Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 17

Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 17
Laugardagur 24. nóvember 1990 - DAGUR - 17 efst í hugo Æfingin skapar meistarann íþróttir eru alla jafna ofarlega í huga mér. Ég ætla þó ekki í þessum pistli mínum aö fara aö skrifa um slakt gengi KA í 1. deildinni í handbolta, eða slakt gengi Þórsara í úrvalsdeildinni ( körfu- bolta og heldur ekki um gott gengi Þórs- ara í 2. deildinni í handbolta. Þaö er annað sem er mér ofarlega í huga þessa stundina og það eru æfingar knattspyrnumanna yfir vetrarmánuðina hér á Akureyri. Síðustu ár hefur veriö mikið ritað og rætt um aðstöðuleysi knattspyrnumanna á Akureyri og víöar á landsbyggðinni. Þá er jafnan vitnað til þess að í Reykjavík sé gervigras í Laug- ardalnum og því búi fólögin þar við mun betri aðstöðu en félögin á landsbyggð- inni. Þá er til hálfur gervigrasvöllur í Garðabæ og samkvæmt því sem ég kemst næst er verið að taka nýjan gervi- grasvöll í gagnið í Kópavogi innan tíðar. Víst má segja að það komi sór vel fyrir félögin fyrir sunnan að eiga einnig aðgang að góðum völlum yfir vetrarmán- uðina og það er vitað að þeir eru mikið notaðir af fólögunum og þá fyrir alla aldursflokka. En á sama tíma og við fyrir norðan horfum öfundaraugum suður á bóginn, virðumst við ekki hafa rænu eða áhuga á því að nýta okkur þá góðu tíð sem verið hefur að undanförnu, til knatt- spyrnuiðkana á malarvöllum félaganna á Akureyri. Það hefur jafnan verið þannig, að um leið og knattspyrnuvertíðinni lýkur að hausti hafa allt of margir knattspyrnu- menn og þjálfarar lagst í dvala fram yfir áramót, ef undanskilið er eitthvert sþrikl í íþróttahúsum bæjarins. Þetta á jafnt við um unga sem aldna knattsgyrnumenn. Væri ekki nær fyrir félögin að láta þjálf- ara (leiðbeinendur) sína halda áfram þjálfun eftir að knattspyrnuvertíðinni lýk- ur og nýta um leið þá aðstöðu sem í boði er, svo framarlega sem tíðarfarið er gott, eins og það hefur reyndar verið í haust. (Ekki er aðstaðan alltaf glæsileg seinni part vetrar og á vorin þegar flest lið eru komin á fulla ferð). Það eru flestir sammála um það að gervigras eða yfirbygging yfir malarvöll sé mjög nauðsynlegt fyrir knattspyrnu- menn á Akureyri en ég tel það eigi ekki að ráða því hvort hægt sé að æfa hér fyrir norðan t.d. að haustlagi eða ekki. Ungir sem aldnir hafa bæði gagn og gaman að því að spila fótbolta undir ber- um himni, þótt ekki só hiti og sól. - Og það á að vera að frumkvæði forsvars- manna félaganna að það sé gert. Akureyringar vilja áfram eiga knatt- spyrnulið í fremstu röð og til þess að svo megi vera, þurfum við að halda vel á spöðunum og leggja sérstaka rækt við þá yngstu. Það gerum við m.a. með því aö bjóða þeim uþp á góða þjálfara, góða æfingaaðstöðu og möguleika á því að stunda sína íþrótt sem flesta mánuði á ári. Því eins og máltækið segir: „Æfingin skaþar meistarann." Kristján Kristjánsson. -i íþróttir f Handknattleikur, 2. deild: Völsungar einní sekúndu frá stígi - Jóhann Samúelsson tryggði Þórsurum 22:21 sigur Völsungar veittu Þórsurum óvænta mótspyrnu þegar liðin mættust í 2. deiid íslandsmóts- ins í handknattleik á Akureyri í fyrrakvöld. Leikurinn var jafn allan tímann en Jóhann Samúelsson tryggði Þórsurum sigurinn með marki