Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 24. nóvember 1990 i dogskrá fjölmiðla p-, Rás 1 Laugardagur 24. nóvember HELGARÚTVARP 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fróttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hiustendur." 9.00 Fróttir. 9.03 Spuni. 10.00 Fróttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Þingmál. 10.40 Fágæti. 11.00 Vikuiok. 12.00 Útvarpsdagbókin og dagskrá laugar- dagsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir ■ Auglýsingar. 13.00 Rimsirams. 13.30 Sinna. 14.30 Átyllan. 15.00 Sinfóníuhljómsveit íslands í 40 ár. 16.00 Fróttir. 16.05 íslenskt mál. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Útvarpsleikhús barnanna. 17.00 Leslampinn. 17.50 Stólfjaðrir. 18.35 Dánarfregnir • Auglýsingar. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.33 Á afmæli Bellmans. 20.00 Kotra. 21.00 Saumastofugleði. 22.00 Fréttir • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Úr söguskjóðunni. 23.00 Laugardagsflétta. 24.00 Fréttir. 00.10 Stundarkorn í dúr og moll. 01.00 Veðurfregnir. Rás 1 Sunnudagur 25. nóvember HELGARÚTVARP 8.00 Fréttir. 8.07 Morgunandakt. 8.15 Veðurfregnir. 8.20 Kirkjutónlist. 9.00 Fréttir. 9.03 Spjallað um guðspjöll. 9.30 Tónlist á sunnudagsmorgni. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Veistu svarið? 11.00 Messa i Garðakirkju. 12.10 Útvarpsdagbókin og dagskrá sunnu dagsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Auglýsingar • Tónlist. 13.00 Kotra. 14.00 Leiklist í beinni útsendingu. 15.00 Sungið og dansað í 60 ár. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.30 Lelkrit: „Wassa Schelesnova" eftir Maxim Gorki. 18.00 í þjóðbraut. 18.30 Tónlist ■ Auglýsingar • Dánafregnir. 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 Spuni. 20.30 Hljómplöturabb. 21.10 Kíkt út um kiraugað. 22.00 Fréttir • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. Dagskrá morgundags- ins. 22.25 Á fjölunum - leikhústónlist. 23.00 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 00.10 Miðnæturtónar. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarpið á báðum rásum til morguns. Rás 1 Mánudagur 26. nóvember MORGUNÚTVARP KL. 6.45-9.00 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunþáttur rásar 1. Fjölþætt tónlistarútvarp og málefni líð- andi stundar. - Soffía Karlsdóttir. 7.32 Segðu mér sögu. „Anders í borginni'‘ eftir Bo Carpelan. Gunnar Stefánsson les þýðingu sína (11). 7.45 Listróf. 8.00 Fréttir og Morgunaukinn kl. 8.10. Veðurfregnir kl. 8.15. ÁRDEGISÚTVARP KL. 9.00-12.00 9.00 Fréttir. 9.03 Laufskálinn. Létt tónlist með morgunkaffinu og gestur lítur inn. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. 09.45 Laufskálasagan. „Frú Bovary" eftir Gustave Flaubert. Amheiður Jónsdóttir les (35). 10.00 Fréttir. 10.03 Við leik og störf. Fjölskyldan og samfélagið. Umsjón: Bergljót Baldursdóttir, Sigríður Amardóttir og Hallur Magnússon. Leikfimi með HaUdóru Bjömsdóttur eftir fréttir kl. 10.00, veðurfregnir kl. 10.10, þjónustu og neytendamál, Jónas Jónas- son verður við símann kl. 10.30 og spyr: Af hverju hringir þú ekki? 11.00 Fréttir. 11.03 Árdegistónar. 11.53 Dagbókin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.30 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Endurtekinn Morgunauki. