Dagur - 02.11.1991, Side 12

Dagur - 02.11.1991, Side 12
12 - DAGUR - Laugardagur 2. nóvember 1991 Dulspeki Einar Guðmann Tilgangur iffsins frá sjónarsviði J. Krishnamurti Sjónarmið mannanna og viðhorf til lífsins eru ef til vill jafn mörg og þeir eru margir. En einn er sá maður sem þekktur hefur verið fyrir einstaka innsýn sína í hin andlegu mál og skrifað hef- ur margar bækur um þau efni en það er J. Krishnamurti. J>að merkilega við skrif hans og sjónarmið er hve hlutlaus þau eru og hve samræmanleg þau eru við okkar daglega líf ásamt því að þau einkennast af því að hann lítur alla menn jöfnum augum óháð trúarbrögðum. Fyrir ekki alls löngu rakst ég á kafla eftir hann úr bókinni „Frjálst líf“ þar sem hann ræðir stuttlega tilgang lífsins. Pað er skemmst frá að segja að sjón- armið hans í þeim efnum eru nokkuð stórbrotin og leyfi ég mér að hafa eftir honum stutta frásögn úr þessari bók: „Að morgni, þegar skuggarn- ir teygðust af tindum og ilmur- inn barst með andvaranum um loftið, sá ég örn koma svífandi ofan úr fjöllunum. Hann sveif alla leið niður í dalinn án þess að baða vængjunum og hvarf þar í skugga dökkra fjalla. Um kvöldið sá ég hann aftur hverfa upp til háfjallanna, þar sem heimkynni hans eru, langt frá barningi og baráttu heimsins. Þannig er sá maður, sem hef- ur séð ljóma sannleikans; sá sem hefir sett sér hið eilífa markmið í baráttu og striti þessa heims. Þó að hann reiki um meðal hverfulla hluta og virðist týna sjálfum sér innan um skuggana, þá er takmarkið leiðtogi hans og vörður alla ævi. Eins og örninn sækir upp til heimkynna sinna, þannig lyftir hann sér upp yfir harma og hverfula gleði. Það eru grundvallar skilyrði fyrir þann, sem losna vill úr lífs- flækjunum, að setja sér þetta sígilda takmark. En það má ekki vera takmark annars manns, heldur það takmark, sem fætt er af eigin reynslu, eig- in andstreymi og þjáningu. Af eigin skilningi. Þegar maðurinn hefur einu sinni sett sér þetta takmark, mun það varpa ljósi J. Krishnamurti ræðir við nemendur í Rajghat Bcsant skólanum nærri Benares. yfir og greiða úr hugsanaflækj- um hans, svo tilgangur lífsins skýrist fyrir honum. Eins og áttavitalaust skip hlýtur að lenda í hafvillum, þannig týnist sá maður í hafróti heimsins sem ekki skynjar þetta algilda, eilífa takmark. Eins og skipstjórinn stefnir beint til þeirrar hafnar sem hann ætlar til og kemst leiðar sinnar með hjálp áttavitans, þótt svartnætt- ið grúfi yfir og stormar æði um höfin. Þannig getur sá maður sem þekkir takmark sitt sett stefnu lífs síns eftir áttavita skilningsins. Mennirnir vita hvorki upp né niður í vandamálum sínum af því að þeir þekkja ekki tilgang lífs síns. Viðfangsefni heimsins eru óleyst af því að einstakl- ingunum tekst ekki að ráða fram úr eigin erfiðleikum. Vandamál hvers einstaks manns eru vandamál heimsins. Ef einstaklingurinn er vansæll, óánægður og fáfróður þá er umhverfi hans það líka. Á með- an einstaklingarnir sjá ekki tak- mark sitt finnur heimurinn heldur ekki sitt takmark. Þér getið ekki skilið einstaklinginn frá heildinni. Heimurinn og ein- staklingarnir eru eitt. - Ef ein- staklingarnir ráða fram úr við- fangsefnum sínum með skiln- ingi, þá mun einnig verða ráðið fram úr viðfangsefnum heims- ins. Þér verðið fyrst að öðlast skilning sjálfir, áður en þér get- ið gefið hann öðrum. Þegar þér hafið gróðursett sannleikann í hugum yðar og hjörtum, mun hann dvelja þar um alla eilífð. Einu sinni þegar ég var í Benares, fór ég á báti niður eftir hinu heilaga Gangesfljóti. Ég horfði á fólkið beggja megin fljótsins. Það leitaði að hamingju í tilbeiðslu og hugðist finna takmark sitt og veginn til þess með því að tilbiðja guðina. Ég sá mann einn í djúpri hug- leiðslu. Hann gleymdi öllu umhverfis sig en hugsaði um það eitt að komast að takmark- inu. Ég sá annan hafa um hönd helgisiði þá sem tilheyrðu yoga- kerfi hans. Þriðji sökkti sér nið- ur í sálmasöng og sinnti engu öðru. Þeir leituðu allir hins sama sem þér leitið og hver ein- asti maður í heiminum leitar að þegar þráin er heit og hugurinn kafar dýpst. Sá sem veit ekki hvað hann vill og skilur ekki til- gang lífs síns hrekst undan straumi tilfinninga sinna og langana eins og bátur undan fallþunga fljótsins. Óreiðan og írafárið kemur af því að tak- markið er óákveðið og leiðin til þess er óviss! Þess vegna er hug- urinn fullur af efasemdum og spurningum. Á meðan efinn ræður ríkjum hugans er þar hvorki friður né fullvissa eða eldmóður ákveðins ásetnings. Svona er ástandið í heiminum en alls staðar má þó finna hugs- andi menn og tilfinninganæma. Óafvitandi leitast hver maður