Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Blaðsíða 44
FRETTASKOTIÐ 62 * 25 * 25 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað t DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 63 27 00 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ASKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokaö Mánudaga: 6-20 Þriöjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SIMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 KL. &8 LAUGARDAGS- OG MANUDAGSMORGNA FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994. i i i i i i i i * » / ímorgun: Fómarfamb Steingríms dæmt til ef tirlits 24 ára íjölskyldumaður var í morgun dæmdur í 9 mánaða skil- orðsbundiö fangelsi og til þess að sæta sérstakri umsjón „einstakra manna“ í tvö ár á skilorðstíman- um. Hann var jafnframt dæmdur til að greiöa 7 ára stúlku 200 þusund krónur i skaðabætur. Maðurixm varð sjálfur íyrir mis- notkun af hálfu kynferðisbrota- mannsins Steingríms Njálssonar. Réttarhöldin og niðurstaðan sner- ist að talsverðu leyti um þann þátt málsins, meðal annars sálfræði- rannsókn, þó svo að refsingin og niðurstaðan miðist ekki beinlínis viö að maðurinn hafi haft fortíð sína til afsökunar. Sakborningurínn tók þrjú börn, 6 og 3 ára, upp 1 bfl sinn í Hafnar- firði í september 1993. Hann er dæmdur fyrir að hafa sýnt þeim klámblöð og getnaöarlim sinn. Hann var síðan handtekinn í októ- ber þegar hann var kærður fyrir svipað athæfi i Reykjavík. Maður- inn gekkst viö þvi sem honum var gefið aö sök. Niöurstaða sálfræðings var sú að sennilegt væri að kynferðisbrot mannsins tengdist tiifmningatog- streitu hans frá því að hann varö fórnarlamb SteingrímsNjálssonar. Rannsóknir á kynferðisbrota- mönnum sýna að meirihluti þeirra hefur orðið fyrír kynferöíslegu of- beldi í æsku, aö sögn sálfræðings- ins - fylgni sé á milli þess að verða þolandi og síðan gerandi. Miklu máli skipti að kynferðisbrotamenn séu meðhöndlaöir. Sálfræðingur- inn segir aö það hafi vafalaust markað djúp spor í sálarlíf manns- ins að hafa orðið fórnarlamb Stein- gríms. Til rökstuðnings því voru ýmis eiitkenni í fari mannsins lögð til grundvallar - skömm, sjálfsefa- semdir, heift og fleira. Þó hann hafi sagt frá ofbeldinu á sínum tíma fari því fjarri að hann hafi fengiö viðeigandi andlegan stuðning. Dómurinn taldi að til að koma í veg fyrir frekari brot, sem sakborn- ingurinn telur í raun sjálfur aö hætta sé á, skyldi maðurinn dæmd- ur til eftirlits sérstakra umsjónar- manna. -Ótt Gjaldþrot Helgarpóstsins: Þettaeraf ogfrá - segir Guömundur Ámi Mér heyrist kafiaheitið Draumur- inn vera sannnefni. í bókinni minni ræði ég hvemig það var að vinna á fátæku blaði og tek sem dæmi að sjö einstaklingar hafl tekið á sig skuld- bindingar á Helgarpóstinum sem við höfum verið aö greiða fram á þennan dag. Þetta voru skuldir sem voru okkur óviðkomandi því að við vorum bara starfsmenn á þessu blaði en lentum í þessu að ófyrirsynju. Þetta var og er hið eðlilegasta mál að öllu leyti,“ segir Guðmundur Árni Stef- ánsson alþingismaður. Morgunpósturinn birtir í morgun tvo sambærilega þætti úr Bankabók- inni eftir Ömólf Ámason og Hrein- _um línum eftir Kristján Þorvaldsson um gjaldþrot Helgarpóstsins fyrir tíu árum þegar Guðmundur Ámi Stef- ánsson var þar blaðamaður. Að sögn Morgunpóstsins koma fram „vægast sagt alvarlegar ásakanir" um skjala- fals, fjárdrátt, samsæri við