Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1994
35
„Mér finnst stundum eins og ég sé staddur í partíi sem í raun er lokið. Tiigangsleysi lífsins er yfirþyrmandi."
Þegar partí-
inu er Iokið
„Má ég setjast hjá þér?“ sagði
maður, dapurlega. Nökkvi læknir
sat einn að snæðingi á skyndibita-
stað á Akureyri og lét sér leiðast.
Maturinn var skelfilegur útlits og
viðkomu og umhverfið þrúgandi.
Nökkvi leit snöggt á manninn og
bauð hann velkominn að sóðalegu
plastborðinu. „Þakka þér fyrir,“
sagði maðurinn, settist og lagði frá
sér óhrjálega körfu með kjúklinga-
bitum, frönskum kartöflum og
bleikri sósu í litlu plastboxi. Þeir
snæddu þegjandi um stund, daprir
á svip. „Eiginlega er þetta síöasta
kvöldmáltíðin mín,“ sagði maður-
inn upp úr eins manns hljóði. „Ég
er orðinn svo óendanlega þreyttur
á lífinu og tilverunni." Á næsta
borði rak kona á miðjum aldri upp
hnegg og sleikti síðan á sér fing-
uma. Barn grét sárt við afgreiðslu-
borðið. „Mér fmnst líflð einskis
virði lengur," hélt hann áfram og
nagaði kjúklingalegg. „Nú er mál
að tygja sig til farar."
Yfirþyrmandi
tilgangsleysi
Nökkvi lagði frá sér hálfétinn fit-
ugan væng og horfði á manninn.
Þetta var góðborgari á óræðum
aldri, vel klæddur, grár í vöngum
meðvasaúrogslifsisnál. „Já,“
sagði Nökkvi. „En þú hefðir nú
getað valið þér lystugri matstað."
Maðurinn leit upp. „Til hvers?“
sagði hann. „Ég er búinn að borða
á bestu veitingastöðum þessa sól-
kerfis. Það kemur mér ekkert á
óvart lengur. í mínum augum er
þessi þreytti kjúklingabitastaður
hvorki betri né verri en 10 stjömu
staðir Parísarborgar. Matsölustað-
ir og konur. Þetta er allt eins eftir
ákveðinn tíma.“ Hann tók upp úriö
sitt, leit á það og hélt áfram. „Mér
finnst stundum eins og ég sé stadd-
ur í partíi sem í raun er lokið. Til-
gangsleysi lífsins er yfirþyrmandi.
Partíið hefur fyxir löngu leyst upp.
Það er ekkert lengur til að drekka.
Fólk er tekið að þreytast. Allir sem
einhver miðmundi er að eru löngu
farnir. Ég er búinn að heyra hvert
Á læknavaktinni
einasta lag sem þanið er á geisla-
spilaranum. Ekkert kemur mér
lengur á óvart. Dagarnir líða áfram
í endalausum tómleika. Ég hangi
áfram í þessu partíi þótt ég ætti að
vera löngu farinn og hiusta á sömu
lögin, sömu brandarana, sama
innihaldslausa hjalið, sömu ræð-
urnar eina ferðina enn. Ekkert
minnisstætt hefur gerst í lífi mínu
í mörg ár. “ Maðurinn þagnaði og
tók aftur hraustlega til matar síns.
Honum virtist sama um allt. Hann
dýfði feitri franskri kartöflu ofan í
sósudallinn og smjattaði, kæru-
leysislegur á svip. „Nú er ég eigin-
lega búinn að fá nóg,“ sagði hann.
„Eg ætla að binda enda á þetta allt
saman í nótt. Með þessari síðustu
kvöldmáltíð á þessum kjúklinga-
bitastað er ég að lýsa yfir tak-
markalausri lífsfyrirlitningu."
Hangið af
gömlum vana
Nökkva var svarafátt. Hann
skildi afstöðu mannsins til lífsins.
Sjálfur hafði hann oft fundið fyrir
þessu endalausa tilgangsleysi til-
verunnar, tómleika og þreytu. Oft-
sinnis var eins og partíinu væri
lokið en hann héngi áfram við
grammófóninn af gömlum vana og
biði einhvers sem aldrei kæmi.
Þeir horfðust í augu um stund og
skildu hvor annan fullkomiega.
Heimurinn stöðvaðist um stund.
Tíminn nam staðar. Grilllyktin
hvarf úr vitum þeirra, skvaldrið
þagnaði. Nökkvi hallaði sér aftur
og sagði: „Feginn vildi ég fara með
þér á áfangastað í nótt en ég lofaði
henni ömmu minni þvi eitt sinn að
gefast aldrei upp. Þess vegna ætla
ég að hanga áfram í partíinu um
stund og bíða átekta. Kannski ger-
ist eitthvað bitastætt." Maðurinn
horfði á hann vonleysislega.
