Dagur - 06.11.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 06.11.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 6. nóvember 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, Sl'MI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Aðstöðumunurinn skattlagður Sú fyrirætlun stjórnvalda að leggja virðisaukaskatt á innanlandsflug frá og með næstu áramótum hefur réttilega verið gagnrýnd. Flugfélögin fimm, sem stunda áætlunarflug innanlands, hafa mótmælt þessum áformum harðlega og bent á að skattlagn- ingin hækki flugfargjöld um 9-10%. Svo mikil hækk- un mun óhjákvæmilega leiða til fækkunar farþega og samdráttar í þjónustu. íslenska vegakerfið hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum og er nú allt að því viðunandi. Þess vegna hafa æ fleiri tekið þann kostinn að fara ak- andi milli landshluta fremur en að nýta sér þjónustu flugfélaganna. Þau flugfélög, sem stunda áætlunar- flug innanlands, hafa fyrir vikið átt erfitt uppdráttar síðustu ár. Þau hafa átt sífellt erfiðara með að ná endum saman í rekstrinum og hafa neyðst til að grípa til þess óyndisúrræðis að fækka ferðum og skerða þjónustuna á annan hátt. Hin nýja skatt- lagning mun örugglega verða til þess að enn fleiri taka þann kostinn að keyra milli landshluta og byggðarlaga fremur en að fljúga. Skatturinn mun jafnframt verða til þess að ferðum innlendra og er- lendra ferðamanna um landið fækkar. Virðisauka- skattur á innanlandsflug stefnir því ekki einungis flugsamgöngum innanlands í verulega hættu, held- ur mun áhrifa hans vafalaust gæta í ferðaþjónust- unni. Þrátt fyrir vegabætur og umtalsverðar framfarir á öðrum sviðum samgöngumála eiga þeir, sem búa lengst frá höfuðborginni, erfitt með að komast af án flugs. Sömu sögu er að segja af þeim sem búa við einangrun vegna snjóþyngsla hluta ársins. Þess vegna var söluskattur af flugsamgöngum felldur niður á sínum tíma. Það var einfaldlega ekki talið verjandi að skattleggja aðstöðumun landsmanna. Það var ekki talið verjandi að innheimta skatt, sem kom verst við þá sem lengst bjuggu frá höfuðborg- inni. Þau rök eru enn í fullu gildi. Þess vegna er hin fyrirhugaða skattlagning á innanlandsflug eitt það ranglátasta sem fundið hefur verið upp í skattamál- um frá upphafi. Er þó af nógu að taka í þeim efnum. BB. I UPPAHALDI „Ævinlega bækur á náttborðinu“ - segir Gunnar Karlsson, hótelstjóri Gunnar Karlsson er hótelstjóri á Hótel KEA. Hann skoraðist ekki undan því frekar en aðrir að segja okkur frá hugð- arefnum sínum og áhugamálum. Þess má geta að á sunnudags- kvöldið verður haldió málverka- uppboð á Hótel KEA sem List- húsið Þing og Gallerí Borg standa fyrir, en langt er síöan slíkt uppboð hefur verið haldið á Akureyri. En víkjum þá aó spumingunum okkar og svörum hótelstjórans. Hvað gerirðu helst ífrístundum? „Eg reyni yfirleitt að slappa af og hafa þaó notalegt. Eg hef nóg vió að vera heíma fyrir og við að sinna áhugamálunum.“ Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Þetta er erfið spurning. Ég hef alltaf verið hrifinn af gömlum og þjóðlegum mat og til dæmis voru svið í mestu uppáhaldi hjá mér þegar ég var stráklingur. Lamba- kjötió er alltaf gott en til sér- stakra hátíðarbrigða myndi ég scnnilcga velja safaríka nauta- steik eóa góðan hurnar.'* Uppáhaldsdrykkur? „Að vatninu slepptu er það diet- kók.“ Ertu hamhleypa til allra verka á heimilinu? „Já, ég kemst ekki hjá því. Ég hef alltaf haft gaman af því að taka til hendinni vió heimilisstörf Gunnar Karlsson. og þaö eina sem mér finnst leiö- inlegt er að strauja." Er heilsusamlegt líferni ofarlega á baugi hjá þér? „Já, það er ofarlega á baugi þegar öllum hlaupum sleppir.