Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Blaðsíða 38
50 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 Afmæli_________________ Trausti Víglundsson Trausti Víglundsson, veitingastjóri á Hótel Sögu, til heimilis að Látra- strönd 38, Seltjarnamesi, er fimm- tugurídag. Starfsferill Trausti fæddist að Litla-Vatns- homi í Haukadal í Dalasýslu en ólst upp í Reykjavík. Hann stundaði nám við Hótel- og veitingaskólann og útskrifaðist þaðan 1965 en er meistari í framreiðsluiðn frá 1970. Trausti starfaði hjá Hótel KEA 1963-64 en hefur starfað við Hótel Sögu frá 1965. Þá hafa Trausti og eiginkona hans rekið veitingastofuna Þrastalund í Grímsnesi við Sogsbrú í tvo ára- tugi. Hann hefur verið þjálfari og leiðbeinandi framreiðslunema í Norðurlandakeppni nema í grein- inni. Trausti hefur verið formaður sveinsprófsnefndar sl. tíu ár. Hann hefur verið félagi í Oddfellowregl- unni sl. tuttugu ár og gegnt ýmsum nefndar- og stjómarstörfum á veg- um reglunnar. Fjölskylda Trausti kvæntist 8.10.1966 Krist- ínu Berthu Harðardóttur, f. 4.5.1947, húsmóður og veitingamanni. Hún er dóttir Harðar Þórhallssonar, yfir- hafnsögumanns i Reykjavík, og Ullu Sigurðardóttur húsmóður. Börn Trausta og Kristínar Berthu eru Ragnheiður Traustadóttir, f. 8.1. 1966, nemi í fornleifafræði, búsett í Garðabæ, gift Þór Jónssyni frétta- manni og eru börn þeirra Jakob Sindri, f. 1991, og Víglundur Jarl, f. 1992; Hörður Traustason, f. 2.2.1967, veitingamaöur á Seltjamamesi en sambýliskona hans er Brynhildur Jónsdóttir smurbrauðsdama; Bertha Traustadóttir, f. 23.4.1970, nemi í förðun, búsett í Frakklandi en unnusti hennar er Ágúst Arn- björnsson flugmaður. Systkini Trausta eru Stefanía Víg- lundsdóttir, f. 9.7.1951, ritari, búsett í Hafnarfirði, gift Heiðari Gíslasyni iðnaðarmanni, og er dóttir þeirra Fríða Kristín Heiðarsdóttir, f. 1979; Ásgeir Víglundsson, f. 2.9.1962, bú- fræðingur í Reykjavík. Foreldrar Trausta eru Víglundur Sigurjónsson, f. 23.12.1920, skrif- stofumaður í Reykjavík, og Ragn- heiður Hildigerður Hannesdóttir, f. 29.2.1924, húsmóðir. Ætt Víglundur er sonur Sigurjóns, b. í Kirkjuskógi í Miðdölum, Jónsson- ar, b. á Hamraendum, Stefánssonar, b. á Galtarhöfða og Fellsenda, Jóns- sonar. Móðir Jóns á Hamraendum var Sólveig Jósefsdóttir. Móðir Sig- urjóns var Guðrún Jónsdóttir, b. á Skarði í Haukadal, Björnssonar. Móðir Víglundar var Jónína Krist- ín Ásgeirsdóttir, b. á StóraVatns- skarði, Árnasonar. Móðir Ásgeirs var Sigríður Skeggjadóttir. Móðir Jónínu Kristínar var Kolþerna Hall- dórsdóttir, b. á Svarfhóh í Laxárdal, Bjamasonar. Ragnheiður er dóttir Hannesar, b. á Litla-Vatnshorni, Gunnlaugs- sonar, b. á Litla-Vatnshomi, Magn- ússonar. Móðir Hannesar var Anna Hannesdóttir. Móðir Ragnheiðar var Guðrún Stefania Guöjónsdóttir, b. á Álfta- vatni í Staðarsveit, Jónssonar. Trausti Víglundsson. Trausti er erlendis á afmælisdag- inn. Rafn Ragnar Jónsson Rafn