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðiindin. Sjávarútvegs- og viðskiptamál. 12.55 Dánarfregnir ■ Auglýsingar. 13.05 í dagsins önn - Hjónaband. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.30-16.00 13.30 Hornsófinn. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan: „Undir gervitungli" eftir Thor Vilhjálms- son. Höfundur les, lokalestur (22). 14.30 Sinfónískar etýður ópus 13 eftir Robert Schumann. 15.00 Fréttir. 15.03 Ábókaþingi. SIÐDEGISUTVARP KL. 16.00-18.00 16.00 Fréttir. 16.05 Völuskrín. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Á förnum vegi. 16.40 Hvundagsrispa. 17.00 Fréttir. 17.03 Vita skaltu. 17.30 Tónlist á síðdegi. FRÉTTAÚTVARP KL. 18.00-20.00 18.00 Fréttir. 18.03 Hér og nú. 18.18 Að utan. 18.30 Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.35 Um daginn og veginn. 19.50 íslenskt mál. TÓNLISTARÚTVARP KL. 20.00-22.00 20.00 í tónleikasal. 21.00 Sungið og dansað í 60 ár. KVÖLDÚTVARP KL. 22.00-01.00 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Orð kvöldsins ■ Dagskrá morgun- dagsins. 22.30 Orkumál. 23.10 Á krossgötum. 24.00 Fréttir. 00.10 Miðnæturtónar. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 Laugardagur 24. nóvember 8.05 ístoppurinn. 9.03 „Þetta líf, þetta líf“ 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Helgarútgáfan. 16.05 Söngur villiandarinnar. 17.00 Ísland-Tékkóslóvakía. íþróttafréttamenn lýsa landsleik þjóð- anna í handknattleik sem frem fer í Laug- ardalshöll. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Á tónleikum með Mike Oldfield. 20.30 Gullskífan frá 9. áratugnum. 22.07 Gramm á fóninn. 00.10 Nóttin er ung. 02.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7,8,9,10,12.20,16,19,22 og 24. Næturútvarpið 2.00 Fréttir. 2.05 Nýjasta nýtt. 3.00 Næturtónar. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.05 Tengja. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. (Veðurfregnir kl. 6.45.) - Kristján Sigurjónsson heldur áfram að Tengja. Rás 2 Sunnudagur 25. nóvember 8.15 Djassþáttur. 9.03 Söngur villiandarinnar. 10.00 Helgarútgáfan. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Sunnudagssveiflan. 15.00 ístoppurinn. 16.05 Rolling Stones. 17.00 Tengja. 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 íslenska gullskífan: „Spilverk þjóð- anna". 20.00 Lausa rásin. 21.00 Nýjasta nýtt. 22.07 Landið og miðin. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Nætursól. 2.00 Fréttir. - Nætursól heldur áfram. 4.03 í dagsins önn. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Næturtónar. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.05 Landið og miðin. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Morguntónar. Rás2 Mánudagur 26. nóvember 7.03 Morgunútvarpið-Vakniðtillífsins. Leifur Hauksson og félagar hefja daginn með hlustendum. 8.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. „Útvarp, Útvarp". útvarpsstjóri: Valgeir Guðjónsson. 9.03 Níu fjögur. Dagsútvarp Rásar 2, fjölbreytt dægur- tónlist og hlustendaþjónusta. 11.30 Þarfaþing. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Níu fjögur. Dagsútvarp Rásar 2 heldur áfram. 14.10 Gettu betur! Spumingakeppni Rásar 2 með veglegum verðlaunum. 16.03 Dagskrá. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91- 686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Gullskífan. 