Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1994, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994
Viðskipti
kg Þri Mi Fi Fö M6
Álverð erlendis
1940
1920
1900
1880
1860
1840
Jenið lækkar
Þorskur á fiskmörkuöum hefur
að meöaltali selst frá 106 til 118
króna kílóið aö undanfórnu. Á
mánudag var kílóveröið 109,50
krónur.
Þingvísitala hlutabréfa fór hæst
í 1032 stig 1 síðustu yiku sem er
sögulegt hámark. Á mánudag
stóð vísitalan í 1025 stigum.
Verðsveiflur hafa verið á áli á
erlendum mörkuðum. Stað-
greiðsluverðið var 1884 dollarar
tonnið þegar viöskipti hófust í
gærmorgun.
Japanska jenið hefur verið að
lækka í verði að undanfömu. í
gær var sölugengið komiö niður
í 0,6861 krónu, rúmu prósenti
lægra en fyrir viku.
Hlutabréfaverð í kauphöllinni í
London hefur sveiflast upp og
niður síðustu daga. FT-SE100 var
3019 stig í gærmorgun.
Makaskipti á Holiday Inn og Sambandshúsinu:
Landsbankinn
tef ur samninga
- vill hærra verð fyrir baklóð Sambandshússins
Um það bO mánuður er liðinn síð-
an íslandsbanki og Samvinnulífeyr-
issjóðurinn ætluðu að vera búnir að
skrifa undir makaskiptasamning á
Hohday Inn hótehnu og Sambands-
húsinu við Kirkjusand. Nú herma
heimildir DV að töfin sé vegna þess
að Landsbankinn, eigandi baklóðar
og skemmu við Sambandshúsið, vilji
fá hærra verð fyrir eignina en ís-
landsbanki er thbúinn aö sætta sig
viö. Sömu heimildir herma aö for-
ráðamenn íslandsbanka séu óhressir
með hvað langan tíma hefur tekið
að ræða við Landsbankamenn. Hægt
hefði verið að ganga frá mákaskipt-
unum fyrir löngu.
íslandsbanki ætlaði að flytja höfuö-
stöðvar sínar í Sambandshúsið og
Samvinnulífeyrissjóðurinn ætlaði að
taka yfir hótehð og tvær hæðir í
Húsi verslunarinnar. Samvinnulíf-
eyrissjóðurinn var svo búinn að
ákveða að taka tilboði Þróunarfélag-
ins í hótehð og Þróunarfélagið ætlaði
sér að leigja rekstur þess til Flug-
leiða. ÖU þessi áform bíða eftir því
aö makaskiptasamningurinn gangi í
gegn en eins og áður segir er það
ósamkomulag íslandsbanka og
Landsbanka um verð á baklóðinni
sem tefur undirskrift.
Auk Landsbankans og Samvinnu-
lífeyrissjóðsins hafa íslenskar sjáv-
arafurðir komið að samningunum
við íslandsbanka en fyrirtækið á eina
hæð í Sambandshúsinu en lífeyris-
sjóðurinn fjórar. Óvist er hvert skrif-
stofur íslenskra sjávarafurða flytj-
ast.
Tilraunir DV til að hafa uppi á þeim
forráöamönnum Landsbankans sem
hafa með þetta mál að gera báru ekki
árangur í gær. Forráðamenn ís-
landsbanka vildu ekki tjá sig um
málið.
Landsbankinn
og Reuter semja
Landsbankinn hefur gerst aðili aö
nýrri fjármálaþjónustu Reuters sem
kahast Deahngs 2000-1 og kalla mætti
Fjarsamning. Samningur þessa efnis
var undirritaður um mánaðamótin.
Fjarsamningur veitir beinan að-
gang að tölvukerfi sem nær um víða
veröld. Hægt er að sjá á tölvuskjá
verð á gjaldeyri hjá fjölmörgum
bönkum og grípa svo tækifærið þeg-
ar verðið er hagstæðast. Þá er send
inn pöntun fyrir ákveðnu magni af
gjaldeyri, síðan ýtt á takka, kaupin
gerð á því augnabliki og tölvan send-
ir út kvittanir báðum megin. Með
þessum samningi telja Landsbanka-
menn sig spara mikla fjármuni en
gjaldeyrisviðskipti bankans nema
árlega um 100 milljörðum króna.
Við' undirskrift Fjarsamnings Landsbankans og Reuters. Sitjandi frá vinstri
eru Kerstine English frá Reuter, Björn Sigurðsson frá Landsbankanum og
Ivan Mulcahy, yfirmaður Reuters á Norðurlöndum. Standandi frá vinstri eru
Gunnar Egedius, sölufulltrúi Reuters í Noregi, og Þorsteinn Thorarensen,
fulltrúi Reuters á íslandi. DV-mynd ÞÖK
Hlutabréfaviðskipti að glæðast:
Styttist í áramótagleðina
Viðskipti með hlutabréf eru að
glæðast ef marka má síðustu viku
og byrjun þessarar. Nú styttist í ára-
mótin og reikna verðbréfafyrirtækin
með miklum viðskiptum í þessum
mánuði söku skattaafsláttarins.
Lánafyrirgreiðsla þeirra til hluta-
bréfakaupa kemur til með að skipta
þar miklu.
