Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994 7 Hafrannsóknastofnun: Fylgst með hvölum um gervihnött - skotið í þá rafeindamerkjum Hafrannsóknastofnun vinnur nú að því að merkja hvali með rafeinda- merkjum. Fyrir helgina fóru menn frá Hafró á sjó með Leifi Eiríkssyni í þeim til- gangi að merkja hvali. Það á að merkja tvo langreyði á þann hátt að merkjunum verður skotið í þau. Merkin munu síðan senda frá sér boð sem móttekin verða um gervihnött. Þannig má fylgjast með ferðum dýr- anna á meðan merkið endist eða í u.þ.b. tvö ár. Þetta er í fyrsta sinn sem Hafró merkir hvali á þennan hátt. Verkefn- isstjóri er Jóhann Sigurjónsson sjáv- arlíffræðingur. Hitaveita Suðumesja: Notendurfá ennþá óhreint vatn Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Það er unnið eins hratt og nokkur kostur er við að leysa þetta vanda- mál. Óhreinindi í vatninu eru af tvennum toga, annars vegar flögur og hins vegar htun. Þessu til viðbótar hefur þó nokkuð verið kvartað um lykt,“ segir Albert Albertsson, að- stoðarforstjóri Hitaveitu Suðurnesja, í samtah við DV en umtalsverðar kvartanir hafa borist til hitaveitunn- ar vegna óhreininda í heita vatninu. „Þessi óþægindi stafa fyrst og fremst af því að tíl þess að koma í veg fyrir súrefni og tæringu í kerfinu er blandað í það natríumsúlfít sem gengur í samband við kopar í kerfum hjá fólki og við það myndast þessi sicítur. Við erum langt komnir með að loka tönkum veitunnar. Þeir verða fyhtir fyrir ofan vatnsborð með gufu en þar á ekkert súrefni að komast inn og þar með eigum við að geta hætt þessari natríumsúlfít blöndu. Þar með á þessi htur, flögur, óhreinindi og lykt að heyra sögunni til.“ Albert segir natríumsúlfatið, sem fyrirtækið hefur heimild frá yfir- völdum til að nota, með öllu hættu- laust en það sé nj,a. mikið notað í matvælaframleiðslú. Fjöll gránuðu í Fljótum Öm Þóiaiinssan, DV, íljótum; Þegar Fljótamenn vöknuðu á föstu- dagsmorgun hafði gránað í fjöll um nóttina. Leiðindaveður var á fimmtudaginn, stíf norðanátt, kalt og rigning á láglendi en slydda til fjaha. Veður breyttist um nóttina þannig að um morguninn var komiö glampandi sólskin. Þrátt fyrir þetta skammvinna norðanskot hefur tíðarfar í Fljótrun síðustu sex vikur verið sérlega gott, hátt í 20 stiga hiti og sólskin flesta daga. ®BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS ISLANDSBANKI * SPARISJÓÐIRNIR # 1 NÝJUIXG SEM LÉTTJR PÉR LÍFIÐ. Minnislykillinn er nýjung sem auðveldar þér að varðveita á einum stað öll leyninúmerin þín fyrir debet- og kreditkort, kortasíma Eurocard, þjónustusíma bankanna, aðgangsnúmer að bankareikningum o.s.frv. Með Minnislyklinum eru leyninúmerin á öruggum stað - en samt alltaf við hendina. • f EITTIXÚMER / STAÐ MARGRA. Þú þarft aðeins að muna eitt aðgangsnúmer sem opnar þér ieið að öllum leyninúmerunum sem vistuð eru í Minnislyklinum. Minnislykillinn fæst íöllum bönkum og sparisjóðum - og hjá Kreditkorti hf. 500 # ÍO MIJXIXI. Minnislykillinn hefur 10 minni, eitt fyrir hvert leyninúmer. Á bakhlið Minnislykiisins eru númeraðir reitir, einn fyrir hvert minni. Þar ritar þú nafn korts, kortasíma eða aðra tilvísun. Þannig veist þú hvaða leyninúmer er geymt í hverju minni. Lepinúmerin þín eru vel geymd í Minnislyklinum! Örugg geymsla fyrir leyninúmer - sem passar í seðlaveskið. BELTIN 1 111 y rXferðar Opið virka dacpa til Kcl. 21 -OO HAGKAUP Skeifunni • Hólagaröi • Grafarvogi • Seltjarnarnesi • Akureyri Líka á kvöldin !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.