úr auka- kasti um leið og leiktíminn rann út og úrslitin urðu því 22:21. Það var allt annað að sjá til Völsunga í þessum leik en í bikarleiknum sem Þórsarar unnu með miklum yfirburðum fyrir nokkrum vikum. f>eir börðust mjög vel í vörninni og spiluðu skynsamlega í sókninni og þetta virtist slá Þórsara út af laginu. Jafnt var á flestum tölum allan leikinn og þegar hálf mínúta var til leiksloka var staðan 21:21 og Knattspyrna: Ásmundur í Þór Húsvíkingurinn Ásmundur Arnarsson hefur ákveðið að leika með 2. deildarliði Þórs í knattspyrnu í sumar. Ásmund- ur lék með Völsungi sl. sumar. Ásmundur er 18 ára gamall og hefur leikið 3 leiki með unglinga- landsliðinu, skipuðu 18 ára leik- mönnum og yngri. Hann var einn sterkasti maður Völsungs sl. sum- ar og skoraði þá 10 mörk fyrir lið- ið í 3. deildinni. „Okkur líst vel á að fá þennan unga og efnilega leikmann til liðs við okkur og væntum mikils af honum,“ sagði Rúnar Antonsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, í sam- tali við Dag. Jóhann Samúelsson tryggði Þórsurum sigur gegn Völsungi á elleftu stundu. Mynd: Golli Þórsarar með boltann. Þeim gekk illa að finna leiðina að markinu en þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka fengu þeir aukakast og boltinn var sendur á Jóhann sem þrumaði honum í markið. Þórsarar hafa leikið betur í flestum leikjum til þessa og sennilega hafa þeir vanmetið Völsunga. Þeir höfðu þó greini- lega ekki efni á því og voru heppnir að hirða bæði stigin. Páll Gíslason var þeirra frískastur og Jóhann Samúelsson var drjúgur en all mistækur. Völsungsliðið barðist vel en á lokakaflanum gerði reynsluleysið vart við sig. Asmundur Arnars- son var mjög frískur á miðjunni en annars var liðið jafnt. Mörk Þórs: Jóhann Samúelsson 9/4, Páll Gíslason 5, Sævar Árnason 3, Ólafur Hilmarsson 2, Rúnar Sigtryggsson 2, Jóhann Jóhannsson 1. Mörk Völsungs: Haraldur Haraldsson 5, Ásmundur Arnarsson 4, Helgi Helgason 4/2, Tryggvi Þór Guðmundsson 4, Jónas Grani Garðarsson 3, Örvar Sveinsson 1. Dómarar: Guðmundur Lárusson og Guðmundur Stefánsson. Dæmdu þokka- lega. ri spurning vikunnar Ertu farin(n) að huga að undirbúningi jólanna? (Spurt á Húsavík) Arnhildur Pálmadóttir: Nei, en ég byrja svona í byrjun desember. Þá fer ég að hugsa um gjafirnar og aö þrífa eitt- hvað. Annars er ég aðeins farin að pæla í því hvað ég ætla að gefa. Já, ég hlakka til jólanna. Þóra Björk Lárusdóttir: Æi nei, eiginlega ekki. Ég byrja svona mánuði fyrir jólin að föndra eitthvað. Ég hlakka til jólanna. Sveinn Rúnar Arason: Nei, ég er ekki byrjaður á því og ætla helst að byrja nógu seint. Mér finnst fólk byrja allt of fljótt að hugsa um þetta, strax einum og hálfum mánuði fyrir jól eru farnar að heyrast auglýsingar um jólavörur. Ætli ég byrji ekki jólaundirbúninginn svona 10. desember. María Aðalsteinsdóttir: Ég byrjaði að gera hreint um síðustu mánaðamót og geri allt hreint nema loftin. Fyrstu helg- ina í desember baka ég smá- kökur. Ég sauma lítið því börnin eru öll uppkomin. Ég hef mjög gaman af jólaundirbúningnum og það er í nógu að snúast því ég vinn líka úti. Guðríður Ragnarsdóttir: Já, ég er byrjuð að föndra og búin að búatil nokkrar jólagjafir. Ég er farin að hlakka til jólanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.