Dagur - 23.12.1994, Page 19

Dagur - 23.12.1994, Page 19
POPP MA6NUS <SEIR CUÐMUNDSSON AFISLENSKRIPOPP- ♦ ♦ VmiND OG PONKTREGÐU Utangarðsmenn á sínum bestu dögum. Nú til dags eru íslenskir popp- aðdáendur með þeim gleggri hvað varðar tónlist vænlega til vinsælda. Það gerist t.d. oftar en ekki hérlendis, að ýmis lög eða plötur ná vinsældum löngu áður en annars staðar. Lítið dæmi en nýlegt og sem sýnir þetta vel, er að ballaðan Ijúfa, (l’m gonna) cry myself blind, sem naut mikilla vinsælda hér í sumar og haust, hefur nú fyrst í byrjun desember veriö gefin út á smáskífu í Bretlandi. Er ekki að orðlengja það, að lagið fór beint á topp óháða listans og á örugglega eftir að gera það gott á landslistanum líka. En það hefur ekki alltaf verið þannig að forsjálnin hafi verið ríkjandi hjá íslenskum tónlistar- aðdáendum. Gildir það ekki hvað síst um blessað pönkið, (sem nú hefur reyndar á nokk- urn hátt snúið aftur) en það var ekki fyrr en um 1970 sem það skaut rótum hér, þremur árum eftir upphaf sitt og snöggt al- gleymi í Bretlandi 1977. Það er ekki gott að segja hvað olli þessari „pönktregðu", en víst er að þegar pönkið náði loks hingaó, kom þaö með krafti og stíl. í Framvarðarsveit ís- lenskra pönksveita voru UNUN-Æ UNAÐSÓMUR Það var ekki laust við að nokkur forvitni vaknaði hjá manni við að frétta að „gömlu hetjurnar” Þór Eldon gítarleikari Sykurmolanna og Gunnar Hjálmarsson, Dr. Gunni, söngvari, bassa- og gít- arleikari s/h draums og Bless, hefðu stofnað hljómsveit sam- an. Hvað skyldi það nú fæða af sér? Jú, fyrst hið skemmtilega Hann mun aldrei gleym’enni með „afanum” sjálfum Rúnari Júlíussyni við hljóðnemann í sumar, en síðan fyrir skömmu, heil plata, Æ, sem skartar hinni þokkafullu og þýðradda söng- konu, Heiðu. Skipa þau þrjú semsé hljómsveitina Unun og hafa sér til fulltingis á plötunni tvo trommara, Sigtrygg snilling Baldursson og Arnar G. Ómars- son. Tónlistin, blanda af poppi í anda áttunda áratugsins, kraft- miklu nýbylgjurokki ættuðu frá upphafi níunda áratugsins og nútímaslagtakti (á vondu máli ,,bíti“) sem ómar og hljómar hreint UNAÐSLEGA á köflum. Dæmi um grípandi og glæst popplög eru, Lög unga fólksins, Ást í viólögum og Síðasta sýn- ing, en Hnefafylli, Föstudagur- inn langi, Leðurskipið Vima og Ég sé rautt, eru dæmi um ræki- legt og rosagott rokk. Ekki má svo gleyma textunum, sem eru eins og sum áðurnefndra laga gefa til kynna, glettnir með orða- leikjum og e.t.v. ofurraunsæis- legir sumir hverjir. íslenskir poppunnendur ættu bara að taka þessari plötu fagnandi, því hún er hafin yfir alla meðal- mennsku. Þeir sem eignast hana munu áreiðanlega „una“ glaöir við sitt. Fræbblarnir, Þeyr og síðan Utangarðsmenn auðvitað. Nú fyrir skömmu var einmitt gefið út 15 laga safn með Utan- garðsmönnum, Bubba, Danny og Mike Pollock, Rúnari og Magnúsi, sem er merk heimild Það er engum blöðum um það að fletta að einn vinsælasti og besti lagahöfundur landsins síðustu tvo áratugina, er Magnús Eiríksson. Þau lög sem hann hefur samið með hljómsveitunum sínum Manna- kornum og Blúskompaníinu og önnur fyrir aðra tónlistarmenn, t.d. Brunaliðið, Brimkló og marga fleiri og orðið hafa vin- sæl, verða ekki talin svo glatt og vart er til það íslenska mannsbarn, sem ekki þekkir eitthvert lag eftir Magnús. Það segir e.t.v. allt sem segja þarf um orðspor höfundarins mikla og áhrif, að dauðarokkssveit ein góö, sem