Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 Fréttir Samstaða meðal sveitarstjómarmanna á höfuðborgarsvæðinu: 4,5 milljörðum varið í götur og mislæg gatnamót - samkvæmt tOIögum til samgönguráðherra og Alþingis Forsvarsmenn sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafa komiö sér saman um tillögur til vegaáætlunar næstu íjögur árin og er megináhersl- an lögð á Vesturlandsveg og Miklu- braut auk breikkunar Reykjanes- brautar til suðurs. Sveitarstjórnar- mennirnir vilja að settir verði allt að 4,5 milljarðar króna í vegabætur í Reykjavík og nágrenni á næstu árum þó að ýmislegt bendi til að að- eins 3,5 milljarðar fari í þessar fram- kvæmdir fram til ársins 1998. Búið er að fjalla um tillögurnar í öllum sveitarstjórnunum á höfuðborgar- svæðinu og ríkir full samstaða um þær. „Við byggjum þessar tillögur á ástandinu eins og það er í umferðinni í dag og gerum fjögurra ára umferð- arspá til að standa betur að vígi. Við gerum okkur vonir um að fá 3,5 millj- arða á næstu íjórum árum og að 1.550 milljónum verði ýtt yfir á næsta tímabil, 1998-2002. Svo höfum við gert hugmyndir að langtímaáætlun næstu tólf árin. Þar leggjum við með- al annars áherslu á veginn yfir Kleppsvíkina og breikkun Vestur- landsvegar upp í Mosfellsbæ," segir Stefán Hermannsson borgarverk- fræðingur. I tillögum forsvarsmanna sveitar- félaganna að nýrri vegaáætlun fyrir 1995-1998 kemur fram að gert er ráö fyrir að fjárstreymi í gatnafram- kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu aukist smám saman á þessu tíma- bili. Þannig fari rétt rúmur milljarð- ur í gatnaframkvæmdir á næsta ári meðan 1.325 milljónir fari í vega- framkvæmdir árið 1997 og 1.280 millj- ónir króna árið 1998. Gert er ráð fyrir að 820 milljónir króna fari í breikkun Vesturlands- vegar-Miklubrautar frá Höfðabakka að Skeiðarvogi, 650 milljónir í mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og pv] Kringlumýrarbrautar 1997-1998 og 460 milljónir í mislæg gatnamót á mótum Vesturlandsvegar og Höfða- bakka. Aðrar dýrar framkvæmdir verða á mótum Miklubrautar og Skeiðarvogs og Breiðholtsbraut- Reykjanesbraut. Samkvæmt nýjum vegalögum verður höfuðborgarsvæðið tekið fyr- ir sem sérstakt svæði þegar Qárveit- Framkvæmdir við Höfðabakkabrú Meðan fram- kvæmdir standa yfir Tækniskóli íslands TT”- HÁLSA- HVERFI Bráðabirgöavegur inn á lóð Mjólkur- samsölunnar XI 1 Höfðabakki (bráðabirgðavegur) j 1 I r / v —JÁ.......4nr*** - HÖFÐABAKKI Mjólkur- samsalan HOFÐABAKKI vv Bráðabirgða- vegur Húsgagnahöllin '■' ÖV Mislæg gatnamót á Höföabakka: Framhjáhlaup taka við umferðinni „Gatnamótin við Höfðabakka eru orðin ákaflega erfiö. Á annatímum hafa þau ekki undan, einkum beygju- straumnum upp í Grafarvog. Nýju gatnamótin verða mun afkastameiri og munu endast nokkuð lengi án erf- iðleika," segir Sigurður Skarphéð- insson, gatnamálastjóri í Reykjavík. •A Undirbúningsframkvæmdirerunú hafnar á mótum Höfðabakka og Vest- urlandsvegar vegna gerðar mislægra gatnamóta þar næsta sumar. Um- ferðinni verður á næstunni beint um framhjáhaup til hliðar