Dagur - 06.11.1993, Blaðsíða 9

Dagur - 06.11.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 6. nóvember 1993 - DAGUR - 9 Viðtal og myndir: Sigríður Þorgrímsdóttir sem ekki vilja vera með í vinnunni uppfrá koma í lcrðimar. Þetta cr mjög gefandi starf. Mér finnst aldraðir hér eiga kost á mörgu og aðstaðan við félagsstarf- ió er ágæt. Fólk getur unnið ýmislegt í höndunum og svo er annar salur þar sem er boðið upp á kaffi og fólk getur verió að spila. Eg hef alla tíó haft stúlku meó mér í hlutastarfi í félagsstarfinu, en þaó er tvisvar í viku.“ Ætlarðu að halda þessu áfram? „Eg hef áhuga á að minnka við mig, ég á svo mörg áhugamál. Eg hef tekið svo mikið af Ijós- myndum bæói hér á safninu við ýmis tækifæri og svo úti í bæ og mig langar til að ganga frá þcim. Eg er heldur ekki búin aó ganga alveg frá steina- safninu. Eg hef eiginlega alltof mörg áhugamál. Það eru fyrst og fremst steinamir." Elísabet með fjaðrahattinn umrædda, sem hún fékk í Kolaportinu. Langar til að börnin njóti steinasafnsins „Það héldu aliir í lýrstu aó þetta væri geóveik manneskja sem labbaði um fjörumar aó tína steina. Þetta þótti fáránlegt þá. Eg hef sjálfsagt byrjað að safna heima á Isafirói. Eg man aó ég var alltaf hcilluð af steinum sem faðir minn átti í kassa, þaó voru stcinar sem hann hafði fundið undan jökli þcgar hann var á sjónum. Það var siður að fara meö okkur í ferð yfir fjöröinn í hlíðina hinum megin. Mér er mjög minnisstæó l'yrsta feróin sem viö fórum þama, bræöur mtnir náðu að fara alla leið upp í skál, en ég komst það ekki vegna þess að ég var svo upp- tckin viö að skoða blómin. Eg held aó þá hafi áhuginn kviknað, en þctta var nú í ættinni. Afi minn, sem var leipsögumaður, fcróaðist mikið með vísindamenn. Eg hugsa að ég hafi áhugann á náttúrunni úr þeirri ætt. Einu sinni var ég á kvennaþingi í Rcykjavík og þá var verið að skipuleggja ferð kanadískrar blaðakonu um landió. Hún átti víða að koma við. Eg heyröi sagt: „Heyrðu, á hún ekkert að koma í Húnavatnssýslu?" „Nei,“ var svarið; „hvað er aó sjá þar, þetta er bara eyóimörk!“ Vissulega er búið aó eyóa öllum skógum héma og fjöllin eru nakin, en það er samt ýmislegt fallegt og áhugavert. Þá fór ég einmitt að hugsa um steinana mína. Steinamir mínir eru alls ekki allir fallegir, ég hef tínt allskonar sýnishom. Eg þekki ekki tegund- ir nema alþýóuheiti, en Sveinn Jakobsson á Nátt- úrufræöistofnun hefur verió vinsamlegur við mig og hjálpaði mér vió að skilgreina steinana þegar verið var að setja safnió upp. Fólk hefur komið til mín með ýmislegt. Þaó kom maður til mín með Pétursskip sem kom á öngul hjá föður hans lengst úti á Húnaflóa. Það gætu verið svona 60-70 ár síðan. Mér fannst þetta mjög dýrmætt. Eg á líka þó nokkuð af sýnishom- um frá Grænlandi sem þeir færðu mér flugmenn- imir hjá Vængjum. Þeir höfðu verið aó fljúga með danska jarðfræðinga um Grænland og hirtu þá nokkur sýnishom af málmgrýti o.fl.“ Var maðurinn þinn með þér í þessu? „Hann var lengi slæmur í mjöðm og átti bágt meö að ganga. En hann var alltaf viljugur að keyra og bíóa rólegur, alveg sama hvað ég var lengi aö þvælast. Svo hann átti sinn þátt í þessu líka.