Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 3
fréttir Radíónaust á Akurcyri opnaði í gær nýja og glæsilega verslun í Geislagötu 14, þar sem Iðnaðarbankinn var áður til húsa. Á myndinni eru Robert Friðriksson eigandi verslunarinnar t.v. og Einar Guðmundsson verslunarstjóri. Mynd: Golli Sameiginlegt eyfirskt fiskútflutningsfyrirtæki: Ekki komið til umræðu í stjóm Útgerðarfélags Akureyringa Atvinnumálanefnd Akureyrar hefur áhuga á að kanna ihögu- leika á stofnun fyrirtækis sem sjái um sölu á öllum fiski og fiskafurðum frá Eyjafirði, eða jafnvel stærra svæði á Norður- landi. Hugsanleg þátttaka Útgerðarfélags Akureyringa hf. í slíku íískútflutningsfyrir- tæki hefur ekki komið til umræðu í stjórn félagsins. Pétur Bjarnason, stjórnarfor- maður U.A., greindi frá þessu í samtali við Dag. Hann benti á að útflytjendur sjávarafurða við Eyjafjörð væru fjölmargir, þótt Ú.A. væri stærsti einstaki aðil- inn. Ef rætt væri um samstarf þessara aðila þyrfti að skoða mál- in gaumgæfilega, en úrsögn Ú.A. úr S.H. kæmi aldrei til greina nema að vel athuguðu máli. „Petta er ekki komið á það stig að við hjá Ú.A. séum komin nálægt því að geta tekið afstöðu til málsins. Við erum ásamt Granda hf. stærstu aðilarnir í S.H., og seljum frysta fiskinn okkar gegnum þá,“ segir Pétur. í bókun atvinnumálanefndar 6. nóvember segir að starfsmönnum nefndarinnar sé falið að kanna möguleika á stofnun sameigin- legs markaðs- og útflutningsfyr- irtækis. Pétur Bjarnason segir að sjónarmið Ú.A. sé að líta á málin með langtímamarkmið í huga. „í dag er tilhneigingin sú að fisksala og markaðsmál matvæla almennt eru að færast til færri og stærri aðila. Umsetning risafyrirtækja í matvælaiðnaði eins og Unilevel, sem veltir 35 milljörðum banda- ríkjadollara á ári, er mjög mikil miðað við það að heildarverð- mæti útfluttra íslenskra sjávar- afurða er ekki nema einn millj- arður dollara árlega. Maður hlýt- ur að velta fyrir sér hver sam- keppnisstaða lítillar þjóðar eins og fslands verður gagnvart Evrópu þegar búið er að skipta þessum eina milljarði í hundrað hluta, svo dæmi sé tekið. Þetta segi ég ekki af því ég sé hug- myndinni andsnúinn, heldur verða menn að gera sér grein fyr- ir þróun markaðsmála í stærra samhengi, á Evrópumæli- kvarða,“ segir Pétur Bjarnason. EHB Norðurland vestra: Alþýðubandalagið með forval - fyrri umferð um miðjan desember Ákveðið var á fundum sl. flmmtudagskvöld að forval fari fram til að raða á lista Alþýðu- Þegar í gær var haflst handa við að gera nauðsynlegar breytingar á sláturhúsi KEA á Dalvík til þess að koma þar fyrir fískpökkunarlínu, sem Kaupfélag Eyfírðinga hefur fest kaup á og Dagur greindi frá í gær. Fiskpökkunarlínunni, sem er í frystihúsi Hvaleyrar hf. í Hafnar- firði, verður komið fyrir í kjötsal sláturhússins á Dalvík. Salurinn hefur að mestu staðið ónotaður síðan í sláturtíðinni haustið 1988. Aðrir hlutar hússins hafa verið í leigu til tveggja trésmíðafyrir- tækja og eins fiskverkunarfyrir- tækis. Að sögn Rögnvaldar Skíða bandalagsins á Norðurlandi vestra. Alþýðubandalagsféiög- in á hverjum stað funduðu og Friðbjörnssonar, útibússtjóra KEA á Dalvík, þarf að gera tölu- vert miklar breytingar á húsinu áður en hægt verður að taka þar inn fiskpökkunarlínuna. Loft yfir kjötsalnum verður rifið og þakið lagfært. Þá þarf að renna í gólf salarins. „Við þurfum því að kosta nokkru til, en þá teljum við okkur líka vera komnir með var- anlegt húsnæði," sagði Rögn- valdur Skíði. Hann sagðist ætla að um 300 fermetra rými færi undir fiskpökkunarlínuna. Rögnvaldur Skíði sagði að í ljós yrði að koma hvernig endur- bótum á húsinu miðaði, en von- andi yrði hægt að setja nýju fisk- pökkunarlínuna upp strax eftir áramót. óþh var þetta sú niðurstaða sem þau fengu að sögn Sveins All- ans Morthens, formanns kjör- dæmisráðs. Forvalið verður í tveimur umferðum. í fyrri umferð til- nefna félagar þá menn sem þeir vilja sjá á listanum og áður en sú seinni hefst hefur kjörnefnd sam- band við viðkomandi aðila og athugar hvort þeir vilji vera á list- anum. í seinni umferðinni verður mönnum svo raðað á listann. í síðustu Alþingiskosningum voru þrjú efstu sætin skipuð þeim Ragnari Arnalds, Þórði Skúla- syni og Unni Kristjánsdóttir og það er því ljóst að einhver breyt- ing verður listanum, þar sem Þórður Skúlason er orðinn fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kjördæmisráðstefna hjá Alþýðu- bandalaginu á Norðurlandi vestra verður trúlega þann 2. des., þar