Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 2. desember 1995
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 462 4222
SÍMFAX: 462 7639 • SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR,
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 464 1585, fax 464 2285).
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Fríður eða ófríður
á vinnumarkaði?
í kjölfar niðurstööu launanefndar VSÍ og ASÍ í fyrra-
dag um að segja ekki upp kjarasamningum hefur
skapast sérkennileg staða á vinnumarkaðnum, þar
sem nokkur verkalýðsfélög halda engu að síður til
streitu uppsögn samninga, en ósvarað er enn hvort
uppsögn nú er lögleg eða ekki. Það ræðst væntan-
lega af máli verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði í
næstu viku.
Þessi staða er merki um óeiningu í verkalýðshreyf-
ingunni og hún hlýtur að vera áfall fyrir það fólk sem
treyst hefur á að samtakamáttur verkalýðshreyfing-
arinnar í landinu sé besta vopnið í baráttunni fyrir
bættum kjörum. Frá síðustu heildarkjarasamningum
hafa gerst hlutir sem ógnað hafa forsendum samn-
inganna og þegar á árið leið kom í ljós að margir hóp-
ar voru að semja um meiri hækkanir en náðust í
heildarkjarasamningunum. Strax þá var ljóst að óró-
leiki var að skapast á vinnumarkaðnum.
í kjölfar úrskurðar kjaradóms í haust sauð endan-
lega upp úr enda þar á ferðinni launabætur til æðstu
embættismanna þjóðarinnar, sem voru langt út úr
takti við þá línu sem mörkuð hafði verið. Vafalítið
hafa margir litið svo á að með stuðningi sínum við
uppsögn samninga hafi þeir verið að leggja lóð á
vogarskál til þess að launanefndin segði samningum
upp en þegar ljóst er að niðurstaða hennar er sú að
hreyfa ekki við þeim er staða þeirra félaga sem sagt
hafa upp orðin erfið. Sérstaklega þegar vafi leikur á
að uppsögnin sé lögleg.
Lægstu laun í landinu eru alltof lág og vissulega er
kórrétt að launataxtarnir þurfa að vera miklu hærri
og að sama skapi minna um eingreiðslur. Óánægjan
er kraumandi undir yfirborðinu og hún magnast enn
þegar félögin ganga sitt í hverja áttina á viðkvæmum
tímapunkti eins og núna. Óhjákvæmilegt er að ræða
aðferðir í baráttunni fyrir bættum kjörum og velta
upp þeirri spurningu hvaða aðferðum til árangurs
eigi að beita í framtíðinni.
í UPPÁHALDI
Fjörleg helgi hjá organistanum
Jóhann Baldvinsson,
organisti og stjórnandi
Kórs Glerárkirkju, er í
uppáhaldi í dag. Jó-
hann hefur í mörg
horn að Hta í desember, enda
aðventan „vertíð“ starfs-
manna kirkjunnar. A morgun
kl. 16.30 stýrir Jóhann Kór
Glerárkirkju og Barnakór
Glerárkirkju á aðventutón-
leikum í kirkjunni þar sem
sungin verður tónlist tengd
aðventu og jólum. Á efnis-
skránni eru m.a. nokkur lög
sem Jóhann liefur raddsett.
HvaÖa matur er í mestu uppáhaldi
hjá þér?
Ég nefni heimagert Lasagne.
Vppáhaldsdrykkur?
Tvímæialaust vatn, ég drekk al-
veg óhemju af vatni.
HvaÖa heimilisstörffinnst þér
skemmtilegust/leiðinlegust?
Mér þykir skemmtilegast að elda
en uppvaskið er leiðinlegast.
Stundar þú einhverja markvissa
lireyfingu eða líkamsrœkt?
Ekki markvissa, en ég reyni að
ganga eins mikið og mögulegt er.
Ert þú í einhverjum klúbbi eðafé-
lagasamtökum?
Nei, það held ég bara ekki.
Hvaða blöð og tímarit kaupir þú?
Jóhann Baldvinsson.
Ég kaupi Dag og er með helgar-
áskrift að Mogganum.
Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?
Það er bók eftir Piet Hein og síð-
an er þar önnur ákafiega athygl-
isverð bók sem fjailar um bama-
sjúkdóma.
I hvaða stjörnumerki ert þú?
Ég er vatnsberi.
Hvaða hljómsveitltónlistarmaður er
í mestu uppáhaldi hjá þér?
Ég nefni að sjálfsögðu Kór Gler-
árkirkju og ég hef mikið álit á
kollega mínum í Akureyrar-
kirkju, Bimi Steinari Sólbergs-
syni.
