Dagur - 06.11.1993, Síða 2

Dagur - 06.11.1993, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 6. nóvember 1993 FRÉTTI R Meðaltalsbónus í frystihúsum: Hæstí bónus á Ólafsfirði í september Frá því um áramót hefur mán- aðarlega verið unnið yfirlit um meðalbónus frystihúsa á svæð- inu frá Þórshöfn til Sauðár- króks, á skrifstofu Verkalýðsfé- lags Húsavíkur. Öll frystihús á svæðinu taka þátt í verkefninu, að undaskildu frystihúsinu á Raufarhöfn. I september var hæsti meðal- talsbónus á svæðinu í Frystihúsinu á Ólafsfirói, 182 kr. á tímann. Hæsti meðaltalsbónus á árinu er á Hofsósi 188 kr. á tímann. Troppu- þrek LOKAÐIR KVENNATÍMAR mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 19.00. Sími12080 Nuddpottur, vatnsgufubað og Ijósabekkir. Raftæki í miklu úrvali Kaffikönnur frá 1.995 Brauðristar frá 1.995 Vöfflujárn frá 5.355 Straujárn frá 3.335 Gæði og góð þjónusta \4 KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565 Aðalsteinn Baldursson, starfs- maður VH, sagói að slík yfirlit hefðu fyrst verið unnin í fyrra en síóan reglulega um hver mánaóa- mót frá áramótum. Hann sagði aö fiskvinnslufólk væri mjög ánægt með að fá þennan samanburó og það væri til bóta fyrir fyrirtækin aó geta borið þetta saman. Það væri metnaóur hjá starfsfólki og fyrirtækjum að vera ekki með lægstu bónustölurnar, þó mann- skapur og hráefni hefði þar mikið að segja. Aðalsteinn sagði að nú stæði yfir saumanámskeið á vegum Verkalýósfélags Húsavíkur og 22 konur sem tækju þátt í námskeið- inu væru svo áhugasamar að þær saumuðu bæði dag og nótt. Leið- beinandi á þessu vinsæla nám- skeiói er Hulda Ragnheióur Arna- dóttir, kjólameistari. IM Króksverk á Sauðár- króki með lægsta tilboðið í vikunni voru opnuð tilboð í lokuðu útboði Vegagerðar- innar á lagningu fyllingar á Sauðárkróksbraut við vest- urós Héraðsvatna vegna fyr- irhugaðrar brúarsnu'ði á næsta ári. Átta aðilum var boðið að bjóða í verkið og buðu sjö. Króksverk var með lægsta tilboðið, 44% af kostnaðaráætlun, sem hljóð- ar upp á 8,8 milljónir kr. Til stendur aó breyta vegar- stæði vió vesturós Héraósvatna og byggja þar nýja brú á næsta ári. Nýja brúin verður um 500 m sunnar en sú sem nú er. Sá verkhluti sem nú er boðinn út er lagning fyllingar að tilvon- andi brúarstæði, um 500 m vegalengd. Kostnaðaráætlun er á 8,8 miilj. kr. og buðu 7 aðilar af 8 í verkið. Króksverk var með lægsta tilboðið, rúmar 3,8 millj. kr„ eöa 44% af kostnað- aráætlun. Næstlægst var Fjöró- ur með rúmar 4 millj, eða 46,5% af kostn.áætlun og þar á eftir G. Hjálmarsson meó tæp- lega 4,7 millj., eða 53% af kostn.áætlun. Hæsta tilboð átti Amarfell, rúmar 8 millj., eða 92,5% af kostn.áætlun. sþ - NAMS KulD - íþróttcifélagiö Akur heldur ndmskeiö í Namskeibin hefjost um miðjan nóvember n.k. Ndnari upplýsingar og skrdning er á Bjargi í síma 26888 - Ndmskeibin eru öllum opin, (bogfimi þó abeins 16 drn og eldri). 200 Meöalbónus 1 .-38. vika □ Meðalbónus 35.-39. vika Meðaltalsbónus í frystihúsum á Norðurlæandi 01.01.93-30.09.93. Greinilegt er að verð á svínakjöti hefur farið lækkandi að undanfömu. Þessi mynd er tekin í sláturhúsi Benny Jensen í Giæsibæjarhreppi. Verlækkun á svínakjöti Verð á svínakjöti hefur farið Iækkandi að undanförnu. Eftir nokkra verðlækkun á markaði á síðasta ári var skráð verð lækkað um 8% og hefur það ieitt til meiri lækkunar. Þar sem verðlagning á svínakjöti er frjáls ræður markaðurinn mestu um hver þróun verðs er á hverjum tíma en verðskrá