Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Blaðsíða 34
AUKhf / SfA ks-61 46 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 JÓLAKORT OG DAGATÖL FRÁ NÝJUM VÍDDUM 6 íslenskir hönnuðir, 7 íslenskir Ijósmyndarar, 4 íslenskir textahöfundar, 5 erlendir þýðendur og gegnheil íslensk prentun! HÉR FÁST ÞAU: Reykjavík: • íslenskur heimilisiðnaður, Hafnarstræti • Penninn, Hallarmúla • Eymundsson, um alla borg • Rammagerðin, Hafnarstrœti • Islandia, Kringlunni • Bóksala stúdenta, v. Hringbraut • Mál og menning, Laugavegi og Síðumúla Akureyri: • Bókval, Kaupvangsstrœti • Bókabúðin Edda, Hafnarstrœti • Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti Leifsstöð: • íslenskur markaður • Aðrar helstu bóka- og ritfangaverslanir Dreifing í verslanir: • íslensk bókadreifing, sími 568 6862 Sala og þjónusta við fyrirtæki: Menning Hjá góðu fólki Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi menntamála- ráðherra, sendir nú frá sér enn eina bókin þótt orðinn sé áttræður. Hann kallar hana - Mannakynni, frá öðru fólki og athöínum þess. - Það sér hins vegar ekki stað í bókinni að hann sé orðinn þetta fullorðinn. Hann afneitar líka ellinni og segir á einum stað að hann hafi uppgötvað að sérbýli fyrir aldraða sé bara fyrir gamalt fólk en ekki fyrir sig. StOl Vilhjálms er lipur og skemmtilegur og án til- gerðar. Hann segir i formála að „þetta kver átti að fjalla imi fólk og helst margt fólk og gerir það raunar.“ Ef til vill er það eini galli þessarar annars hugljúfu og skemmtilegu bókar að höfundur nefnir of marga Bókmenntir Sigurdór Sigurdórsson til sögunnar. Hann getur því ekki fjailað neitt sem nemur um fjölmarga þeirra. Einkum á þetta við um þá sem hann n'efnir til eftir að hann er orðinn þingmað- ur í síðara skiptið. Ég hefði viljað sjá ítarlegri umijöU- unum um suma þá sem hann nefir þá til sögunnar og fá þá heldur framhald í annari bók um næstu jól. En þetta eru smámunuir og varla að taki því að nöldrá yfir því. Það eru einkum tveir menn sem fá ítarlega umfjöllun í bókinni og þess vegna verða þættimir um þá um leið saga um aldarfar. Þetta eru kaflamir um föður- bróðiur Vilhjálms, Sigdór V. Brekkan kennara, sem lengst bjó í Neskaupstað og Svein Benediktsson í Mjóa- firði. Þótt aldursmunur þeirra Vilhjálms og frænda hans Sigdórs væri mikill er ljóst að þeir hafa bundist órjúfandi vinarböndum. Það er afar ánægjulegt að lesa frásögn Vilhjálms af þessum vini sínum og frænda. Hin frásögnin af Sveini Benediktssyni, kennara, odd- vita, póst- og símstjóra, bónda og matsmanni í Mjóa- firði er líka einstök. Allt það sem þessi maður afrek- aði og vann er með hreinum óllkindum. En það þótti víst ekkert tiltökumál á fyrri hluta þessarar aldar að vinna svona. Þeir einstaklingar sem Vilhjálmur nefnir til sögunn- ar í bókinni skipta hundruðum. Frásagnir af þeim em allt frá því að vera tvær til þrjár línur og upp í nokkr- ar blaðsíður. Eftir lestur bókarinnar efast ég um að Vilhjálmur hafi nokkm sinni hitt mann sem honum hefur ekki samið við. Hin landsfræga kímni Vilhjálms nýtur sín vel í sumum frásögnunum. Gömul skondin máltæki sem hann skýtur inn í við og við lífga mjög upp á bókina. Fullyrða má að þeir sem hafa gaman af að lesa frá- sagnir af fólki, alls konar fólki, ungu og gömlu, alm- úga og háttsettu og lesa um tíðaranda fyrri hluta aldar- innar hér á landi munu njóta þessarar bókar. Þeim fækkar óðum sem muna tímana tvenna, eins og oft er sagt, og geta komið þeim minningum sínum á bók. Þess vegna ber að fagna bók Vilhjálms Hjálmarssonar. Vilhjálmur Hjálmarsson Mannakynni - (rá öðru fólki og athöfnum þess Æskan Hallelúja! NYJAR f fVIDDIR Hönnun og útgáfo Snorrabraut 54, bakhús, sími 561 4300, fax 561 4302 A mínu heimili eru jól sjaldnast haldin án þess að upptökur á Mess- íasi eftir Hándel komi þar einhvers staðar við sögu, annaðhvort á að- fongadaginn á undan jólamáltið eða undir lágnætti sama dags. Ég tala nú ekki um ef verið er að syngja verkið einhvers staðar í bænum. 99*17*00 - hagnýtar upp/ýsingar þegar þér hentar Verð aðeins 39,90 mínútan. Eins og mörgum öðrum þótti mér á árum áður mest varið í að heyra múg og margmenni leika og syngja þetta magnþrungna óratóríó, en þá virkjuðu menn gjarnan 2-300 manna kóra til þess, takandi feil á „fyllingu" og „styrk“ í tónlist. í seinni tið kann ég æ betur að meta fámennari útgáfur verksins þar sem hafa má meiri nautn af laglín- um og fínlegri blæbrigðum þess. Enda eru þær útgáfur klárlega í samræmi við hugmyndir Hándels sjálfs. Fyrir rúmum áratug sýndu hljómsveitarstjórar á borð við John Eliot Gardiner, NevUle Marr- iner og Christopher Hogwood fram á að „Messías" tapaði engu af kynngi sinni við flutning 30 manna hljómsveitcir og ámóta stórrar söngsveitar, verður andaktugra og innilegra ef eitthvað er. Nýjar aríur Hljómsveitarstjórinn William Christie, merkisberi rómaðrar og franskættaðrar barokksveitar, Les Arts Florissants, hefur nú bætt við enn einni túlkuninni á „messías" og ekki þeirri ómerkustu. Christie tekur tíúit til nokkurra breytinga sem Hándel gerði á verkinu frá 1742 tíl 1759, eykur til dæmis við það síðari útgáfum tónskáldsins á tveimur aríum og einum kórsöng frá 1745. Til flutningsins notar Christie 33 manna hljómsveit sína, einungis 25 manna kór og 5 ein- söngvara. Hér er greinilega valinn maður í hveiju rúmu, þvi hvað snertír öll meginatriði, hraða, mýkt og dramatískar andstæður, stend- ur túlkun Christies í engu að báki fyrri Messíasarupptökum, jafnvel William Christie. TónJist Aðalsteinn Ingólfsson þeim sem mest er í lagt. Það sem tapast af þéttri barokkhrynjandi í þessari upptöku vinnst á léttleika og tærum hljómi hennar. Ein- söngvarar eru alhr hreinasta af- bragð, sérstaklega þýski barion- söngvarinn .Andreas Scholl og kanadíski bassinn Nathan Berg, greinilega upprennandi stjömur báðir. Hér er sem sagt komin Messías- arútgáfan sem ég ætla að vera í heymarsambandi við um þessi jól. Handel: Messías Les Arts Florissants & William Christie Einsöngvarar: Barbara Schlick, Sandr- ine Piau, Andreas Scholl, Mark Pad- more, Nathan Berg Harmonia mundi 901498.99 Umboð á íslandi: Japis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.