Dagur - 12.06.1993, Síða 17
Laugardagur 12. júní 1993 - DAGUR - 17
Popp
Magnús Geir Guðmundsson
Annað verk Sugar:
Magnað meistarastykki
Félagarnir í Sugar hafa ástæðu til að brosa breitt, því báðar plöturnar
þeirra, Copper Blue og Beaster þykja afbragðsverk.
Það er oftar en ekki viðleitni
hjá okkur poppskrifurunum og
öðrum popppælurum að skil-
greina þá tónlist sem við sinn-
um eóa bera hana saman við
eitthvað annað sem áður hefur
verið gert. Veróa slíkar bolla-
leggingar oft hinar skemmtileg-
ustu og sýnist þar sitt hverjum
eins og gengur. Má segja að
þetta sé að mörgu leyti eðlilegt
þar sem það á að heita að ekk-
ert sé lengur nýtt undir sólinni í
tónlistinni sem flestu öóru nú til
dags, nú þegar hafi allir mögu-
leikar í sköpuninni verió nýttir.
Það kemur þó fyrir mig endr-
um og eins að eiga erfitt með
aó átta mig á einstaka verkum
þ.e.a.s. aó ég get ekki svo glatt
skilgreint eóa flokkað viðkom-
andi tónlist. Er ekki laust vió aó
maóur sé bara nokkuð ánægó-
ur þegar það gerist og á þaó
þá sérstaklega við þegar vió-
leitnin til að líkja við lætur ekki
á sér kræla. Það er líka undan-
tekningarlítið vísbending um að
mér muni falla sú tónlist vel í
geð og hún muni lifa vel og
lengi með mér.
Þannig er því einmitt farið
hjá mér varðandi aóra plötu
Bob Mould og félaga í Sugar,
Beaster, sem er sex laga að
EP/mini gerð. Reyndar væri
rangt aó halda því fram að tón-
listina á henni væri ekki hægt
aó flokka, því það er vissulega
hægt. Það er hins vegar hinn
magnaði andi sem svífur yfir
vötnum á henni í lagasmíðun-
um sem gerir hana sérstaka og
verður ekki lýst auðveldlega
með orðum. Kyngimagnað, of-
urkröftugt og seióandi eru
helstu orðin sem manni dettur í
hug til að lýsa þeirri rokktónlist
sem Beaster geymir og er þá
ekki mikió sagt. A þetta við um
öll lög plötunnar sem saman
mynda mjög sterka og jafna
heild. Hef ég þá skoðun nú eftir
aó hafa heyrt Beaster að tón-
listarmenn mættu á ný að fara
aó gera styttri plötur upp á sex
til átta lög. Þær yrðu þá eflaust
fleiri heilsteyptari og meira að-
laðandi til hlustunar frá upphafi
til enda en nú er.
Þróunin hefur nefniiega orð-
ið sú í kjölfar geisladiskabylt-
ingarinnar að plötur hafa lengst
vegna meira pláss á þeim þ.e.
að í stað um á að gíska tíu
laga að meðaltali á LP plötu,
eru þau sjaldnast færri en 12 á
geislaplötu og oft fleiri nú.
Gjalda því margar annars að
mörgu leyti góðar plötur fyrir
það að á þeim eru of mörg lög
og þá einhver innan um þau
góóu _ sem hefðu mátt missa
sín. Á þessu eru þó að sjálf-
sögðu undantekningar sem
betur fer og auóvitað geta disk-
ar með færri lögum líka verið
misjafnir að gæðum.
En sem sagt hvað Beaster
með Sugar varðar þá er um eitt
lítið stykki meistaraverk að
mínu mati að ræða sem eflaust
verður talið eitt þaó besta þeg-
ar árið verður gert upp. Er svo-
lítið erfitt að trúa því að svo
gott verk hafi verið unnið sem
hjáverk frá vinnunni á stóru
plötunni Copper Blue á síðasta
ári, eins og Mould hefur skýrt
frá, en þannig mun það víst
hafa verið. Virðist því kappan-
um þeim allt takast vel nú eftir
frekar misheppnaðar tilraunir
undir eigin nafni, en Mould
gerði einar tvær sólóplötur eftir
að hljómsveitin hans fræga Hu-
sker Du leið undir lok. Hefur
Sugar notió mikilla vinsælda
sérstaklega í Bretlandi með
plöturnar, sem hefur að ofan-
sögðu verið vel verðskuldað.
Er vonandi að nýja stóra platan
sem nú er í bígerð verði eins
vel heppnuð, þannig að hljóm-
sveitin festist endanlega í
sessi. Þá er einnig vonandi að
sögur þess efnis að Mould
hyggist setja hana í salt séu
ekki réttar, því það yrði mikil
synd.
