Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
Fréttir
Prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi:
Hörð og vægðarlaus
barátta um efsta sætið
- Siv Friðleifsdóttir og Hjálmar Amason sögð sterkust
Prófkjör Framsóknarflokksins í
Reykjaneskjördæmi fer fram næst-
komandi laugardag, 10. desember.
Um er að ræða opið prófkjör þó þann-
ig að þátttakendur veröa að undirrita
stuðningsyfirlýsingu við listann í
komandi þingkosningum.
Baráttan um efsta sætið á listanum
er sögð vera mjög hörð og raunar
vægðarlaus, svo vægðarlaus að ýms-
ir framsóknarmenn, sem DV ræddi
við, óttast að hún skilji eftír sár sem
seint grói.
Það eru einkum þrír frambjóðend-
ure sem beijast um efsta sætið. Þetta
eru þau Siv Friðleifsdóttir af Sel-
tjarnamesi, Hjálmar Ámason og
Drífa Sigfúsdóttir úr nafnlausa bæj-
arfélaginu á Suðumesjum.
Jöfn staða
Viðmælendur DV úr hópi fram-
sóknarmanna í kjördæminu telja að
barátta þessara þriggja sé og verði
mjögjöfn. En það er mat flestra, sem
rætt var við, að þau Siv og Hjálmar
hafi heldur sigið fram úr nú állra
síðustu daga.
Siv nýtur gþös af skiptingu at-
kvæða milli Hjálmars og Drífu á
Suðumesjum. Afhn- á mótí munu
nokkrir áhrifamenn í Framsóknar-
Drífa Sigfúsdóttir.
flokknum í Kópavogi styðja Hjálmar
en áðm- var tahð að Siv ættí stuðning
Kópavogsbúa.
Hjálmar fór síðastur þeirra þriggja
af stað í beina kosningabaráttu og
stuðningsmenn hans óttast að hann
hafi jafnvel farið of seint af stað.
Hjálmar er sagður bæði gjalda þess
og njóta að Steingrímur Hermanns-
son, fyrrum formaður Framsóknar-
flokksins, lýstí því yfir að hann vildi
að Hjálmar tæki viö af sér sem þing-
Siv Friðleifsdóttir.
Fréttaljós
maður flokksins í Reykjaneskjör-
dæmi. Margir framsóknarmenn
reiddust þessari afskiptasemi Stein-
gríms en aðrir fylgja kallinu.
BJARTMAR GUÐLAUGSSON
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON
BJÖRN JÖRUNDUR
BUBBI MORTHENS
DANCIN MANIA
EGÍLL ÓLAFSSON
HÖRÐUR TORFASON
KÓRÖLDUTÚNSSKÓLA
PLÁHNETAN
SCOPE OG SVALA BJÖRGVINS
SSSOL
TRÍÓ ÓLAFS STEPHENSEN
VINIR VORS & BLÓMA
ólatónleikar
SKÍFUNNAR
í Háskólabíói
til styrktar krabbamemssjúkum bömum
11. desemberkl. 16:30
Hjálmar Árnason.
Drífa Sigfúsdóttir nýtur álits sem
bæjarfulltrúi í nafnlausa bæjarfélag-
inu. Aftur á móti lýsti stjóm fidltrúa-
ráðs framsóknarfélaganna á svæð-
inu yfir stuðningi við Hjálmar Ama-
son. Sú yfirlýsing er talin geta skaðaö
Drífu, en samt er hún sögð standa
sterkt.
Snjall ieikur
Unnur Stefansdóttir biður um 2.
sætið á listanum í þessu prófkjöri.