“ Hvaða blöð og tímarit kaupirðu? „Ég kaupi Morgunblaðið og Garða og gróóur. Svo sé ég Dag og fleiri blöð í vinnunni." Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Það er ævjnlega bók á nátfborð- inu og oftast fleiri en ein. Ég hef sérstakt dálæti á Halldóri Lax- ness og Sjálfstætt fólk er sú bók sem ég hef lesið oltast. Þaö líöur aldrei það kvöld aö ég lesi ekki bók.“ Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Ég hef mest dálæti á tónlist frá 1950-60 og ég hef alltaf gaman af harmoniku og gríp svolítið í hana sjáifur.“ Uppálialdsíþróttamaður? „Ég er ekki mikill íþróttaáhuga- maður. Ætli ég verði ekki aö taka undir með syni mínum og nefna Michael Jordan.“ Hvað hoifirðu mest á í sjónvarpi? „Ég horfí langmest á fréttir og má ckki missa af þeim. Þar fyrir utan horfi ég mest á umræðu- og fræósluþætti og hef sérdeilis gaman af ölln sem lýtur að is- lenskum þjóðháttum.“ A hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? „Ég vil ekki ncfna neinn sérstak- an en þó verö ég að segja að Halldór Blöndal hefur komið mér mikið á óvart og hann hefur staðið sig vel." Hvar á landinu vildirðu helst búa fyrir utan lieimahagana? „í Reykjavík.“ Hvaða hlut eðafasteign langar þig mest til að eignast um þessar mund- ir? „Fyrst ég má nefna hvað sem er þá ætla ég að biðja um skemmti- snekkju." Hvað gerðirðu í sumarleyfinu? „Ég flúði rigninguna og fór í Borgarfjöró og á Snæfellsnes.“ Hvað œtlarðu aðgera um helgina? „Ég ætla bara að eiga rólega helgi og hugsa um börn og bú.“ SS BAKÞANKAR KRISTINN C. JÓHANNSSON Um þá óseðjandi homskökku hít Segir nú enn frekar af umsvifum hlutafélags þess sem stofnaó var í nauðvörn utan um margvíslega starfsemi vora til hagræóis og ein- földunar i bókhaldi og til tryggingar skilvísri greiðslu í sjóði atvinnulífs- ins. Það er alkunna að íslendingar og þar meó vér veróum einna vit- lausastir á vorin. Þegar snjóa leysir og nætur veróa bjartar ganga menn gjarnan eins konar berserksgang í framkvæmdasemi alls konar og fjárfestingum, sem síðan hafa verió að leggja bankakerfið í rúst. Þetta sérstaka hlutafélag fór varlega í fjárfestingar í ár en gerói þó bjartsýnisspá í vor áóur en skatturinn komst í bókhaldió og hafói þegar keypt byggingarefni áó- ur en upp komst um strákinn Tuma. Þá var of seint að draga í land svo framkvæmdir hófust um svipaó leyti og allir aórir uróu frávita af vorgleði. Fyrst hafði verið ráógert aó félagió réðist í geró laxastiga í Glerá eóa ræktun regnbogasilungs í því sama fallvatni en af ókunnum ástæðum vildi hió opinbera ekki koma til hjálpar við þær framkvæmdir. Þá var ákveóió að smíða kassa í staó- inn, með aóstoó stofnlánadeildar, og sýnir það ábyrga fjármálastjórn vora. Þetta var heldur ekki neinn venjulegur kassi heldur eins konar þrískipt ílát eða safnþró, sem eru nú mjög í tísku og sumir álíta meir að segja aó svona ílát geti framleitt brúklega mold. Það er meó öllu ósannaó og þess vegna vilja allir eiga svoddan kassa. Þar sem vér höfum ekki löggild- ingu sem kassasmiðir en ætluóum samt aó smíóa sjálfir voru fram- kvæmdir hafnar sunnan undir vegg fjarri heimsins glaumi og forvitni enda ekki víst aó aógeróin yrði hefóbundin. Vegna almenns samdráttar og aóhaldssemi í fjármálum landsins var þegar ákveðið að byggja í áföngum, í staó þriggja hólfa tvö, innláns- og ávöxtunardeild en fresta framkvæmdum við útlána- deildina. Oss