Dagur - 06.11.1993, Blaðsíða 22

Dagur - 06.11.1993, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 6. nóvember 1993 POPP Önnur plata Pearl Jam: Perlusmíð MAGNÚS CEIR ÚUÐMUNDSSON með prýði Pearl Jam er á góðri leið með að verða ein vinsælasta rokksveit heims. Er lýsa ætti hinum skamma ferli Seattle- hljómsveitarinnar Pearl Jam á stuttan en kjarnyrt- an hátt, myndi líklega þessi setning nægja: „Ævintýralegur meó ólíkindum." Þegar þeir Eddie Vedder söngvari, Stone Gossard gítarleikari, Jeff Am- ent bassaleikari, Mike McCrea- dy gítarleikari og Dave Ab- bruzzese trommuleikari stofn- udu Pearl Jam árið 1991 óraði engan og þá allra síst þá sjálfa fyrir þeim frama sem í vændum var og raunar höfóu þeir engar vonir né vilja til að svo yrói. Þegar fyrsta platan, Ten, kom út fljótlega eftir stofnunina virtist líka ekki margt benda til þess aó um heimsfrægó yrði aó ræða. Platan fékk vissulega góóa dóma fyrst þegar hún kom út ’91 og þótti hljómsveitin vera mjög spennandi, en þaó er á síðasta ári sem hlutirnir fara aó gerast fyrir alvöru og þaó hratt. Var þaó ekki hvaó síst hraður og óvæntur upp- gangur lagsins Alive, aó mig minnir einna fyrst í Bretlandi, sem máli skipti fyrir Pearl Jam og síðan lagió Jeremy í kjölfar- Bono söngvari U2 leggur gamla goðinu Frank Sinatra lið á hans nýjustu plötu ásamt Arethu Franklin o.fl. Nú á þriójudaginn kom á markað plata sem telja veróur býsna merkilega fyrir ýmsar sakir. Er þar fyrir það fyrsta um að ræöa fyrstu plötu aldins, ástsæls söngvara um tíu ára skeið sem ómældrar virðingar hefur notið, nefnilega Frank Sinatra. Þaó þó merkilegt sé væri ekki svo í frásögur færandi hér á þessum vettvangi nema fyrir það að á plötunni, sem nefnist Duets, syngur með Sinatra í einu lagi eitt frægasta popp/rokkgoð samtímans, Bono, söngvari írsku stórstjarnanna U2, svo ólíklega sem það nú hljómar. Er þaó í laginu l’ve got you under my skin eftir söngleikja- skáldið fræga með meiru Cole Porter, sem Bono leggur Sin- atra lió. Bono hefur reyndar sagt frá því í viðtölum vegna þessa samstarfs vió Sinatra aó hann væri ekki allt of hrifinn af Cole Porter, m.a. vegna lagsins eftir hann, Day and night, sem U2 gerði fyrir Red hot and blue (plata með lögum eftir Porter með ýmsum flytjendum í þágu eyðnirannsókna) er honum þótti heldur slæmt verk. En vegna virðingar við gamla goð- ið lét hann til leiðast. Hafði hann sjálfur hug á að þeir syngju saman lagið These bo- ots are made for walking, sem dóttir Sinatra gerði einmitt svo vinsælt, en á það vildi gamli maðurinn ekki fallast. ið sem jafnvel varó enn vin- sælla. Vinsældirnar hafa svo vaxið stig af stigi, fyrst í Bret- landi og Bandaríkjunum og st'ð- an út um allan heim og er nú t.d. svo komið aó Ten hefur slegió út plötu Nirvana Ne- vermind í sölu og selst enn grimmt. Eru þessar miklu vin- sældir Pearl Jam með Ten plötuna sem fyrr segir meó ólíkindum á allan máta og er ekki svo auðvelt aó útskýra þær. Það var nefnilega ekkert við þá félaga í Pearl Jam eóa tónlistina á plötunni sem fyrir- fram gæti bent til svo gríðar- legra vinsælda. Þunglyndisleg sýrublandin tónlist flutt af held- ur „sjúskuðum” gaurum var ekki samkvæmt vinsældaupp- skriftinni. En svo fór þó og hafa fleiri slíkar sveitir fylgt í kjölfarið eins og Alice in chains og fleiri. Pearl Jam hefði því nú í ár ekki nauósynlega þurft aó senda frá sér nýja plötu meó tilliti til ofan- sagós, en þaó ákvaó hljóm- sveitin þó að gera og er nýja platan Vs nú nýkomin út. Þaó sem svo meira er um vert er aó hún virðist strax ætla aó fylgja Ten vel eftir og auka hróður hljómsveitarinnar enn frekar. i Ijós kemur líka að rétt var hjá þeim fimmmenningum að senda plötuna frá sér nú. Eng- in ástæóa var til að bíóa lengur í tónlistarlegu tilliti, því Vs sýnir svo ekki veróur um villst aó gróska og þroski er mikill í lagasmíóunum. Vil ég meina að þær séu bæói fjölbreyttari og meir grípandi í heild en á Ten, sem ekki getur talist ann- aó en framfaraspor hjá ungri hljómsveit. Er sannarlega af nógu af taka í góðum lögum á Vs, en nefna má Animal, Re- arviewmirror, Rats og v.m.a. sem dæmi um hreinar laga- perlur. Er Vs annars í einu orði