Dagur


Dagur - 21.01.1995, Qupperneq 9

Dagur - 21.01.1995, Qupperneq 9
Laugardagur 21. janúar 1995 - DAGUR - 9 100 ár liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar Davíð Stefánsson og Amts- bókasafnið á Akureyri Árið 1925 var Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi ráðinn bóka- vörður við Amtsbókasafnið á Ak- ureyri. Fram til þess tíma hafði bóka- varslan aðeins verið aukastarf um- sjónarmannsins og safnið nær eingöngu opið utan hefðbundins vinnutíma manna, því eins og gefur að skilja var það ofviða litlu bæjar- félagi að hafa bókavörð í fullu starfi á þessum árum. Ráðning Davíðs að safninu virðist hafa haft nokkum aðdraganda, því áóur en starfið hafði verið auglýst formlega til umsóknar hafði stjóm safnsins borist bréf frá Davíð Stefánssyni þar sem hann sækir um bókavarð- arstöðuna ef hægt væri að tryggja honum 4.000 króna árslaun og væri þá svo reiknað að Alþingi legði safninu til 3.000 króna styrk til þess að sú ráðning væri möguleg, en bókavarðarlaunin við safnið voru þá um l .000 krónur á ári. I framhaldi af bréfi þessu var formanni bókasafnsstjómar, Stein- grími Jónssyni sýslumanni, ásamt Guðmundi G. Bárðarsyni falið að rita Alþingi þarað lútandi og vinna að öðru leyti að framkvæmdum þessa máls, ef þcss væri kostur. Við umræður um breytingartil- lögur við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1926 kom fram eftirfarandi: Nýr liður: Aukastyrkur til Amts- bókasafnsins á Akureyri að því til- skildu að Davíð skáld frá Fagra- skógi hafi þar bókavörslu, með a.m.k. 2.000 króna árslaunum, auk verðstuðulsuppbótar. Tillaga þessi var íTutt af þing- manni Akureyrar, Bimi Líndal, ásamt þein Ásgeiri Ásgeirssyni, Jakob Möller, Áma Jónssyni [frá Múla], Bcrnharð Stefánssyni og Jóni [Auðunni] Jónssyni. I umræðum um tillöguna sagði Bjöm Líndal meðal annars: „Það eru þrjár breydngatillögur við þennan kalla fjárlagafrumvarpsins sem ég er vióriðinn og vil ég fara um þær nokkrum orðum, einkum eina þeirra sem farið er fram á 3.000 króna aukastyrk til Amts- bókasafnsins á Akureyri. Þessi til- laga er flutt samkvæmt tilmælum stjómar safnsins. Og síðar í sömu ræðu: „Mér er persónulega kunnugt að Bókasafn Þingeyinga á Húsavík hefur haft mjög menntandi áhrif á íbúa nærliggjandi héraða, enda hef- ur þar tekist óvenju vel bæði val bóka og forstaða safnsins að öðru leyti. Því miður er ekki hægt að segja hið sama um Amtsbókasafnið á Akureyri. Forstaða þess hefur oft verið fengin hinum og þessum hlaupamönnum og ekki alltaf þeim hæfustu til starfans og bókaval ekki alltaf tekist eins vel og skyldi sakir þess að bókavörðurinn hefur ekki borið nægilegt skynbragð á slíka hluti. Nú er farið fram á að auka styrkinn til þessa bókasafns til þess að fastara skipulagi og betri reglu verði komið á það. En jafnframt liggur á bak við að hjálpa ungu og efnilegu skáldi sem þegar nýtur mikilla vinsælda með þjóðinni. Hann hefur óskað eftir því að fá stöðu sem forstöðumaður safnsins og er hann, að því er ég best veit, mjög vel til þess fallinn. Ég álít að vel fari á því að slá hér tvær flugur í einu höggi, styrkja ungan og efni- legan listamann og forða jafnframt safninu frá frekari vanrækslu en oróið er“. Akureyrarbær hafði tekið við rekstri Amtsbókasafnsins úr hendi amtsráðsins árið 1906 með vissum skilyrðum, svo sem að byggt skyldi yfir það eldtraust geymsluhús og lestrarstofa og að kaupstaðurinn annaðist allan árlegan kostnað af safninu eftirleiðis. Fyrsti bókavörður sem ráðinn var að safninu eftir þessar breyting- ar var Jóhann Ragúels verslunar- maður og naut aðstoðar konu