Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1994 19 Þegar ég virði fyrir mér Snorralaug í Reykholti og nánasta umhverfi hennar verður mér oft hugsað til þess hve einkennilegt verðmæta- mat þessarar þjóðar er á stundum. Hér, nánast á barmi hinnar fornu laugar og á bæjarhólnum gamla, höfum viö reist stórt og mikið skólahús sem trónir frekjulega yfir minjunum og skekkir öll hlutfóll á þessum stað. Skyldu erlendir ferðamenn sem hingað koma þús- undum saman á ári hverju ekki velta því fyrir sér hvers vegna svona er umhorfs þar sem eru fom- minjar sem íslendingar segja hinar merkustu hér á landi? Skammsýnin og arfleifðin Sumarið 1930 horfðu íslendingar stoltir um öxl og minntust þess með veglegum hátíðarhöldum á Þing- völium að liðin vora eitt þúsund ár frá stofnun Alþingis. Það er kaldhæðnislegt að um sama leyti tóku fílefldir vinnuhópar verka- manna grunn Héraðsskólans í Reykholti og afmáðu þá í full- komnu hugsunarleysi stóran hluta af minjum þúsund ára mannvistar á einhverjum merkasta sögustað þjóðarinnar. Héraðsskólinn í Reykholti, sem Jónas frá Hriflu hafði forgöngu um að reisa, er að sönnu merkilegt mannvirki og dugnaðarlegt fram- tak. En þessi bygging, sem var svo Snorralaug í Reykholti frá 13. öld eða jafnvel þeirri 10., merkustu forn- minjar íslendinga. Héraðsskólinn frá.1930-1931 í baksýn. DV-mynd Brynjar Gauti Snorralaug óskaplega brýn nákvæmlega á þessum stað fyrir rúmum sex ára- tugum og varð þá að ryðja burt tíu öldum sögunnar, hefur nú um ára- bil verið vandræðabara stjórn- valda; fyrir hana er tæpast þörf lengur. Svona getur nú skammsýn- in oft unnið arfleifðinni tjón. Kirkja komin á ll.öld í Reykholti hefur liklega verið komin kirkja þegar í lok 11. aldar. Þar bjó Snorri Sturluson á árunum 1206-1241 og þar var hann veginn sem frægt er. Oddur Gottskálks- son, sem þýddi Nýja testamentið á íslensku fyrstur manna, hélt stað- inn á 16. öld. í Reykholti fór brúð- kaup Eggerts skálds Ólafssonar fram 1767 en af því hafa farið mikl- ar sögur. Þar fæddist sá merki klerkur Jón Halldórsson sem kenndur er við Hítardal. Finnur sonur hans, höfundur Kirkjusögu íslands og síðar biskup í Skálholti, var prestur í Reykholti um árabil á18. öld. En það eru fornminjarnar sem eftir eru í Reykholti, einkum Snorraiaug og jarðgöngin upp frá henni, sem halda frægð staðarins á lofti. Laug í Reykholti er nefnd í Landnámu en henni er ekki lýst. í Sturlungu er á nokkrum stöðum nefnt að menn sitji í laugu í Reyk- holti og ræði saman. Jarðgöng frá lauginni og upp í bæjarhús eru einnig nefnd. „Það var eitt kveld er Snorri sat í laugu að talað var um höfðingja. Sögðu menn að þá var engi höfðingi slíkur sem Snorri og þá mátti engi höfðingi keppa við hann fyrir sakir mægða þeirra er hann átti. Snorri sannaði það að mágar hans væru eigi smámenni. Sturla Báröarson hafði haldið vörð yfir lauginni og leiddi hann Snorra heim...“ segir á einum stað í Sturl- ungu. Frá dögum Snorra Elsta lýsing á Snorralaug er í riti Páls Vídalíns um fornyrði Jóns- bókar frá 1724. „Til er laugin í Reykholti með hekkjum fornaldar- manna og vindauga því er útrás vatnsins af lauginni skammtar. Er allt þetta meðalmönnum vorrar aldar svo hæfilegt sem það heföi fyrir þá gjört verið,“ skrifar hann. Nákvæmari lýsingar á lauginni eru síðan til í sýslu- og sóknarlýsingum frá 18. og 19. öld og í ferðabókum frá sama tíma, enn fremur í merkri skýrslu séra Eggerts Guðmunds- sonar Reykholtsklerks til dönsku fornleifanefndarinnar 1817. Þorkell Grímsson, fyrrverandi Land og minjar k S W'jt Guðmundur ■ -mm Magnússon tó SnW skrifar safnvörður í Þjóðminjasafninu, hefur líklega manna best kannað ritaðar heimildir um Snorralaug og borið saman við staðhætti í Reykholti. Sumarið 1959 annaðist hann mikla viðgerð á lauginni og fremsta hluta jarðganganna sem frá henni hggja og ritaði um það verk vandaða grein í Árbók Forn- leifafélagsins 1960. Þorkell telur ekki vafa leika á því að Snorralaug nútímans sé sama laugin og nefnd er í Sturlungu en um laugina sem nefnd er í Land- námu sé ekkert hægt að fullyrða. „ Arfsögnin eignar Snorra Sturlu- syni laugina, frægasta og auöug- asta ábúanda staðarins fyrr og síð- ar. Mikið orð fór af stjórnsemi hans og verkhyggni og mæhr ekkert á móti því aö þessi vandaða stein- laug, sem virðist ekki hafa átt sinn hka hér á landi, sé gerð fyrir at- beina Snorra," skrifar Þorkeh Grímsson. Friölýstl817 Vatnið í Snorraiaug kemur frá Skriflu sem er hver um 120 metra frá lauginni. Þaðan var vatnið leitt um stokk til laugarinnar. Hafa tveir slíkir fundist, gerðir úr til- höggnu hveragrjóti, og eru þeir hin vönduðustu mannvirki. Er talið að sá háttur hafi verið hafður á til forna og um aldir að veita brenn- andi heitu vatninu úr hvernum um stokkana í laugina að kvöldi og baöa sig í henni að morgni þegar vatnið var orðið hæfilega kalt. Skipt var um vatn með því að láta það renna frá lauginni. Snorralaug er, eins og myndin að ofan sýnir, kringlótt að lögun. Þannig hefur hún aö hkindum ver- ið alla tíð. Sams konar lögun er á fleiri fornum laugum hér á landi, s.s. Vígðulaug á Laugarvatni og Krosslaug að Reykjum (Reykja- laug). Samkvæmt mælingum á veg- um Þjóðminjasafns er Snorralaug tæpir fjórar metrar í þvermál og nærri 90 sm djúp. Um það bil 20 sm tilhöggvið set er með hliðarveggj- um laugarinnar. Botninn er þakinn stórum flötum hellum sem ef til vill hafa verið þar frá upphafi. Mesta vatnshæð nú mun vera 70 sm. Árið 1817 gáfu dönsk stjórnvöld út tilskipun um friðlýsingu tíu fornminja á íslandi, þar af þriggja minjastaða, og var Snorralaug einn þeirra. Laugin var svo friðlýst á ný af Matthíasi Þórðarsyni þjóð- minjaverði haustið 1930. Hefur honum vafalaust blöskrað atgang- urinn á staðnum og viijað tryggja að hin foma laug yrði ekki fyrir frekariáníðslu. Athugasemdir og ábendingar frá tesendum um efni þessara þátta eru vel þegnar. Hafið samband við höfundinn í síma 63 27 00 á vinnutíma eða send- ið línu: Land og minjar, DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Haustlistinn kominn c c 1 r BÆJARHRAUNI 14 • HAFNARFIRÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.