Fé- lags svínabænda er fremur til leiðbeiningar. Valur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Félags svínabænda, sagði í samtali við Dag að verð á svínakjöti hafi lækkaó nokkuó að undanfömu. Framleiðslan hafi far- ið vaxandi á þessu ári þótt hún nái ekki framleiðslu ársins 1989 en þá hail framleiðslan orðiö mest. Hann sagði aó nú væru til um vikubirgóir af svínakjöti í landinu sem væri nokkuð mikió í þessari framleiðslugrein þar sem nær öll sala fari fram á kjötinu fersku. Ef framleiðslan fari enn vaxandi þurfi að grípa til annarra ráða - til dæmis að frysta birgóir - sem væri slæmur kostur. Hann kvaðst þó ekki eiga von á að þess muni þurfa með. Valur sagði að svínabændur bindi nokkrar vonir við breytingar á virðisaukaskatti er koma eiga til framkvæmda um næstu áramót og einnig að kjarnfóðurgjöldum verði létt af greininni og gætu slíkar ráðstafanir komið neytendum til góða. Hann kvaðst telja að krepp- an í þjóðfélaginu komi illa niður á svínabændum jafnt sem öðrum kjötframleiðendum. Fólk hafi hreinlega ekki efni á að kaupa sama magn af kjöti og verið hafi á undanförnum árum og haldist samdráttur í sölu þannig í hendur við minnkandi kaupgetu. Fólk verði að velja sér r.ðra fæðu en kjöt í auknum mæli. ÞI Guðrún í Betrí helmingnum Guðrún Kristjánsdóttir, hús- móðir á Akureyri, eiginkona Einars Kristjánssonar frá Hermundarfelli, er ein fimm kvenna sem segja frá í viö- talsbókinni Betri helmingur- inn, sem Skjaldborg gefur út fyrir jólin. Hinar fjórar eru: Gyða Stefánsdóttir, maki Sigurðar Helgasonar, fv. sýslumanns, Guörún Ingólfs- dóttir, maki Ásgríms Hall- dórssonar, framkvæmda- stjóra, Steinunn Bergsteins- dóttir, maki Sigurðar G. Tómassonar, dagskrárstjóra Rásar 2 og Árný Erla Svein- björnsdóttir, maki Össurar Skarphéöinssonar, umhverf- isráðherra. Spurt um „Halló Akureyrí" Kristinn H. Gunnarsson (Alþbl - Vefj.) hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dóms- málaráðherra um löggæslu á skemmtunum. Fyrirspurnin erí tveim liðum. í síðari liðn- um er spurt hve mikið hafi þurft að auka löggæslu á „Halló Akureyri" annars veg- ar og hins vegar skemmtun ÚÍA á Eiðum. „Hver var kostnaður ríkissjóðs af auk- inni löggæslu, hver var áætl- aður fjöldi gesta og hver var endurgreiddur kostnaöur í hvoru tilviki fyrir sig?“ spyr Kristinn. Beðið er svars dómsmálaráöherra. Norðlensk list opinberra eigna í svari menntamálaráöherra við fyrirspurn Guðrúnar Helgadóttur um listaverka- kaup Listasafns íslands á síðustu fimm árum, koma nokkrir Noröiendingar viö sögu. Árið 1988 keypti safn- ið olíuverkið Skugginn minn eftir Hring Jóhannesson fyrir 120 þúsund og árið 1990 keypti það annað verk eftir Hring, Kvöldsól á tjaldi, fyrir 180 þúsund. Sama ár keypti safnið skúlptúrinn Kröflu eft- ir Ólafsfirðinginn Kristinn E. Hrafnsson fyrir 200 þúsund. Árið eftir festi Listasafnið kaup á olíuverkinu Ský og vatn eftir Akureyringinn Sig- urð Árna Sigurðsson. Þetta verk kostaði 200 þúsund. Sama ár keypti safniö olíu- verk eftir Kristján Steingrlm Jónsson fyrir 350 þúsund. í fyrra keypti Listasafn ís- lands síöan tréristu eftir Dröfn Friðfinnsdóttur fyrri 30 þúsund krónur. Jónco hf. gjaldþrota Jónco hf. Skarðshlíð 30a á Akureyri hefur verið úrskurö- aö gjaldþrota. Þetta kemur fram 1 Lögbirtingablaöinu. Fyrsti skiptafunduríþrotabú- inu verður 20. desember. Skiptastjóri er Þorsteinn Hjaltason, héraðsdómslög- maður á Akureyri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.