Ur ýmsum áttum
Nýtt lag komið út frá Pet Shop Boys eftir langt hlé.
Iframhaldi af viðtalinu vió
„Hún AndaH er rétt aó láta
nafnió á tvöfalda diskinum
fljóta hér með, en það gleymd-
ist óvart í viótalinu. Nefnist
hann því skemmtilega nafni
Núll og Nix og geymir eins og
frá var greint yfir þrjátíu lög.
Auk óþekktari nafna koma þar
við sögu Björk, Júpiters og
fleiri. En Hún Andar er ekki
eina akureyrska hljómsveitin
sem á lag á nýrri safnplötu, því
Amma Dýrunn, sú ágæta rokk-
sveit hér í bæ, er með eitt lag á
safnplötunni Lagasafnið 3 sem
Axel Einarsson stendur fyrir. Er
sú plata nú rétt í þann mund að
líta dagsins Ijós.
Nú á dögunum vorum við ís-
lendingar nokkuð spenntir
vegna kvikmyndahátíðarinnar í
frönsku borginni Cannes. Átt-
um vió þar tvær myndir í tveim-
ur hliðarkeppnum hátíðarinnar
Sódómu Reykjavík í keppni um
gullnu myndavélina og Ævintýri
á okkar tímum í flokki stutt-
mynda. Ekki unnu okkar mynd-
ir til verðlauna, en eins og
kunnugt er vakti Sódóma mikla
athygli, sem e.t.v. kann að
koma íslenskri popptónlist til
góða, sem var gegn-
umgangandi í myndinni. Þaó
vakti athygli við verðlauna-
myndina í stuttmyndaflokknum
aó þar fóru tveir frægir tónlist-
armenn meó einu hlutverkin,
þeir Tom Waits og Iggy Pop.
Nefndist hún Kaffi og sígarettur
og var leikstýrt af þeim þekkta
Jim Jarmusch. Er þetta reynd-
ar ekki í fyrsta skipti sem þess-
ir tveir reyna fyrir sér á hvíta
tjaldinu, en líklega hefur árang-
urinn ekki verið betri fyrr. Það
er svo frekar af Iggy að segja
að kappinn er í tónleikahug-
leióingum þessa dagana auk
þess sem ný plata er á dag-
skrá með haustinu.
Eftir eins og hálfs árs hlé
geta nú aðdáendur bresku
popphljómsveitarinnar frægu
Pet Shop Boys glaðst, því hún
er nú nýbúin að senda frá sér
nýtt lag sem kallast Can You
Forgive Her. Kemur það út
eins og nú er algengt í fleiri en
einni útgáfu og fylgir þar einnig
meira nýtt efni meó. Verða
þessar útgáfur í það minnsta
fjórar, þar sem lagið birtist í
ýmsum mismunandi myndum
með mismunandi aukaefni. í
sumar mun svo væntanlega
vera von á fleiri lögum úr
smiðju þeirra Neil Tennant og
Chris Lowe, en ný plata í fullri
lengd lítur ekki dagsins Ijós fyrr
en í september.
Hljómsveitin Quiet Riot sem
ásamt Bon Jovi, Van Halen
og fleirum kom bandarísku
þungarokki í tísku í upphafi
síðasta áratugar, en hvarf síð-
an helst til skjótlega af sjónar-
sviði frægóarinnar, er nú aftur
komin á kreik. Er væntanleg ný
plata frá henni nú í júní, sem
geyma mun fyrsta nýja efnió í
yfir tíu ár auk órafmagnaðar út-
gáfu á Small Faces laginu
fræga Itchycoo Park. Mun plat-
an nefnast Terrified og verður
sú sjötta frá hljómsveitinni þeg-
ar allt er talið. Var það með
plötunni Metal Healt sem Quiet
Riot sló í gegn meó, en hún
seldist í milljónum eintaka. Var
meóal annars á henni gamli
Sladeslagarinn Cmon Feel The
Noise sem náði gríðarmiklum
vinsældum. Skipa nú Quiet Ri-
ot tveir af upprunalegu meðlim-
unum þeir Kevin DuBrow
söngvari og Carlos Cavazo gít-
arleikari auk bassaleikarans
Kenny Hillary og og trommu-
leikarans Bobby Rondinelli
sem eitt sinn var í Rainbow.
