Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994
3
I
I
I
I
Fréttir
íslensk ígulker hf. í Njarðvlk:
Áttatíu manns
verða ráðnir
í vinnu
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„Viö munum heíja vinnslu um
miðjan mánuðinn og það verður ráð-
ið í helmingi fleiri stöður en voru á
síðustu vertíð. Við erum búnir að
selja allar afurðir sem við munum
framleiða og það má segja að það sé
beðið eftir hverri einustu öskju sem
við sendum til Japans,“ sagði Ellert
Vigfússon, framkvæmdarstjóri ís-
lenskra ígulkera hf. í Njarðvík, en
fyrirtækið er þessa dagana að ráða
til sín 80 manns í vinnu.
„Okkur vantar fleiri til vinnu en
við erum þegar búnir að ráða 50. Við
höfum tekið allt það fiskvinnslufólk
sem var á atvinnuleysiskránni en
það eiga fleiri eftir að skila sér.
Ástæðan fyrir þessari aukningu á
mannskap er að við fórum út í vöru-
þróunarátak og einnig höfum við
bætt við okkur bát. Við fórum mjög
hægt út í allar stækkanir en þetta
kemur hægt og bítandi hjá okkur,“
sagði Ellert.
ÞVOTTAVÉUAR UPI’ÞVOTTAVÉLAR ELDUNARTÆKl KÆLISKÁPAR SiÓNVÖRP MYNDBANDSTÆKl
RÖNNING
BORGARTÚNI 24
SÍMI 68 58 68
Fagor þvottavélar hafa sannað ágæti sitt hérlendis sem og
víðar í Evrópu. Fjöldi ánægðra viðskiptavina er
okkar besta viðurkenning.
FE-54 39.900 kr. stgr.
FE-83 48.900 kr. stgr.
Munalán, Visa og Euro-raðgreiðslur
Jk
ÞVOTTAVÉLAR UPPÞVOTTAVÉLAR ELDUNARTÆKI KÆLISKAPAR SJÓNVÖRP MYNDDANDSTÆKl .
I
I
I
\
í
)
I
►
I
Skipulag hálendis:
Opnuð hafa verið hjá Ríkiskaupum
tilboð vegna útboðs á skipulagsráð-
gjöf við gerð svæðisskipulags fyrir
miðhálendi íslands. AIls bárust 9 til-
boð frá yfir tuttugu arkitektastofum.
Næst verða tilboðin yfirfarin og met-
in með tilliti til tæknilegra úrlausna
og fleiri þátta. Áætlun um kostnað
lá ekki fyrir.
Lægsta tilboð var frá Alfa hf., Fjar-
hitun hf. og Hagvangi hf. upp á 24,7
milljónir króna. Næsta tilboð var frá
Landmótun upp á 26,7 milljónir.
Hæsta tilboð kom frá Vinnustofu
arkitekta hf. og Verkfræðistofu Sig-
urðar Thoroddsen upp á tæpar 150
milljónir króna. Næsthæsta tilboð
var 54 milljónir króna þannig að
hæsta tilboð var nokkuð hátt miðað
við hin.
Fyrri áfanga skipulagsvinnunnar
skal vera lokið fyrir marsmánuð 1996
og síðari áfanga í september 1997.
Lögreglan
lagði hald
ábát
Ómar Garðaisson, DV, Vestm.eyjum:
Fyrir skömmu lagði lögreglan í
Vestmannaeyjum hald á lítinn bát
sem var um borð í bát sem staddur
var í Vestmannaeyjahöfn.
Að sögn lögreglu hafði henni borist
tilkynning frá Reykjavík um að bát
hefði verið stohð og væri hann senni-
lega um borð í öðrum sem væri í
Vestmannaeyjum á leið til útlanda.
Þegar lögreglan fór og kannaði máhð
gátu skipverjar ekki fært sönnur á
að eiga bátinn og sögðust vera að
flytja hann út fyrir annan mann.
Ekki gátu þeir fært sönnur á það
heldur og var því lagt hald á litla
bátinn og héldu skipverjar héðan án
hans.
Jón Baldvin
Regína Thoiarensen, DV, Selfossi:
Ég veit að Jón Baldvin Hannibals-
son er stórgreindur maður og ráðrík-
ur, með refsaugu og flinkur við að
dáleiða fólk og þá sérstaklega Davíð.
Svo glotti Jón svo fahega í sjónvarp-
inu þegar hann var búinn að dáleiða
Davíð varðandi kosningamar.
Davíð á bara að taka sér frí með
sínum meirihluta í ríkisstjóm og
vera án kaups þar til Jón leyfir al-
þingiskosningar.
RENAULT
fer á kostutn!
Hann er
litli, sæti
ærslabelgurinn
- fullur af orku,
fljúgjandi liðugur
og skemmtilegur.
Aðrir í
fjölskyldunni
eru auðvitað
mjög stoltir af
Twingo litla.
Twingo - einstakur bíll
á frábæru verði - frá kr. 838.000.“
Komdu og kynntu þér hann betur!
(..þú rnunt elska hann eins og við hin.)
Bflaumboðið hf.
Krókhálsi 1 • Reykjavík • Sími 876633
HLJÓMFLUTNINGSTÆKl ÞVOTTAVÉLARIJPPÞVOTTAVÉLAR