Uppáhaldsíþróttamaður/leikari?
Ég hef alltaf mætur á Magnúsi
Scheving, þolfimimanni, og af
leikurum nefni ég Dustin Hoff-
mann.
Hvað horfirþú mest á ísjónvarpi?
Fréttir.
Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu
mest álit?
Ég held ég nefni Þorstein Páls-
son.
Hver er að þínu mati fegursti staður
á íslandi?
Akureyri. Það þarf ekki annað en
horfa út um gluggann til að sann-
færast um það.
Hvar vildirðu lielst búa ef þú þyrftir
að fiytja búferlum nú?
Til Hafnarfjarðar. Þar hef ég bú-
ið og líkaði það afskaplega vel.
Ef þú ynnir stóra mninginn í lottó-
inu, hvernig myndir þú eyða pening-
unum?
Skipta um gler í íbúðinni minni.
Hvernig viltþú helst verja frístund-
um þínum?
í rólegheitunum með fjölskyld-
unni.
Hvað œtlarðu að gera um helgina?
Á laugardag (í dag) verð ég nieð
æfingu fyrir aðventutónleika og á
sunnudag verður bamastarf,
messa og síðan sjálfir tónleikarn-
ir. Það verður því nóg að gera
um helgina. óþh
JARÐBRYR ATU RÚNAR HALLDÓRSSON
Bakþvottur og Bessastaðir
Sú var tíðin að ég dreif mig norður
minnst tvisvar á ári til að þvo á
mér bakið. Það var eftir að ég flutti
í höfuðstaðinn og fór að þrífa búk-
inn reglulega.
Aldrei var hægt að Ijúka verk-
inu hér syðra, því ekki fann ég
bakþvottabursta á neinum sund-
stað á öllu Faxaflóasvæðinu og hef
ekki fundið enn þann dag í dag. í
Sundlaug Akureyrar er hins vegar
alltaf hægt að ganga að bakþvotta-
bursta vísum í þar til gerðri búk-
skúringafötu í sturtuklefanum.
Fleiri sækja hreinsun á bakhliðinni
norður en ég, því einu sinni að
sumarlagi þegar ég fór í sund á
Akureyri kom ég að manni í sturt-
unum sem stóð við skúringaföt-
una. Hann skrúbbaði ákaft á sér
bakið sem orðið var eldrautt af
núningi. Við lá að húðin léti undan
einsog þegar Grettir klóraði karli
föður sínum forðum. I ljós kom að
þetta var gestur að sunnan í viku-
dvöl í orlofsíbúð þar nyrðra. Hann
ætlaði að njóta til síðustu mínútu
bakþvottarins í Sundlauginni og
geyma í minningunni til næsta
sumarfrís á Akureyri. Þetta litla
áhald hefur sennilega meiri áhrif á
ferðamannastrauminn en bæjaryf-
irvöld gera sér grein fyrrir. Bak-
þvottaparadísin Akureyri. Hljómar
vel í auglýsingunum.
Tímarnir breytast og hreinlætið
með. Nú þarf ég ekki lengur að
sækja bakþvottinn norður. Þá
þjónustu fæ ég rétt upp úr klukkan
sjö á hverjum virkum morgni í
Sundlaugunum í Laugardal.
Einkaframtakið blívur. Mér hefur
tekist eftir morgunsund í 11 ár að
ná öruggri stöðu í bakþvottaliðinu.
Það er meiri áfangi en komast í
landsliðið í fólbolta. Tveir karlar
úr hópnum sem hangir fyrir utan
laugadymar í öllum veðrum á
hverjum morgni og bíður eftir að
klukkan slái sjö mæta með sér-
hannaða þvottapoka til bakhreins-
unar. Þeir veita útvöldum hópi
manna þjónustu í sturtunni. Um
miðjan síðasta áratug lét ég mig
ekki einu sinni dreyma um að fá
strokur og varð að sætta mig við
að óhreinindi söfnuðust á þann
stað aftan til sem ómögulegt er að
ná til verkfæralaust. Skánin var
svo skrúbbuð af bakinu í næstu
Akureyrarferð.
Svo liðu árin og ég fór að
lauma mér í þvottaröðina þegar
heildsalar úr fastaliðinu voru er-
lendis í innkaupaferð, bankastjórar
í laxveiði, ráðuneytismenn í dag-
peningaferðum eða alþýðumenn
veikir heima. Þetta voru óregluleg
þrif lengi vel, en nóg samt til að
koma í veg fyrir að skánir mynd-
uðust.