Makleg málagjöld
Skyndilega slokknuðu öll ljós á
staðnum, kviknuðu síðan aftur og
blikkuðu nokkrum sinnum. Böm
ráku upp vein og kvennakór í
skemmtiferð fór að syngja „Skín
við sólu Skagafjörður!" Kjúklingá-
bitamir í soðpottunum skriðu sam-
an, hristu af sér fituhjúpinn og
breyttust í ránfugla. Þeir hópuðust
saman og réðust á eiganda og
starfsfólk kjúklingabitastaðarins.
Fuglarnir gogguðu í þau og kvök-
uðu í sífellu: „Svona matargerð er
glæpur gegn mannkyninu!" Nökkvi
og maðurinn horfðu dolfaUnir á
lætin. Loksins hafði eitthvað bita-
stætt gerst á skyndibitastaö. En
töfrunum lauk eins skyndilega og
þeir komu. Allt varð eins og áður,
tíminn hóf göngu sína á ný. „Það
er karmski von,“ sagði maðurinn
og brosti í fyrsta sinn. „Lífmu er
ekki lokið fyrr en dómarinn hefur
blásið leikinn af,“ sagði Nökkvi.
Þeir ýttu frá sér matarkörfunum
og gengu út í kvöldhúmið.
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldis-
menntað starfsfólk í störf í neðangreinda leikskóla
og skóladagheimili:
Álftaborg v/Safamýri, s. 812488
Bakkaborg v/Blöndubakka, s. 71240
Drafnarborg v/Drafnarstíg, s. 23727
Efrihlíð v/Stigahlíð, s. 18560
Fálkaborg v/Fálkabakka, s. 78230
Funaborg v/Funafold, s. 679160
Gullborg v/Rekagranda, s. 622455
Hagakot v/Fornhaga, s. 29270
Hálsaborg v/Hálsasel, s. 78360
Hálsakot v/Hálsasel, s. 77275
Jöklaborg v/Jöklasel, s. 71099
Klettaborg v/Dyrhamra, s. 675970
Rofaborg v/Skólabæ, s. 672290
í 50% starf e.h.:
Seljaborg v/Tungusel, s. 76680
Klettaborg v/Dyrhamra, s. 675970
Þá vantar leikskólakennara eða annað uppeldis-
menntað starfsfólk í leikskólann Lindarborg v/Lindar-
götu, s. 15390. í Lindarborg er fyrirhugað þróunar-
starf í málefnum nýbúabarna.
Einnig vantar leikskólakennara og þroskaþjálfa í
stuðningsstarf í leikskólann Drafnarborg v/Drafnar-
stíg, s. 23727, og eftir hádegi í leikskólann Rofaborg
v/Skólabæ, s. 672290.
Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar
og forstöðumenn.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.
Dregið í Aladdinleiknum
Valentína Tinganelli og Anna Kristín Heiðarsdóttir draga
út vinningshafana.
Dregið hefur verið í Aladdinleiknum. Þátttaka var
mjög góð og bárust mörg skemmtileg bréf og myndir.
Vinningshafar:
1. vinningur. Ferð fyrir tvo til Euro Disney í París með
Flugleiðum:
Guðrún J. Jónsdóttir, Grænabakka 7, Bíldudal.
2. -11. vinningur. Pitsa, kók og Aladdinís í boði veitinga-
hússins Ítalíu:
Ásbjörg Ýr Einarsdóttir, Kúskerpi, Varmahlíð.
Guðrún M. Jónsdóttir, Kjartansgötu 13, Borgarnesi.
Hólmfríður L. Þórhallsdóttir, Fálkagötu 26, Reykjavík.
Hörður Jónsson, Kríubakka 3, Bíldudal.
Lilja K. Gunnarsdóttir, Yrsufelli 38, Reykjavík.
Margrét Ýr Ingimarsdóttir, Vindási 3, Reykjavík.
Sigrún Ólafsdóttir, Valdastöðum, Kjós.
Sunna Sigurðardóttir, Hjaltabakka 30, Reykjavík.
Una Rut Jónsdóttir, Hverfisgötu 37, Hafnarfirði.
Þorsteinn Andri Haraldsson, Veghúsum 25, Reykjavík.
Vinningshafar, leitið upplýsinga í síma 91-874337.
FLUGLEIÐIR
ísbjörninn
VEíTINGAHUSJÐ
ÍTALIA