Dagur - 06.11.1993, Blaðsíða 10

Dagur - 06.11.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 6. nóvember 1993 Hjálparmeðul óvirkra reykingamanna: Plástur, úði, töflur og tyggigúnuní - fáar afsakanir fyrir því að hætta ekki að reykja „Þaö er enginn vandi aö hætta aö reykja, ég geri þaö á hverjum degi,“ sagöi Mark Twain og eiga þessi orö vel viö um flesta reyk- ingamenn. Þaö er tiltölulega lítið mál aö drepa í „síöustu" sígarett- unni en innan skamms fer aó bera á vanlíóan hjá hinum tóbaksiausa og honum reynist erfitt að vióhalda reykbindindinu. A síó- ustu árum hafa nikótínlyf veriö notuö í meðferð reykingamanna og lofar árangurinn góðu. Þorsteinn Blöndal, sérfræóing- ur í lungnasjúkdóntum, ritar grein í nýjasta tímarit Heilbrigöismála (2. tbl. 1993) og íjallar í henni um þessar nýju leiðir sem eru í boöi fyrir reykingamenn. Fram kemur aö meöferð meó nikótíntyggi- gúmmí er nú oróin hefóbundin hér á landi og á síóasta ári voru nikó- tínplástrar skráóir sem lyf. Þá er verið aó rannsaka önnur lyfjaform eins og nikótínnefúða, nikótín til innöndunar í lungu og nikótín í sogtöflu. Innan skamms ættu allir því aó geta fundió sér nikótínform vió sitt hæfí. Nikótín er það efni í tóbaki sem veldur ávana og taugakerfið myndar þol, sem þýóir aó skortur á nikótíni hefur fráhvarfseinkenni í för meó sér. Langvinnt þol getur enst í mánuói eöa jafnvel ár og því ekki aö undra þótt rnargir hafi gef- ist upp á margendurteknum frá- hvarfseinkennum. Fyrstu reyking- ar dagsins eru alltaf einstakar hjá hverjum stórreykingamanni. Aó- eins þá er hægt að tala um raun- verulegt „kikk“ því viö fyrstu reykingarnar myndast bráöa þol og þótt reykt sé aftur og aftur yfír daginn nást sömu áhrif ekki, en reykingamaðurinn sleppur hins vegar við fráhvörfm sem annars hefðu komið fram. Þcir sem geta látið langan tíma líða á milli reyk- inga njóta þess betur í hvert í skipti því þolió dvínar í millitíð- inni og örvunarverkunin verður meiri. Þorsteinn Blöndal bendir á aó í samantekt úr fjórtán rannsóknum komi í ljós aö 27% þeirra sem fengu nikótíntyggigúmmí voru í reykbindindi eftir sex mánuói en 18% þeir sem fengu lyfleysu (óvirkt lyf, placebo). Það er því ljóst aö tyggigúmmíið gerir gagn en árangurinn ræðst einnig af því hve löngunin til að hætta ristir djúpt, hversu háðir menn eru reykingum, lengd meðferðar og skammtastærð, hvort reynt er aó breyta hegðunarmynstri og hvern- ig reykbindindi er fylgt eftir. „Fráhvarfseinkenni eins og pirringur, kvíói, óþolinmæöi og erfiðleikar við aö einbeita sér eru mælanlega minni hjá þeim sem fá virkt lyf miðað við þá sem fá lyf- leysu. Flest fráhvarfseinkenni minnka mjög eftir þrjár til fjórar vikur en löngun að reykja og mik- il matarlyst standa lengur og eru þess oft valdandi að aftur er farið að reykja,“ segir Þorsteinn í grein sinni. Nikótíntyggigúmmíið hefur vissa ókosti. Sumir kvarta yfir ert- ingu í maga eða hálsi, mikilli munnvatnsmyndun, þreytu í kjálk- um og römmu bragói. Hafa ber hugfast aö tyggja ekki of skarpt. Tvær gerðir plástra „Rannsóknir á nikótínplástri hafa sýnt að með þessu lyfjaformi má komast hjá flestum þeim auka- verkunum sem koma fram við notkun tyggigúmmís. Auðveldara er að segja fyrir um hve mikið af nikótíni viðkomandi fær í sig. Tvær tegundir nikódnplástra eru á skrá hérlendis. Sólarhringsplástur gefur meira nikótín en sextán tíma plásturinn og er umframmagnið