Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 19

Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 19
Laugardagur 31. október 1992 - DAGUR - 19 Tómstundum sínum ver hann á fjöllum og hefur eflaust manna oftast séð náttúruspjöllin eftir umhverflslistamennina við Upptyppinga. Það var hann sem tók myndir af klettaveggn- um í Jökulsárgljúfri sem hol- Ienskir listamenn höfðu málað á ættartré Völsunga með sterkri málningu, rétt eins og úti í Evrópu væri ekki nóg af Ijótum steinkumböldum og veggjum sem laghentum mönnum væri frjálst að flikka uppá. Gunnar fór með mynd- irnar til Víkurblaðsins á Húsa- vík og síðan hefur verið fjallað um mál þetta í flestum fjöl- miðlum landsins. Mikla furðu vekur hve fólk sem Gunnar hefur sýnt veggjakrotið á öræfunum, hefur lengi haft hljótt um málið í byggð. Dagur ræddi við Gunnar um tóm- stundaiðju hans, fjallaferðirn- ar, en spyr fyrst hvenær hann hafí frétt af ættartrénu í gljúfr- inu. að raða steinum til að mynda nöfnin sín, ég veit ekki hvort búið er að lagfæra það.“ Að hlusta á þögnina - Hvað er langt síðan þú fórst að stunda fjallaferðir? „Foreldrar mínir störfuðu mik- ið með Ferðafélaginu og ég fór með þeim sem krakki. Líklega var ég 8-10 ára þegar ég fór í fyrstu ferðirnar, svo það eru orð- in rúmlega 20 ár síðan. Þegar ég varð eldri fór ég sjálfur með Ferðafélaginu og eftir að ég fékk bílpróf fór ég að komast á eigin vegum. Ég á sérútbúinn jeppa og kemst allra minna ferða, jafnt sumar sem vetur. Ferðatilhögun- in hefur að mörgu leyti breyst. Ég er farinn að ferðast einn, gef mér miklu meiri tíma til að skoða það sem ég vil skoða, er engum háður og finnst það að mörgu leyti betra fyrir mína parta. Þetta er þroskandi ferðamáli. Með ferðafélagahópum eru yfirleitt menn sem þekkja þau svæði og staði sem ferðast er á. Ættartré Völsunga var málað á 10-12 metra háan hamravegg í Jökulsárgljúfrum og teknar myndir af því sem umhverfislistaverki í hollenska bók. Mynd: Gunnar P Gunnarsson Umhverfisspjöllin við Upptyppinga: „Það alversta sem hægt er að hugsa sér“ - segir Gunnar Þór Gunnarsson, Qallafari Gunnar Þór Gunnarsson við sérútbúna jeppann sem hann kemst allra sinna ferða á, jafnt sumar sem vetur. Mynd: im lunnar segir að umhverfisspjöllinn hefðu aldrei verið unnin ef gæsla hefði priö á SVipðinn. Mvnd: Gunnnr 1' Gunnarssnn „Ég frétti af stöfunum fyrir nokkrum árum þegar ég var að vinna í Mývatnssveit. Þegar ég kom síðan að þessu var það mik- ið stærra en ég var búinn að ímynda mér. Þetta er mjög vel gert og ég hreifst af handbragð- inu, sem slíku. En fyrir mig, sem ferðast svona mikið, þá er þetta það alversta sem hægt er að hugsa sér að geti komið fyrir. Mér fannst ótrúlegt að sjá þetta og ímynda sér hvernig í ósköpun- um hafi verið hægt að fram- kvæma þetta. Græn málning í Grjótagjá Mér fannst athyglisvert hvað fáir vissu af þessu. Fyrir tveimur árum vorum við í Kverkfjöllum með stóran hóp og þá var ákveð- ið að fara í Öskju og Herðubreið- arlindir á heimleiðinni. Þarna voru margir í sinni fyrstu ferð á öræfunum og mér datt í hug að stoppa og sýna þeim