við núverandi gatnamót og í kjölfarið verður ráðist í brúarbyggingu. Reiknað er með að ' þessum framkvæmdum verði lokið haustiö 1995. Að sögn Sigurðar eru framkvæmdimar á Höfðabakka lið- ur í enn stærra vegaátaki sem sam- tals muni kosta 1.250 til 1.300 milljón- ir. í þvi sambandi nefnir hann nýja akbraut norðan við núverandi veg í Ártúnsbrekku, nýjar brýr yfir Ell- iðaámar, endurbætur á mislægum gatnamótum við Sæbraut og Reykja- nesbraut og breikkun að Skeiðar- vogi. Gert er ráð fyrir að öllum þess- um framkvæmdum verði lokið haustið 1996. „Þessar framkvæmdir í heild eru löngu orðnar tímabærar að okkar mati. Það eru erfiðleikar á öllum þessum kafla. Þetta er sá stað- ur í borginni þar sem umferð hefur aukist hvað mest á undanfórnum árum.“ Auk þessa segir Sigurður að rætt sé um að bæta einni akgrein við Miklubrautina í sumar að sunnan- verðu en bætt var við slíkri akgrein að norðanverðu síðasta sumar. Þar með eigi austur-vestur umferðarás- inn í Reykjavík að vera orðinn mun greiðfærari fyrir umferð en verið hefur. -kaa ingar til vegaframkvæmda verða teknar fyrir á Alþingi á næstu vik- um. Tillögurnar hafa verið sendar til samgönguráðherra, samgöngu- nefndar Alþingis og þingmanna Reykjavíkur og Reykjaness til skoð- unar og hafa forsvarsmenn sveitar- félaganna óskað eftir því að koma að máhnu þegar það verður tekið fyrir á Alþingi. Upplýsingaskrifstofa NATO: framtíðina „Hingað leitar mikið af náms- fólki sem vantar upplýsingar um NATO, bæði með og á móti. Þetta eru allt frá því að vera smákrakk- ar upp í það að vera menn í dokt- orsnámi. Mánaðarlega höldum viö fundi og stöndum reglulega fyrir ráðstefnum. Að þessu leyti höfum við getað gert mikiö gagn,“ segir Dagný Lárusdóttir, fram- kvæmdastjóri upplýsingaskrif- stofu Atlantshafsbandalagsins (NATO) á íslandi. Allt frá árinu 1966 hefur NATO starfrækt upplýsingaskrifstofu á íslandi í samstarfi við Varðberg og Samtök um vestræna sam- virrnu. Um árabil var Magnús Þórðarson, framkvæmdastjóri skrifstofunnar, starfsmaður NATO en eftir að hann lést fyrir tveimur árum hefur Dagný séð um rekstur skrifstofunnar. NATO styrkir starfsemina Dagný segir NATO styrkja starfsemina hér á landi. Sú breyt- ing hafi hins vegar orðið að nú sinni Norðmaður í Brussel Iiinu formlega upplýsingastarfi fyrir ísland og fleiri aöildarríki NATO. Aðspurð segir hún nokkra óvissu ríkja um starfsmannamál NATO vegna yfirmannaskipta í höfuð- stöðvunum og breyttra viðhorfa í alþjóðamálum. Ekki sé heldur ljóst hvort NATO styrki áfram upplýsíngaskrifstofuna. „Ég er ekki í stöðu Magnúsar. Hún var lögð niður. Hans staða var miklu meiri en sú sem ég gegni. Ég var í fjölda mörg ár starfsmaður félaganna í hálfu starfi og einfaldlega haldið því starfi áfram, “ segir Dagný. -kaa Lilja ráðin Borgarráð hefur samþykkt samhljóða tillögu stjórnar Stræt- isvagna Reykjavíkur, SVR, um aö ráða Lilju Ólafsdóttur for- stjóra SVR. Lilja tekur við starf- inu um áramót um leið og Sveinn Björnsson, núverandi forstjóri, lætur af störfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.