að mestu frásogað meðan sofið er,“ segir í greininni. Sólarhringsplásturinn minnkar hættuna á fráhvarfi en sextán tíma plásturinn líkir hins vegar betur eftir áhrifum reykinga þar sem fæstir reykja jú meðan þeir sofa. Nefúði heppilegur „I samanburóarrannsókn á nikó- tínnefúóa sem gcrð var á árunum 1989-1991 á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur kom í ljós aó hann er virkt og sérstaklega heppilegt lyfjaform til að draga úr fráhvarfs- einkennum, sennilega vegna þcss að við notkun úðans hækkar nikó- tín í blóði hratt. Reyndust 27% þeirra sem fengu virkt efni alveg reyklausir út árið en 17% þeirra sem fengu lyfleysu," segir Þor- steinn. Fram kemur að þar sem ekkert eitt lyfjaform gefur nikótín í lík- amann jafn auðveldlega og það aö draga tóbaksreyk niður í lungun, þá hafi verió ákveðið að kanna áhrif nefúða og plásturs í samein- ingu á fráhvarfseinkenni og lang- tímaárangur. Niðurstaóna er aó vænta á næstu mánuðum. í greininni kemur fram að ekki sé vitað með vissu hvort löng meðferó meó nikótíni geti verið hættuleg en hún sé vissulega betri en reykingar. Við blóðrannsókn hafi jákvæðar breytingar komið fram hjá þeim sem voru í reyk- bindindi, hvort sem þeir notuóu nikótínnefúða eóa lyfleysu, og Þorsteinn segir að nú sé reykinga- mönnum ekki lengur til setunnar boðió. Þeir hafi kost á lyfjum sem hafi reynst vel, en hann mælir meö stuðningi frá lækni þótt þessi lyf fáist keypt án lyfseðils. SS H RÆRINCUR STEFAN ÞOR SÆMUNDSSON yarasamt að versla með Ama Johnsen í eyrunum Ég átti nú að vera hættur mcð þessa pistla mína en þegar skyndilega skapaðist eyóa í helgarblaöinu þá stóðst ég ekki mátið. Vonandi verður mér fyrirgefið þetta frum- hlaup, jafnt á vinnustað sent innan fjöl- skyldunnar og á hlýlcgum heimilum al- mcnnra lesenda á Norðurlandi. Víst getur verið varasamt aö gefa mér lausan taum- inn, enda hef ég alltaf verið óbeislaður, en ég skal reyna að halda mig innan velsæm- ismarka og hlífa gcðheilsu annarra. Ég á sjálfsagt nóg meó mína eigin. Um daginn fór ég að kaupa í matinn, eins og ég geri yfirleitt á hverjum degi af illri nauðsyn. Maður lifir víst ekki á gaul- inu í Ama Johnsen í útvarpinu einu saman eóa öðm daglcgu brauði sem Drottinn sí- byljunnar gefur okkur. En þar scm Arni var búinn að róta í kartöflugarðinum 1,6 kílómetra frá sænum allan liðlangan dag- inn var ég orðinn hvekktur þegar ég komst í matvöruverslunina. Vildi fá fallegri flök Fyrst ætlaði ég að kaupa egg og gramsaði í kælinum þar sem þau eru alltaf geymd. Engin cgg þar. Þá korn ég auga á cggjas- tafla á miðju gólfi en vissi ckki hvort þau væru ætluð neytendum eóa hvort þau væru orðin ónýt og hefóu verió fjarlægð úr kælinum. Jæja, ég vatt mér að kjötborð- inu en þar var engin sála aó afgreiða. Ég hummaði og blístraói góóa stund og loks gægðist kvenmaður fyrir horn og rak upp stór augu. Höfuðið hvarf aftur en stuttu síöar birt- ist konan í öílu sínu veldi. „Gct ég aðstoðað?