sem forvalsreglur og fleira verður tekið fyrir að sögn Allans. Hann sagðist einnig búast við að fyrri umferð forvalsins yrði lokið um miðjan desember og trúlega yrði sú seinni í lok þess mánaðar eða janúarbyrjun. SBG Fiskpökkunarlína til Dalvíkur: Endurbætur hófust í gær á sláturhúsinu Laugardagur 24. nóvember 1990 - DAGUR - 3 Listagilið á Akureyri: Ekki komið til skipulagsnefndar - skipulagsstjóri telur ólíklegt að unnt sé að loka hluta Kaupvangsstrætis Hugmyndir um „Listagil“ í Kaupvangsstræti á Akureyri hafa ekki komið formlega inn á borð skipulagsnefndar bæjarins. Árni Ólafsson, skipulagsstjóri, segir að vegna húsa sem ekki hafa stöðurétt til framtíðar í núverandi deili- skipulagi miðbæjarins verði hugsanlega nauðsynlegt að endurskoða það. Ef hugmyndir um „Listagil" stangast á við miðbæjarskipulag- ið á einhvern hátt kemur til kasta skipulagsnefndar að skoða málið nánar. Samkvæmt gildandi deili- skipulagi er ekki gert ráð fyrir húsunum sunnan götunnar, þ.e. verksmiðju smjörlíkisgerðar KEA og húsinu þar sem efna- gerðin Flóra er. Skipulagsstjóri segir að þrátt fyrir það sé ekki endilega nauðsynlegt að staðfesta þessar byggingar í nýju deili- skipulagi, en þó geti sú staða e.t.v. komið upp að sú leið verði farin. Breytingar á umferð og umferðarmannvirkjum koma inn á borð skipulagsnefndar, sem gegnir einnig hlutverki umferðar- nefndar. Fyrir skömmu var sagt frá því í Degi að hugmyndir hefðu komið fram um að loka Kaupvangsstræti að hluta, til að minnka umferð í „Listagilinu,“ og vegna öryggis fyrir gangandi umferð að Barnaskóla Akureyr- ar. Árni segir að allar vangavelt- ur um að loka Kaupvangsstræti fyrir neðan Sundlaug Akureyrar séu óraunhæfar, því með slíkri aðgerð myndu skapast gríðarleg- ir og nánast illviðráðanlegir erfið- leikar í umferð annars staðar í bænum. Annað mál væri, að sá möguleiki hefði verið óformlega ræddur að takmarka umferð stórra bíla annarra en strætis- vagna, um Kaupvangsstræti með notkun viðeigandi umferðar- merkja. Gamlar hugmyndir eru til um að leysa umferðarvanda gangandi vegfarenda í Kaup- vangsstræti með göngubrú þvert yfir götuna til móts við kartöflu- geymsluna, og er til teikning af slíkri brú á skipulagsuppdrætti, en ekkert hefur verið ákveðið um framkvæmdir. EHB Endurnýjun innanlandsvéla Flugleiða: Ákvörðun um fjórðu vélina fyrir áramót - gömlu velarnar allar seldar Endurnýjun innanlandsvéla Flugleiða hefst eftir 15 mán- uði, eða í mars 1992. Þá munu koma tvær vélar af gerðinni Fokker 50 en búist er við að í maí sama ár komi ein eða tvær vélar af sömu gerð. Hvort vél- arnar verða þrjár eða fjórar ræðst, að sögn upplýsingafull- trúa félagsins, af því hvernig mál þróast með leyfísmál í innanlandsflugi en ákvörðun um það hvort fjórða vélin verður keypt mun liggja fyrir á þessu ári. Þær vélar sem nú eru í innan- landsflugi Flugleiða eru allar seldar en félagið leigir þær af nýja eigendanum, sem er fjár- mögnunarfyrirtæki í eigu Fokk- er-verksmiðjanna og Rolls Royce verksmiðjanna. Einar Sigurðs- son, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir að greiddar hafi verið um 90 milljónir króna fyrir gömlu vél- arnar en nýju vélarnar munu kosta um 900 milljónir króna. Einar segir að nú sé byrjað að undirbúa smíði vélanna fyrir Flugleiðir en þegar fram á næsta ár líði fari smíði þeirra í fullan gang. JÓH bridds Sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar: Spennan eykst á toppnum - fyrri umferð keppninnar að ljúka Nú er lokið 10 umferðum af 22 í sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar, Akureyrarmóti. Spiluð er tvöföld umferð, tveir 16 spila leikir hvert spilakvöld. Sveit Dags situr enn í efsta sæti mótsins en eftir síðasta spila- kvöld hefur þó heldur dregið saman með efstu sveitum. Annars er röð efstu sveita þessi: stig 1. Dagur 205 2. Grettir Frímannsson 189 3. Jakob Kristinsson 187 4. Hermann Tómasson 182 5. Jónas Róbertsson 162 6. Stefán Vilhjálmsson 139 7. Ævar Ármannsson 139 8. Zarioh Hamadi 134 Síðasti leikur í fyrri umferð og fyrsti leikur í síðari umferð verða spilaðir í Hamri n.k. þriðjudags- kvöld kl. 19.30. í síðasta leik fyrri umferðar eigast m.a. við sveit Dags og sveit Hermans Tómassonar annars vegar og sveit Jónasar Róbertssonar og sveit Jakobs Kristinssonar hins vegar. Loks má geta þess að hægt er að skrá sveitir í Bikarkeppni Norðurlands til 25. nóv. n.k. Öllu spilafólki á Norðurlandi er heimil þátttaka. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.