Dagur - 12.06.1993, Side 11
Laugardagur 12. júní 1993 - DAGUR - 11
Hjúkrun - Áfram veginn:
Ráðstefna heilbrigðisdeild-
ar Háskólans á Akureyri
Ráðstefna á vegum heilbrigðis-
deildar Háskólans á Akureyri
verður haldin í safnaðarheimili
Akureyrarkirkju dagana 14.-15.
júní nk. Ráðstefnan er ætluð
heilbrigðisstéttum og er öllum
opin.
Tveir aðalfyrirlesarar ráðstefn-
unnar koma frá Noregi og Kan-
ada. Dr. Ulla Quarnström, pró-
fessor í hjúkrunarfræði við há-
skólann í Bergen mun flytja fyrir-
lesturinn: „Nursing Science and
its Implications on Academic
Education and Nursing Practice in
the Nordic Countries“ eða „Hjúkr-
unarvísindi og þýðing þeirra fyrir
fræðilega menntun og hjúkrunar-
starfið á Norðurlöndum“. Þá kem-
ur dr. Hanneke M. Th. van Maan-
en frá Toronto háskóla, sem hefur
verið gistiprófessor í öldrunar-
hjúkrun við Gautaborgarháskóla í
vetur. Hún mun flytja fyrirlestur-
inn „Healthy Aging into the Next
Century".
Þá eru á ráðstefnunni fjöldi
annarra fyrirlesara og margar nýj-
ar rannsóknir kynntar. Dr. Kristín
Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur,
flytur fyrirlestur er hún nefnir:
„Mótun hjúkrunarstarfsins: Orð-
ræða, völd og athafnir". Fyrirlest-
urinn byggir á doktorsritgerð
hennar er hún varði við Columbia
háskóla í New York á síöasta ári.
Magna Birnir, hjúkrunarfræðing-
ur, kynnir lokaverkefni sitt til
Mastersprófs í hjúkrunarfræðum
og nefnir erindi sitt „Völd, forræði
og áhrif hjúkrunar innan heil-
brigðiskerfisins".
Þá verða kynntar tvær nýjar
rannsóknir sem unnar hafa verið
af kennurum heilbrigðisdeildar í
vetur. Sigfríður Inga Karlsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
lektor við H.A., kynnir rannsókn
um „Upplifun kvenna á umhyggju
og umhyggjuleysi í fæöingu" sem
hún og Sigríður Halldórsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og forstöðu-
maður heilbrigðisdeildar, hafa
unnið að í vetur og Margrét Arna-
dóttir, hjúkrunarfræðingur og lekt-
or við H.A., kynnir rannsókn um
„Upplifun ungra kvenna á líkama
sínum“. Þá verða kynntar þrjár
rannsóknir nýútskrifaðra hjúkrun-
arfræðinga frá Háskólanum á Ak-
ureyri. Rannsóknir þessar eru:
„Upplifun kvenna á því að verða
mæður á unglingsaldri og á stuðn-
ing á þeim tíma“, „Upplifun að-
standenda alnæmissjúkra á al-
næmi“ og að lokum verður kynnt
rannsóknin „Að vera HIV jákvæð-
ur á Islandi". Þess má geta að
þessar rannsóknir eru brautryðj-
endarannsóknir á þessu sviði.
Meðal flytjenda er Blásarasveit æskunnar og Karlakór Akureyrar-Geysir.
Seiiuii tónleikarnir
á Vorkiið ’93
Seinni tónleikarnir á Vorklið
’93 verða annað kvöld, sunnu-
dagskvöld kl. 20.30 í íþrótta-
skemmunni á Akureyri. Þar
verður flutt tónlist eftir George
Gershwin, sem er eitt af fræg-
ustu amerísku tónskáldum á
þessari öld.
Skal þar fyrst telja „Rhapsody
in Blue“, sem Gershwin samdi
1924. Þetta verður frumflutningur
Richard Simm, píanóleikari, fcr
með einlcikshlutverkið í „Rhaps-
ody in Blue“.
Þá eru á ráðstefnunni mjög at-
hyglisverðir fyrirlestrar, t.d. mun
dr. Guðmundur Heiðar Frímanns-
son, heimspekingur og forstöðu-
maður kennaradeildar H.A., flytja
fyrirlestur sem hann nefnir: „Hver
á að ráða?: Forræðishyggja í um-
önnun og lækningu", Hermann
Oskarsson, félagsfræðingur og
lektor við H.A., mun flytja fyrir-
lestur um „Breytt samfélag - fjöl-
skyldulíf og félagstengsl” og
Hildur Helgadóttir, hjúkrunar-
fræðingur um „Alnæmi og líknar-
meðferð".