þetta. Þarna voru líka margir sem búnir voru að ferðast mikið og víða með Ferðafélaginu. En það voru allir jafnhissa og enginn úr hópnum virtist hafa vitað af þessu. Eftir það fór ég að stoppa og sýna mönnum þetta þegar ég var á ferð með hópa. Menn urðu alltaf jafn hissa, ég sagði þeim ekki hvað var í vændum en gekk með þeim upp á hólinn, stoppaði og rétti þeim sjónauka. „Ja, hver djöfullinn,“ var yfirleitt viðkvæð- ið hjá þeim. Það hvarflaði samt aldrei að mér að þetta mundi vekja svona mikla athygli fjölmiðla." - Heldur þú að eitthvað þessu líkt geti leynst víðar á öræfun- um? „Nei, en mjög víða er fólk að krota nöfnin sín á kletta, t.d. er mannsnafn málað í Grjótagjá með grænni málningu. Öfan í gígnum í Hverfjalli var fólk búið Fyrir fólk sem ekki hefur ferðast mikið eru ferðafélögin því kjör- inn vettvangur. Yfirleitt eru þetta líka ódýrustu ferðirnar.“ - Hvernig er að vera aleinn inni á öræfum, tugi eða hundruð kílómetra frá öðru fólki? „Það er mjög gott. Þarna er maður í rólegheitum. Á þrítugs- afmælinu mínu var ég staddur í Kverkfjöllum. Þetta var á laugar- degi og ég ákvað að labba á jökulinn um morguninn. Ég fór á fætur klukkan fimm og fór einn á jökulinn í blíðskaparveðri, það var ekki skýhnoðri á himni og alveg steikjandi sólskin. Ég gat gengið í stuttbuxum og stutterma bol allan daginn. Ég fór upp Kverkjökulinn og yfir svokallaða Löngufönn, alveg upp í skála Jöklarannsóknafélagsins. Á leið- inni niður fór ég að mæta hópum og þennan dag gengu um 300 manns á jökulinn. Það sem ég fékk út úr þessu var að vera einn, geta sest á stein, að geta horft yfir og fundið hvað maður er í rauninni lítill. Þarna heyrir maður algjörlega þögnina, hún er svo sterk, og það er upplifun út af fyrir sig.“ 15 Krepputunguferðir á ári - Ertu aldrei hræddur á öræfun- um? „Nei, en ég hef lent í ýmsu. í fyrravetur fór ég ásamt nokkrum félögum mínum af stað á föstu- degi. Við gistum eina nótt í Húsafelli og ætluðum síðan að keyra þvert yfir Langjökul, það átti að vera svona fimm tíma ferð. Þegar við komum upp á jökulinn lentum við í iðulausum byl og komumst ekkert áfram. Við vorum þarna um nóttina, sváfum í eina tvo tíma, fórum af stað um morguninn og keyrðum, en ekkert gekk. Þegar við kom- um niður í Þjófadali vorum við búnir að vera 36 tíma á ferðinni. Ferðin varð því aðeins lengri en við ætluðum. En þegar við kom- um niður var alveg heiðskírt veður. Við vorum fjóra daga á ferð um hálendið, fórum suður í Vonarskarð og upp í Vatnajökul og síðan aftur norður í Laugafell, en sáum aldrei skýhnoðra á himni.“ - Er ekki hættulegt að vera einn á ferð á öræfum? „Það þarf ekki að vera, ef menn kunna að útbúa sig. Núna erum við með síma og stórar SSB stöðvar, getum allsstaðar náð í einhvern. í hópferðum erum við alltaf með GPS staðsetningartæki sem segja nákvæmlega hvar við erum á jarðkringlunni. Þetta er spurning um að halda kyrru fyrir ef menn lenda í snarbrjáluðu veðri, bíða þar til það lagast.