Það er sagt vera snjall leikur hjá
henni. Menn benda á að stuðnings-
menn hinna þriggja muni setja Unni
í 2. sætið. Þannig muni stuðnings-
menn Sivjar setja Unni í 2. sætið en
ekki Hjálmar eða Drífu og stuðnings-
menn þeirra gera eins. Þess vegna
gætu þau eða þær sem ekki ná efsta
sætinu fallið niður í 3. eða 4. sæti en
Unnur setíð uppi með 2. sætið sem
hugsanlega gefur þingsætí. Þetta er
talin vera raunhæfur möguleiki.
(Jnnur Stefánsdóttir.
Kvennabylting í
Framsóknarflokknum
Margir benda á að á flokksþingi
Framsóknarflokksins á dögunum
hafi hlutur kvenna aukist mjög í
flokknum. Sumir tala um kvenna-
byltingu. í beinu framhaldi af því
benda ýmsir á að Hjálmar Ámason
getí goldið þessa og að það sé raun-
hæfur möguleiki aö konur verði í
tveimur efstu sætum listans á
Reykjanesi.
En hvemig sem allt fer í þessu próf-
kjöri er ljóst að næstí þingmaður
Framsóknarflokksins á Reykjanesi
verður nýr á þingi og um verður að
ræða unga manneskju á pólitískan
mælikvarða. Skiptir ekki máli þótt
flokkurinn fái tvo þingmenn. Hins
vegar em svona hörð átök í prófkjöri
ný fyrir framsóknormenn á Reykja-
nesi síöan Steingrímur Hermanns-
son flutti sig til þeirra. Þess vegna
geta átökin skilið eftír sig sár sem
af verður slæmt ör.
Gjöld Suðurnesja-
manna hækka ekki
Ægir Már Kárascm, DV, Suðumesjum:
Á fundi bæjarstjómar í sameinaða
sveitarfélaginu Keflavík, Njarðvík,
Hafitír var ákveðið að hækka ekki
heildarskattheimtu á íbúa. Hins veg-
ar var ákveðið til samræmingar, þar
sem sorphirðugjald var 2500 kr. í
Njarðvík en 2200 í Keflavík, að hafa
gjaldið fyrir sveitarfélagið eins og
það var í Njarðvík.
Holræsagjald mun lækka úr 0,15%
í 0,13% og tekin var sú ákvörðun að
leggja ekki vatnsgjald á íbúa en það
hefði verið ný álagning. Að sögn Ell-
erts Eiríkssonar bæjarstjóra er sveit-
arfélagið með verulega lægri álagn-
ingarstuðla en önnur stór sveitarfé-
lög.
Alþýðusamband VestQarða:
Sameining verkalýðs-
félaga í brennidepli
Siguijón J. Sigurðsson, DV, fsafiröL
Pétur Sigurðsson var endurkjör-
inn forsetí Alþýöusambands Vest-
fjarða á 30. þingi þess í Stjómsýslu-
húsinu á Isafirði í síðustu viku.
Aðrir í stjóm era Helgi Ólafsson,
Hólmavík, varaforseti, Lilja Rafney
Magnúsdóttir Suðureyri ritari, Ka-
ritas Pálsdóttir, ísafirði, gjaldkeri
og meðstjómandi er Bima Bene-
diktsdóttir frá Tálknafirði. í vara-
stjóm vora kjörin þau Kolbrún
Daníelsdóttir, ísafirði, Sigurður
Þorsteinsson, Flateyri, og Sigurður
Þorleifsson, Bolungarvík.
Aðalmál þingsins vora kjaramál
og atvinnumál. Varaformaöur
Neytendasamtakanna flutti erindi
og sagði frá hugmynd um að opna
neytendaskrifstofu á Vestfjörðum.
Óskað var eftir aðstoð verkalýðsfé-
laganna og sveitarstjóma á svæð-
inu til að gera slíka skrifstofu að
veruleika.
Hvað varðar skipitíagsmál sam-
bandsins var rætt um sameiningu
verkalýðsfélaga í kjölfar samein-
ingar sveitarfélaga. Kosin var sér-
stök nefnd sem vinna á að skipu-
lagsmálunum.