“ Hvemig stóó á því að þið gáfuó bænum stein- ana? „Fyrir einum fimmtán árum bauð ég skólanum héma safnið. Það var minn draumur að skólinn ætti syona safn fyrir börnin. Ekki bara það, það er ýmislegt annað sem ég get gefið, sem tengist nátt- úrunni. En einhvern veginn var aldrei hægt að taka á móti þessu. Við gáfum svo bænum safnió nú í sumar og ég vona aó þaö vcrði eitthvað í tengslum við bömin. Safnið er geymt á bókasafninu, það sem komið er. Þaó er búið að setja það upp, en það er töluvert eftir sem cr geymt hjá syni mín- um.“ Fjaðrahattar og fleiri höfuðföt Ertu ennþá aó safna steinum? „Eg er ekki alveg laus vió það. Eg hef bara haft svo mikió að gera af því að ég er að reyna að keppa vió tímann. Ég er orðin 67 ára og langar til að skila sómasamlega af mér héma á safninu. Fá tækifæri til aö klára aó skrá það sem komió er svo ég gcti skilaó af mér með hreinni samvisku.“ Þú hefur safnað fleiru, ekki satt? „Jú, ég hef lítillega safnað höttum. Þaó eru ekki mörg ár síóan ég byrjaði á því. Höttunum hef ég safnað í gegnum vini og kunningja. Bróðurdótt- ir mín í Reykjavík er afskaplega dugleg og hefur verið mér innanhandar við þetta. Ég safna aðallega kvenhöttum. Ég hef í mörg ár verið aö leita eftir sérstökum hatti, þetta byrjaði nú út af því. Það er svolítið sérstök saga. Eg heyrði um konu hérna, sem var svona ekki eins og fólk er flest, og hún gekk alltaf með fjaórahatt sem hafði verið gerður úr fuglshömum. Ég fór að spyrjast fyrir um þetta og komst að því að það var mjög vinsælt áður fyrr að gera sér hatt úr fuglshömum af húsönd og him- brima. Það veit bara enginn í dag hvemig þetta var búió til. Þetta vakti áhuga minn á höttum og höf- uðfötum yfirleitt. Ég hef verið aö vióa að mér cfni, smávegjs upplýsingar í sambandi vió húfur og hatta. Ég man nú ckki hvaó ég var komin meö margar tegundir. Það voru m.a. búin til höfuðlot úr kattáskinni, tófuskinni og selskinni, þau voru hekluð úr alls konar bandi og ég heyrði um konu sem hafói misst hárið í taugaveiki og tók hárið og heklaði sér hatt. Ég á ekkert mjög nnkió af höttum, ætli þeir séu ekki milli 20 og 30. Ég er ekkert mikið fyrir að safna hlutum til að eiga þá sjálf. Það sem ég á af höttum læt ég hingað á safnið." Elísabet segir mér að sig hafi langað afskap- lega til að eignast fjaórahatt og þaó geróist á ævin- týralegan hátt. „Mig hafói lengið langað til að koma í Kola- portið. Ég hafði alltaf ímyndað mér að þar myndi ég sjá fjaðrahatt. Svo kem ég þangað einu sinni og þegar ég er að ráfa þama um með dóttur minni og skoða, kcm ég allt í cinu aó ungum pilti og stúlku sem segjast vera að sclja ýmislegt dót sem amma þcirra átti. Þá kemur kona þama að boróinu hjá þeim og tekur upp fjaórahatt! Ég stóð þama og mændi á hattinn og hugleiddi hvað hún ætlaöi að gera. Hann átti að kosta 500 kr., en hún sagði að þaó væri alltof dýrt og lagði hann frá sér. Ég var nú fljót að grípa hattinn og spurói hvort þau ætl- uðu að sclja hann á 500 kr. „Já, þetta var nú eigin- lega uppáhaldshatturinn hennar ömmu,“ sögóu þau. Ég sagðist safna höttum og þá sögðust þau láta mig hafa hann á 400 kr.