Dagur - 21.01.1995, Page 6

Dagur - 21.01.1995, Page 6
6 - DAGUR - Laugardagur 21. janúar 1995 100 ár liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar Heiðursborgarinn Davíð Á sextugsafmæli Davíðs efndu vinir hans til veglegs afmælishófs honum til heióurs í Sjálfstæðishús- inu í Reykjavík. Meóal gesta voru Ásgeir Ásgeirsson þáverandi for- seti, utanríkisráöherra, mennta- málaráðherra, sendiherrar, há- skólarektor, rithöfundar auk vina og ættingja Davíðs. Páll Isólfsson, tónskáld, stýrði veislunni, en ræðumenn voru: Bjarni Benediktsson, menntamála- ráðherra, Steingrimur J. Þorsteins- son, prófessor, Þórarinn Bjöms- son, skólameistari MA, Þorsteinn M. Jónsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, og afmælisbarnið sjálft, Davíð Stefánsson. Þá ávarp- aði Þóroddur Guðmundsson, skáld frá Sandi, samkomuna og lýsti heiðursfélagakjöri Davíös í Félagi íslenskra rithöfunda. Þorsteinn M. Jónsson, forseti bæjarstjómar Akureyrar, Iýsti því í afmælishófmu í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík aó bæjarstjórn Akur- eyrar hafi kjörið Davíð Stefánsson heiðursborgara Akureyrarbæjar. Þannig komst Þorsteinn M. Jónsson að orói: „Herra forseti Islands! Virðu- lega forsetafrú! Herra heiðurs- gestur Davíð Stefánsson frá Fagraskógi! Herra veislustjóri og aðrir heiðraðir veislugestir! JEg þakka forstöðumönnum þessarar veislu fyrir að hafa boðið mér og konu minni. Okkur er það mikil ánœgja að vera hér í hópi margra vina og aðdáenda Davíðs þjóðskálds Stefánssonar frá Fagraskógi, þar sem hann er hyllt- ur á þessum rnerku tímamótum œvi sinnar, og mér er það mikil ánœgja að þekkjast það boð að flytja hér stutt ávarp. Um tvo áratugi var ég útgef- andi að skáldritum hans. Þá kynntist ég nánar, en ég hefði ann- ars kynnst, hans framúrskarandi samviskusemi og miklu vandvirkni og andlegu aflraunum við við- fangsefni sín. Davíð Stefánsson! Fyrir þessi samskipti okkar þakka ég þér. Og ég þ'akka þér ástsamlega fyrir vin- áttu þína og öll kynni okkar um þrjá áratugi frá því fyrst að kynni okkar hófust. Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi! Þú óskasonur Eyjafjarðar með hinn arnfleyga anda, er minn- ir á landvœttina, er Snorri Sturlu- son segirfrá í Heimskringlu, hvers vœngjatak var svo mikið að tók fjalla á milli um þveran Eyjafjörð. En þitt vœngjatak hefur þó náð margfalt meira víðfeðmi í tíma og rúmi. Það nœr yfir aldatugi á tím- ans mœlikvarða; langt aftur í ríki Urðar og langt fram í ríki Skuldar. Og um víða veröld hefur hugur þinn reikað og skáldsýn þín skynj- að. Landvœtturinn er varði Eyja- fjörð á dögum Haraldar konungs Gormssonar, er persónugerfingur hinna merkustu þátta þjóðareðlis og þjóðaranda íslendinga. Hann er persónugerfmgur þeirra, mik- illa vitsmuna og kjarkmikillar and- spyrnu til varnar frelsi þjóðarinn- ar, stjórnfarslegu og menningar- legu. Og þótt þú, Davíð Stefánsson, hafir andlegt víðfeðmi fjölmennt- aðs og gáfaðs heimsborgara, þá ertu samt fyrst og fremst rótfastur íslendingur, tengdur sterkum böndum við œtt þína og uppruna, bernskustöðvar þínar og heima- hérað, þjóð þína og land þitt. Og þú hefur teygað með móðurmjólk- inni bókmenntir og sögu þjóðar- innar. Þú hefur skilið flestum skáldum fremur þjóð þína, trú hennar og lífsskoðanir. Þú hefur skynjað þjóðarsálina. Og með snilligáfu