“ - Gunnar vinnur hjá umboðs- manni Flugleiða á Húsavík, sem rekur ferðaskrifstofu og er með afgreiðslu fyrir Flugleiðir. Gunn- ar á frí aðra hverja helgi og þá.er hann farinn til fjalla. Dæmi um fjölda ferða á ári og hvað árstími heillar mest? „Ég fer svona 15 ferðir á ári upp í Krepputunguna, og hef verið þar við vörslu tvær síðustu páskahelgarnar. Það eru haustin og veturnir sem eru mest heill- andi að mínu mati. Á haustin er mjög gott að ferðast á hálendinu, þá er hreint loft og fjallasýn oft fallegri en á sumrin þegar mistur er. A veturna, þegar kominn er snjór yfir, er svolítið sérstakt að vera á ferð. Þá koma öfgarnar í náttúrunni svo vel í ljós. Menn gefa sér oft ekki nægan tíma til að skoða sig um, en fara of hratt yfir, bæði jeppamenn og snjó- sleðamenn. 4000 gistinætur í Sigurðarskála yfír sumarið Ferðafélag Húsavíkur er með tvo skála, lítinn skála á Heilagsdal og Sigurðarskála í Kverkfjöllum. I Sigurðarskála er mjög mikil starf- semi. Á síðasta sumri voru skráð- ar þar 4000 gistinætur. Þama hafa menn unnið geysimikið í sjálfboðavinnu, annars hefði ekki getað orðið af þessari uppbygg- ingu. Þarna þarf að vera með gæslu og innkoman fyrir gistingu rétt dekkar gæsluna. Skálann á Heilagsdal höfum við verið með í 5-6 ár og á öllum þeim árum hafa komið inn 100 krónur sem greiðsla fyrir gistingu. Ferðamennska hefur breyst mjög á síðustu árum. Menn eru komnir á öfluga jeppa og snjó- sleða og fara nánast allt. Þessi hús eru því nauðsynleg sem neyðarskýli. Umgengni ferðamanna er þó ekki nógu góð. Þó það líði ekki nema vika milli þess sem ég kem inn í Krepputungu, sé ég kannski fjórar til fimm nýjar slóðir utan vegar. Stundum hefur verið ekinn stór hringur, bara til að snúa við. Oft á vorin skemma menn gróið land með því að keyra á því. Þetta eru oft menn á litlum jeppum sem komast ekki eftir slóðunum, en svo er þeim á stóru jeppunum kennt um. Svo eru alltaf einhverjir hópar sem ganga illa um húsin og skemma fyrir öðrum.“ Gæsla er nauðsynleg Gunnar er áhugamaður um nátt- úruvernd. Hann segir nauðsyn- legt að hefta sandfok með upp- græðslu, þó megi ekki ganga of langt í því að græða upp mela þar sem viðkvæmur gróður er fyrir. Þannig geti allt að tíu tegundir plantna glatast úr íslensku flór- unni. Hann er heldur ekki hrifinn af að barrtrjám sé plantað hvar sem er. Finnst þau til dæmis alls ekki eiga heima í Ásbyrgi og ekki í Dimmuborgum. „í Krepputungu, þar sem spjöllin voru unnin, hefur verið gæsla þrjú síðustu ár. Það stóð til að hætta henni í fyrra, sökum fjárskorts, en ég tel það hafa sýnt sig að gæsla er nauðsynleg á svona stöðum og ríkisvaldið verður að sjá Náttúruvemdarráði fyrir fjármagni til að annast þessa gæslu. í fyrra hlupu ferðafélögin undir bagga með Náttúruvemdar- ráði, en ríkisvaldið ætti að koma þar innf og það hefði fyrir löngu átt að vera komið með skipulag af hálendinu. í dag er verið að drita niður allavega húsum hér og þar. Allt virðist vera í lausu lofti og enginn vita hver eigi að hafa með hvað að gera. Þetta er hneyksli.“ IM Stafagerðin var vel undirbúin og vandað var til verksins. Þrjár til fjórar mannhæðir eru upp í efsta stafinn og staflrnir eru 30-40 cm háir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.