Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 19

Dagur - 24.11.1990, Blaðsíða 19
Laugardagur 24. nóvember 1990 - DAGUR - 19 f P I l> I I I » Káinn. mennsku" hér en drykkjuvísur Káins verður þó að skoða vegna umfangs þeirra. Flestir íslendingar sem komnir eru til vits og ára hafa raulað Ævintýri á gönguför fyrir munni sér (Úr fimmtíu „centa“ glasinu | ég fengið gat ei nóg). Þetta er drykkjukvæði í gamansömum dúr líkt og ótal mörg kvæði skáldsins. Flúði ég kenndur fyrst til þín, fullur enn af gríni. Byrja og enda árin mín öll á brennivíni. En þótt Káinn hafi yfirleitt ort áfenginu lofgjörð þá kveður líka við annan tón. Má þar nefna van- líðan og sjálfsvorkunn sem skín í gegn þrátt fyrir umbúðir skopsins. Káinn hætti eitt sinn að drekka í um tvö ár og samdi auðvitað gamanvísur um líðan sína þá. Mörgum árum síðar rifjaði hann þetta tímabil upp og sá í sþé- spegli sínum að það er ekki eftir- sóknarvert að hætta að drekka: Ég hét að reyna að hætta að drekka bjór, en hörmung er að vita hvernig fór. Ég umgekkst bara gott og guðhrætt fólk, sem gaf mér sýrublöndu, vatn og mjólk. Með góðtemplurum gekk ég til og frá og góðtemplara dömum kvaldist hjá, og þetta hreif - en þá fór líka ver; það þornaði upp í lakanum á mér. Gluggað í kvæði um kvennamál Kvenfólkið var skáldinu jafn kært yrkisefni og blessað brenni- vínið og tók hann það svipuðum tökum: Margan svanna ég mætan sá, mér sem ann að vonum; yndi fann ég oftast hjá annarra manna konum. Tími stuttu pilsanna var gós- entíð að mati Káins og um pils- lengdina kvað hann m.a. þetta: Kæru löndur! Hvað veit ég, karl, um pilsin yðar; en mér finnst lengdin mátuleg milli hnés og kviðar. Einstaka sinnum örlar á eftir- sjá og trega þrátt fyrir gaman- semina, sbr. „Sú mér reyndist svikulust,/sem mér vænst um þótti“ en erfitt er að gera sér í hugarlund hvenær skáldinu var alvara. Hann segir það líka full- um fetum í kvæðum sínum að hann hafi aldrei haft áhuga á að ganga í hjónaband og að sjálf- sögðu ber að virða það viðhorf. í þessu sambandi er gaman að rifja upp eina sögu. Gömul kunn- ingjakona Káins fór eitt sinn að vanda um við hann fyrir drykkju- skap hans. Hún útmálaði það með mörgum orðum hve illa hann hefði farið með líf sitt og hæfileika af völdum Bakkusar og sagði að ef því hefði ekki verið til að dreifa hefði hann getað valið um kvonfang. Káinn svaraði kon- unni: Gamli Bakkus gaf mér að smakka gæðin bestu, öl og vín, og honum á ég það að þakka, að þú ert ekki konan mín! Við komumst ekki öllu lengra hér með Akureyringinn í Dakóta en látum þó fljóta með eina vísu sem sýnir hve skemmtilega hann gat blandað enskunni og íslensk- unni saman í sama kvæði. Þetta kvæði er um hund sem ekki skildi íslensku: Berja og skamma þyrfti þig, þrællinn grimmi. „Svei þér!“ Hættu að gjamma og glefsa í mig: „Go to hell and stay there!“ Og að lokum skulum við rifja upp hina ógleymanlega vöggu- vísu sem uppalendur eru kannski ekkert of hrifnir af. En húmor- inn, höfundareinkenni Káins, skín í gegn: Farðu að sofa, blessað barnið smáa, brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa. Haltu kjafti! Hlýddu og vertu góður! Heiðra skaltu föður þinn og móður. Sögubrotinu lýkur með þess- um orðum Káins en fleiri þætti mun ég flytja ykkur í vetur. Stefán Sæmundsson. ARNÓR BENÓNÝSSON er frambjóðandi í opnu prófkjöri Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra. Kosningaskrifstofa hans er að Óseyri 6, Akureyri. Síminn er 25002. Opið alla daga frá kl. 16- 19. (Arnór hellir upp á kaffið!) Bjóðum upp á akstur á kjördag. Stuðningsmenn. Arnór Benónýsson. Varðan opnar viðskiptavinum Landsbankans leið inn í bankaþjónustu framtíðarinnar. Varða er nafn á víðtækri fjármála- þjónustu Landsbankans sem er sérsniðin fyrir einstaklinga 60 ára og eldri. Með Vörðunni vill Landsbankinn efla sérstaklega tengslin við þessa viðskiptavini sína, sem margir hverjir hafa skiptvið bankann áratugum saman, og veita þeim persónulegri bankaþjónustu sem er mun yfirgripsmeiri en áður hefur þekkst. Varðan er samsett úr mörgum þjónustu- þáttum. Þar á meðal er að sjálfsögðu ávöxtun sparifjár, verðbréfaþjónusta, lánafyrirgreiðsla og greiðslukorta- viðskipti. En í Vörðunni er einnig veitt ráðgjöf og þjónusta á sviði trygginga- og skattamála, aðstoðað við gerð fjár- hagsáætlana og leiðbeint um útfyllingu ýmissa gagna og umsókna, s.s. til Trygg ingastofnunar. Ennfremur er Vörðu- félögum veitt aðstoð vegna húsnæðis- skipta. Hafðu samband við Vörðu- þjónustufulltrúann á næsta afgreiðslustað bankans og fáðu nánari upplýsingar. Varðan er félagsskapur sem bo'rgar sig að eiga aðild að. Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.