20.00 Lausa rásin. 21.00 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. 22.07 Landið og miðin. 0.10 í háttinn. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Sunnudagssveiflan. 2.00 Fréttir. - Sunnudagssveiflan. 3.00 í dagsins önn. 3.30 Glefsur. 4.00 Vélmennið. 4.30 Veðurfregnir. - Vélmennið heldur áfram leik sínum. 5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 5.05 Landið og miðin. 6.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. Ríkisútvarpið Akureyri Mánudagur 26. nóvember 8.10-8.30 Útvarp Norðurlands. 18.35-19.00 Útvarp Norðurlands. Bylgjan Laugardagur 24. nóvember 08.00 Hafþór Freyr Sigmundsson og laug- ardagsmorgunn að hætti hússins. 12.00 Hádeigisfréttir frá sameiginlegri fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 12.10 Brot af því besta. 13.00 Haraldur Gíslason. 15.30 Valtýr Björn Valtýsson. 16.00 Haraldur Gíslason. 17.17 Síðdegisfréttir. 18.00 Þráinn Brjánsson. 22.00 Kristófer Helgason. 03.00 Heimir Jónasson. Bylgjan Sunnudagur 25. nóvember 09.00 í bítið... 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Vikuskammtur. 13.00 Kristófer Helgason. 17.00 Jólabókaflóðið. 17.17 Síðdegisfréttir. 19.00 Eyjólfur Kristjánsson. 22.00 Heimir Karlsson. 02.00 Þráinn Brjánsson. Bylgjan Mánudagur 26. nóvember 07.00 Eiríkur Jónsson. 09.00 Páll Þorsteinsson. 11.00 Valdís Gunnarsdóttir. 12.00 Hádegisfréttir. 14.00 Snorrí Sturluson. 17.00 ísland i dag. 17.17 Síðdegisfréttir. 18.30 Hafþór Freyr Sigmundsson. 22.00 Krístófer Helgason. 23.00 Kvöldsögur. 24.00 Kristófer Helgason áfram á vaktinni. 02.00 Þráinn Brjánsson. Hljóðbylgjan Mánudagur 26. nóvember 17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson. ísland og umheimurínn Þjóðveldið Eins og menn muna gengu íslendingar Noregskonungi á hönd árið 1262. Að þeim atburðum var langur aðdragandi. Bændur á vesturströnd Noregs höfðu flúið land á 9du öld vegna offjölgunar og landþrengsla og vegna missættis við Harald konung hárfagra og vantrúar sinnar á breytta stjórnarhætti þar sem smákonungar urðu að láta af völdum sínum og Haraldur kóngur settist konungur yfir allan Noreg. Þetta var mikil bylting. En bændur undu ekki þessari nýju stjórnskipan og leituðu burtu undan hinu nýja og sterka konungs- valdi. Á íslandi fundu þeir ónumið land, gott land og gjöfult, viði vaxið milli fjalls og fjöru, veiði var í sjó og vötnum og stóð þá mörgum fótum fjárafli landsmanna, eins og segir í Egils sögu. Á þjóðveldistímanum, frá stofnun alþingis 930 og fram um 1200, var blóma- skeið á íslandi. fslenskir bændur undu glaðir við sitt, sóttu erlend áhrif og erlenda menningu sunnan úr Evrópu á eigin skip- um og gátu ferðast á eigin spýtur og voru ekki öðrum háðir. Sumir fóru allt austur í Garðaríki eða Rússland, aðrir suður á Frakkland eða Spán og margir til Noregs, Danmerkur eða jafnvel til Svíþjóðar, þótt þangað væri raunar lítið að sækja á þeim tíma - eða menn fóru til Bretlandseyja. Og heima í fásinninu unnu þessir íslensku bændur og sveitamenn afrek, sem þrátt fyrir borgarmenningu og alla velmeg- un og tæknilegar framfarir síðustu ár og áratugi eiga sér engan sinn líka í saman- lagðri sögu íslands, varðveittu Hávamál og önnur forn kvæði, ortu Völuspá og dróttkvæði, gerðu sér ritmál og málfræði, skrifuðu um heimspeki og trúmál, stjörnu- fræði og læknisfræði, settu margþætt