sinn- ar, Guðrúnar, og gegndu þau starf- inu um 10 ára skeið en bæði þá og næstu 10 árin var umsjá safnsins í höndum manna sem höfðu bóka- vörsluna sem aukastarf enda var safnið þá oftast opið aðeins 3 stundir á dag síðdegis 3 daga í viku og að jafnaði lokað á sumrum. Snemma árs 1925 virðist svo sem fjárhagsnefnd Akureyrarbæjar og nýkjörin stjómamefnd Amts- bókasafnsins hafið haldið með sér fund til að ræða ástæður Amts- bókasafnsins og hafi fjárhagsnefnd haft ýmislegt að athuga við gerðir bókasafnsnefndar og krafist skýr- inga. Taldi fjárhagsnefnd að bóka- safnsnefndin ætti nokkra sök á því í hve mikla niðurlægingu . safnið hefði komist og lá henni á hálsi fyr- ir þaö hve miklu fé hefði verið var- ið til spjaldskrár og annarra fram- kvæmda. Bókasafnsnefnd lagði fram skriflega greinargerð þar sem hún bar af sér ásakanir fjárhagsnefndar og taldi þær byggjast á misskilningi og ókunnugleika á rekstri safnsins. Ohjákvæmilegt hefði verið að semja skrá yfir safnið og eigi sé líklegt að hægt hefði verið að semja hana fyrir minna fé en til hennar hefði verið varið. Eigi þurfi bæjarstjómina að undra þó nokkm fé hafi þurft að verja til að reyna að koma safninu í lag og bæta það upp' sem í ólag hafi farið á undanföm- um ámm, bæði viðvíkjandi hús- næði safnsins og aðbúnaði bókanna og hlaut bærinn, sem á að annast velferð safnsins, að verða að súpa seyðið af þeirri vanrækslu og skammsýni að svipta safnið hús- næði því sem það áður hafði. Hér er vísað til þess að fram til 1920 hafi safnið haft til umráða tvær stofur á götuhæð Samkomu- húss bæjarins og góð regla hafi verið á hlutunum en þá hafi önnur stofan, lestrarsalurinn, verið tekin af safninu til annarra nota. í framhaldi af þessu, segir í greinargerð bókasafnsnefndar, þá hafi bókunum af lestrarsalnum ver- ið dembt í hrúgur og bunka inn í bókaherbergið og þeim ruglað vegna þrengsla. Húsgögnum lestr- arsalarins hafi verið hent upp á efsta loft Samkomuhússins, eða þau tekin til afnota við samkomur og skemmtanir í fundarsölum húss- ins. Gólfdúkurinn hafi verið eyði- lagður, ofninum úr bókasafninu [lestrarsalnum] fargað, eða honum týnt, þvottaborðinu og gluggatjöld- unum glatað og af stólunum 24 sem áttu að vera á letrarsalnum hafi aðeins fundist 19, allir meira og minna í lamasessi og þurfti að kaupa viðgerð á þeim. Bókasafns- nefnd tekur fram að allan þann búnað sem hér hafi farið forgörðum hefði safnið sjálft keypt fyrir rekstrarfé sitt. Þannig er lýsingin á ástandi Amtsbókassafnsins þegar Davíð Stefánsson tekur við bókavörslunni á miðju ári 1925. Eflaust hefur ýmsum ekki þótt það fýsilegt að taka við safninu í þessu ásigkomu- lagi, enda segir Dagur í frétt um ráðningu Davíðs að síðasta þing hefði veitt honum ríflegan skálda- styrk að verðugu, en sá böggull hafi fylgt skammrifi að hann tæki að sér bókavörslu við þetta safn. Davíð lét það verða sitt fyrsta verk sem bókavörður aö bregða sér til Reykjavíkur. Dvaldi hann þar um nokkurra vikna skeið til að kynna sér fyrirkomulag og starfs- hætti á bókasöfnum og hófst síðan handa við samningu á reglum fyrir útlán frá safninu og aðra notkun þess. Safnið hafði nú endurheimt hús- næði það sem það missti árið 1920 en illa gekk að fá það sett í viðun- andi horf á ný og mun allur aðbún- aður við safnið hafa verið mjög ófullkominn þann tíma sem það átti eftir að vera í Samkomuhúsinu enda var svo komið árið 1930 að farið var að tala í alvöru um bygg- ingu bókasafnshúss, eins og um hafði verið samiö árið 1906, enda var nú ljóst að húsnæði safnsins var orðið allt of lítið og að bæjarskrif- stofan, sem