Ragnar Jónsson tónlistarmað- ur, Bugðulæk 3, Reykjavík, er fer- tugurídag. Starfsferill Rafn fæddist á Suðureyri og ólst þar upp og á ísafirði. Hann nam ásláttarhljóðfæraleik hjá Pétri Öst- lund í Stokkhólmi 1980-81 og stund- aði nám við KHÍ1990-92. Rafn hefur verið tónhstarmaður frá sautján ára aldri. Framan af stimdaði hann ýmis störf jafnframt tónlistinni, lengst af verslunarstörf, en frá 1985 hefur tónhstin verið hans aðalstarf. Rafn varð að láta af hljóðfæraleik vegna veikinda árið 1993 en hefur starfrækt eigið hljóðver, Hljóðham- ar frá 1992. Hann hefur gefið út tvær hljómplötur í eigin nafni og veriö þátttakandi í fjölda annarra hljóm- platna, m.a. með hljómsveitunum Bítlavinafélaginu og Grafík. Þá stjómar hann upptökum á hljóm- plötum fyrir ýmsar hljómsveitir. Rafn er einn af stofnendum MND- félags íslands og formaður þess. Fjölskylda Rafn kvæntist í mars 1979 Frið- gerði Guðmundsdóttur, f. 5.12.1959, sérkennara. Hún er dóttir Guð- mundar Guðmundssonar, fyrrv. póstafgreiðslumanns, og Rebekku Jónsdóttur húsmóður. Dóttir Rafns frá því áður er Helga Rakel, f. 10.11.1975, nemi við MH. Synir Rafns og Friðgerðar eru Eghl Örn, f. 29.3.1982; Ragnar Sól- berg, f. 2.12.1986; Rafn Ingi, f. 2.2. ■ 1994. Bróðir Rafns er Ágúst Jónsson, f. 22.8.1944, sjómaður í Reykjavík, kvæntur Birnu Geirsdóttur og eiga þau fjögur börn. Háifsystkini Rafns, sammæðra, em Gísli Guðmunds- son, f. 11.6.1961, grafískur hönnuð- ur, búsettur í London, kvæntur Önnu Hildi Hildibrandsdóttur og eiga þau tvö böm; Sóley Guðmunds- dóttir, f. 11.1.1964, þroskaþjálfi í Hafnarfirði, og á hún eitt barn. Hálfsystir Rafns, samfeðra, er Rafn Ragnar Jónsson. Heiða Björk Jónsdóttir, f. 30.1.1975, búsett á Suðureyri. Foreldrar Rafns: Jón Snorri Jón- asson, f. 12.9.1924, d. 22.2.1979, sjó- maður á ísafirði, og Ragna Sólberg, f. 17.9.1936, ritsímavörður á ísafirði. Stjúpfaðir Rafns var Guðmundur H. Gíslason, f. 19.5.1935, d. 29.11. 1974, sjómaður, Rafn tekur á móti gestum í Odd- fellawhúsinu við Vonarstræti, flmmtudaginn 8.12. kl. 21.00. Kálfafelli ÍB, Skaftárfellshreppi. Elín Óskarsdóttir, Grýtubakka 12, Reykjavík. Klara Stephensen, Hraunhólum 16, Garðabæ, Sigurjón Tobiasson, Geldingaholti II, Seyluhreppi. Karitas Jóhannesdóttir, Reykjum II, Hálshreppi. Guðjón H. Guðbjömsson, Túngötu 22, Bessastaðahreppi. Egill Egilsson, yfirframreiðslumaöur við Landakotsspítala, Hraunbæl24, Reykjavik. Egill tekur á móti gestum aö Hótel Esju, 1. hæð.áafmælis- daginn millikl. 18.00 og21.00. 90 ára Ragnheiöur Sigfúsdóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. 85 ára Andrés Jónsson, Lönguhlíð 3, Reykjavik. Hulda Guðmundsdóttir, Borgarbraut &5, Borgarnesi. 80 ára Maria Stefánsdóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. Bjarn veig Jakobsdóttir, Borgarholtsbraut 44, Kópavogi. Bjamveig er að heiman. Halldóra Jónsdóttir, Dalsgeröi 3F, Akureyri. 