og mannúðleg lög, þar sem óheimilt var að pynda menn og lífláta - og svo skrifuðu þessir sveitamenn íslendingasögur og kon- ungasögur. Þetta tímabil er kallað gullöld íslend- inga eða gullöld íslenskra bókmennta og lengi hafa þessi afrek - og þó einkum bókmenntirnar haldið nafni ísiands á loft og fyrir fátt er ísland þekktara enn þann dag í dag en þetta, þótt margt hafi vel vér- ið gert. Lengst af þessa tíma þjóðveldisins revndu Noregskonungar að seilast til valda á Islandi. Alþekkt er sagan frá því í upp- hafi 1 ltu aldar að Ólafur konungur Har- aldsson, sem kallaður var Ólafur digri í lifanda lífi en Ólafur helgi eftir dauða sinn, sendi Þórarinn Nefjólfsson til íslands með erindum sínum og vildi fá íslendinga að játast undir stjórn sína en bændur þumbuðust við og vildu ekki ganga kóngi á hönd. Sturlungaöld Þegar kom fram yfir 1200, söfnuðust völd í landinu á hendur fárra manna. Deilur og flokkadrættir mögnuðust, hver höndin var upp á móti annarri og að lokum ríkti borg- arastyrjöld í landinu, sem um sumt minnir á átökin í Palestínu eða á írlandi nú, þótt ef til vill sé þó ólíku saman að jafna. Við köllum þetta tímabil gjarna Sturlungaöld og segjum að þá ríki Sturlungaöld, þegar mikið gengur á. En stjórnkerfi íslands var í molum, þjóðveldið var vanmáttugt orðið, stjórnarhættir hæfðu ekki tímanum og bestu menn þjóðarinnar vissu ekki hvernig bregðast skyldi við boðinu um nýtt bandalag við norska konungsvaldið, sem þá var sterkasta aflið á Norðurlöndum. Efnahagur og atvinnuhættir landsins voru á fallandi fæti og ógæfan blasti við. Noregskonungar vildu efla ríki sitt, fá stærri markað og frjálsan innflutning á vörum og mannafla og auka tekjur sínar og arð. Auk þess hefur það vafalaust vegið þungt, er sjálfur sendimaður páfans í Róm, Vilhjálmur kardínáli af Sabína, „kallaði það ósannlegt að ísland þjónaði ekki undir einhvern konung sem öll önnur lönd í veröldinni," eins og haft er eftir honum þegar hann kom til Björgvinjar árið 12^7 að krýna Hákon gamla Hákon- arson Noregskonung. Öll lönd urðu auð- vitað að eiga sér konung og það var erfitt þá - eins og nú að vera öðruvísi en aðrir. Því lögðu menn hönd á helga bók á alþingi árið 1262 og sóru Hákoni konungi gamla Hákonarsyni og Magnúsi lagabæti, syni hans, land og þegna og ævinlegan skatt, eins og það var orðað, og gerðu við Noregskonung sáttmála sem við þekkjum best undir nafninu Gamli sáttmáli. Þannig komust íslendingar undir Noregskonung. Konungssamband komst svo á milli Noregs, íslands og Danmerkur árið 1380, þegar Ólafur, sonur Hákonar Noregskon- ungs og Margrétar Valdemarsdóttur atter- dags, varð konungur í þessum löndum þremur. Danska öldin á íslandi Konungssamband við Danmörku hélst síð- an órofið til 17. júní 1944. Við siðaskiptin jókst veldi Danakonungs enn og með ein- okunarversluninni 1602 og einveldishyll- ingunni í Kópavogi árið 1662 voru völd Danakonunga á íslandi alger orðin. í lok Napóleonsstyrjaldanna, við Kílarfriðinn 1814, fylgdi ísland Danmörku, en Danir misstu Noreg sem komst undir Svía. Allt frá árinu 1262 til ársins 1918, hálfa sjöundu öld - var Island því undir erlendri stjórn, lengst af undir stjórn Danakon- unga. Nær sex aldir höfðu íslendingar sameiginlegan konung með Dönum. Allar þessar aldir fór flestu aftur á íslandi. Skipafloti landsmanna grotnaði niður og