Dagur - 21.01.1995, Síða 18

Dagur - 21.01.1995, Síða 18
I 18 - DAGUR - Laugardagur 21. janúar 1995 Þorri hinn gamli svo er það sagt... í gær var fyrsti dagur þorra en þorri byrjar ætíö á föstudegi á tímabilinu 19.-25. janúar og hefst því þorri meö fyrsta móti í ár. Aó fomu tímatali var þorri fjórði mánuður vetrar. Síðasti dagur þorra, þorraþræll, er laugardagur- inn 18. febrúar þá gengur góa í garð og er fyrsti dagur góu sunnu- dagurinn 19. febrúar nefndur konudagur. Þorri viróist hafa verið vetrar- vættur til forna en opinber dýrkun hans var bönnuð við kristnitök- una. Árni Bjömsson segir að þorra sé jafnan lýst í kvæðum sem stór- skomum öldungi með hrímgrátt skegg. Þorri var ýmist talinn líkj- ast þurfandi förumanni eða ábúð- armiklum fornkappa eða víkingi en undir lok kvæóanna rann það oft upp fyrir skáldunum að hann væri í raun ekki annað en klaka- dröngull. Oftast var þorri talinn harður og grimmur en stundum fyrst og fremst heimtufrekur og geðstirður. KLJ Hér er kominn höldur grár, harðindanna faðir, í traðir, Þorri karl, og það er mér sagt þyngri drótt með sinni makt svo skerpist skaði. Ami Þorvarðarson. Þorrablót Upphaflega vom þorrablót ávallt á fyrsta degi þorra og enn þann dag í dag eru haldin þorrablót fyrstu helg- ina í þorra í nokkrum norðlenskum sveitun til dæmis í Lýtingsstaða- hreppi og í Bárðdælahreppi. I Sögu daganna eftir Áma Bjömsson segir: „Þegar kristni var lögtekin, hefur auðvitað verið bann- að að blóta slíkar heiðnar vættir, enda nóg af kirkjulegum stórhátíð- um allt um kring. Því hlutu þorra- blótin fomu aó falla í gleymsku. En auðsætt er þó, að þorri hefur verið blótaður á laun á venjulegum heim- ilum fram á okkar daga. I tengslum við rómantíkina og sjálfstæðisbar- áttuna á 19. öld virðist sú hugmynd hafa kviknað aó efna til þorrablóta „að fomum sið“. Hafnarstúdentar sýnast hafa riðið á vaðið eins og á svo mörgum sviðum öðrum, og fyrsta þorrablót í nýjum sið, sem vitað er um, er haldið í Kaup- mannahöfn 24. janúar 1873. Næstir taka Akureyringar siðinn upp á þjóðhátíðarárinu 1874, og virðist hann hafa haldist þar óslitið síðan.“ Frá þorrablóti sem haldió var á Akureyri árið 1884 hefur varðveist veislublöðungur eða söngtexti. Eitt kvæðanna sem sungið hefur verið á þessu blóti fyrir 111 árum var svo hljóðandi: Hjer er átveizla stór, Hjer er ólgandi bjór Drukkinn ákaft í skrautlegum sal. Hjer er hangikjöt heitt, Hjer er hnakkaspikfeitt, Hjer er hákall og magála val. Bóndadagur Fyrsti dagur þorra er nefndur bóndadagur. I bók Árna Bjömsson- ar, Þorrablót á Islandi, segir að það sé skylda bænda að fagna þorra eða bjóða honum í garð. Að morgni bóndadags skal bóndinn rísa fyrstur úr rekkju fara út á skyrtunni einni berlæraður og berfættur en í annarri brókarskálminni, hina brókarskálm- ina á hann að draga á eftir sér. Þeg- ar út kemur á bóndinn að hoppa á öðrum fæti kringum bæinn. „Vissulega getur það sýnst með nokkrum ólíkindum, að bændur hlaupi nær naktir út í morgunsárið um miðjan janúar og bjóði kuldan- um birginn á ekki skemmri stund en tekur að hoppa á öðrum fæti kringum bæjarhús, hvernig sem viðrar. En ekki þyrfti það samt að vera nein frágangs- sök sjálfu sér. Menn sváfu oftast naktir í baðstofunni, sem oft gat verið hél- uð innan á morgnana, svo að þar hefur ekki verið öllu hlýrra en í venjulegum kæliskáp nú á dögum. Viðbrigðin að koma út úr bænum þurftu því ekki að vera neitt gífur- leg,“ segir í áður nefndri bók Árna Bjömssonar. Af eldri heimildum má þó ráða að það hafi verið húsfreyja sem hafi átt að taka á móti þorra. En heim- ildum ber saman um að á bónda- degi skuli húsfreyja gera vel við bónda sinn, gefa honum bestu mat- arbitana og jafnvel færa honum matinn í rúmið. Sá siður að konur gefi bónda sínum blóm á bóndadaginn er ekki gamall og samkvæmt bókinn jk. Þorrablót á íslandi voru \ bóndadagsblóm fyrst auglýst hér á landi í hádegisútvarp- inu árið 1980. KU ÚAMLA MYNDIN ftí fi[ fii fil Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags þekkja ein- hvern á þeim myndum sem hér birtast eru þeir vinsamlegast beðnir að snúa sér til Minja- safnsins, annaó hvort með því að senda bréf í pósthólf 341, 602 Akureyri eða hringja í síma 24162 eða 12562 (símsvari).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.