sagt hrein perlusmíð, sem telj- ast verður þ.a.l. ein besta rokk- plata ársins. Todmobile gleður og kveður odmobile, ein allrabesta hljómsveit landsins síðustu fjögur árin, er nú í sinni síðustu tónleikaferð um landið í bili að minnsta kosti. Ætla þau Andrea Gylfadóttir, Eyþór Arnalds og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson að hætta samstarfinu um óákveðinn tíma að henni lokinni, en hún er farin til að fylgja eftir nýju plötunni Spillt, sem kemur út 17. þessa mánaðar. Verður það aó teljast mikil og stór synd að þessi góða hljómsveit skuli nú vera að hætta, því líklega hefur hún sjaldan eöa aldrei verió betri en einmitt nú. Sanna t.a.m. lög þau sem Todmobile hefur verió að senda frá sér í sum- ar að hljómsveitin á sér nær engin landamæri í tónlistarsköpun- inni og þaó sem meira er, lögin bera öll meö sér ótvíræð gæði, svo ólík sem þau eru þó. Var hljómsveitin á ferð um Noróurland í vikunni og hélt m.a. tónleika hér á Akureyri í Leikhúsinu. Eins og við mátti búast var um mjög góóa tónleika að ræða sem stóðu sleitulaust í um tvær klukkustundir. Léku þau þrjú og sungu ásamt hjálparkokkum sínum þeim Matthiasi Hemstock trommara, Eiói Arnarssyni á bassa og Kjartani Valdimarssyni á hljómboró, lög af öllum fyrri plötum sínum, Betra en nokkuð annað, Todmobile, Ópera og 2603 og svo auðvitað líka lög sem verða á Spilit. Lofa þau góðu um plötuna. Meófylgjandi mynd var tekin á þessum síðustu tónleikum Todmobile á Akureyri í bráð. Eitthvað sem helst mætti líkja við Bítlaæðið fyrir um þremur áratugum, henti bandarísku rokk- stjörnurnar í Bon Jovi fyrir nokkrum vikum á tónleika- ferðalagi hljómsveitarinnar um Suðaustur-Asíu. Varð nánar tiltekið allt brjálað á flugvellinum í Manilla í Fil- ippseyjum þegar Bon Jovi kom þangaó, en þar höfðu safnast saman þúsundir að- dáenda sem vildu ólmir ná til átrúnaðargoða sinna. Rudd- ust þeir í því augnamiði fram- hjá öllum hindrunum þannig að vió ekkert var ráðið. Með naumindum tókst þó þeim Bon Jovi félögum að sleppa undan æstum múgnum og áttu þeir þar svo sannarlega fótum fjör að launa. Meðal annars slapp söngvarinn Jon Bon Jovi meó þeim hætti að læsa sig inni á salerni þar sem hann mátti _svo dúsa hátt í klukkustund. í framhaldinu urðu svo einnig vandræði á tónleikunum tveimur sem hljómsveitin hélt í borginni. Á þeim fyrri varð hún að hætta eftir aðeins klukkutíma vegna óveðurs sem skall á, sem að- dáendurnir kunnu samt ekki aó meta og ollu skemmdum á tónleikasvæðinu, en á þeim síóari var hins vegar um tölu- verð læti að ræða m.a. vegna troónings. Urðu þó sem betur fer engin alvarleg slys á fólki í þessum látum öllum. Þaó veróur að segjast eins og er með geisla- diskabyltinguna, að hún er góó svo langt sem hún nær. Gott og bless- að er að fá betri og hreinni hljóm og jafnframt kraftmeiri á geislaplötum en á gömlu góðu vínilplötunum. En þaó er hins vegar öllu verra aó maóur fái allt aóra plötu en maður var eftir útlitinu að dæma búinn að kaupa, eins og æ gerist nú oftar fyrir mis- tök meó geislaplötuframleiðsl- una. Sú staðreynd að tónlistin er nú stafræn talnarulla sem þrykkt er á, ef svo má aó orói komast, gyllta plastplötu, hef- ur skapaó þann vanda að menn geta ruglast á tveimur eða fleiri slíkum rullum, sem ekki eru svo ólíkar að sjá með þeim afleiðingum að menn fá allt aðra tónlist en þeir telja sig vera aó kaupa sem fyrr segir. Slík framleiðslumistök urðu t.d. nú um daginn á nýju plötunni með rokksveitinni góðu Teenage fam ckub, sem vekur nú sífellt meiri athygli. Fyrir handvömm voru nefni- lega fyrstu eintökin af plötunni, sem ber heitið Thir- teen, í raun nýja plata Nir- vana, In Utero. Varð að sjálf- sögðu uppi fótur og fit út af þessum mistökum og voru gölluðu eintökin innkölluó hið snarasta. Fengu þeir sem þá þegar höfðu keypt gölluóu plötuna henni auðvitað skipt, en þeir voru nokkrir sem það þó ekki gerðu enda veróur sjálfsagt um verðmætan safn- grip aó ræóa eftir nokkur ár. Þaó skal ósagt látið hvort nafnió á plötunni, þrettán, hefur eitthvað meó mistökin að gera, en hitt er deginum Ijósara að ekki fæst allt með betri tækni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.