausar ræður. Nú er ver- ið að tæta vængina af þessu fal- lega orði með því að klína því á pólitíska stefnu kapítalismans. Því það veit hver maður sem þor- „Dagskrárritið „Gagn og gaman“ sá ástæðu til þess á dögunum að geta sérstaklega um það að Hag- kaup væri að hætta öllum við- skiptum við Bautabúrið en kaupa þess í stað allar unnar fisk- og kjötvörur af Kjarnafæði. Var sú skoðun látin í ljós í ritinu að við- skiptavinir Hagkaups yrðu sjálf- sagt ánægðir með þessa breyt- ingu. Ég versla ávallt í Hagkaupi og verð að segja eins og er að ég er mjög óánægð með þessi skipti. Mér finnst vöruúrvalið slappara en áður og maður fær ekki helm- inginn af þeim réttum sem Bautabúrið bauð upp á. Þetta á sérstaklega við um fiskréttina en af þeim var mjög gott úrval en er mun síðra nú. Ég veit að margir eru mér sam- mála um að vöruúrvalinu sé ábóta- vant í þessari deild eftir að Bauta- búrið hætti að þjónusta Hagkaup og vil ég endilega koma þeirri skoðun á framfæri." Viðskiptavinur. Húsavík: Ánægjulegt kvöld ir að hugsa sjálfstætt að frelsi til að keppa við erlent vinnuafl og frelsi til að kaupa verksmiðju- framleidda pensilínkjúklinga frá Hollandi er hlekkjað frelsi. Og þá verður líka að frelsa frelsið. Varla verða það herra Hagvöxtur og aðrir auvirðulegir þjónar pen- inganna sem taka það að sér. Hafa þeir hagfræðingar sem þjóna herra Hagvexti ekki gleymt að líta í kringum sig? Kannski til að sjá að hagvöxtur- inn er beinn óvinur náttúrunnar. T.d. fleiri verksmiðjur meiri mengun og aukinn hagvöxtur. Eða auknar skuldir og meiri hag- vöxtur. Ef maður svo kryfur herra Hagvöxt kemur í ljós að hann er fullur af gömlu græðgi og humbili- bú. Helgi Þórsson, Kristnesi. með 23 verðlaun íslensku ostameistaramir stóðu sig með glæsibrag í Heming í Danmörku þar sem fram fór mikil ostasýning í október sl. Hvorki fleiri né færri en 900 ostar vom teknir þar til mats af 40 dómurum og fengu aðeins 10 ostar hærri einkunn en þeir íslensku sem hæstir voru. íslenskir ostar fengu 12 gull og 11 silfur. lreniMlllli,a PaprikuostuV . . V ’'.' . * Sigurrelflr islenskir ostameistarar. ÚR FRÆGÐARFÖR TIL DANMERKUR SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA NORÐURLANDi VESTRA auglýsir eftir umsóknum á sambýlið á Gauksmýri, Kirkjuhvammshreppi, V.-Húnavatnssýslu. Sambýlið er starfrækt samkvæmt lögum nr. 41/1983 og reglugerð nr. 541/1988. Sambýlið er ætlað fötluð- um, 16 ára og eldri. Markmið sambýla er að efla sjálfstæði og færni íbú- anna. Sambýlið er ætlað 5-7 íbúum. Á Gauksmýri er fyrirhuguð atvinna fyrir íbúana. Umsóknum skal skila inn fyrir 10. desember nk. til framkvæmdastjóra Svæðisstjórnar, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki, sími 95-35002. áBakkanum Einar hringdi: „Mig langar til að hrósa hljóm- sveit sem spilaði á Bakkanum á Húsavík um helgina. Ég held að hún heiti Kokteill og þetta voru afskaplega hressir og skemmti- legir strákar. Það var mikið fjör á Bakkanum og ég hef sjaldan eða aldrei kynnst annarri eins stemmningu. Þarna voru ábyggi- lega 60-80 manns og allir mjög hrifnir. Þetta var stórkostlegt kvöld á góðum stað. Við fórum út að borða á Bakkanum og lík- aði mjög vel og hljómsveitin kom svo öllum í gott skap og fyrir þetta kvöld vil ég þakka.“ Osta- og smjörsalan sf. Ostameistari Björgvin Guðmundsson. Gullverðlaun: Sveppaostur, Blaðlauksostur, Fondueostur með kúmeni, Napólímyrja, Hvítlauksostur, Fondueostur, og Hnetuostur. Silfurverðlaun: Beikonostur, Paprikuostur, Sveppaostur, Skinkumytja og Léttostur. Mjólkursamlag Dalamanna Búðardal. Ostameistari Elísabet Svansdóttir. Gullverðlaun: Dalakollur. Silfurverðlaun: Dala-yrja. Mjólkurbú Flóamanna Selfossi. Ostamelstari Gestur Traustason. Gullverðlaun: Rjómaostur m/kryddi. Silfurverðlaun: Rjómaostur, hreinn. Mjólkursamlag KEA Akureyri. Ostameistari Oddgeir Sigurjónsson. Gullverðlaun: Skólaostur 26% og Rjómamysuostur. Silfurverðlaun: Gráðaostur 30 og 45%. Mjólkursamlag KS Sauðárkróki. Ostameistari Haukur Pálsson. Gullverðlaun: Gouda 26%, sterkur. Silfurverðlaun: Maribo kúmenostur. Mjólkursamlag KÞ Húsavík. Ostameistari Hermann Jóhannsson. Silfurverðlaun: Búrí. ÞIÐ ERUÐ OKKAR MENN TIL HAMINGJU! MUNDU EFTIR OSTINUM AUK k9d21-526

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.