“ spurði hún og glennti áugun. Það var eins og hún væri yfir sig hissa á tilvist minni þarna. Ég stillti mig og bað kurteislega um ýsuflök. Konan stakk í rauðustu og tætt- ustu flökin og mokaói þeim á vigtina. Ég maldaði í móinn og spurði hvort ég gæti fengið fallegri flök. Konunni var stórlega misboðið og hún leit á mig eins og ég væri hundkvikindi sem hefði sloppið inn í búðina. Hún taut- aði eitthvað en lét mig þó fá eilítið hvítari flök en sjálf var hún orðin rauðari í fram- an. * I kartöflugarðinum heima-a-a-a Áfram hélt ég með innkaupakörfuna. Ég skóflaði mjólkurmat ofan í hana en rak þá augun í að skyrið var komið á síðasta söludag og jógúrtið rcyndar útrunnið. Nei, ég ætlaði ekki aö falla í þessa gildru og skilaði þessum vörum aftur í mjólkurkæl- inn. Ég var að hugsa um aó kalla'á versl- unarstjórann en ákvaó að vera ekki með neitt vescn. Næst rcyndi ég að kaupa ávexti cn það var ekki heiglum hent því ég þurlti aö fara marga hringi kringum ávaxtaboróið til að finna poka. Mér var fariö að renna í skap en lét þó ekki á neinu bera. „... í kartöflu- garóinum heima-a-a-a,“ sönglaði ég og krækti í poka af Gullauga. Myndarlcg húsmóðir lcit á mig í for- undran þar sem ég söng með mínu nefi eins og Ámi Johnsen en ég brosti bara sætt til hennar og handlék hálfa gúrku. „Á ég að taka gúmmolaðið í Iófann?“ Syndin er lævís og lipur. Þarna var rekki með sælgæti í lausu. Ég ákvað að láta undan púkanunt á öxlinni og kaupa mér pínu nammi. En nú voru góð ráð dýr. Eng- inn poki eða pappaaskja vió hendina. Venjuleg helgarinnkaup á mínu heimili, enda er fjulskyldan lystug meö afbrigðum. Nú var mér nóg boöiö. Ég vatt mér að ungri stúlku sem var aó raða rakadrægum dömubindum í hillur. „Á ég að taka gúmmolaðió í lófann?" hváói ég hvasst og sýndi hcnni greip mína. Stúlkan fölnaði og foröaði sér síðan með hljóðum. Ég horfði hvumsa á eftir henni. Skömrnu síðar birtist vcrslunarstjórinn, tvcggja metra risi, svírasvcr og þung- brýndur. Hann gnæfði yfir ntig og hreytti út úr sér hvað gengi eiginlega á. Þaó lá við að mér féllust hendur. Þessu hefði ég kannski mátt eiga von á í Rúss- landi en varla í uppáhalds vcrslun minni á íslandi. „Ég... ég var bara að spyrja hvort ég gæti fengið ílát undir sælgætið eða hvort ég þyrfti að taka það í lófann,“ stundi ég upp. Verslunarstjórinn var góða stund að átta sig á þessum upplýsingum en skyndi- lega breiddist bros yfir kantað andlit hans og hann bjargaði mér um poka meó glöðu gcði. Ég skil ekki enn hvaó hljóp í stúlk- una sem ég bar erindið upp við í fyrstu. Mótlætinu tekið með æðruleysi Jæja, ýmislegt fleira bar svo sem til tíó- inda í þessari stuttu innkaupaferð en það er varla í frásögur færandi. Mestu máli skiptir að mér fannst ég komast skamm- laust frá innkaupunum og ég tcl mig hafa tekió mótlætinu með æðruleysi. Auðvitað á maður ekki að hella sér yfir starfsfólk þótt eitthvaó megi betur fara hvaó varóar vörur og þjónustu. Enginn er fullkominn og allir geta gert mistök. Ég sá cinu sinni mann hella sér yfir kassadömuna þegar hún krafði hann um greiöslu fyrir vörurnar scm hann hafði keypt. Upphæðin virtist koma manninum í opna skjöídu en hann var ekkert að impra kurtcislcga á því hvort þctta gætu vcrið mistök og að hann vildi gjarnan fara yfir þctta aftur. Nei, hann jós skömmum og svívirðingum yfir dömuna og sakaði hana beinlínis um þjófnað. Svo óforskammaður verð ég vonandi aldrei, sama hvað Árni Johnsen geltir niikið í eyru mér. Má ég þá frckar biója um ljúfa lífið hans Bubba þótt þaö sé reyndar aóeins farið að súma eftir látlausa nauögun í útvarpinu. En toppur- inn á vikunni er Todmobile. Ég fór á tón- leika með þeim t Samkomuhúsinu en þaó er önnur saga, sem Maggi poppari greinir hugsanlega frá. Jæja, ég verð að hætta núna og drífa mig í búðina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.