Dagur - 12.06.1993, Side 23

Dagur - 12.06.1993, Side 23
í UPPÁHALDI Laugardagur 12. júní 1993 - DAGUR - 23 „Verð að segja Sigbjörn Gimnarsson“ - segir Valdís Hallgrímsdóttir aldís Hallgríms- dóttir er landsþekkt frjálsíþróttakona sem nú er farin að bæta öldungametum við önnur Akureyrarmct sín, en Valdís er fædd 1962 sem gerir hana gjaldgenga í öldungaflokk. Hún sló met Sigurveigar Kjartansdóttur í 300 m hlaupi á dögunum og lofar aó slá fleiri met í sumar. Valdís hóf feril sinn mcð KA, fór síðan í UMSE en keppir nú fyrir UFA, enda hreinræktaður Ak- ureyringur. Hún vinnur á urh- dæmisskrifstofu Pósts og síma fyrir hádegi en sinnir dætrum sínum tveimur og æfingum eftir hádegi. Eiginmaður hennar er Sigurbjöm Viðars- son, yfirpóstafgrcióslumaður og knattspymuþjálfari. Hvað gerírðu helst ífrístundum? „Ég æfi, en þó ekki eins mikið og í gamla daga. Ég reyni að finna tíma eftir hádegi og tek stelpurnar gjarnan með. Aðal- lega æfi ég hlaup og lyfti dá- lítið. Frjálsar eru sem fyrr mitt aðaláhugamál." Hvaða matur erí mestu uppáhaldi hjá þér? „Lambaiæri er alltaf gott, til dæmis rauðvínslegið.“ Uppáhaldsdrykkur? „Ég drekk allt of mikið diet- kók og kaffi.“ Valdís Hallgrímsdóttir. Ertu hamhleypa til allra verka á heimilinu? „Já, ég myndi segja það. Ég æði eins og hvítur stormsveip- ur um íbúðina.“ Spáirðu mikið í heilsusamlegtlíf- emi? „Já, ég geri það en samt ekkert um of. Eg reyni að lifa þokka- lega heilbrigðu lifi.“ Hvaða blöð og tímarit kaupirðu? „Engin. Við fáum blöð annars staðar frá.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Engin. Ég les afskaplcga lítið afbókum." Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Ég hugsa að það sé Leonard Cohen,“ sagði Valdís og dóttir hennar tók undir það. Uppáhaldsíþróttamaður? „Þeir em tveir, Luka Kostic og Siggi Sveins.“ Hvað horfirðu lielst á í sjónvarpi? „Það em fréttir og íþróttir.“ Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestálit? „Ég verð að segja Sigbjöm Gunnarsson, enda vinn ég með tengdaföður hans og kon- unni hans.“ Hvar á landinu vildirðu helst búa fyrir utan heimahagana? „Það er nú það. Ætli ég segi ekki bara á Blönduósi. Þaðan er þokkalega stutt bæði til Ak- ureyrar og Reykjavíkur.“ Hvaða hlut eða fasteign langar þig mest til að eignast um þessar mundir? „Fjórhjóladrifinn Subaru, það er engin spuming. Við eigum nefnilega Citroén Pallas 82.“ Hvernig hyggstu verja sumarleyf- inu? „Ég hef hugsað mér að renna fyrir fisk meö húsbóndanum ef hann hefur tíma. Hann er á kafi í þjálfun.“ Hvað cetlarðu að gera um helgina? „Þaö fcr citthvað eftir vcðri en ég hugsa að ég hafi það bara rólegt. Ég verð ekkert að keppa en næsta mót er Norð- urlandsmótið 19. júní.“ SS Efst íhuga Nú ætia íslendingar að leggja allt sitt traust á eflingu ferðaþjónustu, sem reynd- ar er ekki ný bóla en sífellt er boðað til nýrra funda og ráðstefna þar sem rætt er um mikilvægi þessarar atvinnugreinar. Sjálfsagt eru mælskustu talsmenn ferða- þjónustu komnir í marga hringi í ræðu og riti en þó erum við varla byrjaðir að ausa úr þeirri gullkistu sem greinin á að vera. Vonirnar eru að vanda miklar, ferðaþjón- ustan á nú að vega upp á móti skerðingu á aflaheimildum og sjálfsagt gott betur. Ferðamönnum þarf ekki að fjölga „nema" um 50 þúsund eða svo á ári hér á landi til að dæmið gangi upp. Fyrir leikmann getur verið erfitt að greina meintan vöxt og viðgang ferða- þjónustunnar til hagsbóta fyrir þjóðarbú- ið, en þetta ku hafa verið að gerast á und- anförnum