Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1994, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 Fréttir Sjúklingunum í Laugaskjóli hrakaði eftir flutninga í sumar: Fullkomið skipbrot að vera f luttur að heiman -þjóðarskömm að ekki skuli vera samið, segir Sigríður Guðmundsdóttir kaupmaður „Fólkið í Laugaskjóli var flutt í Skjól í sex vikur í sumar og því dreift á nokkrar deildir þar sem laga þurfti húsnæöi Laugaskjóls. Sjúklingunum hrakaði öllum svo hræðilega að það var með ólíkindum þó að vel væri hugsað um þá uppi í Skjóli. Þeir höfðu ekki lengur stuðning hver af öðrum og misstu þá öryggistilfinn- ingu sem þeir höfðu haft í Lauga- skjóh. Nú er búið að flytja þá aftur og þá má búast viö að sagan endur- taki sig. Þetta er mikið skipbrot fyrir þá. Raskið getur farið alveg með þá,“ segir Sigríður Guðmundsdóttir verslunareigandi. Ragna Gunnarsdóttir, 89 ára gömul tengdamóðir Sigríðar Guðmunds- dóttur, er í hópi sjö til átta alzheim- er-sjúklinga sem fluttir voru frá Laugaskjóli, sambýli fyrir heilabil- aða við Laugarásveg í Reykjavík, í Skjól fyrir helgi eftir að ákveðið var að loka sambýhnu vegna starfs- mannafæðar. Sjúkhngunum hefur verið dreift á hjúkrunardeildirnar í Skjóh og er stefnt að því að hafa þá tvo og tvo saman á stofu. Sambýlinu hefur verið lokaö þar til verkfahi sjúkraliða lýkur. Sigriður Guðmundsdóttir, tengdadóttir Rögnu Gunnarsdóttur, ibúa í Lauga- skjóli, segir aö það sé þjóðarskömm að ekki sé búið að semja við sjúkra- liða um hærra kaup meðan ráðamenn þjóðarinnar bruðli með fjármuni og eyði þeim i ferðalög út um allan heim. DV-mynd BG „Það er þjóðarskömm að það skuli ekki vera samið við sjúkraliðana og sárgrætilegt að öllum þessum dýr- mæta tíma sé eytt í málþóf þar sem samninganefndirnar sitja og naga blýanta meðan ráðamenn þjóðarinn- ar bruðla með fjármuni og hafa nóga peninga til að fara til Asíu og Suður- Ameríku. Verkfalhð er þjóðfélaginu dýrt með öllum aukavöktum og redd- ingum á sjúkrastofnunum. Allan þennan kostnað væri hægt að nota til að bæta laun sjúkrahða því að þeir eru láglaunahópur sem á skihð að fá hærri laun,“ segir Sigríöur. Sigríður segist búast við að ættingj- ar sjúklinganna úr Laugaskjóli reyni að styðja starfsmenn í Skjóli og fólk- ið sitt á svipaðan hátt og í sumar þegar ættingjamir skiptust á að sjá um kaffi og kvöldvökur í Skjóh, auk þess sem þeir skiptust á aö taka tvo og tvo heimilismenn af Laugaskjóh í bíltúra á kvöldin. Ragna Gunnarsdóttir bjó ein frá árinu 1977 þar til fyrir tveimur árum að hún flutti á Laugaskjól. Hún hefur átt við alzheimer-sjúkdóm að stríða í nokkur ár. Verkamannaíbúðin á Breiðdalsvík: Birting: Mörðurog Kjartanyfirtil Jóhönnu Jóhönnu Sigurðardóttur og Þjóðvaka bættist hðsauki í gær. Þá sögðu Birtingarmennirnir Kjartan Valgarðsson, formaður félagsins, og Mörður Árnason sig úr Alþýðubandalagsfélaginu og gengu til liðs við Jóhönnu. Gísli Gunnarsson, stjórnar- maður í Birtingu, sagði í útvarps- viðtali í gær að ekki væru fleiri félagsmenn á leiðinni til Þjóð- vaka með þeim félögum. Skuldsettir bændur: Lengja þarf lán ogléttaafborg- anir „Það þarf að lengja lán og létta