hafði verió komió í skilning um að ef safnaó yrði í innlánsdeild- ina öllu því sen landareignin gæfi af sér og eru þá nýsprottnar kartöfl- ur ekki undanskildar mundi allt þetta koma sér saman um að veróa að mold á þriggja ára fresti. í annarra manna göróum eru svona safnkassar einföld smíð að sjá enda hugðumst vér nú Ijúka þessu verki á svipstundu ekki síst til þess að fjármagnið nýttist sem best. Þetta var góó ráðagerð þang- að til framkvæmdir hófust. Vér fór- um með kærulausu látbragði suður fyrir vegg, vopnaðir vaturpassa, húsvansi, nöglum og hamri og vinkli ásamt viðeigandi timbri sem kom þó tregt til þessa leiks. Sam- kvæmt uppdráttum tæknideildar áttu þessi þriskipta stofnun að vera með fjórum hornum hver deild og öll horn níutíu gráóur auk þess sem mannvirkió átti að mynda samskon- ar horn við ísland sem var undir. Þessi hornakonsert bar ekki í sér mikinn frumleik höfundanna en þeim mun meiri leikni krafóist hann af verktakanum. Ekki er rétt að lýsa út í hörgul gangi framkvæmdanna en aó tveim vikum liðnum sátum vér uppi með mannvirki sem hefur í sjálfu sér býsna mörg horn en ekkert þeirra er níutíu gráður og fjarri er því að byggingin myndi þess konar horn vió jöróina. Þessi inniánsstofnun mun seint fá gæóastimpil frá skipulagsstjóra. Var nú aó því komið aó safna til moldargerðarinnar og leið reyndar ekki á löngu áður en farió var að kalla þessa furóusmíð „ríkiskass- ann“. Kassi þessi hefur nefnilega þá náttúru aó það er sama hve í hann er látið aó aldrei fær hann nóg. Fyrst fór í hann leifar af hvanna- stóði frá í fyrra, runnar murkaðir við jörð, og varla höfóu grösin stungið höfói upp úr jöróu fyrr en slegin voru og flutt í gímaldió, kartöflu- grös, arfi, fíflar og sóleyjar og varla að frú Guðbjörg fengi að hafa grænmetið sitt í friði i ísskápnum, egg heil og hálf, þrisvar hellt upp á könnuna á kvöldin til að fá korginn, fiskur, nýr, saltaður og siginn að ekki sé nú talað um ávexti sem oft hurfu sporlaust af eldhúsborði. Pottaplöntur, jukkur, kaktusar og annað stofuskraut hvarf nú allt í einu suður fyrir vegg. Vér óttumst satt aó segja að jólatréó í ár fari aldrei inn fyrir dyr hér á bæ en haldi jólin í þessu samkvæmi í kassan- um. Hann ropar bara kassinn og stendur þarna eins og honum komi ekki við sviðin jöróin allt um kring. Þar er af skiljanlegum ástæóum varla stingandi strá að sjá og einu viðbrögðin sem hann hefur sýnt til þessa er að eitt kartöflugras stakk sér út á milli rimlanna á miðju sumri í háóungarskyni, ávöxtur nokkurra kartaflna sem vér höfóum stolið úr matarbúri heimilisins þegar fátt var um annaó hráefni. Þótt vér skiljum við hann fullan að kvöldi er sigió í honum til hálfs aó morgni og hefst þá enn örvænt- ingarfull leit að jurtaleifum eða vér bregóum oss svo lítið beri á í græn- metisborðið í Hagkaup aó kaupa handa honum dagskammtinn. Ekki höfum vér lengur sál í oss að borða kvöldskatt nema til hálfs, afgangur- inn fer í hann. Hann er sem sagt ríkiskassaleg- ur þessi hornskakki gámur og minnir á ekkert meir en óseðjandi hít og það sem verra er þá höldum vér hann muni líkjast frænda sínum líka aó því leyti að það sem hann skilar til baka í fyllingu tímans verói ekki endilega það sem vonir vorar stóðu til í upphafi framkvæmda. Þess má svo að lokum geta að oss finnst níutíu gráðu horn heldur ómerkileg eftir aó hafa séð þá miklu fjölbreytni sem ná má út úr þrjú- hundruðogsextiu gráöa horna- summu ferhyrnings. Kr. G. Jóh. hf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.