Dagur - 06.11.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 06.11.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. nóvember 1993 - DAGUR - 7 í Trier í Þýskalandi er margt að sjá: sjálf vínframleiðslan. Þar sem vínrækt er í miklurn blóma í Trier, leggja heimamenn álierslu á aó kynna sína fram- leiðslu. Hægt er að fá leiðsögn um vínekrur og verksmiðjur og aö sjálfsögðu að fá aö smakka á veig- unum. Ferðaiðnaðurinn mikilvægur Islendingar eru jafnan duglegir að versla á feröum sínum erlendis og í Trier eru fjölmargar verslanir og er rnikið lagt upp úr því að ná til þeirra ferðamanna sem borgina heimsækja. Verðlagiö er nokkuð misjafnt, stómrarkaðir bjóða vörur á ágætu verói en verðlagið í hin- urn ýmsu sérverslunum cr nokkuð hátt. Þar sem ferðamannaiðnaðurinn er mjög mikilvægur í Trier, er þar að finna ágætis hótel, sem staðsett eru miðsvæðis í borginni, einnig matsölustaði og fjölmarga bari. Hins vegar er næturlífið með ró- legasta móti. í Trier er rekin öflug ferða- mamiaþjónusta og er upplýsinga- miðstöð borgarimtar staðsett rétt við Porta Nigra og þangað eiga ferðamemi hiklaust að sækja upp- lýsingar urn það sem í boði er í borginni. Saarburg er skammt frá Trier og þar er vínrækt einnig í miklum blórna. I Saardalnum og næsta ná- grenni getur að líta gamlar bygg- ingar og önnur mannvirki, sem haldið hefur verið vel viö og gam- an er að skoða. Þar eru líka falleg- ir bæir og þorp sem gaman er aó heimsækja, eða bara skoða ofan úr hlíðunum í kring. Hafa hlutina í lagi Það má segja það urn Þjóðverja, að þeir hafa hlutina í lagi. Þeir eru sjálfir kröfuharðir á sínum ferða- lögum og þaö vitum við Islend- ingar mamia best. Þeir vita því hvað þarf til þess að gera fólki til hæfis og leggja sig alla fram um að gera gesti sína ánægða. Borgarhliðið í Trier, Porta Nigra, eða Svarta hliðið, er þckktasta cinkcnni borgarinnar. í Saardainum líkt og Móseldalnum, cru vinalegir baeir og þorp sem gaman cr að heimsækja. tímum Rómverja. Um leið eru að koma frarn nýjar upplýsingar frá fyrstu árurn byggðar þar. I Trier er leikfangasafn og ef börn eru með í för, er upplagt að fara með þau á safnið en þar eru yfir 5000 munir. í Trier er mikið af alls kyns versiunum en vcrðlagið er nokkuð misjafnt. Starfsfólk á vínekru í Saardalnum í óða önn af tína vínbcrin af trjánum. Móselvínin vel þekkt I Trier eru vínrækt og víngerð, iönaður og feróaþjónusta aðal at- vinnuvegirnir en Trier er þó fyrst og fremst vínbær og Móselvínin sem framleidd eru í dalnum vel þekkt. Þar búa nú um 100.000 íbúar. I nágrenni Trier má sjá heilu hlíöamar af vínekmm og einmitt um þetta leyti er vínberja- tínslu að ljúka og framundan er Glæsilegar byggingar og fallegt umhverfi Fáir eru eins duglegir að fcrðast til annarra landa og við Isiend- ingar. Þrátt fyrir allt krepputal og barlóm, ferðast Islendingar mikið og einhvcrjir fara til út- landa á hverju ári og sumir jafnvel oftar cn einu sinni. Kannski er ástieðan fyrir þcss- ari fcrðalöngun Islendinga sú að við búum á eyju norður í hafi og erum nokkuð cinangruð frá öðrum löndum. Um þcssar niundir fara fram stöðugir flutningar á fólki m.a. í bcinu flugi frá Akureyri til borga í Evrópu og virðist mikill áhugi fyrir þeim ferðum. I Trier í Þýskalandi cr margt að sjá og hafa fjölmargir Islcndingar sótt borgina hcim á umliðnum ár- um. Elsta borg Þýskalands Trier er elsta borg Þýskalands, varð lil 1300 árum á undan Róm og komu Rómverjar mikið við sögu þar í upphítfi. I Trier eru margar stórkostlegar byggingar og má þar nefna Dómkirkjuna, sem byggð var á rústum kirkna sem reistar voru árið 326 og 380. Kirkjan eins og hún er í dag, var reist af Poppo erkibiskupi árið 1030. Eimiig Konstanin-Basilika sem byggð var árið 306 sem krýning- arsalur fyrir Konstamn keisara. Eftir að Rómverjar yfirgáfu Trier rnissti byggingin hlutverk sitt og féll í niðurníðslu. Hún var síðan endurbyggð á árunum 1844-1856 og vígð sem kirkja mótmælenda og því hlutverki gegnir hún enn í dag og er reyndar eina mótmæl- endakirkjan í borginni. Hins vegar er borgarhliðið „Porta Nigra“ eða Svarta hliðið þekktasta einkemú Trier. Hlióið er um 30 m á hæð og 36 m á breidd og var byggt af Rómverjum fyrir um 2000 árum. Stoltir af byggingunum Á fornminjasafni borgarimtar er aó firnia fjölda muna frá dögum Rómverja, svo sem mósaikmyndir og styttur. Barbara-termem, hið forna baðhús Rómverja, er á bökkum árinnar Mósel og var byggt árið 150. Trierbúar eru rnjög stoltir af þessum byggingum og leggja mikið upp úr því að fá ferðamenn í heimsókn til þess m.a. að skoða þær. Enn er verið að fimia fomminjar í Trier og ný- lega fundust 1000 gulipeningar frá Það eru margar glæsibyggingarnar í Trier. Myndir og texti: Kristján Kristjánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.