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu
heilbrigðisdeildar í síma 96-
11770. Þátttökugjald er kr. 4000.
Einnig er hægt að skrá sig til þátt-
töku í einn dag og er gjaldið þá kr.
2500. Greióa skal þátttökugjaldið
við afhendingu ráðstefnugagna að
morgni 14. júní.
í tengslum viö ráðstefnuna
veróur sýning á bókum og hjúkr-
unargögnum í salarkynnum safn-
aöarheimilsins.
Unglingar 13-16 ára
Langar ykkur til að vera með í skemmtilegum
hópi 15.-19. júlí
í Sumarbúðunum við Vestmannsvatn í Aðaldal?
Skráning stendur yfir í síma 96-43553.
Verð kr. 7.900.
Bátar, hestar og margt fleira á dagskránni.
Leitið upplýsinga.
Sumarbúðirnar Vestmannsvatni.
hér á landi á Rhapsodíunni í sinni
upprunalegu mynd eins og Gersh-
win samdi hana fyrir hina frægu
djasshljómsveit Pauls Whitman.
Með einleikshlutverkið fer Ri-
chard J. Simm, píanóleikari. Ekki
síður er þekkt óperan „Porgy and
Bess“, sem frumflutt var í New
York 1935 og öðlaðist þá strax
fádæma vinsældir og hefur síðan
verið sett upp reglulega í óperu-
húsum víða um heim. Flutt veröa
þekktustu lögin úr þessari óperu,
sem náð hafa hvað mestum vin-
sældum. Hefur stjórnandi Blásara-
sveitar æskunnar, Roar Kvam, út-
sett þessi lög fyrir sinfóníska
blásarasveit í anda Gershwins.
Blásarasveit æskunnar, sem
kemur fram á þessum tónleikum,
er skipuð 30 hljóðfæraleikurum
og hefur starfað af krafti í vetur
og eru þetta þriðju og síðustu tón-
leikar hcnnar á starfsárinu. I allt
koma fram 70 flytjendur á þess-
um tónleikum. Einsöngvarar
verða Jóhanna Linnet, sópran, og
Michael Jón Clarke, baritón. Aðr-
ir flytjendur eru félagar úr Kór
Leikfélags Akureyrar, Passíu-
kórnum og Karlakór Akureyrar-
Geysi. Kynnir verður Aóalsteinn
Bcrgdal en stjórnandi Roar
Kvam. (Úr fréttatilkynningu.)
Lít 09 fiör
alla helg<na
KnattspVJ'^ ^on.
; ?|SSr"-
1 i' E“"B'
Flugieiðir bjóða flug
til og frá Egilsstöðum
á tilboðsverði fyrir
þátttakendur í mótinu
Til sölu er jörðin
Hólar, Eyjafjarðarsveit
Á jörðinni er 192 fm íbúðarhús byggt 1952, 32 bása
fjós auk lausagöngu og fjárhús fyrir 150 fjár. Fram-
leiðsluréttur á mjólk er 67.000 Itr.
Ræktuð tún 37 ha auk mikilla ræktunarmöguleika og
afrétt.
Upplýsingar gefur Ólafur Jónsson, Hólum, í síma
31263 til 15. júní 1993.
KVENNAKNATTSPYRNA
á Egilsstöðum
Stórmót sumarsins!
Dagana 2.-4. júlí nk. verður haldið glæsilegt
hraðmót í knattspyrnu á Egilsstöðum,
hjá meistarafl. kvenna.
Leikið verður í 7 manna liðum á hálfan völlinn.
í tilefni af þessu móti verður
ekkert leikið í 1. og 2. deild
þessa helgi.
Þátttökugjald er kr. 10.000
fyrir hvert lið, en sendi
sama félag fleiri en eitt lið
þá er gjaldið kr. 5.000 fyrir
hvert aukalið.
Öllum þátttakendum
verður útvegað
svefnpokapláss.
pettkan
á -gjgSffl
Ekl)awfs 3.10«
Skráning og nánari upplýsingar veittar
í síma 97-11579 eða 97-11991
(Hilmar), eftir hádegi alla daga.
íþróttafélagið Höttur
Egilsstöðum.
Sjáumst!