afborgunarþunga af lánum þeirra bænda sem einhvern rekstrargrundvöh hafa. Líklegt er '>ð einstaklingar innan ahra greina þurfi aö fá þessa aðstoð,“ segir Þórólfur Sveinsson, bóndi og stjórnarmaður í Stofnlána- deild landbúnaðarins, StofnlánadeUd hefur óskað eftir heimild tíl að breyta lánum bænda, máhð er tíl umfjöllunar hjá rUusstjóminni. Þórólfur segir að 1985 hafi slhct verið gert með góðum árangri. „Það er almenn skoðun að það hafi tekist vel til þá. Því miður er ekki hægt að bjarga öllum. Sumir em einfald- lega of djúpt sokknir,“ segir Þór- ólfur. -rt Sveitarfélagi heimilt að borga eignarhlut fyrirfram „Lögin segja að það eigi að vera búið að greiða út eignarhluta í síö- asta lagi átta vikum eftir að flutt er úr íbúð. Það er ekkert í lögunum sem bannar sveitarfélagi að greiða út eignarhluta áður en fólk flytur úr viðkomandi íbúö,“ segir Rafn Guð- mundsson, forstöðumaður endur- söludeildar Húsnteðisnefndar - sveitarstjórinn leigufritt í íbúðinni Reykjavíkur. Eins og DV skýrði frá í gær var fimm manna fjölskyldu á Breiðdals- vík neitað um að fá greiddan eignar- hlut sinn nema hún rýmdi íbúðina sem þau vom að selja. Hún bað um viku frest til að rýma íbúðina sem er í verkamannakerfinu. Hús sem fólk- ið festi kaup á var ekki íbúðarhæft vegna endurbóta og óskaði það eftir því að fá að vera viku í viðbót í íbúö- inni en því var hafnað. Sveitarstjór- inn, sem nú býr leigufrítt í hús- næðinu, hafði með samskiptin vegna málsins að gera. DV hafði samband við oddvita Breiðdalshrepps, Ríkharð Jónasson, en hann vildi sem minnst láta hafa eftir sér um þetta mál. Hann stað- festi þó í samtali við DV að hafa beð- ið hjónin afsökunar á hluta málsins. Þá sagði hann að íbúðin hefði verið auglýst og enginn sótt um hana. Því hefði verið ákveöið að hreppurinn leigði hana undir sveitarstjórann. „Ef ekki tekst að selja íbúðir í verkamannakerfinu er heimilt að leigja þær út. Þetta er þó háð því að viökomandi íbúð sé auglýst á viður- kenndum stöðum,“ segir Gísli Gísla- son, deildarstjóri hjá Húsnæðisstofn- un ríkisins. Samkvæmt heimildum DV var umrædd íbúð auglýst á bens- ínstöðinni og kaupfélaginu á Breið- dalsvík. -rt í dag mælir Dagfari________________ Holræsin verða dýr R-lista meirihlutinn er kominn út úr skápunum. R-Iista meirihlutinn er byrjaður að ofsækja Reykvík- inga. Gífurlega hátt holræsagjald er lagt á fasteignir án þess að gera boð á undan sér. Þetta kemur borg- arbúum algjörlega í opna skjöldu og þá ekki síst minnihlutanum. Minnihluti sjálfstæðismanna í borgarstjóm segir akkúrat enga ástæöu til að leggja þetta gjald á. Þetta er skattpíning af grófustu gerð, segja sjálfstæðismenn. Það er verið að nota holræsin til að fjár- magna gylliboð R-listans í kosning- unum, segir Ámi Sigfússon. Gamli meirihluti sjálfstæðis- manna réðst í það verkefni á síð- asta kjörtímabili að lengja holræs- in út í Faxaflóa og Skerjafjörð og sagði það lið í mengunarvömum. Þetta var auðvitað hið besta mál og nauðsynlegasta enda hefur Reykvíkingum fjölgað og úrgang- urinn aukist eftir því. Salemum hefur fjölgað að sama skapi og hreinlæti er úr hófi fram á höfuð- borgarsvæöinu og allt þetta