embættis- menn um glæpsamlegt athæfi, brot á bókhaldslögum og skattsvikum í Bankabókinni. „Þetta er meira en draumur. Þetta er martröð. Það er af og frá að það eigi við rök að styðjast að það séu einhver undirmál eða glæpsamlegir hlutir á ferðinni. Ég veit ekki hvaða fullyrðingar þama era á ferð. í bók- inni minni greini ég bara frá einfóld- um staðreyndum um hvemig málin engu fyrir sig á sínum tíma og hafa :engiö fram á þennan dag,“ segir Guðmundur Ámi. Nýja kortatlmabiliö: Rétt að spyrja í hvert sinn „Sá misskilningur hefur komið fram að nýtt kortatímabil sé hafið hjá öllum fyrirtækjum sem hafa posa-vélar. Það eru einungis þeir söluaðilar sem era á svokölluðu breytilegu tímabili sem era meö nýtt kortatímabil. Almennt eru það sam- keppnisverslanir sem hafa þegar byriað á nýju kortatímabili, en sjopp- ur og margir aðrir aðilar halda sig við fasta tímabiliö, 18. hvers mánað- ar. Langbest væri ef viöskiptavinur- inn kannaði málið í hvert sinn sem hann notar kortið,“ sagði Hörður Valsson, deildarstjóri hjá Visa. I i i i i Bónus 1 Holtagörðum: Tíu söluhæstu bækurnar í sölu - samkvæmt bókalista D V Jóhannes Jónsson í verslun Bónuss t Holtagörðum með nokkrar af þeim 10 söluhæstu bókum sem hann er farinn að selja og miðar við bókalista DV sem fyrst birtist í gær. DV-mynd ÞÖK Bónus í Holtagörðum hóf í gær sölu á 10 söluhæstu bókunum sam- kvæmt lista DV sem birtur var í fyrsta sinn í gær. Bækurnar eru seld- ar á 15% lægra verði en gerist og gengur í bókabúðunum. Að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hjá Bónusi verður framvegis miðað við bókahsta DV þegar velja á bækur í sölu en hstinn styðst við sölutölur frá fjölda bókaverslana um land allt. Jón Ásgeir sagði að sumir bókaút- gefendur hefðu „hikstað" þegar til þeirra var leitað í gærmorgun en á endanum hefði tekist að útvega allar bækumar tíu. Að sögn Jóns var framtakinu vel tekið af viðskiptavin- um Bónuss. Bækurnar verða aðeins seldar í versluninni í Holtagöröum. Jóhann Valdimarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, sagði við DV að félagið gerði á þessu stigi enga athugasemd við bókasölu Bónuss þótt boðið væri 15% lægra verð en annars staðar. Til skamms tíma hefði regla gilt á milh útgefenda og bóksala um fast verð en sú regla gilti ekki lengur. Þess má geta að Bóksala stúdenta hefur selt jólabæk- ur á 10% afslætti sl. 2 ár. Meðal þeirra útgefenda sem „hikst- uðu“ í gær vora Vaka-Helgafell og Setberg en á endanum fékk Bónus bækur frá þeim. Ambjörn Kristins- son hjá Setbergi sagði við DV að Bónus væri greinilega að fleyta rjóm- ann. „Bókmenntir eru ekki eins og syk- ur og hveiti. Slíkar vörur seljast allt áriö en bækur nær eingöngu fyrir jólin. Hundraö bókaverslanir era hins vegar að rembast við aö selja bækur allt árið. Við værum afskap- lega hlynntir því ef Bónus seldi bæk- ur allt árið,“ sagði Arnbjörn. <■ 1 LOKI Þetta er sannkallaðurjóla- bónus hjá Jóhannesi! Veðrið á morgun: Kólnandi veður A morgun verður allhvöss noröaustanátt á Vestfjörðum en norðanáttin breiðist smám sam- an austur yfir landið og annað kvöld verður norðan og norð- austan strekkingur um mestallt land með éljum norðan til en úr- komulausu syðra og kólnandi veðri. Veðrið í dag er á bls. 52 VINNA 3> BLINDRA BURSTAF RAMLEIÐSLA SÉRGREIN BLINDRA HAMRAHLlÐ 17 • REYKJAVlK ©91 - 68 73 35 i i i i i f i i i f f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.