Dagur - 21.01.1995, Síða 19
Laugardagur 21. janúar 1995 - DAGUR - 19
Jóhann Kröyer, til hamingju
með hundrað ára afmælið.
framleiddum fars og ýmisskonar
pylsur.
Eftir fjórtán ára starf í kjötbúð-
inni óskaði ég eftir því við kaup-
félagsstjórann að fá annað starf
hjá KEA. Eg vildi breyta til enda
rekstur kjötbúðarinnar erfiður,
hún var alltaf rekin með tapi.“
Forstjóri
Vátryggingadeildar KEA
„Þá var ég svo heppinn að það var
stofnuð tryggingadeild hjá KEA,
deild innan Samvinnutrygginga,
og ég varð forstjóri hennar. Eg
starfaði í önnur fjórtán ár hjá
tryggingadeildinni og líkaði það
vel.
A þeim árum stofnaði ég sér-
staka tryggingu, slysatryggingu
fyrir húsmæður við heimilisstörf,
sem þá var nýbreytni og var mikið
öryggisatriði. Nú er hægt að fá
þessa tryggingu með því að
merkja viö á skattskýrsluna."
Jóhann starfaði svo ötullega að
tryggingasölu aó hann hlaut viður-
kenningu fyrir og fóru þau hjónin
Jóhann og Margrét í Norðurlanda-
feró með Amarfellinu, sem var
eitt Sambandsskipanna.
Ölmusumaður
í Ieikriti Davíðs
- Jóhann, eins og þér er kunnugt
um verður í dag haldið upp á
hundrað ára árstíð Davíðs Stefáns-
sonar skálds frá Fagraskógi. Þió
hafði verið fæddir sama dag, sitt
hvoru megin við Eyjafjörðinn,
þekktir þú Davíð?
„Eg get nú varla sagt að ég hafi
þekkt hann en ég sá hann og man
eftir honum. Mér er minnisstætt
þegar ég var, ásamt fleirum, að
æfa leikrit hans, Munkana á
Möðruvöllum, þá kom Davíð á
æfmgu og var þá á leið til Ítalíu.
Eg og Ámi Ólason sýsluskrifari
lékum förumenn og vorum klædd-
ir reglulegum Iörfum af því tilefni.
Davíð var ekki ánægður með
þetta. Hann sagði aó það væri
ljóta skömmin hvemig förumenn
og jafnvel bændur, sem væru
mestu spekingamir, væru ævin-
lega klæddir í tötra á leiksviðum
hér á landi.“
Munkarnir á Mööruvöllum,
sjónleikur í þremur þáttum eftir
Davíð Stefánsson, var sýndur árió
1928. I þeirri sýningu lék Jóhann
1. ölmusumann og Árni 2. ölm-
usumann.
Kynntist Margréti
í kjötbúðinni
Árið 1940 missti Jóhann fyrri
konu sína. Eva lést úr berklum.
Sonur þeirra Jóhanns og Evu er
Haraldur, sem hefur lengst af ver-
ið sendiherra fyrir Island á er-
lendri grund en býr nú í Reykja-
vík. Sonur hans, Jóhann, ólst upp
hjá Margréti og Jóhanni frá tíu ára
aldri.
Nokkrum árum seinna kynntist
Jóhann seinni konu sinni, Mar-
gréti Guðlaugsdóttur, en hún
starfaói þá hjá Jóhanni í Kjötbúð-
inni. Þau giftust á lýðveldisárinu
1944 og áttu því 50 ára brúð-
kaupsafmæli, gullbrúðkaup, í maí
á síðasta ári. Dóttir þeirra er Elín
Anna Kröyer, kennari á Akureyri.
Jóhann ól auk þess upp fósturdótt-
ur, Ástu Kröyer, sem býr á Akur-
eyri.
Jóhann kann fáar skýringar á
sínum háa aldri en þaó hlýtur að
teljst all sérstætt að geta haldið
upp á hundrað ára afmælió á
heimili sínu.
„Ég hef búið við góða heilsu
og hef enga sérstaka skýringu á
því. Ég hef verið hófsmaður og
notaði lengi vel hvorki áfengi né
tóbak, en seinna þáði ég sherry
staup enda er sherry ljúffengur
drykkur. Jóhann verður heima á
afmælisdaginn. Dagur ámar hon-
um allra heilla í tilefni af þessum
tímamótum. KU
í dag á Jdhann Kröyer
hundrað ára afmæli.
Hann er fæddur í Svínár-
nesi á Látraströnd en býr
nú að heimili sínu Helga-
magrastræti 9 á Akureyri
ásamt eiginkonu sinni
Margréti Guðlaugsdóttur.
Jóhann starfaði lengst af
fyrir Kaupfélag Eyfirð-
inga. Hann er við góða
heilsu, enda segir hann að
sér hafí að heita má aldrei
orðið misdægurt.
Blaðamaður Dags sótti þennan
aldna heiðursmann heim í tilefni
af afmælisdeginum.