einnig var til húsa á götuhæðinni í Samkomuhúsinu, þarfnaðist þess til sinna nota. Ákveðið var þá að flytja safnið í gamla bamaskólann, til bráða- birgða, en hann hafði verið rýmdur og skólinn fluttur í nýtt hús. Skömmu síðar flutti Davíð heimili sitt einnig þangað og var í sambýli við Amtsbókasafnið þar til hann flutti í hús sitt við Bjarkarstíg árið 1945. Davíð Stefánsson gerðist félagi í Stúdentafélagi Akureyrar eigi löngu eftir að hann flutti til bæjar- ins. Hann var mjög starfsamur fé- lagi og flutti oft erindi á fundum þess. Stúdentafélagið var uppi með áform um að gera fyrsta desember 1933 að fjáröflunardegi fyrir bygg- ingu bókhlöðunnar og var Sigurður Guðmundson skólameistari aðal- talsmaður fyrir þeirri hugmynd. Davíð brást illa við þessari hug- mynd, kvaðst hann hafa talað tvisv- ar sinnum um þetta mál á fundum, en um árangurinn vissu allir. Var hann því mótfallinn að fyrsti des- ember yrði notaður til þess að aura saman í bókhlöðu og yfirhöfuð mótfallinn því að notuð yrði þessi algenga samkomu-betli-aðferð til að afla bókasafninu fjár. Snemma á næsta ári var svo á fundi í Stúdentafélaginu vakin at- hygli á því að óðum nálgaðist hundrað ára afmæli sr. Matthíasar Jochumssonar og var lagt til að fé- lagió beitti sér fyrir að þjóðskáld- inu yrði reistur einhver minnis- varði. Tillaga kom fram um að reisa vandað hús fyrir Bókasafn Norður- amtsins, Matthíasarbókhlöðu. Taldi félagið mjög viðeigandi að húsið yrði vígt á aldarafmæli skáldsins. í húsinu skyldi vera Matthíasar-her- bergi og smekkleg brjóstmynd af skáldinu á framhlið hússins. Félagið samþykkti að hefja und- irbúning þegar í stað, með því að fá teikningu af húsinu og útvega hent- Þjóðskáldið og bókavörðurinn Davíð Stcfánsson. uga lóð á góðum stað. Var kosin fimm manna nefnd til að vinna að málinu og átti Davíð Stefánsson sæti í henni. Þrátt fyrir góðan vilja og mikið starf tókst ekki að hrinda bygging- armálinu í framkvæmd, kreppan hafði haldið innreið sína og bæjar- sjóður stundum svo illa staddur að vart var hægt að greiða föstum starfsmönnum laun, hvað þá að hægt væri að verja stórum fúlgum til menningarmála. Segir sagan að ekki hafi þótt ráðlegt að hefja byggingu bókhlöð- unnar þar sem ekki væri til í bygg- ingarsjóðnum nema sem næmi 60- 70% af byggingarkostnaðinum og yrði því að taka afganginn að láni, sem ekki þótti fýsilegt á þessum tímum. Málalok þessi urðu Davíð Stefánssyni mikil vonbrigði og alla tíð meðan hann gegndi bókavarðar- stöðunni varð hann að sjá safnið fara úr einu bráðabirgða-húsnæðinu í annað og þó hann héldi safninu jafnan í góðu horfi varð hann að sætta sig við að lítið yrði úr þeirri endurreisn sem hann hafði ætlað því. Hann var sífellt að minna á þarf- ir safnsins og hafði mikinn hug á að auka það og bæta, eins og fram- ast væri unnt, en fátækt og sinnu- leysi bæjaryfirvalda komu hart nið- ur á Amtsbókasafninu og bóka- verði þess. Fjárframlög til bóka- kaupa voru svo takmörkuð að þau nægðu engan veginn til nauðsyn- legs viðhalds og aukningar á safn- kostinum. Allar framkvæmdir í byggingarmálum strönduðu á sama skerinu - fjárskortinum - en þegar rætast fór úr fjárhagsmálunum, á fimmta áratugnum, var Davíð tek- inn aö reskjast, þreyttur og heilsu- bilaður. Hann kaus því að biðjast lausnar frá bókavarðarstöðunni í árslok 1951. En hugur hans var ætíö bundinn bókasafninu og árið 1955 tók hann sæti í stjóm safnsins og skömmu síðar varð hann stjómarformaður og gegndi því embætti til æviloka. Síðustu ár ævinnar vann hann einnig ötullega að undirbúningi að byggingu hinnar langþráðu bók- hlöðu sem