við að losa sig frá smásálarskap sínum og þröngsýni. Að síðustu finnur hann svo frelsi og full- sælu. Hann leitar á ýmsum leið- um en allar valda þær nýjum flækjum. Líf eftir líf ráfar hann frá einu altarinu til annars, frá einni trúarjátningu til annarrar. Safnar reynslu, velur, hafnar og velur á ný - þannig þokast hann áfram að marki því sem bíður hans. Að markinu sem bíður allra. Á meðan hann velur og hafnar veit hann ekki hvar huggunar er að leita, en við það að leita huggunar í sérstökum stöðum, ánetjast hann og situr fastur. Útskýrendur sannleik- ans eru margir, trúin og trúar- kerfin með ýmsu inóti. Vegir liggja sinn í hverja áttina og allt kemur í bága hvað við annað. Þess vegna villast mennirnir í öllum þessum völundarhúsum. Eins og fiðrildið flýgur beint á rúðuna, til þess að komast út í hreina loftið, þannig fer manninum áður en hann hefur séð bjarmann af takmarkinu framundan. - Og þó er það auð- fundið. Það er aðeins vegna þess að mennirnir sitja í myrkri, að þeim sýnist takmarkið vera í fjarlægð." Ljóð Berjaferð Ég brá mér um daginn í berjamó með berjafötu og tínu, og bráðlega sá ég af berjum nóg, þá búmannshjarta mitt ákaft sló, ég fyllti víst fljótt mína skrínu! Og allstaðar berin mér blöstu við svo bústin og full af safa, áfram skreið ég, og út á hlið, ofan í skorning, og sneri svo við því mikið vill meira hafa! Ég veltist um móinn uns bringa og bak berjalit á sig fengu. Að endingu hreinlega úr mér lak, og allstaðar heyrðist í skrokknum brak, eirði nú nánast engu! Ég klóraði í lyngið og krafsaði ber klofvega sitjandi á þúfu, hvernig sem gengur og hvernig sem fer og hvernig sem sný ég, ég bjarga mér uppí loft eða á grúfu! Að endingu fór ég þó aftur úr mó, um annað var tæpast að ræða. Með blárauðar hendur, buxur og skó, og bráðlega fékk ég að vita nóg um allt sem var innan klæða! Hvernig konunni varð svo við er við skyldum ganga til náða er barði hún augum sér blámann við hlið. Baðst hún þá vægðar, og hrópaði á grið? Nei, konur margt kunna til ráða! Sigfús Þorsteinsson. (Höfundur býr á Hauganesi). Vöruskiptin við útlönd janúar-september 1991: Vöruskiptajöfnuðurimi hag- stæður um hálfan milljarð í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir um 7.000 millj. kr. og inn fyrir 6.200 millj. kr. fob. Vöruskiptajöfnuðurinn í sept- ember var því hagstæður um 800 millj. kr. en í september í fyrra var hann hagstæður um 1.750 millj. kr. á sama gengi. Fyrstu níu mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 69,4 milljarða kr. en inn fyrir 68,9 milljarða kr. fob. Vöruskipta- jöfnuðurinn á þessum tíma var því hagstæður um hálfan milljarð kr. en á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 6,2 milljarða kr. á sama gengi. Fyrstu níu mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutningsins 1% minna á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru um 81% alls útflutningsins og voru um 3% meiri en á sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli var 8% minni og útflutningur kís- iljárns var 36% minni en á sama tíma á síðastliðnu ári. Útflutn- ingsverðmæti annarrar vöru (að frátöldum skipum og flugvélum) var 14% minna janúar-septem- ber en á sama tíma í fyrra, reikn- að á föstu gengi. Verðmæti vöruinnflutningsins fob fyrstu níu mánuði ársins var 8% meira en á sama tíma í fyrra. Breyting einstakra liða innflutn- ings frá fyrra ári er mjög misjöfn. Verðmæti innflutnings sérstakrar fjárfestingarvöru (skip, flugvélar, Úandsvirkjun) er helmingi minna í ár en í fyrra og verðmæti inn- flutnings til stóriðju er 11% minna en á sama tíma á sl. ári. Verðmæti olíuinnflutnings er hins vegar um 9% meira en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu gengi. Þessir innflutningsliðir eru jafnan breytilegir frá einu tíma- bili til annars, en séu þeir frátald- ir reynist annar innflutningur (81% af heildinni) hafa orðið um 20% meiri en í fyrra, reiknað á föstu gengi. Smásögur og Ijóð Lesendum stendur til boða að fá birtar smásögur og Ijóð í helgarblaði Dags. Hugverkunum skal skilað á vélrituðum blöðum og verður fullt nafn höfundar að fylgja ásamt heimilisfangi. Æskileg lengd smásagna er 1-5 bls. Ljóðin mega vera jafnt óbundin sem hefðbundin að formi. Þeir sem fást við Ijóða- eða smásagnagerð eru hvattir til að nota þetta tækifæri. Dagur áskilur sér rétt til að hafna aðsendum verkum eða taka þau til birtingar. Nánari upplýsingar gefa Bragi V. Bergmann, ritstjóri, og Stefán Sæmundsson, umsjónarmaður helgarblaðs, í síma 24222. Heimilisfang: Dagur, Strandgata 31, 600 Akureyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.