“ Fólk þarfað búa sig undir ellina „Svo er ég svo hagsýn að ég fór að safna tölum. Ég átti töluvert eftir móður mína og tengdamóður og svo hafa ýmsir gefíð mér tölur. Þetta bíður allt í stórum kassa. Þetta er verkefni sem ég ætlaói mér þegar ég yrði orðin gömul, þá gæti éjg setiö á rúm- stokknum og dundað við tölur. Eg kenni svo óskaplega í brjósti um gamalt fólk, þegar þaö er oróið svo gamalt að það hefur ekkert annað en rúmið sitt. Ég man eftir cinni gamalli konu á sjúkrahúsinu héma, sem var svolítió sinnulaus. Hún fór oft út á svalimar, en þar voru blómakassar sem Kvenfélagió hafði gefið. Þá hlúði hún alltaf að sama blóminu, það var fallegasta blómió. Hún hafði átt mikið af blómum meðan hún var frísk. Það er eins og það þurfi eitthvaó aó vera, bara eitthvað sem fólk getur handleikið. Jafnvel þó maður gæti ekki einu sinni þrætt tölu á spjald, þá gæti niaöur kannski handleikið þær og þó alltaf hrært í þcim. Þau hlæja svo að mér heima, þaó er nefnilega svo algengt í minni ætt að fólk bara kveóur einn góóan veóurdag. Þau segja að þetta sé nú alvcg óþarfi af mér. En ég læt mig ekkert með það. En í alvöru talað, þá held ég aó fólk hugsi alltof lítið fyrir ellinni. Það er slæmt þegar fólk býr sig ekki undir þetta á neinn máta.“ Það er ckki hægt að segja annað en að Elísabet sé vel undirbúin undir cllina. Starfið meó öldruð- um hcfur hjálpaó til og svo á hún margt ógcrt. Enn á hún áhugamál í pokahominu. „Ég hef vcriö aó læra aó teikna hjá mynd- menntakcnnara hér, Hjördísi Bragadóttur. Þaó var tvennt scm ég gat aldrei gert í skóla, það var að syngja því þá tarfelldi ég alltaf og ég gat aldrci teiknað eftir nokkurri mynd. Þaó var siðurinn þá að maður lékk enthvcrt blað og átti að teikna el'tir því. Ég lækkaöi um hcilan á hverju ári í barna- skóla út af þessu. Ég get ckki tciknað el'tir öóru, en ég hcf alls- konar hugmyndir. Ég get ýmislegt, þó ég veröi aldrei listakona. Ég er alltaf meó hugann við þaó að ég ætla ckki aó verða leiðinleg og láta aóra hafa áhyggjur af mér þegar ég vcrð öldruð. Ég vil hafa citthvaó fyrir stafrii." Hefði gjaman viljað búa í Reykjavík Aó lokum höldum við heim til Elísabetar og Svcrris, en þau hjónin búa í nýju húsnæði sem bærinn byggði sem cignaríbúðir fyrir aldraða. Þar cr mér boðið upp á kaffi og pönnukökur að göml- um og góðum sió og Elísabct sýnir mér nokkur eintök af fallegum klútum og silkibindum sem hún hefur málaó. Hún hefur þróað sína eigin aðferó og litimir renna sérkennilcga saman. Silkimálun er eitt af því sem hún kennir í félagsstarfinu. Hún segist yfirleitt ekki vera mikil handavinnukona, t.d. hafi hún aldrei prjónaó að gagni. Hinsvegar kann hún góð skil á ýmsum tegundum hannyrða í gegnum starf sitt. Hún segist reyndar hafa haft gaman af að sauma út fina dúka. Það fer samt ekki milli mála þegar silkiklútamir eru skoóaðir og myndimar sem Elísabet hefur teiknað og málað, aó hér er hæfilcikakona á feró, hvað sem öllum prjónaskap líöur. Myndirnar hennar líkjast kannski engum fyrirmvndum, en það er ekki hægt að efast um listrænt gildi þeirra. Þar ríkir sjálfstæð sköpun- argleói. Bamabörnin eru 13 og eitt barnabarnabam er komið í hciminn og oróið sex mánaða. Það er óskaplega skrýtin tilfinning, segir Elísabet. Hún kveðst sátt við aó hafa cytt meginhluta ævinnar á Blönduósi, en sig hafi reyndar alltaf langað til að búa í Reykjavík. „Ég kem oft þangað. Ég veit ekki af hverju þetta er, en gæti trúað aö það væru söfn- in. Ég hef mikla ánægju af sýningum. Þaó er ótrú- legt hvað er hægt að gera sér til gamans og skoða, ég hcld aó fólk geri sér ekki grein fyrir hvað Reykjavík er stórkostleg. En mér hefur fallið af- skaplcga vel við l'ólk hér og liðið vel á Blöndu- ósi."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.