síðar reis við Brekku- götuna og átti sæti í byggingar- ncfnd hennar meðan honum entist aldur. En ekki var hann með öllu sáttur við hönnunina á þessu óskabarní sínu. Á síðasta fundi byggingar- nefndar, sem hann sat, þann 12. júní 1963, voru lagðir fram upp- drættir að hinni nýju bókhlöðu. Nefndin samþykkti uppdrættina með þrem atkvæðum gegn einu, at- kvæði Davíðs Stefánssonar. Hanr, óskaði eftir að svofelld greinargerð fyrir atkvæði sínu yrði bókuð: „Af vangá og í von um bætta samvinnu við arkitekta bókhlöð- unnar undirritaði ég fyrri fundar- gerðir án fyrirvara. Én eins og nefndarmenn vita hef ég verið og er því andvígur að flatt þak sé haft á bókhlöðunni og svo er einnig um meginhluta bókasafnsnefndar og flestalla bæjarmenn, sem ég hefi rætt við um mál þetta. Sú þakgerð hefur reynst illa á Vestur- og Norð- urlandi og er auk þess í ósamræmi við landslag og aðrar aðstæður. En þó að ég fái hér engu um þokað og ofríki arkitektanna virðist allsráðandi, vil ég að það sé ljóst öllum aðilum að öll þau ár sem ég hefi beitt mér fyrir smíði nýrrar bókhlöðu, hef ég vænst þess, fyrir hönd bæjarbúa, að hér rísi listræn og fögur bygging, en ekki hús í hversdagslegum kassastíl. Af ofangreindum ástæðum sarn- þykki ég ekki teikningar arkitekt- anna“. En mótmæli þjóðskáldsins máttu sín lítils, bókhlaðan reis í „hversdagslegum kassastíl“ og flestir eru nú sammála um að vel hafi tekist með ytra útlit hússins, hvað sem segja má um innri skip- an. Og þakið var haft flatt og það lekur enn eftir 26 ár og allskyns hrossalækningar. Davíð lét sér byggingarmálin miklu skipta þrátt fyrir mótmælin og hann langaði áreióanlega til þess að sjá safninu borgið í þessu nýja húsi en því miður fékk sú von ekki að rætast. Davíð lést þann 1. mars 1964. Bókavarslan hefur Davíð að mörgu leyti verið hugleikið starf, þó mest af starfstíma hans færi í af- greiðslustarf og minni tími gæfist til uppbyggingar á safninu en hann hefði kosið. Ég hefi það á tilfinn- ingunni að afgreiðslustarfið hafi ekki alltaf átt sem best við skáldið en það gaf honum þó tækifæri til að hitta bæjarbúa og kynnast þeim og hann eignaðist marga góða kunn- ingja í gegnum vinnu sína við af- greiðsluna. Á bókasafnið kom margt fólk úr ýmsum starfsstéttum og ef annríki var ekki mikið þá gafst tími til aó spjalla og hann gaf lánþegum góð ráð og leiðbeindi við bókaval, og þess hefi ég orðið var að enn eimir eftir af þessum kunn- ingsskap hjá eldra fólki sem naut þjónustu hans og leiðsagnar. Þó að Davíð hafi alla tíð talið sig til heimilis í Fagraskógi þá var Akureyri honum kær og því kærari sem árin liðu. I þakkarávarpi sem hann flutti bæjarstjóm Akureyrar eftir að hann var gerður heiðursborgari Akureyr- arbæjar á sextugsafmæli sínu, segist hann telja að sér hafi verið meðfætt að handleika bækur af virðingu og hann hafi unað sér vel í starfi sínu sem bókavörður, en mundi þó hafa unað því enn betur ef fjárskortur hefði ekki hamlað þróun þess og eðlilegum vexti og ennfremur: „Mér hefur lengi verið það ljóst að bestu vextir sem bæjarfélag get- ur fengið af fé sínu er aukin menn- ing þeirra sem bæinn byggia. Gott bókasafn er einn höfuðþátturinn í því umbótastarfi, lífsnauðsyn vax- andi bæ, engu síður en skólar og verklegar framkvæmdir. Það má vera að áhrifa slíks bókasafns gæti ekki snögglega, en því drýgri verða þau er frá líður“. Lárus Zophoníasson. Höfundur er amtsbókavöróur á Akureyri. Lcngst af starfaði Davíð sem bókavörður í Gamla barnaskólanum á Akur- cyri, cn þar var Amtsbókasafnið til húsa lengi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.