hefur kallað á aðgerðir áður en strand- lengjan fylltist af saur og skít og hlanddaunninn legðist ytir borg og bý. Þetta sáu sjálfstæðismenn og það var mikið happ að þeir skyldu vera við stjórnvölinn þegar holræsin vom of stutt og þeir fundu lyktina. Það mun hins vegar hafa gleymst að gera ráð fyrir því hvemig þessi holræsalögn skyldi fjármögnuð, enda kosningar í nánd og allir veg- ir færir eftir að sigur var unninn í þeim. Hver gat gert ráð fyrir því að sjálfstæöismenn töpuöu borg- inni og hver gat séð það fyrir að greiöa þyrfti þessar miklu fram- kvæmdir með holræsin strax eftir að kosningum lyki? Ekki sjálfstæðismenn sem hafa þó stýrt borginni af mikilli ábyrgð og fjármálaviti og þar að auki Uggja engar rannsóknir fyrir um magn þess saurs sem rennur í gegnum holræsin eða frá hverjum hann kemur. Sjálfstæðismenn treysta á einkaframtak og sjálfsbjargarvið- leitni og vilja að hver borgi undan sér án þess að borgin sé að skipta sér af svoleiðis útgjöldum. Þaö er hins vegar eftir R-hstanum að vilja leggja holræsagjaldið á alla borgarbúa án tillits til úrgangs hvers og eins og án þess að skil- greina í hvað holræsagjaldiö eigi að renna. Er það kannske vilji R- hsta meirihlutans að holræsin verði undirstaða ahra þeirra fram- kvæmda sem hér skulu eiga sér stað í Reykjavík? Er það pólitísk stefna R-listans og Ingibjargar Sól- rúnar aö skattleggja Reykvíkinga fyrir nreinlæti? Á það sem sagt fyr- ir Reykvíkingum að liggja að kúk og piss verði helsta tekjulind borg- arstjómar Reykjavíkur? Maður bara spyr í forundran, vegna þess að þetta er nýtt gjald sem sjálfstæð- ismönnum hefur aldrei dottið í hug að leggja á og kom aldrei til greina að refsa fólki fyrir að fara á salern- Hvað ef þessi holræsi hefðu aldr- ei verið lögð? Hvemig heföi R-list- inn hugsað sér aö fjármagna fram- kvæmdir borgarinnar þá? Það er í rauninni afar mikið lán fyrir R-hstann að sjálfstæðismenn skyldu hafa lagt holræsin, vegna þess að annars hefðu þeir ekki get- aö lagt holræsagjaldið á og þá hefði borgin ekki haft neina peninga til að efna gyhiboðin úr kosningabar- áttunni. Það er R-hstanum til happs að Reykvíkingar eru þrifnir og fara reglulega á klósettið og neyöast til að borga fyrir þrifnaðinn með þessu nýja gjaldi. Það þýðir ekker. fyrir Ingibjrögu Sólrúnu að halda því fram að borg- in hafi ráðist í holræsafram- kvæmdir án þess að eiga fyrir þeim, vegna þess að sjálfstæðismenn vora búnir að ákveða að spara í borgarrekstrinum og eiga fyrir þessum útgjöldum eftir kosningar. Það var ekki sjálfstæðismönnum að kenna að þeir töpuðu kosning- unum. Það var R-listanum að kenna og hann getur sjálfur kennt sér um að hafa sigrað í kosningun- um og vtijað borga skuldir og út- gjöld, sem sjálfstæðismenn hefðu eUa séö um. Þeim var nær og það er rétt mátu- legt á Ingibjörgu og R-hstann að eiga nú allt undir holræsunum í henni Reykjavík. Ef þau eiga hf sitt undir holræsunum, þá verði þeim að góðu. Það sækir hver til síns heima. Eitt er víst. Ef sjálfstæðismenn hefðu vitað að það yrði lagt hol- ræsagjald á Reykvíkinga, þá hefðu þeir aldrei lagt holræsin. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.