árum. Vissulega er auðvelt að benda á stóraukið hótelrými, offjárfesting- ar sem nýtast ekki sem skyldi og skila varla miklu í kassann. Minni gistiheimili hafa einnig sprottið upp og umsvif Ferða- þjónustu bænda hafa margfaldast. Sveita- bæir standa opnir með stuttu millibili hringinn í kringum landið og þar er boðið upp á fæði, gistingu, útreiðartúra, veiði og sitthvað fleira, yfirleitt það sama á hverjum stað. Sjálfsagt hagnast einhverjir á þessari uppbyggingu en aðrir tapa eins og gengur, en hver heildarniðurstaðan er og hvort einhver von sé til þess að eftir- spurn verði í samræmi við framboð verða fróðari menn að greina frá. Eins og gjarnan gerist á íslandi virðast allir ætla að græða á nýrri atvinnugrein og þrátt fyrir mörg víti til varnaðar, ráðstefn- ur og spekingslegar umræður hella menn sér út í vafasamar fjárfestingar og gróða- brall. Veitingastaðir halda áfram að spretta upp um land allt með það að markmiði að fæða blessaða ferðalangana. Þetta eru nánast allt frekar sjúskuð grill- hús sem selja rándýrt feitmeti og brasað drasl. Til að fullnægja kröfum um þjóð- lega rétti er slepjulegum kótilettum skellt á pönnuna og boðið upp á skyr úr dós í eftirrétt. Verðlag á veitingum á þessum stöðum er ofboðslegt, ekki aðeins fyrir veslings ferðamennina sem á að reyna að mjólka sem mest og hraðast heldur lika fyrir ís- lendinga sem vilja njóta þess að ferðast um landið. Lækkun matarskatts skilar von- andi einhverjum árangri en ætli ofurlítil hugarfarsbreyting sé ekki nauðsynleg líka. Ef til vill er ekkert siðferðilega rangt við það að vilja græða en gróðavonin getur gengið út í öfgar. Það getur ekki verið sniðugt ráð til að efla ferðaþjónustu að okra í topp. Þegar við bætist nöturlegt viðmót, léleg þjón- usta, hirðuleysi og eigingirni fer mörgum ferðamanninum að verða óglatt og fögur náttúra og skemmtilega dyntótt veðurfar megna ekki að vega upp á móti þessu. Við erum fjandakornið ekki bara að selja fjöll og fossa, hraun og eyðisanda, sögustaði og sólarlag. Ferðaþjónusta hlýtur að byggjast líka á gestrisni og sanngirni, ekki harðsvíraðri sölumennsku. Aö mínu mati mætti hugleiða þetta nánar og fara í fleiri hringi á háleitum vinnufundum og yfir- drifnum ráðstefnum. Orð eru til alls fyrst, jafnvel margtuggin. Eða hvað? Enginn fitnar af fögrum orðum, segir annar máls- háttur. Sumarblóm • Garðáhöld • Sláttuvélar. Þú færð vélina saman setta og með olíu hjá okkur. Tilboð á garðslöngum 25 m 999,- kr. Garðúðarar frá 350,- kr. Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 10.00-16.00. ér% ii ir W m. H H í Perlunni við Kaupland. jaSiÍl KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 Kaffihlaðborð Engimýri í Öxnadal Munið okkar vinsœla kaffihlaðborð alla sunnudaga fró kl. 14.00-17.00. ★ Hestaleiga við allra hœfi. Áritaðir pennar til sölu. ★ Athugið! Alltaf opið fyrir gistingu. Verið velkomin. Gistiheimilið Engimýri, sími 26838. Sumarstarf Starfskraft vantar til aðstoðar í ferðamanna- þjónustu, þægilegt viðmót og góð enskukunn- átta nauðsynleg. Upplýsingar: Nafn, kennitala og símanúmer leggist inn á afgreiðslu Dags fyrir 16. júní merkt: Sumarstarf. mm Hjúkrunarfræðingar Sjúkra- og dvalarheimilið Hornbrekka Ólafsfirði óskar eftir hjúkrunarforstjóra til starfa frá og með 1. ágúst 1993. Upplýsingar um starfið og starfskjör veita forstöðu- maður og hjúkrunarforstjóri í síma 96-62480. Skriflegar umsóknir berist fyrir 30. júní 1993.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.