Dagur - 12.06.1993, Síða 10

Dagur - 12.06.1993, Síða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 12. júní 1993 DÝRARÍKI ÍSLANDS Sr. Sigurður Ægisson Haftyrðill Fuglar 25. þáttur Haftyrðillinn er af ættbálki fjör- unga (strandfugla) og ætt svart- fugla, og er minnstur þeirra, sem Island gista. Hann er samanrekinn og kubbslegur í útliti, á stærð við þröst, eða 17-19 sm á lengd, um 150 g á þyngd, og um 40-48 sm vænghaf. Að sumarlagi er hann nær svartur aó ofan og niður á bringu, en hvítur undir. A vetrum nær hvíti liturinn upp á höfuö og aftur fyrir augun. Auk þess gengur dökk káma frá öxlum, nióur og fram á bringu. Goggurinn er svart- ur, lítill og kúptur; augu dökk- brún, fætur steingráir. Haftyrðillinn flýgur allvel, með hröðum vængjatökum, og á auð- velt með að ná sér upp af hafflet- inum, ólíkt öðrum svartfuglum. Hann syndir mjög léttilega, ristir grunnt, og kafar mikið. Hann á einnig létt með gang. Haftyrðillinn er bæði fugl strandhafa og úthafs. Varpheim- kynni hans eru í fuglabjörgum við Ishafið, norðan Atlantshafs og Barentshafs, m.a. á Grænlandi, Svalbarða, Bjarnarey, Frans Jós- efslandi, Novaja Semlja, og ótal smáeyjum. Þar er hann í milljóna- grúa og er reyndar af sumum tal- inn vera sú fuglategund jarðarinn- ar, er hefur á að skipa flestum ein- staklingunum. Aætlað er t.d., að um 10 milljón haftyrólar verpi undir fuglabjörgunum við Thule, nyrst á Grænlandi. Um er að ræða 2 deilitegundir, A. a. alle, sem meirihluti stofnsins tilheyrir, og svo A. a. polaris, sem einungis verpir á Frans Jós- efslandi, að talið er, og mun vera örlítió stærri. Haftyrðillinn er á varptíma einkum talinn lifa á dýrasvifi, smákrabbadýrum, og úthafsrækju, og stunda mest veiðar í ljósaskipt- unum. Slíka bráð er í ríkustum mæli að finna við yfirborðið, og þarf fuglinn varla að sækja hana neðar en að 2-3 m dýpi. Er hann þá í kafi allt að hálfri mínútu, en getur þó verið lengur, ef hætta er á ferðum. Fer hann oft um langan sjóveg og í hópum til veiðanna. Undir tungu hans er poki, sem getur þan- ist dável út; hann tekur vió ætinu til geymslu, ef svo ber undir. Upp úr þessum litla poka hafa verið talin um 600 svifdýr, er vega þó aðeins um 3,5 g. Um fæði haftyrð- ils utan varptímans er allt á huldu. Syðstu varpstöðvar haftyrðils eru á Islandi og við Hvarf á Græn- landi. Aður fyrr verptu nokkur hundruð pör í Grímsey, og einnig í Kolbeinsey og á Langanesi, cn það er liðin tíð. Nú mun íslenski stofninn aóeins vera 5- 10 pör, eða jafnvel enn færri, sem halda til í gjótum í Básavík í Grímsey á sumrin. Haftyrðillinn er í dag strang- lega friðaður með lögum og má enginn nálgast varpstöðvar hans, nema með sérstöku leyfi Mennta- málaráðuneytisins. Astæðan fyrir Jressari rýrnun íslenska haftyrðla- stofnsins er talin vera hlýnandi loftslag, en jafnframt truflun frá umferð manna um varpstöðvarnar. Haftyrðillinn verpir í afar stór- um byggðum, einkum í glufum og holum stórgrýtisurða við rætur sjávarbjarga, en hreiðurstæðin geta þó náð upp í 500 m hæð yfir (Alle alle) sjávarmáli; einnig getur hann ver- ið í fjallahlíðum 4-6 km frá sjó. Hjúskapurinn er einkvæni, eins og títt er meðal