Þingvísitala hlutabréfa náði sögu-
legu hámarki sínu í síðustu viku, um
1032 stigum. Viðskipti síðustu viku
námu tæpum 27 milljónum króna og
sl. mánudag var höndlað fyrir 8,4
mihjónir. Viðskipti gærdagsins lágu
ekki fyrir þegar þetta var ritað.
Mestu viðskiptin í síðustu viku voru
með hlutabréf Ohs, Eimskips og
Flugleiða. Þess má geta að hlutabréf
Flugleiða hafa hækkað um rúm 3%
síðustu daga.
Ágætt verð í Þýskalandi
Afh úr tveimur íslenskum togurum
var seldur í Þýskalandi í síöustu
viku. Akurey RE fékk rúmar 24 millj-
ónir fyrir 166 tonn. Breki VE náði
aðeins betra meðalverði sl. fóstudag
þegar um 136 tonn seldust fyrir rúm-
ar 20 milljónir. í gámasölu í Englandi
seldust 293 tonn í síðustu viku fyrir
46 mihjónir.
Verðsveiílur eru miklar á álmörk-
uðum erlendis um þessar mundir,
allt að 100 dollurum á degi hveijum.
Staðgreiðsluverðið var 1884 dollarar
tonnið í gærmorgun. Framleiðsla áls
hefur sums staðar verið að aukast
hjá álframleiðendum sem standa ut-
an samkomulagsins sem helstu
framleiðendur heims gerðu fyrr á
þessu ári um aö draga úr framleiðslu
til að hækka verðið.
\ Útflutningsafurðir, gjaidmiðlar og verðbréf
69 68^ 67
1 /
65
68,89
Kr. s 0 N D
ESMBH
Þingvísit. húsbr.
DV
22 hlutafélög
komináVerð-
bréfaþingið
Stjóm Verðbréfaþings islands
samþykkti nýlega að taka á skrá
hlutabréf Lyfjaverslunar íslands
hf. sem áður hét Lyfjaverslun rík-
isins. Viö bætist að undanfamar
vikur hafa hlutabréf fjögurra
hlutafélaga verið tekin á skrá á
Verðbréfaþingið. Þetta em hluta-
bréf Skeljungs, Shdarvinnslunn-
ar, Haraldar Böðvarssonar og
Olíufélagsins. Markaðsvirði
hlutabréfa á skrá er áætlaö rúm-
ur 31 milljarður en ahs eru bréf
22 félaga skráð á þinginu.
{ tilkynningu frá Verðbréfa-
þingi kemur fram að á árinu hafa
102 flokkar skuldabréfa og 3
flokkar hlutdehdarskírteina ver-
ið teknir á skrá á þinginu. Við-
skipti það sem af er árinu nema
ríflega 82 milljörðum króna sem
er um 9% aukning miöað við öh
viöskipti síðasta árs.
Stjórn Verðbréfaþings bendir á
að hún hafi orðið vör við yflrlýs-
ingar ákveðinna aðila um að
hlutabréf þeirra verði skráð á
þinginu án þess að hafa sótt um
shkt. Stjórnin ítrekar að hún ein
taki ákvörðun um hvaða bréf
veröi skráð og það sé ekki á valdi
annarra að lýsa yiír slíku.
1,5 milljarða
verðbréfakaup
erlendis
Áætlað er að lífeyrissjóðimir
hafi á fyrstu níu mánuðum ársins
keypt erlend verðbréf fyrir 1,5
mihjaröa króna. Þetta kemur
fram í fréttabréfi Sambands al-
mennra lifeyrissjóða. Stærsti
hluti kaupanna, um900 mihjónir,
eru skuldabréf keypt á eftirmark-
aði sem Norræni fjárfestingar-
bankinn gaf út í íslenskum krón-
um fyrir nokkmm árum.
Áætlað er að lífeyrissjóðirnir
hafi keypt hlutdehdarskírteini í
erlendum verðbréfasjóöum fyrir
um200mihjónir, erlendhlutabréf
fyrir um 100 mihjónir og önnur
erlend skuldabréf fyrir um 300
mhljónir. Reiknað er með aö er-
lend verðbréfakaup lífeyrissjóð-
anna á þ'essu verði nemi rúmlega
4% af ráðstöfunarfé þeirra.
Smáritum
stefnumarkandi
áætlanagerð
Út er komið smáritiö Stefnu-
markandi áætlanagerð sem er
sjöunda ritiö í ritröð Viðskipta-
fræðistofnunar Háskólans og
Framtíðarsýnar. Höfundur rits-
ins er Þorkell Sigurlaugsson, við-
skiptafræðingur og fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs Eim-
skips.
Ritið fjallar um vinnubrögð við
steftiumarkandi áætlanagerð og í
því má m.a. finna yfirlit yfir þau
atriði sem huga þarf að við
stefnumótun í fyrirtækjarekstri.
Hótelrými lokað
áólafsfirði
Helgi Jónsson, DV, Ólafsfirö;
„Ferðamannaeiningin hjá Hót-
el Ólafsfirði ber sig ekki og verö-
ur henni því lokað. Rekstrinum á
sjoppunni og veitingasölunni
mun hins vegar verða haldið
áfram," segir Siguijón Magnús-
son, annar þeirra aðila sem
keyptu hótehð af Skeljungi í vor.
Sigurjón segir að ahir hafi vhj-
að hafa hótel í bænum en fæstir
séu tilbúnir til að styðja rekstur-
inn í verki. Þremur starfsmönn-
um hótelsins hefur verið sagt upp
störfum.