Eftir vistaskiptin í haust gerðist
það svo skyndilega. Ég var kom-
inn með frátekna stöðu í liðinu.
Einkaframtaksmenn hleyptu mér
fram fyrir sig í þvottaröðinni í
virðingarskyni við flóttamann af
ríkisjötunni. Ríkisstarfsmenn
hleyptu mér líka fram fyrir sig til
að sýna að þeir hefðu ekki snúið
baki við fyrrverandi þjáningar-
bróður - sem fyrr en síðar myndi
líka gefast upp á kroppi og harki á
hinum frjálsa markaði. Blíðulætin
gengu svo langt að einn morgun-
inn var ég bakþveginn fyrstur
allra. Þá sáu menn strax að full vel
var gert við Svarfdæling og létu
eldri og lífsreyndari menn ganga
fyrir næst.
Svona samfélög eru sjálfsagt
svipuð alls staðar. I Laugardalnum
leggja morgunmenn í sömu bfla-
stæðin dag eftir dag, ár eftir ár.
Sömu menn standa næst hurðinni
þegar hún er opnuð á slaginu sjö
og þvagan veltur inn. Sami skáp-
urinn dag eftir dag, sama sturtan,
sömu tvö eða þrjú hundruð metr-
amir í lauginni, sama sætið í heita
pottinum.
Halldór E. Sigurðsson, fyrrver-
andi ráðherra, var með sama núm-
erið á bílnum sínum, ávísanareikn-
ingnum og fataskápnum í Laugar-
dalnum. Eg nota skáp númer 42 í
Sundlaugunum og ávísanareikning
542 í Sparisjóði Svarfdæla. Síðar-
nefnda númerið er nauðsynlegt að
vinir mínir og samherjar festi sér í
minni til að víkja að mér aurum í
baráttusjóð ef ég skyldi nú stíga
skrefið á næstu vikum. Ég útiloka
nefnilega ekkert - frekar en Ellert
Schram og séra Heimir.
Ríkisstjómir eru sígiit og
óþrjótandi umræðuefni í heitum
pottum að morgni dags. Sund og
pólitfk eru líka á vissan hátt tengd
fyrirbæri þegar að er gáð. í sundi
eru menn jafnir, naktir og nafn-
lausir. í kjörklefa em menn að vísu
í fötum en jafnir. Þar er gengi rón-
ans skráð jafn hátt og séntilmanns-
ins. Eða öfugt. Ríkisstjórnin Dav-
íðs og Jóns Baldvins var sérlega
hátt skrifuð hjá sundmönnum, því
hún sá þeim endalaust fyrir um-
ræðuefni að morgni dags. Allt
kjörtímabilið. Um stjómina sem
nú situr er lítið talað. Stundum
bara hreint ekki neitt, rétt einsog
menn hafi gleymt að hún væri til.
Meira að segja Bjami Guðnason er
sem næst hættur að tjá sig um
stjómarliðið í hugvekjum um
stjómmál sem hann les yfir okkur.
Inngjöf prófessorsins er á við dag-
legan skammt af lýsi og full af
andlegum bætiefnum.
Forsetakosningarnar næsta
sumar eru helsta málfundarefni
heitu pottanna nú um stundir. Um-
ræðan er þar kornin, að menn velta
fyrir sér hvort einhver frambjóð-
andi sé finnanlegur sem gæti
stungið Davíð af á leiðinni til
Bessastaða. Sú leil hefur lítinn ár-
angur borið ennþá. Það er með
öðrum orðum löngu búið að
ákveða í sturtunum í Laugardal að
Davíð fari fram. Það er nánast
ákveðið líka á sama vettvangi að
Guðrún Péturs fari fram. Fleiri rík-
isstarfsmenn með sterkar stoðir í
Sjálfstæðisflokknum eru nefndir.
Hvar em fulltrúar einkaframtaks-
ins? Minn leyndi draumur er að
Sunnlendingum takist að koma
Þorsteini Páls í forsetaframboð.
Stjómmál eiga að vera skemmtileg
og auðvitað myndi það gleðja
bæði sundmenn og aðra lands-
menn að Davíð og Þorsteinn
reyndu með sér á þessum spretti.
Ég á mér reyndar líka þann hliðar-
draum að Jón Baldvin verði for-
sætisráðherra ríkisins fljótlega eftir
að Davíð kemst inn fyrir þröskuld
á Bessastöðum. Þá yrði nú kátt í
höllinni og heitu pottunum. Bjöm
tæki við Flokknum og séra Heimir
við Lýðveldishemum. Hvað á að
gera við Hrafn?