svartfugla. Hreið- urgerð er sáralítil eða engin. Egg- inu, sem er blágrænt að lit, og stundum með dálitlum yrjum, er orpið seint í maí eða fyrri hluta júnímánaðar. Foreldramir liggja á til skiptis, í um 3-4 vikur, kven- fuglinn að deginum, aó talið er, og karlinn um nætur. Síðan annast bæði um ungann við hreiðrið í annan eins tíma. Eftir það fer hann meó þeim til sjávar. Utan varptímans er haftyrðill- inn þögull, annars er röddin ljúf og þvaðrandi gá. Ungfuglar líkjast fullorðnum í vetrarbúningi, en eru þó dekkri á bringunni. Ekki er vitað hvenær þeir verða kynþroska. Haftyrðlar eru orðnir fáliðaðir á Islandi að sumarlagi, eins og getið var um hér áður, en koma þó hingað í töluverðum mæli norðan úr höfum á vetuma. Fjöldinn ræðst þá líklega talsvert af ástandi hafíss, því tyrðlamir eru algeng- astir fyrir noröan og austan, en sjást þó einnig vestanlands og sunnan. Ovíst er hvaðan fuglamir koma nákvæmlega, en þó hefur einn fuglv merktur á Svalbarða, náðst við ísland, sem gefur ýmislegt til kynna. Algengt er, að þeir hrekist í milljónatali í vetrarstórviðrum um hafið og margir farist, enda fislétt- ir og því viðkvæmir. Berast þeir stundum upp á land hér og fínnast á ótrúlegum stöðum. I ferðabók Þorvaldar Thoroddsen er sagt frá því, að um veturinn 1880-1881 hafí stórhópar af haftyrðlum flækst upp um sveitir og fjöll á Norður- og Norðausturlandi, og legið þar helfreðnir í sköflunum. Og um jólaleytið 1938 munu haf- tyrðlar á líkan máta hafa flykkst í þúsundatali að Norðurlandinu. Voru þeir m.a. í stórum breióum á Eyjafírði og Skjálfandaflóa, og hröktust inn eftir Reykjadal og Bárðardal. Og um vorið fundust dauöir haftyrólar fram við Dyngjufjöll og Oskju, sem er allt að 130 km frá ströndinni. Utan varptímans eyðir haftyrð- illinn mestum tíma sínum á hafi úti, oftast þó í námunda við ströndina.Hann er að nokkru leyti farfugl, og leitar þá á vetuma úr Ishafinu suður til N-Atlantshafsins og Norðursjávar. Hann er flækingur við strendur V-Evrópu og Miðjaróarhafs, allt suður til Italíu, og hefur sést úti fyrir New York. Haftyrðillinn þótti áður mesti furðufugl, er hann var að finnast rekinn á land í stórum hópum, norðan úr Ishafmu. Imynduðu menn sér, að þetta væri undrafygl- ið halkíon, er samkvæmt þjóð- sögnum átti að verpa úti á rúmsjó. Haftyrðillinn er ákaflega mikil- vægur Eskimóum; þeir bæði nýta hann sér til matar, og vinna úr hamnum ákveðna flík, sem nefnist á grænlensku tingmiaq. í hana þarf 50 hami, og dugar hún árið. Auk mannsins á haftyrðillinn marga óvini á norðurslóðum. Hvítmáfurinn er þar framarlega, og svo heimskautarefurinn. Auk þeirra má nefna fálka og hrafn, og meira að segja haförn á vetrum. Og af lagardýrum eru það ýmsar físktegundir, selir, og hvalir. Ekki vita menn ennþá, hversu gamall þessi litli fugl verður að jafnaði. islenskir haftyrðlar í sumarbúningi. (Hjáimar R. Bárðarson: Fuglar ís- iands. Reykjavík 1986). Matarkrókurinn Bragðlaukarair bíða - Ásdís Gunnlaugsdóttir og Rolf Hannén með hugmynd að veislumat Þá er komið að enn einni upp- skrift að Ijúffengum rétti hér í Matarkróki. Að þessu sinni eru það Asdís Gunnlaugsdóttir og Rolf Hannén sem gefa lesendum kost á að reyna sig við fylltan kjúkling, salat með baunum, vínberjum og möndlum, makka- rónu-gratin og bláberja sorbet. Þau drifu sig af landi brott eftir að hafa gefið blaðamanni þess- ar frábœru uppskriftir og því verða lesendur að bíða um sinn vilji þeir verðlauna þau með einhverjum hœtti fyrir að finna uppáhaldsuppskrift einhvers á heimilinu. En vindum okkur í krœsingarnar: Fylltur kjúklingur (fyrir 6): 2 kjúklingar (u.