Jóhann er sonur hjónanna Þor-
steins Gíslasonar og Önnu Jóa-
kimsdóttur, sem bjuggu í Svínár-
nesi á Látraströnd en Svínárnes er
á miðri Látraströndinni á móts við
syðri odda Hríseyjar. Um æskuár-
in í Svínárnesi sagói Jóhann:
Æskuár á sjó og landi
„Við unnum mikið krakkarnir en
við vorum aldrei svöng, það vant-
aði aldrei mat í Svínárnesi. Faðir
minn átti mótorbát og hjallarnir
voru fullir af fiski, signum físki
og harðfiski. Ég var orðinn vél-
stjóri á bátnum hjá pabba þegar ég
var um fermingu en þá hafði ég
stundað sjóinn í nokkurn tíma.
Vió veiddum á línu, ætli báturinn
hafi ekki verið um það bil fjögur
tonn. Við fórum allt út undir
Grímsey yfir blá sumarið þegar
best var. Frá Svínárnesi voru
samgöngur auðveldar við Hrísey
því hafgolan gaf bátnum seglbyr
yfir fjörðinn, því sóttum við mikió
þangað.
Þó ég væri mikið á sjó þá
kunni ég alltaf betur við vinnuna í
landi, sérstaklega heyskapinn.
Þegar að honum kom kvaddi ég
sjóinn og fór í land, heim í Svínár-
pes. Mér fannst gaman að heyja
en þúfurnar voru svarnir óvinir
mínir. Þess vegna var það mitt
uppáhaldsverk að rista ofan af og
slétta túnið. Ég hafði ákaflega
mikla ánægju af því.“
*
A leiksviðinu
Jóhann tók gagnfræðapróf á Akur-
eyri árið 1915. Næstu árin var
hann búsettur heima í Svínárnesi
en starfaði við kennslu á Akureyri
A Margrét og Jóhann að hcimili sínu Hclgamagrastræti 9 á Akureyri.
sem var frumsýnt í desember árið
1926. Þar segir meðal annars:
„Aðalhlutverkið Scrubby, lék Jó-
hann Kröyer af hæglátri festu og
öryggi. Öll bæjarblöð töldu leik-
inn áhrifamikinn og ógleymanleg-
an.“
Bóndi í Svínárnesi
Jóhann tók vió búi af föður sínum
í Svínárnesi ásamt Evu en hún
fékk berkla og hafði ekki heilsu til
að vera við búskap og því fluttust
þau hjónin til Neskaupstaðar, þar
sem Jóhann gegndi verslunarstöðu
í þrjú ár. Þaðan lá leið þeirra til
Ólafsfjarðar.
, „Þeim þótti skyrið gott“
„Ég var kaupfélagsstjóri í Ólafs-
firði í tæp fimm ár en ég fór þang-
að úteftir árið 1929. Þá var nú ansi
erfitt með alla flutninga þangað og
oft skemmdust vörur, urðu sjó-
blautar þegar mótorbátarnir voru
aö flytja þær til okkar frá Akur-
eyri.
Jóhann ásamt fyrri konu sinni
Evu. Hér cru þau í hlutverkum úti-
Icgumannsins Haralds og Ástu,
dóttur Sigurðar lögréttumanns í
Dal, í lcikritinu Skugga-Sveini árið
1917.
Ég vann ágætt starf á Ólafs-
firði, reif verslunina upp, hún
margfaldaðist á meðan ég var þar.
Ég kom með ýmsar vörur sem
ekki höfðu fengist áður í Ólafs-
firði og þá var oft handagangur í
öskjunni til dæmis þegar ég kom
með skyrið. Ég fékk sendar stórar
trétunnur með skyri og jós upp úr
þeim í dalla sem húsmæðumar
komu með að heiman. Það voru
allir vitlausir í aó fá skyr, sérstak-
lega á suntrin þá þótti nú konun-
um gott aó fá skyr til að hafa í
matinn.“
Jóhann gegndi ýmsum trúnað-
arstörfum meðan hann bjó á Ól-
afsfirði, hann var formaður skóla-
nefndar og sat í hreppsnefnd og
sóknarnefnd.
í Kjötbúðinni
- Þú varst kjötbúðarstjóri KEA
um nokkurra ára skeið?
„Já, ég var kjötbúðarstjóri í 14
ár. Þá var kjötbúó KEA sérstök
verslun með kjöt og niðursuðu-
vörur, búðin var staðsett þar sem
veitingastaðurinn Súlnaberg, ter-
ían, er nú. Þama í húsakynnum
kjötbúðarinnar var eiginlega
fyrsta kjötiðnaðarstöðin. Við
Myndir: Robyn
Hundrað ára
heiðursmaður
á veturna, þar kynntist hann fyrri
konu sinni, Evu Pálsdóttur, Bergs-
sonar í Hrísey.
„Við Eva kynntumst á dálítið
sérstakan hátt. Við lékum saman í
Skugga-Sveini hér á Akureyri.
Hún lék Ástu en ég Harald úti-
legumann.“
Þessi sýning á Skugga-Sveini
var sett á svið af nokkrum áhuga-
mönnum á Akureyri árið 1917.
Sýningar urðu alls tíu. Seinna
sama ár var Leikfélag Akureyrar
stofnað.
„Ég tók þátt í nokkrum leiksýn-
ingum en vænst þótti mér um að
fá að leika í leikritinu Á útleið eft-
ir Sutton Vane. Ég minnist þess
með mikilli þökk þegar ég lék þar
hlutverk Scrubbí.“
I bókinni Saga leiklistar á Ak-
ureyri, sem skráð er af Haraldi
Sigurðssyni, er sagt frá þessari
uppfærslu á leikriti Sutton Vane,