Dagur


Dagur - 06.11.1993, Qupperneq 24

Dagur - 06.11.1993, Qupperneq 24
 Lögreglan á Akureyri: Handtaka vegna fuglamálsins Einn úr áhöfn togarans Stak- fells ÞH-360 var handtekinn af lögreglunni í Kristiansand í Noregi sl. fimmtudag, grunað- ur um að hafa ætlað að smygla 48 dauðum fuglum til Bret- lands. Togarinn kom við í Nor- egi til áhafnaskipta áður en haldið vrði áfram til Hull í Bretlandi í sölutúr með 220 tonn af frystum afurðum, afla- verðmaeti 65 milljónir króna. „Það iöru tveir menn og tvær konur með flugvél frá Akureyri til Noregs og með þeim var senl fullt af pökkum, m.a. frá útgerð- inni. en þessum pakka með fugl- unum hefur mcð einhverjum hætti verið komið með en hann var stílaður á Stakfelliö. Rann- sóknarlögreglan á Akureyri er að kanna uppruna þessa fugla- pakka,“ segir Magnús Helgason, útgerðarstjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. Rannsóknarlögreglan handtók einn mann á föstudagsmorgun vegna málsins og var hann í ylir- heyrslu er blaðið fór í prentun. í pakkanum voru nt.a. þrfr fálkar, straumendur og himbrimar, sem allt eru friðaðar fuglategundir. GG Dalvík: Gott atvinnuástand og bjartsýni ríkjandi Síðasta vinnudag októbermán- aðar voru 7 manns á atvinnu- leysisskrá á Dalvík, 4 konur og 3 karlar. Þetta er svipaður fjöldi og undanfarna mánuði en allt frá því í byrjun sumars hafa 4- 10 verið á skrá og því varla hægt að tala um atvinnuleysi á Dalvík. Atvinnumiðlun Dalvíkur er á skrifstofu Einingar og þar fengust þær upplýsingar að raunverulegt atvinnuleysi þekktist varla á Dal- vík og það fólk sem kæmi inn á skrá fengi yfirleitt eitthvað að gera. Horfumar eru góðar og fólk því bjartsýnl. Samtals hafa 14 manns fengið vinnu við átaksverkefni frá því í sumar og eru 2 í slíku verkefni nú. Starfsmaður Einingar sagði að það vantaði konur sem treystu sér til að vinna í frystihúsinu og einnig hefði verið óskað eftir karl- manni í saltfiskverkun þannig að óhætt væri að segja að atvinnu- leysi væri ekki vandamál á Dal- vík. SS Norðlendingar geta haldið áfram að þökuleggja um helgina en á þriðjudag er von á breytingum, norðvest- an strekkingi og éljagangi. Spáin fyrir helgina og mánudag hljóðar upp á suð- vestan kalda, úrkoma verð- ur fyrir sunnan og svalt, en þurrt og um 5 stiga hiti norðanlands. Á þriðjudag kólnartil muna. HELGARVEÐRIÐ Mynd: Robyn Húsavík: Grunur ura rjúpna- veiðar við húsveggi „Ég hef heyrt að það hafi verið skotnar rjúpur hérna, þær étn- ar og þótt góðar,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, verkstæðiseig- andi í Haukamýri, aðspurður um sögusagnir um rjúpnaveiðar í iðnaðarhverfinu syðst í Húsa- víkurbæ. Nýlega auglýstu lóðareigendur í Haukamýri bann við rjúpnaveið- um, af gefnu lilefni. Ðagur hefur haft samband við nokkur fyrirtæki á svæðinu og viðmælendur kann- ast allir við að hafa heyrt sögur af skotveiðum milli fyrirtækjanna þó þeir vilji ekki staðfesta neitt þar um. Lögregla kannást ekki við að hafa hcyrt af slíkum veiðum og engin kæra hefur borist. Tryggvi sagði að mikið hefði verið af rjúpu við húsin fyrr í haust, tvö hreiður voru á svæðinu og hann sá um 25 fugla á vappi. Starfsmaður Bifreiðaskoðunar Is- lands sagði einnig að mikið hefði verið af rjúpu á svæðinu, en þær væru horfnar núna. Hann hefði oft þurft að reka hjarðir af rjúpum frá dyrum skoðunarstöðvarinnar. „Þetta er furðuleg menning," sagði Atli Vigfússon, formaður Rjúpnaverndarfélagsins, en hann hefur heyrt sögusagnir að skot- veiðum milli húsa í Haukanrýri. IM Sendum vinum og vandamönnum erlendis jólahangi- kjötið frá KEA Byggðavegi 98 Opiðtilkl. 22 alla daga Vökviin eftir vœnan túr. Sameiningarfundir á Norðurlandi vestra: Málefnalegir en ekki hallelújasamkomur Björn Sigurbjörnsson, formað- ur umdæmisnefndar um sam- einingu sveitarfélaga á Norður- landi vestra, segist ánægður með hvernig til hafi tekist með kynningarfundi umdæmis- nefndar um sameiningarmálið, en síðasti fundurinn var á Sauð- árkróki sl. flmmtudagskvöld. Á fundinn á Króknum mættu á milli 40 og 50 manns, en hafa verður í huga að fundinum var út- varpað og það hefur að mati Björns dregið úr fundarsókn. Þrátt fyrir að kynningarfundum á vegum umdæmisnefndar sé lok- ið, þá er kynningarfundum um sameiningarmálið síður en svo lokið. Björn sagði það afar ánægjulegt að sveitarstjórnir margra sveitarfélaga hafi óskað eftir „lókal“ kynningarfundum og á þá myndu fulllrúar umdæmis- nefndar mæta. Einn slíkur fundur var á Hofsósi í gærkvöld og fram- undan eru fundir í Varmahlíð, Viðvíkursveit, Skefilsstaðahreppi, Lýtingsstaðahreppi, Þorkelshóls- hreppi, Fremri-Tprfustaðahreppj og Fljólahreppi. „Á þessum kynningarfundum hafa mcnn auðvitað talað bæði með og á móti, cnda bjóst maður ekkert við neinum hallelújasám- komum." óþh Ekki 15% - Ekki 20% heldur 25% afsláttur af umhverfisvænni innimálnmsu Tölvublöndum þúsundir lita Gæði - Góð þjónusta KAUPLAND HF. Kaupangi v/ Mýrarveg • 600 Akureyri Sími 96-23565 • Fax 96-11829

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.