þ.b. 900 gr hvor) Fylling: 4 þykkar franskbrauðssneiðar (án skorpu) 2 dl rjómi 1 stórt egg lifrarnar úr kjúklingunum (verið búin að skera þœr í bita og brúna í smjöri) salt og pipar hvítlaukur fint hökkuð blöð afsítrónu- melissu og/eða sítrónusafa Leggið brauðsneiðarnar í rjómann. Þegar þær eru orðnar vel blautar er öllu, sem vera á í fyllingunni, skellt saman við. Látið bíða í a.m.k. 15 mínútur en látió síóan fyllinguna í kjúkling- ana og lokið þeim. Nuddið salti og sítrónusafa á kjúklingana og smyrjió þá síðan með mjúku smjöri. Þegar öllu þessu er lokið eru kjúklingarnir settir í steikingarpoka (gerið lítið gat efst á pokana) og þeir steiktir í u.þ.b. eina klst. við 200 gráður. Gjama má skreyta fatið, sem kjúklingarnir eru bomir fram á, meó sítrónusneiðum, sítrónumel- issu og vínberjaklasa. Meðlœti: Salat með baunum, vínberjum og möndlum 1 poki 500-600 gr Haricot Verts 5-6 msk vtnber (skorin til helm- inga og steinhreinsuð) 5-6 msk möndluflögur Dressing: 400 gr majones 1 dl þeyttur rjómi 1 dl súrmjólk (með örlitlum sykri) salt og sítrónusafi eftir smekk Mælt er með því að hella t.d. helmingnum af dressingunni yfir salatið og bera afganginn fram sér í skál. Gott er að hafa heitt snittubrauó með. Makkarónu-gratin 400 gr hakkað kjöt 2 laukar 5 dl makkarónur 3 dl mjólk 3 egg salt paprikuduft rifinn ostur Hakkið laukinn og brúniö í smjörlíki. Bætið kjötinu saman við og steikið þar til það verður brúnt á litinn. Hrærið vel. Sjóðið makkarónumar samkvæmt leið- beiningum á pakka. Smyrjið eld- fast mót hellió í það kjötinu og soðnum mákkarónunum. Haldið eftir nægu magni af makkarónum til þess að setja ofan á kjötblönd- una. Blandið saman mjólk, eggj- um og kryddi og hellió yfir kjöt- og makkarónublönduna. Stráió rifnum osti yfir og bakið í 175 gráðu heitum ofni í u.þ.b. eina klst. Bláberjasorbet 1 l bláber (hvort heldur er frosin eða ný) 1 dl sykur 1 dl vatn eggjahvíta Setjið bláberin í blandara og bæt- ið sykri og vatni út í þegar þau eru alveg kramin. Hellið í bakka (sem gerður er til þess að frysta klaka) og frystið. í sorbet fyrir tvo þarf 6-8 bláberjakubba. Setjið frosna bitana í blandara og látið hann mylja kubbana. Þegar því er næstum lokið á að bæta einni eggjahvítu út í. Blandið þessu vel saman og berið fram strax í litl- um skálum. Þær má þó geyma tilbúnar í frysti í u.þ.b. einna klst. Þau Ásdís og Rolf vona að lesendum takist vel til í matar- gerðinni og óska þeim góðrar matarlistar. Þau skora á Láru Ól- afsdóttur og Sigurgeir Haralds- son til þess að vera hér að hálfum mánuði liónum og verður gaman að sjá hvaó þau hafa fram að færa til þess að lesendur geti enn frekar gælt við eigin bragðlauka. SV

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.