þinni hefur þú með ritverkum þín- um eflt skilning þjóðarinnar á sjálfri sér, sál sinni, sögu vorri og lífl sínu. Þess vegna ert þú og rit- verk þín dáð og lesin af öllum stéttum, jafnt af konum sem körl- um, ungum sem öldnum. Allir Islendingar flnna í skáld- verkum þínum, eitthvað, sem er í samrœmi við þeirra innsta eðli, sem hefur hljómgrunn í sálum þeirra. Ekkert íslenskt skáld ber því með meira rétti en þú, nafnið þjóðskáld. Skáldum vorum og rithöfundum eigum vér Islendingar það að þakka, að vér erum enn til sem sérstök, sjálfstœð þjóð, og svo mun og verða í framtíð. Og um langa framtíð, eða alla framtíð þjóðar- innar, munt þú, Davíð Stefánsson, verða viðurkenndur, sem einn af fremstu merkisberum íslenskra bókmennta og menningar. Þessa dagana munu flestir Is- lendingar senda þér hlýja hugar- strauma en ég hygg þó að hlýjastir verði þeir straumar, er streyma að norðan, frá Eyfirðingum og Akur- eyringum. Og ég leyfi mér að gefa sjálfum mér umboð til þess að flytja þér kveðjur, þakkir og árnaðaróskir frá bœndabýlum Eyjafjarðar, frá þorpunum við Eyjafjörð ogfrá Ak- ureyri, frá öllu fólkinu í þessum byggðum. Ennfremur frá gróður- moldinni norðlensku, er þú hefur dáð í Ijóðum þínum, frá bautar- steinum og öllum eyfirskum holl- vœttum. Og fullt umboð hefi ég til þess að lesa hér upp og afhenda þér kveðju frá bœjarstjórn Akureyrar, er samþykkt var með öllum at- kvœðum á lokuðum fundi henríar, þann 18. þ.m.: „Herra þjóðskáld Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi. Bæjarstjórn Akureyrar flytur yður sextugum alúðarkveðjur og árnaðaróskir. Hún minnist þess í dag, að Akureyrarbær skuli hafa átt því láni að fagna að þér hafið verið borgari hans um langt skeið og unnið hér gagnmerk og þjóð- kunn bókmenntaafrek, er seint munu fyrnast. Akureyrarbær telur sér það vegsauka og hróður, að þér haf- ið unað hér og starfað. Bæjarstjórn Akureyrar vott- ar yður þakkir sínar fyrir dvöl yðar hér og ómetanleg störf í þágu íslenskra bókmennta og tungu og hefur í þakkar- og virðingarskyni kosið yður heið- ursborgara Akureyrarbæjar frá og með 21. janúar 1955.“ Þorstcinn M. Jónsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, afhendir Davíð heiðursborgarabréf Akurcyrarbæjar á sex- tugsafmæli skáldsins. Myndin er tekin í hófi sem vinir Davíðs efndu til í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík. Davíð að lokinni Italíuför. W -ÁbkealJcJrirogiU- IjA Cöbij (c(evbio ula., vfl-e Þtn/rrt í. inín yt VrL I «. # » V * ^ tyyu^CLi G^ffryyrtCu ^ frfl-h' 'a. t-Z-hte-Ke. Bn-,p-*-vrv\ irÞrt-,' Q-neydrm 'ho-Ari v-e-fri cr I tfi-cMtófUfl ty hU-0f C-ngn-rm (risu-í 7%*i*ri 'Aflvn j>flf)‘ LífT jLj sA-b ___, Tu<U uo-r 0-v-orcX a- hcdm hr~&- Aj ajtico tfltU C- tnSMcidf-fC- tx vtU-i-t ptdj-fcu bf-trfi h-fjý ÍdOccfcMrfá-tcJ.c-, ....... ec. pÍA-wSedi‘ ’t tnm-rt o. t-rf—n CLj i-rá JÍh 'AeýntA Cu j to c- é-JörtSa'/ortinsa- Ct-doUOa-faUyto (j/a-, jo a •Cu-r-n fnin Jeu*f cLr-n-Ut trérféf' UtfX ~ t-vu a-tj fl-b, " ^ CL-f/t-u~c^fivi^irvyr\ "for-rpa. Zp Ui ‘jpfU /otmoi fji, ■ iCurtf cpMCu-f vfi-s ívh-i j a-r- Skemmtileg spegilmynd, scm var tckin í Kaupmannahöfn 1915-1916. Meðal kvæða í fyrstu Ijóðabók Davíðs, Svörtum fjöðr- um, er Abba-labba-lá. Þannig leit Ijóðið út í handriti skáldsins.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.