var og hét hér í bæ, Exit, hafði eitt laga hans, Garrún, á efnisskránni. Þetta hljómar eflaust ótrúlega fyrir marga, en er samt dagsatt. Á þessu ári eru 20 ár frá því Mannakorn hófu ferilinn. Af því um þennan tíma og ágætur minnisvarði um sveitina um leið. Eru þarna lög á borð við Hrognin eru að koma, Rækju reggae, Tango og ýmis fleiri, í útgáfum sem margir hafa ekki heyrt. tilefni hefur Magnús ásamt fé- laga sínum og vini úr Manna- kornum, gefið út afmælisplötu með 20 af vinsælustu lögum Mannakorna í órafmögnuðum útsetningum. Er þetta skemmst frá sagt hrá og ómenguð plata, form sem hentar lögum Magnúsar ein- mitt svo vel og gefur mörgum þeirra nýtt líf. Meðal laganna eru perlur á borð við O þú, Reyndu aftur, Blús í G, Elska þig enn, Gamli skólinn og Þorparinn. Eina lagið sem ekki er eftir Magnús er Lilla Jóns, sem er eftir Ray Sharpe, en telst óumdeilanlega til vinsæl- ustu laga Mannakorna. Útgáf- an sem nánar tilgreint nefnist Spilaóu lagið, er áreiðanlega ánægjuefni fyrir marga og ber því aö fagna henni vel og inni- lega. Þarf ekki að orðlengja það meir. Pað hljómar ótrúlega, en Skífan hf. segist á þessu ári hafa selt nú þegar (12. des.) yfir 80.000 eintök af (slenskum plötum, eóa fleiri eintök en allt árið í fyrra. Stefnir í að salan verði sú mesta frá upphafi hjá fyrir- tækinu. Fjórar söluhæstu plöturnar hjá Skífunni til þessa eru 3 heimar með Bubba ( 7500 eintökum, Þó l(ði ár og öld með Björgvini Halldórssyni í 4200, Töfrar Diddúar í 4000 eintökum og Blóð með SSSól ( 2600 ein- tökum. Hefur Bubba nú fyrir skömmu verið afhent gull- plata fyrir 5000 seld eintök. ú herma fregnir frá Bandaríkjunum að Metaliica, stórrokks- sveitin mikla, verðí aó öilum líkindum áfram hjá Elektra út- gáfunni og ekkert verði af málavafstri fyrir dómi milli að- ila. Það lítur sem sagt út fyrir að nýir yfirmenn Eiektra ætli aó fallast á hinn svonefnda jafnræðissamning, sem Met- allica var búin aó gera áður við fráfarandi stjórnendur. Höfðu hinir nýju (fyrstunni al- farið neitað að viðurkenna samninginn, þannig að Met- allica hótaði málshöfðun. Ef rétt reynist, verður um tíma- mótasamning að ræða, sem m.a. þýðir að Metallica hefur framvegis hönd ( bagga með hvernig og hvenær tónlist híjómsveitarinnar er gefin út. Þá þykir líklegt að samningur- inn muni hafa fordæmisgildi. Van Halen, holl- ensk/bandaríska rokksveitin vinsæla, hefur nú lokið gerð sinnar nýj- ustu plötu og kemur hún út seinni hluta janúar. Mun hún bera heitið Balance og verða níunda hljóðversplatan frá 1978. Næsta sumar verður Van Halen svo ( góðum fé- lagsskap Bon Jovi í tónleika- ferð til Bretlands. MAGNÚS MIKLI Föstudagur 23. desember 1994 - DAGUR - 19 Bestu jóU- og nýársóskir sendum við öllum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum. Pökkum viðskiptin á árinu. ISPAN HF EINANGRUNARGLER Furuvöllum 15 •Akureyri • Sími 22333 Bestu jóla- og nýirsóskir sendum við öllum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum. Pökkum viðskiptin á árinu. S.J.S. verktakar Furuvöllum 6 • Akureyri Við sendum ættingjum okkar og vinum í Eyjafjarðarsýslu bugbeiUr bátíóaóskir þakkir og kveðjur. Nanna og Skúli Húnabraut 14, Blönduósi. Bestu jóU- og nýársóskir sendum við starfsfólki okkar og Qölskyldum peirra, viðskiptavinum og landsmönnum öllum. Eökkum viðskiptin á árinu. m Skinnaiðnaður hf.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.