75ára Einar G. Baldvinsson, Kapiaskjólsvegi9, Reykjavík. Martha Maria Sandholt, Hátúni8,Reykjavík. Sigurþór Sigurðsson, burstageröar- maður, Grettisgötu46, Reykjavík. Sigurþórerað heiman. 70ára Dýrleif Jónsdóttir, Lindasiðu2, Akureyri. Gróa Sigurjónsdóttir, Hjallabrekku 2, Kópavogi. 50ára Sigurjón Rútsson, Sigtúni 8, Vík í Mýrdal. Árni Heigason, Borgarhrauni 24, Hveragerði. Margrét Júlíusdóttir, Laufengi 122, Reykjavík. Halldór Sigurðsson, Bláskógum 19, Egilsstöðum. Halldór er að heiman. MichaelArthur Jones, Þjóðólfsvegi 14, Bolungarvík. Stefán Örn Magnússon, Lindasmára 57, Kópavogi. Ragnheiður Runólfsdóttir, 40ára Ágústa Svelnsdóttir, Skógarhæð 5, Garðabæ. Vilborg Sigurðardóttir, Þrúðvangi7,Henu. Ingibjörg Daníelsdóttir, Fróöastöðum, Hvítársiðuhreppi. Gillian Hoit, Unnarbraut 32, Seltjarnarnesi. Menning Bakkabræður í hríðarbyl ráða ráðum sínum I Paradís. Regnboginn - Bakkabræóur í Paradís: *V:2 Jólaandinn svífuryfir vötnum Jólunum á, eru aUir vinir og við syngjum fagnaðarljóð. Hljómaði þetta ekki einhvern veginn svona í ljóðinu forðum sem glumdi í Ríitisútvarpinu daginn út og inn? Hvort sem þaö var nú eða ekki lýsa þessi orð ágætlega innihaldi myndarinnar um Bakkabræður í Paradís sem Regnboginn sýnir. Bræöurnir eru þrír, Bill (Cage), ..... Alvin (Carvey) og Dave (Lovitz), T?- • J’ sannkallaðir Bakkabræður. Bill er VlisJ. LLylLLLLI sá eini sem eitthvert vit hefur í ---- koiiinum, búinn að snúa af giæpa- Guðlaugur Bergmundsson brautinni og farinn að vinna á veit- - ingastað í New York. Hann fer að sækja bræður sína tvo í fangelsið, lygalaupinn Dave og hinn stelsjúka og vitgranna Dave. Saman fara þeir svo til smábæjarins Paradísar í Pennsylvaníu þar sem allir eru svo góðir og sætir í sér að bærinn ber eiginlega nafn með rentu. Bræðumir ræna bankann á aðfangadag, njóta gestrisni bæjarbúa og komast ekki burt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En margt fer öðruvísi en ætlað er, andi jólanna kemur skúrkunum til þjargar og þeir veröa allir nýir menn og betri á eftir. Bakkabræður í Paradís er næsta klisjukennt og græskulaust gaman sem ristir ekki djúpt. Það er hins vegar öllu verra aö myndin er ekkert sér- lega fyndin, að minnsta kosti af meintri gamanmynd aö vera. Mest ber á aulalegum tilburðum þeirra Carveys og Lovitz, þótt í henni séu ein- staka ijósir punktar. Einnig skemma tveir aðalleikaranna mikið fyrir en hér er átt við þá Dana Carvey og Jon Lovitz. Ekki miklir leikarar það, hvorki hér né annars staðar. Nicolas Cage í hlutverki gáfnaljóssins Bills er langskástur, oft bara ágætur. Hann getur þó ekki lyft myndinni í nein- ar hæðir því það sem hann og aðrir hafa handa í millum er svo rýrt í roðinu. Bakkabræður í Paradis (Trapped In Paradise) Handrit og leikstjórn: George Gallo Leikendur: Nicolas Cage, Dana Carvey, John Lovitz, Madchen Amick, Donald Mottat, Vic Manni, Richard Jenkins, Florence Stanley

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.