Megadeth, kraftsveitin sem
nú hefur nýlokið við aö
halda tónleika meó Metallica í
Englandi, fékk skömmu áður
en kom að þeim heldur ógeð-
feldar fregnir um ákæru á
hendur sér í tengslum við
morðmál. Nánar tiltekið hefur
hljómsveitin blandast inn í mál
fimmtán ára þungarokksaðdá-
anda sem myrti móður sína
með voðalegum hætti fyrir
nokkru. Segist drengurinn, sem
er frá Houston í Texas, hafa
myrt móður sína eftir boði frá
kölska sjálfum sem á víst að
hafa birst honum oftar en einu
sinni. Hafa verjendur hans
gripió þá skýringu á lofti og
tengt hana tónlistinni og þá
sérstaklega tónlist Megadeth
með þeim rökum að hún sé af
hinu illa. Er lag Megadeth Go
To Hell sérstaklega tínt til, en
það á að hafa hljómað í eyrum
drengsins er hann framdi
verknaðinn. Er þetta eins og
gefur að skilja lagt fram í þeim
tilgangi aó fá mildari dóm yfir
drengnum, jafnvel til að fá
hann dæmdan ósakhæfan
vegna brjálsemi. Hvort það
tekst eða ekki á eftir aó koma á
daginn, en það er augljóst aó
vandinn er dýpri en svo að
rekja megi hann til tónlistar
Megadeth, sem þó er býsna
kröftug og árásargjörn á köfl-
um. Er þetta í þriðja skipti á til-
tölulega skömmum tíma sem
rokktónlistarmenn blandast inn
í dómsmál meó þessum hætti,
en áóur höfðu Ozzy Osbourne
og Judas Priest lent í slíku sem
meintir sökudólgar í sjálfs-
Izzy Stradlin hefur á ný um stund-
arsakir hafið leik með Guns N'
Ftoses.
morðsmálum. í þeim tveimur
tilfellum var um málaferli að
ræða, sem fóru á þá lund að
bæði Ozzy og meðlimir Judas
Priest voru sýknaðir.
að verður ekki annað sagt
en að skammt hafi verið
stórra högga á milli hjá rokk-
sveitinni vinsælu og umdeildu
Guns N Roses að undanförnu.
Eins og sagt var frá hér í Poppi
fyrir skömmu lenti gítarleikarinn
Gillby Clarke í mótorhjólaslysi
fyrir nokkru þar sem hann
braut á sér annan handlegginn
m.a.. Var vonast til að hann
næði sér fyrir tónleika hljóm-
sveitarinnar í Englandi um síð-
ustu mánaðamót, en svo varð
ekki þannig að góð ráð voru
dýr. Varð því úr mörgum að
óvörum að fá Izzy Stradlin,
sem Clarke leysti af hólmi fyrir
um tveimur árum, til að hlaupa
í skarðið á tónleikunum tveimur
til að bjarga þeim fyrir horn.
Kom þetta ekki hvað síst á
óvart vegna þess að mikið
gekk á þegar Stradlin hætti og
hafa síðan, eða þar til nú,
margar kaldar kveðjur gengið á
milli hans og Axel Rose söngv-
ara Guns N Roses. Ekki hafa
ennþá borist fregnir af hvernig
svo til tókst, en væntanlega
hefur Stradlin ekki verió í vand-
ræöum með sitt hlutverk.
Hljómsveitin Stone Roses
frá Manchester var mikið í
fréttum fyrir rúmu ári vegna alls
kyns vandræðagangs og vit-
leysu bæði innanbúðar og ut-
an. Meðal annars og reyndar
einna helst átti hljómsveitin í
útistöðum við Silvertone útgáf-
una, sem vildi ekki láta hana
lausa fyrr en í fulla hnefana til
risans Geffen, en varð þó að
gefa sinn hlut eftir dómsúr-
skurð. Var þá talið að þessi ein
efnilegasta sveit Bretlands í
langan tíma væri með pálmann
í höndunum, en annað virðist
nú vera að koma á daginn.
Það kann nefnilega svo að fara
að hljómsveitin yfirgefi Geffen
áður en hún hefur hljóðritað eitt
eóa neitt fyrir fyrirtækið og er
þá allt erfiðið sem á undan er
gengið farið fyrir lítið. Það er
þó ekki vegna þess að fyrir-
tækið vilji hætta við allt sam-
an.eða að Stone Roses vilji
losna að svona geti farið, held-
ur vegna nokkuð sérstakrar
klásúlu í samningnum þeirra á
milli er snertir aðilann sem
hafði milligöngu fyrir hönd Gef-
fen um hann við hljómsveitina.
Stendur þar að ef viðkomandi,
Gary Gersh, hætti slíkum störf-
um hjá fyrirtækinu, sé hljóm-
sveitinni einnig frjálst að yfir-
gefa það. Hefur nú þessi staóa
einmitt komið upp og hefur
Gresh flutt sig yfir til Capitol út-
gáfunnar. Það verður þó að
teljast líklegt að Stone Roses
verði áfram hjá Geffen þrátt
fyrir þetta og sveitin sendi frá
sér sína aðra plötu undir merki
hennar.