ekki voru tök á því innanlands að smíða ný skip, því hvorki var þar timbur eða verkþekking og réttur landsmanna ekki meiri en svo að þeir fengu ekki að smíða skip. Löggjafarvald var tekið úr höndum landsmanna og verslun var í höndum út- lendinga. Embættismenn voru útlendir og verðlagning á útflutning háð duttlungum manna sem báru ekki hag landsmanna fyr- ir brjósti, heldur hugsuðu um hinn stóra markað, arð fjármagnsins og hæfilegt aðhald. Þetta voru líka erfið ár til lands og sjávar. Ofan á þetta bættust svo náttúru- hamfarir og drepsóttir. Það er því ekki að furða þótt illa væri komið fyrir íslenskri þjóð í upphafi 19du aldar, þegar þjóðvakning hófst um öll lönd Evrópu í kjöífar upplýsingar og þá ekki síst eftir frönsku borgarabyltinguna 1789. Við upphaf rómantísku stefnunnar gerðu menn kröfur um aukin réttindi. Með auknum kröfum vaxandi borgarastéttar í Evrópu og með endurvakningu á réttind- um einstaklingsins í anda rómantísku stefnunnar þar sem þjóðtungurnar fengu veglegan sess, hófst þjóðfrelsisbarátta íslendinga. Baldvin Einarsson, Brynjólfur Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason, Tómas Sæmundsson og Jón Sig- urðsson hófu baráttuna fyrir fullveldi og sjálfstæði þessa hrakta lýðs uppi á íslandi. Og sigur vannst. Tryggvi Gíslason: Akureyrarpistill Þegar leið á 19du öld fengu svo Islend- ingar smám saman aukna sjálfstjórn og aukin völd, þótt hægt færi. Fyrst fengu Islendingar tvo fulltrúa á stéttaþingi Dana 1830, alþingi var endurreist 1845, verslun- arfrelsi fékkst að nýju 1854 og löggjafar- þing með stjómarskránni 1874. Heima- stjórn með innlendum ráðherra og stjórn- arráði íslands komst á 1904 og hinn 1. desember árið 1918 varð íslands frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Dan- mörku. Sjálfstæðisflokkurinn Árið 1929 lýsti hinn nýstofnaði Sjálfstæðis- flokkur yfir því að hann mundi vinna að því að íslendingar tækju að fullu öll mál í sínar hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina jafnskjótt og 25 ára samningstímabil sambandslaganna frá 1918 væri á enda. Enn þykir valdamiklum mönnum það ósannlegt að ísland þjóni ekki undir yfir- þjóðlegt bandalag þar sem talað er um að láta sjálfstæði sitt til að halda frelsi sínu. Stjórnkerfi íslands er án efa í mörgu ábótavant og efnahagur og atvinnulíf landsins eru í mótun. Bestu menn þjóðar- innar vita ekki hvernig bregðast skal við. Ef Finnar, Norðmenn og Svíar gerast aðil- ar að Evrópubandalaginu, þá er það ósennilegt að ísland standi utan við. En hvernig getur dvergþjóð norður við heimskaut gengist undir skattgjafir og lög hins „nýja sáttmála" Evrópubandalagsins og um leið haldið frelsi og sjálfstæði? Við skulum vona að íslensk þjóð, sem var und- ir erlendu konungsvaldi meir en 600 ár, geti áfram varðveitt sjálfstæða menningu sína og tungu. Á þann hátt getur hún best tekið þátt í fjölþættu samstarfi Evrópu- þjóða á sem flestum sviðum. Ef íslending- ar glata hins vegar þjóðtungu sinni og sjálfstæðri menningu, líður íslensk þjóð undir lok. Það hefur gerst áður í tvö þús- und ára sögu Evrópu að þjóðir -hafa liðið undir lok, og enginn sér þeirra staði lengur. En íslensk þjóð hefur lifað í þús- und ár við kröpp kjör. Vonandi getur hún lifað í önnur þúsund ár við þá velsæld sem okkur er boðuð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.